Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997
9
Utlönd
W:J Æ/P i r \ á
w iiífW
TÍí r ..iiT ■ •
i , JÍt 0 * ' - '58
Réttarhöid hófust í gær yfir Timothy McVeigh sem sakaöur er um sprengju-
tilræði í Oklahoma sem varö 168 manns aö bana. Hér er Abra Chusid við til-
ræðisstaöinn þar sem hengdir hafa veriö upp miðar meö minningaroröum
umhinalátnu. Símamynd Reuter
Félagar Le Pens handteknir:
Dulbúnir sem
lögreglumenn
Fjórir félagar í Þjóðfylkingu
franska hægrimannsins Jean-Marie
Le Pens voru handteknir í gær fyrir
að dulbúast sem lögreglumenn og
grípa tvo andstæðinga Þjóðfylkingar-
innar í Strasbourg á sunnudaginn.
Þjóðfylkingin hélt þar ráðsteöiu um
helgina.
Að sögn saksóknara voru tveir ung-
Jean-Marie Le Pen heilsar stúlku í
búningi frá Elsasshéraði er hann
kom til Strasbourgar. Sfmamynd Reuter
lingar stöðvaðir er þeir reyndu að fá
gistingu á hóteli þar sem ráðstefnu-
gestir dvöldu. Félagamir fjórir, sem
voru dulbúnir sem lögreglumenn,
héldu unglingunum föstum og leituðu
í bíl þeirra. Unglingamir halda því
fram að þeir hafi verið barðir. Fjór-
menningamir munu verða leiddir fyr-
ir rétt í dag og eiga yfir höfði sér allt
að fimm ára fangelsisdóm.
Tugir þúsunda efndu til mótmæla
gegn Þjóðfylkingu Le Pens í Strasbo-
urg um helgina. Alls vom þrettán
manns handteknir eftir átök við lög-
reglu á laugardaginn í kjölfar mót-
mælagöngu gegn Þjóðfylkingunni.
Le Pen fordæmdi mótmælin sem
beint var að honum og flokki hans og
sagði þau skipulagða glæpastarfsemi
vinstri manna. í lokaræðu sinni á ráð-
steftiunni sagði hann að herferðin
gegn rasisma væri aðferð til að breiða
yfir getuleysu hinna flokkanna.
Á ráðstefnunni var áætlun Þjóð-
fylkingarinnar um að flytja á brott
milljónir innflytjehda til fyrri heim-
kynna útskýrð með þvi að þróunarl-
öndin þyrftu á færum verkamönnum
að halda, jafnframt því sem atvinnu-
leysi ríkti í Frakklandi. Reuter
Albanskir uppreisnarmenn syrgja drukknaða landa sína:
Verðiim brjálaðir
komi ítalir hingað
ítölsk yfirvöld, sem búa sig undir
að stjóma fjölþjóðaherliði er senda
á til Albaníu, buðu í gær albönskum
yfirvöldum að taka þátt í rannsókn-
inni á árekstri ítalsks herskips og
skips albanskra flóttamanna á
Adríahafi í síðustu viku. Albönsk
yfirvöld halda því fram að 83 Alban-
ir hafi drakknað er áreksturinn
varð. ítalir segja áreksturinn al-
banska skipstjóranum að kenna en
Albanir segja augljóst að ætlunin
hafi verið að sökkva skipi flótta-
mannanna.
Sumir stjómmálamenn hafa lýst
áhyggjum sínum yfir að Albanir
kunni að taka á móti fjölþjóðaher-
liðinu, sem á að hafa eftirlit með þvi
að hjálparsendingar komist til skila,
með blendnum hug í kjölfar sjó-
slyssins. Alessandra Mussolini,
bamaham ítalska einræðisherrans
Mussolinis, hefur hvatt til þess að
komu herliðsins verði frestað. Sagði
hún nauðsyn á að bæta samskiptin
milli landanna áður en herliðið yrði
Albanskar konur syrgja drukknaöa
flóttamenn og kasta blómum í
Adríahaf. Símamynd Reuter
sent til Alhsuiíu. Annars væri hætta
á að margir ungir menn yrðu strá-
felidir.
Albanskir uppreisnarmenn, sem
hafa hafnarborgina Vlore á valdi
sinu, kváðust í gær ekki vilja neina
ítali til borgarinnar. „Við viljum
enga ítali til þessarar borgar. Við
höfum misst fjölskyldur p ikar,“
sagði Giergii Greni. „Ef við Isjáum
ítalska hermenn í Vlore núna verð-
um við allir brjálaðir." Greni lét
þessi orð falla þar sem um fjögur
þúsund manns höfðu komið saman
til að syrgja þá sem drukknuðu.
Ráðist var á ítalska sendiráðið í
Ósló aðfaranótt mánudags og slag-
orð máluð á veggi þess og rúður
brotnar. Þeir sem stóðu á bak við
árásina segjast hafa verið að mót-
mæla grimmilegri meðferð ítala á
albönskum flóttamönnum. Reuter
^BRYNJÓLFUR JÓNSSON'
Fasteignasala ehf., Barónsstíg 5,101 Rvk.
Jón Ól. Þórðarson hdl., lögg. fasteignasali.
Fax 5111556
/
SIMI5111555
Einbýli - raöhús
AKURHOLT MOS. NÝTT. Mjög vel
skipulagt 120 fm einbýli ásamt 40
fm bílskúr. Fallegur garður, heitur
pottur, stór sólverönd og gróðurhús.
Verö 11,5 m. Áhv. 3,2 m. byggsj.
RAUÐAGERÐI. Tvílyft timburhús,
105 fm, tvær hæðir og kjallari ásamt
góðum skúr. Hagstætt verö. Áhv.
4,2 m. byggsj. Akveðin sala.
DALATANGI MOS. 117 fm raðhús
meö 27 fm innbyggðum bílskúr.
Gróinn garður, sólverönd og heitur
pottur. Lækkað verö 9,9 m. Áhv.
4,1 m. Ákveðin sala.
HLÍÐARTÚN MOS. 70 fm ein-
býlishús á einni hæð. 40 fm bílskúr.
6 svefnherbergi. Stór ræktuð lóð.
Hagstætt verö. Skipti á minna.
HJARÐARLAND - MOS, 2 ÍB. Um
320 fm einbýli. Skiptist í 160 fm
íbúð, ca 75 fm góða 3ja herb. íbúð
og innb. bílsk. Áhv. 5,5 m. Skipti á
minna.
BREKKUSEL, 2 ÍB. 250 fm enda-
raðhús. Séríbúð í kjallara. Bílskúr.
Gott útsýni yfir borgina. Verö 13,9
m. Áhv. 3,3 m. Skipti á minna.
Hæöir
GOÐHEIMAR. Mikið endurnýjuð og
góð 123 fm hæð ásamt 33 fm bíl-
skúr. Verð 10,9 m. Áhv. 4,5 m.
Skipti á minna.
LAUGARNESVEGUR. Mjög falleg
og mikið endurnýjuð 130 fm efri
sérhæð. 50 fm bílskúr. Skipti á
minna.
4ra herb. og stærri
LJÓSHEIMAR - NÝTT. Sérlega
björt og falleg 97 fm endaíbúð í
suðurenda með sérinngangi og
glæsilegu útsýni. Sér hiti. Hús-
vörður. Verð 7,6 m. Áhv. 4,1 m.
húsb. 5,1% v.
VIÐ LANDSPÍTALANN. Björt
N
endaíbúö á 2. hæð í þríbýli í góðu
steinhúsi. Verö 7,9 m. Áhv. 3,8 m.
byggsj.
3ja herb.
HÖRGSHLÍÐ. Stórglæsileg 90 fm
íbúð á jarðhæð. Sérinngangur, bíl-
geymsla. Eign í algjörum sérflokki
Ahv. 3,8 m. byggsj.
VÍÐIHVAMMUR. 80 fm mikið
endurnýjuð og góð íbúð í þríbýli.
Sérinngangur. Gróinn garöur.
Ákveðin sala. Verö 6,9 m. Ahv. 4,0
m. byggsj.
2ja herb.
RAUÐÁS. Nýleg, og verulega falleg
85 fm íbúð á 1. hæð. Gott útsýni.
Verö 5,9 m. Áhv. 1,9 m. byggsj.
Nýbyggingar
FÍFULIND. Mjög glæsilegar og
vandaöar 3ja og 4-5 herb. íbúðir
fullfrágengnar meö innréttingum, án
gólfefna, til afhendingar nú þegar.
Hagstætt verö. Frekari upplýs-
ingar og teikningar á skrifstof-
unni.
Atvinnuhúsnæöi
SÍÐUMÚLI. Ul sölu eða leigu bjart
og gott skrifstofuhúsnæði, um 250
fm, á besta stað við Síðumúlann.
Upplýsingar á skrifstofunni.
UMHVERFie...
og við erum við þig.
Við sendum framköllunar-
vökvann í endurvinnslu.
Silfrið af filmunum
sem leysist upp
í framköllunarferlinu,
það fer líka í endurvinnslu
og endar svo kannski
sem silfurskeið í munni
- einhvers staðar úti í
heimi. Jákvæð mynd...
JÁKVÆÐ MYND...
er óvenjulegt fyrirtæki
sem vill koma
þér á óvart
meö hlýlegri þjónustu
og smekkvísi í frágangi
á myndunum þínum.
Hugsaðu jákvætt.
FRAMKÖIXUN TIL FYRIRMYNDAR
Við viljum skila þér myndunum betri en þú áttir
von á. Við stækkum myndirnar með hvítum
kanti, setjum þær í vandaða öskju sem fer vel
með þær, fer vel í hillu og fer vel með umhverfið.
Ef þú vilt veita myndunum þínum fallega og
sérstaka umgjörð eigum viö til sérsmíðaða
ramma og smekklegar myndamöppur.
Við byggjum orðstír okkar á því að framkalla
myndirnar þínar með eins jákvæðum hætti fyrir
umhverfið og mögulegt er. Hugsaðu jákvætt.
J A K V M f* (Sfl Y N D
Hótel Esju, Suóurlendsbraut 2, slmi 581 2219, símbróf 588 9709.
Uka opiö ó laugardögum fró kl. 10:00 - 14:00.