Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 27 i -J mu mWi Skordýrafræðingurinn safnar, skráir og skilgreinir: Fiðrildasafn pennavinar réð úrslitum Erling Ólafsson ákvað að verða dýrafræðingur þegar hann var enn barn. Á unglingsaldri heimsótti hann pennavin sinn í Danmörku sem átti mikið fiðrildasafn. Þá var ekki aftur snúið frá skordýrunum. „Ég segi stundum að áhugi minn sé fæðingargalli. í frium er ég alltaf viðbúinn með glös og fleira til þess að safna því sem ég sé. Það eru hins vegar takmörk hvað maður getur lagt á fjölskyldu sina með því að sinna vinnu og áhugamáli í sífellu," segir Erling og hlær. Af danska pennavininum er það að segja að hann gerðist kennari en er þekktur leikmaður í skordýrasöfnun í heimalandi sínu og víðar. Skrifstofa með skordýrum Erling lauk líffræðiprófi frá HÍ og fór þaðan til Sví- þjóöar í framhaldsnám i dýrafræði og valdi skordýra- fræði sem sérfag. Erling hefur unnið hjá Náttúrufræði- stofnun frá árinu 1978 við að safna, skrá og skilgreina skordýr. Á skrifstofu hans eru skúffur fullar af skordýr- um á títuprjónum en geyma þarf sýnishornin á þurrum og dimmum stað. Önnur skordýr eru geymd í alkóhóli en Erling vill helst ekki hafa vökvasýni inni hjá sér vegna óheilnæmrar uppgufunar. Að sögn Erlings hafa fundist og verið skráðar um 1300 tegundir skordýra á íslandi. Um 1050 af þeim lifa hér að staðaldri en 250 eru flökkudýr. Þetta þykir ekki mikill fjöldi því í þessum efhum geldur ísland þess að vera eyland. „Fólk finnur alls konar skordýr í innfluttum vörum, í flestum tilfellum meinlaus. Sumt af því hef ég aldrei séð og verð að senda til útlanda til rannsóknar. Venjulega safna ég eintökunum saman og sendi tölu- verðan fjölda í einu,“ segir Erling. Skordýr lifa alls staðar Skordýr lifa alls staðar, irman dyra og j utan, jafnvel á hæstu fjöllum nema á jöklum. Sum skordýr lifa eingöngu á norðurslóðum en eftir því sem farið er sunnar á bóginn fjölgar tegundum og sem ferðamaður í suðurlöndum kemst Erling stundum í feitt. „Gallinn við starfið er að hafa það að áhugamáli líka. Ef ég sé eitthvað athyglis- vert skordýr verð ég að skoða það nánar því ég gæti annars misst af einhverju mikilvægu," segir Erling. -jáhj Erling Olafsson við einn af mörgum skordýraskápum á skrifstofu sinni hjá Náttúrufræöistofnun. DV-mynd Hilmar Þór 1» # <_ Úlfar Eysteinsson framleiðir nýtt snakk: Hertur karl með bjór Loðnan hleypir miklum fjármun- um í þjóðarbúið en fáir íslendingar leggja sér þennan fisk til munns. Núna hefur Úlfar Eysteinsson, mat- reiðslumeistari á Þremur Frökkum, gert tilraunir með að herða karl- kyns loðnuna með góðum árangri. Úlfar býður gestum sínum að borða snakkið meðan þeir lesa matseðil- inn. „Ég er svo sem ekki að finna neitt upp héma, aðeins að prófa mig áfram. Kvenloðnan er flutt út en karlloðnan hefur aðallega farið í gú- anó nema hvað sumir hafa fryst lít- ils háttar hin síðari ár. Yfir vertíð- ina keypti ég karlinn ferskan en þarf að kaupa hann frosinn fram að Lystugur hertur kall í munni Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara á Þremur Frökkum. DV-mynd Hilmar Þór næstu vertíð þar sem ég get keypt,“ segir Úlfar. Hann segir að Rússar kaupi frysta karlloðnu af íslending- um en Rússamir dundi sér við að herða fískinn yfir veturinn og selji hann síðan Japönum á margföldu verði. Úlfer hefur líka þróað snakk úr söltuðu þorskroði, bragðbætt það með ýmsum kryddtegundum og flyt- ur út. Frakkar hafa tekið roðsnakk- inu vel og á dögunum sendi hann 6000 poka til Frakklands. Mikil vinna liggur á bak við loðnusnakkið. Úlfar fletur loðnuna líkt og silung þannig að hún hangir saman á maganum. Síðan er fiskur- inn lagður í kryddlög í klukku- stund. Á kvöldin, þegar veitinga- staðnum er lokað, er flöttum karlin- um raðað í ofiiinn og látinn þoma i 12 tíma við 25-28°. Afurðin verður mjúk en ekki stökk líkt og venjuleg- ur harðfiskur. „Japanir hafa borðað karlinn hjá mér og em yfir sig hrifnir. Islend- ingar era lika ánægðir með þessa nýjung," segir Úlfar og bætir við að sífellt fleiri íslendingar séu tilbúnir til að prófa eitthvað nýtt. -jáhj Með öllum Siljurpottum sem viimast í Háspennu í Krínglunni, fylgja 2 flugmiðar til Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.