Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 Fréttir 5 Eitt veiöileyfi fyrir íslendinga við Svalbarða: Þetta veiði- leyfi er bundið við Stakfellið - segir Jóhann A. Jónsson á Þórshöfn Jóhann segist tvímælalaust lita svo á að þetta eina veiðileyfi sem veitt er sé bundið við Stak- fellið, en verði túlkunin hinsveg- ar sú að leyfið sé hundið við að eitthvert eitt skip frá íslandi megi veiða þarna á hverjum tima, verði islensk stjórnvöld að grípa í taumana og ráðuneytið að auglýsa veiðileyfi. Sé leyfið hins- vegar bundið við eitt ákveðið skip eins og hann segir að Norð- menn hafi sagt, þá sé engum blöðum um það að fletta að Stak- fellið eigi þennan veiðirétt. „Þeir sem hafa myndað veiðireynslu við ísland hafa fengið veiðirétt út á þá reynslu og það sama hlýtur að gilda í þessu máli. Það er óeðlilegt að við fáum ekki að veiða þama eins og við viljum, leyfið er út á okkur,“ segir Jó- hann A. Jónsson. -gk um pasKana. DV; Akureyri: „Við ætlum að senda Stakfellið á miðin við Svalbarða, sennilega í júní eða um mitt sumar. Það sem Norðmenn hafa sagt, er að þetta leyfi sem veitt er einu ís- lensku skipi við Svalbarða sé bundið við Stakfellið,“ segir Jó- hann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar. Einskonar þegjandi samkomu- lag er um það bæði hér á landi og í Noregi að ísland megi senda eitt skip á rækjuveiðar við Sval- barða og mun það vera vegna þess að Stakfell frá Þórshöfn reyndi þar rækjuveiðar á sínum tíma og er talið hafa aflað veiði- reynslu. Útgerð Snorra Snorra- sonar á Dalvík hefúr þegar sent eitt skip á miðin við Svalbarða, Amarborg, og mun skipið heíja Suðureyri: Bátasmiðja Vestfjarða til Suðureyrar DV, Suðureyri: Nýtt fyrirtæki hóf starfsemi sína í húsnæði áhaldahússins við höfn- ina, Bátasmiðja Vestfjaröa. Fyrir- tækið er í eigu Friðriks Jóhanns- sonar sem býr á ísafirði. Bátasmiðj- an þjónustar smábáta upp að 10 tonnum í húsnæðinu. Nokkrir bátar á Suðureyri hafa notað þessa þjónustu sem er nú miðsvæðis á norðanverðum Vest- fjörðum. Með tilkomu Vestfjarðar- ganga geta smábátaeigendur í ná- grannabyggðarlögum siglt bátum sínum til Súgandaijarðar til við- gerða og ekið síðan á milli í gegnum göngin. Bátasmiðjan skapar aukna þjónustu fyrir smábátasjómenn og umtalsverða vinnu fyrir iðnaðar- menn við véla- og rafmagnsviðgerð- ir. -R.Schmidt Þetta er ekki aprílgabb <b <<? ®/ceifu<'0 Skeifan 6 - Sími 568-7733 Sfoe og sfyff-a Tölvan er óumdeilanlega stoð og stytta þeirra sem ætla sér stóra hluti í framtiðinni og því skiptir val á slíkum búnaði miklu máli. K9.700 LASER Expression Pentium 133MHz* 16MB minni* 1.6 GB harður diskur* Geisladrif • Hljóðkort* Hátalarar* 15" lággeisla litaskjár* Skjákortmeð 2MB skjáminni® Windows 95 stýrikerfi • HP DeskJet 400 bleksprautuprentari 139.900 kr. stgr. ffl/LASER Æ computer Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 • http://www.ht.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.