Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 Fréttir VerkfaU Alþýðusambands VestQarða hefst á miðnætti: Stefnir í verkfall vegna stirfni vinnuveitenda - krafan um 100 þúsund króna lágmarkslaun stendur - segir Pétur Sigurðsson, forseti ASV „Það stefnir ekki í annað en verk- fall. Við viljum meina að það sé stirfni atvinnurekenda að kenna að við erum komin í þetta alvarlega stöðu. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir þá að samþykkja okkar til- mæli um viðræður við ríkisvaldið um orkukostnaðinn og skoða hug- myndir um tiifærslu á bónusnum inn í tímakaupið. Það var enginn skuldbundinn til neins þrátt fyrir það,“ segir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjaröa. Á miðnætti i nótt skellur á verk- fall félaga í Alþýðusambandi Vest- fjarða en svæði þess nær frá Drangsnesi til Patreksfjarðar. Ríf- lega 90% félagsmanna eru fisk- vinnslufólk og lamast því öll fisk- vinnsla á svæðinu. Fundir hafa ver- ið haldnir fyrir vestan alla daga um páskana. Ekkert hefur miðað í við- ræðunum og því kemur væntanlega til boðaðs verkfalls. „Við látum ekki beygja okkur og teljum að vinnuveitendur taki okk- ur ekki alvarlega. Þegar þeir mæta á fundi leggja þeir fram Verka- mannasambandssamninginn og segja að hann sé fyrir okkur. Við höfum reynt að brjóta þetta upp með þvi að bjóða þeim nýjan samn- ing og sendum hann á fostudaginn langa,“ segir Pétur. Að hans sögn stendur krafan um 100 þúsund króna lágmarkslaun enn þá en það náðist með 6% launa- hækkim og að bónusinn verði felld- ur inn í tímalaunin. 1 tillögunni sem ASV sendi atvinnurekendum á fostudag var tillaga um að fella all- an bónusinn í tímakaupið og ákveðna kauphækkun. „Tilfærslan á öllum bónusnum er auðvitað samningstala vegna þess að það verður að ákveða hver sú upphæð á að vera. Síðan bárum við fram breytingu á þeim smánar- samningi sem gerður var við vinnu- veitendur þar sem fhunkvæði og sjálfstæði verkalýðsfélaganna var rofið með vinnustaðaþætti samning- anna. Þar segir að vinnuveitendur geti gert vinnustaðasamninga sem geti jafnvel brotið í bága við aðal- kjarasamninginn, án þess að tala við verkalýðsfélögin. Þessu svöruðu atvinnurekendur neitandi á laugar- dag. Við vildum þess vegna sleppa þeim við það og buðum aö fresta boðuðu verkfalli ef þeir vildu fallast á að leiðin sem við lögðum til yrði skoðuð meðan fresfurinn stæði og hvort hún væri fær. Fresturinn yrði líka notaður til að ræða við ríkis- valdið um það hvort eitthvað væri hægt að gera til þess að jafna orku- kostnað í landinu milli kaldra svæða og heitra. Þeir höfnuðu þessu,“ segir Pétur. í gær sendu atvinnurekendur fé- lögum í ASV tilboð að nýju. „Okkur var enn einu sinni boðið upp á Verkamannasambandssamn- inginn og ef við treystum okkur ekki til þess að taka honum vorum við beðin um að fresta verkfalli og þeir lofuðu að skoða þessa breyt- ingu á kauptöxtum og bónus á samningstímanum sem ég veit ekki hver er þegar ekki er búið að semja. Svo voru þeir tilbúnir til þess að við færum á fund ráðherra um það hvemig framfylgja ætti stjómarsátt- málanum um jöftiun húshitunar- kostnaðar. Þessu gátum við ekki annað en hafnað," segir Pétur. Þessi vinna er unnin fyrir vestan i umboði sáttasemjara og undir hans eftirliti. Pétur viðurkennir að staða félaga i ASV sé slæm þar sem félagar í Verkamannasambandinu hafi skrifað undir kjarasEunning. „Við vonum bara að fiskverka- fólk átti sig á þeim samningi og felli hann. Fiskverkafólk er nefnilega ekki að fá nema 2,6% hækkun í þeim samningi miðað við að unnar séu átta stundir á dag í bónus. Þar sem fiskvinnslufólk er hér í miklum meirihluta þurfa vinnuveitendur hér fyrir vestan að greiða mun lægri laun í heildina heldur en á þeim svæðum þar sem stór hluti er í öðrum störfum, þar er hækkunin um 20%. Þá hækkun hlýtur fisk- vinnslan að borga á endanum," seg- ir Pétur. -jájh Norðuráli hf. veitt starfsleyfi allt til ársins 2009: Ráðuneytið telur ákvæði nú strangari - kynningarfundir og „tilkynningarskylda“ Umhverfisráðuneytið hefur gefið út starfsleyfi fyrir álver á Grundar- tanga sem gildir til eigi síðari tíma en 1. maí 2009. Ráðuneytið telur að kröfur til mengunarvarna séu strangari en þær sem gerðar voru til álversins í Straumsvík og því ál- veri sem á sínum tíma var fyrirhug- að að reisa á Keilisnesi. Meðal ákvæða í leyfinu er Norð- uráli hf. m.a. gert að halda annað hvert ár kynningarfund um um- hverfismál álversins - þar „skal kynna vamir gegn mengun ytra umhverfis, árangrn- í mengunar- vörnum og niðurstöður mælinga og umh verfis vökfimar “. Starfsleyfið heimilar framleiðslu á allt að 180 þúsund tonnum af fljót- andi áli á ári í kerskálum Norðuráls þurrhreinsivirkjum. Komi skaðleg áhrif í ljós á umhverfi verksmiðj- unnar, eða hætta sem ekki var áður ljós, „skal Hollustuvernd ríkisins leita lausna til úrbóta með Norður- áli hf. og gera tillögur" til ráðherra um endurskoðun starfsleyfis. í starfsleyfinu er tiltekið hvemig vörnum gegn mengun og ytra um- hverfis skuli háttað. Mælist meng- un yfir ársmeðaltali miðað við ákveðna staðla eða yfir skammtíma- meðaltali, þrjá mánuði í röð, skal Norðurál hf., í samráði við Holl- ustuvemd, hrinda í framkvæmd innan eins mánaðar áætlun um að draga úr útblátsursmengun. í ákvæðum um eftirlit með rekstri er tekið fram að Hollustu- vemd ríkisins skuli tilkynnt innan Svona mun kerskáli og skýli fyrir hugmyndum íslenskra hönnuöa. vinnslu í steypuskála álvers sem reist verður í þremur áföngum. Óheimilt verður að hefja fram- kvæmdir við stækkun álversins fyrr en að loknu frekara mati á um- hverfisáhrifum. Bygging og rekstur álversins skal vera i samræmi við bestu fáanlega tækni sem völ er á í kerskálum og tengivirki álversins líta út samkvæmt stunda um hvers konar bilun eða stöðvun í þurrhreinsibúnaði fyrir kergas sem varir lengur en eina klukkustund. Norurál hf. skal standa fyrir samfelldum mælingum á styrk flúoríðs í andrúmslofti og árlegum mælingum á flúoríði í vatni, gróðri og i grasbítum í ná- grenni álversins -Ótt Eyjafjarðarsvæðið: Rólegir páskar hjá lögreglunni DV, Akureyri: Lögreglumönnum í Eyjafirði ber saman um það að nýliðnir páskar hafi verið óvenju rólegir hvað varð- ar afskipti þeirra af borgurunum. Sem dæmi um það má nefna að yfir hátíðisdagana var aðeins einn mað- ur vistaður í fangaklefa á Akureyri. Engin óhöpp urðu í umferðinni þótt fólk væri mikið á ferðinni, t.d. vegna skíðalandsmóts á Dalvík og í Ólafsfirði. Nokkuð var þó um það að menn væru þungstígir á bensíngjöf- inni og voru rúmlega 40 teknir fyrir að aka of hratt. Einn mældist á 141 km hraða í Öxnadal. Hann mun væntanlega þurfa að sjá á eftir öku- skírteini sínu. Einn var tekinn grun- aður um ölvunarakstur og lögreglan á Akureyri kærði 17 ökumenn og far- þega fyrir að nota ekki bílbelti. -gk Katrín Árnadóttir, feguröardrottning Noröurlands 1997, viö krýninguna. Feguröardrottning Noröurlands: Áttum allar mögu- leika á að sigra DV, Akureyri: „Það var ósköp fint að sigra en ég er mjög jarðbundin og kippti mér ekki sérstaklega upp við þetta,“ seg- ir Katrín Ámadóttir, 19 ára Akur- eyrarstúlka sem kjörin var ungfrú Norðurlands 1997 í Sjallanum á Ak- ureyri sl. miðvikudagskvöld. „Vissulega kom það mér á óvart að sigra því við áttum allar mögu- leika,“ var svarið við hinni klass- ísku spumingu hvort sigurinn hefði komið á óvart. Katrín segir að sér litist vel á framhaldið, að taka þátt í keppninni um titilinn fegurðar- drottning íslands, en þijár efstu stúlkumar í keppninni á Akureyri fara allar í þá keppni. Hinar eru Eva Dögg Jónsdóttir, 17 ára, sem varð í 2. sæti, og Sólveig Helga Zophaníasardóttir, 17 ára, sem varð í 3. sæti, en hún var einnig kjörin besta ljósmyndafyrirsætan og sport- stúlka keppninnar. Katrín er nemandi við félagsfræði- braut Verkmenntaskólans á Akur- eyri en starfar einnig í Keramikgall- eríi Margrétar Jónsdóttur. Hún segir frekari áform um nám óljós. -gk Stuttar fréttir Margmiölun selur P&s Margmiölun hf. hefur selt Pósti og síma hf. 25% hlutafjár í fyrirtækinu. Margmiðlun er sér- hæft fyrirtæki á sviði hugbún- aðargerðar og Intemetþjónustu. Kornrækt eflist „Komrækt á íslandi efList svo að líkja má við sprengingu," hafði Ríkisútvarpið eftir Magn- úsi Finnbogasyni, kombónda á Lágafelli í Eystri-Landeyjum. Kombændur stefha að því að stofna landssamtök á komandi sumri og samtökum þeima á Suðurlandi hefur tekist að lækka innkaupsverð á sáð- komi. Kombændur á Suður- landi telja sig samkeppnisfæra við aðra fóðurblönduframleið- endur. Magnesíum hagkvæmt Magnesíumfélagið hf. hefur rætt rviö fjárfesta, aðallega í Kanada, um að leggja allt að 200 milljónfr króna í frekari athug- anir og byggingu magnesíum- verksmiðju á Reykjanesi. 1 nið- urstöðu hagkvæmniathugunar kemur fram að bygging verk- smiðjunnar sé fýsilegur kostur, segir fréttastofa Ríkisútvarps- ins. Fjórar kindur fundust Fjórar kindur fundust um helgina í Naustavík við Skjálf- anda en þeirra hafði verið sakn- að síðan í göngum í fyrrahaust. Strákar frá Slysavarnafélaginu á Húsavík í páskaferð í Nausta- vík fundu kindurnar. Otvarpið greindi frá. -Jáhj Reykjavík: Fjórir árekstr- ar og bílvelta Fjórir árekstrar urðu í Reykjavík í gærkvöld. í einum þeirra meiddist maður lítillega en aðrir sluppu ómeiddir. Þá valt bíll við Nesti I Fossvogi en þeir sem í bílnum vom sluppu ómeiddir. Töluvert eignartjón varð í þess- um óhöppum sem rekja má til mik- illar hálku sem myndaðist á götum í gærkvöld. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.