Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 Fréttir Framtakssamir bændur í Þykkvabæ björguöu á fjórða tug gáma úr Vikartindi í gærkvöld: Halda uppboð á góssinu í Reiðhöllinni í dag - ágóðinn mun Qármagna hitaveituframkvæmdir heima fyrir „Fyrir páskana kviknaði sú hug- mynd innan sveitarstjómar hvort heimamenn gætu ekki tekið af skar- ið og ráðist í að bjarga þvi sem bjargað yrði af farminum. Menn voru orðnir dauðþreyttir á að horfa upp á þennan seinagang. Nú, við lét- um svo til skarar skríða strax i gær- kvöld þegar tekist hafði að koma krönum skipsins í gagnið og feng- um stórvirkar vélar á staðinn og með haröfylgi og dugnaði tókst okk- ur að hífa á fjórða tug gáma í land. Við höfðum þá þegar gert samning viö eigendur og tryggingafélög um að við fengjum að eiga allt að tvo þriðju hluta góssins og ráðstafa þeim hluta að vild. Við ákváðum strax að halda upphoð á öllu saman í Reiðhöllinni enda upplögð leið til að fjármagna dýrar hitaveitufram- kvæmdir sem brátt verður ráðist í hér eystra,“ sagði Heimir Hafsteinsson, oddviti í Þykkva- bæ, í samtali við DV seint í gær- kvöld. Uppboð þeirra Þykkvabæjar- manna má með sanni kalla upp- boð áratugarins en það hefst í Reiðhöllinni í Viðidal i dag, klukkan 13. í nótt og í morgun renndu tengi- vagnar með gám- um í hlað við Reiðhöllina. í morgun unnu menn síðan við að tæma úr gámastæðunni og kenndi þar ýmissa grasa. Má þar nefna heimil- istæki af öllum gerðum, sjónvörp af vönduðustu gerð, hljómtæki, hús- gögn, innréttingar, leikfóng, þar með taldar splunkunýjar leikjatölv- ur, heilmikið af fjallahjólum, vara- hluti í bíla, frönsk og þýsk vin, gólf- efni og síðast en ekki síst fjóra þýska eðalvagna. Er þá aðeins fátt eitt upptalið. „Ef fólk er fljótt á staðinn verður eflaust hægt að gera ævintýraleg kaup. Til að tryggja sem besta þátt- töku og hraða sölu höfum við ákveð- ið að byrja í mjög lágum tölum. Því er ljóst að þeir sem koma fyrstir geta átt möguleika á að eignast nýj- an bil eða tölvu á hreint hlægilegu veröi. Ánægjan er öll okkar enda lít- ur út fyrir að við fáum heita vatnið heim í húsin okkar á silfurfati," sagði móður og másandi oddvitinn við Reiðhöllina í morgun þar sem Hér má sjá gámana um borð f Vikartindi í gærkvöld. í nótt hafði tekist að koma krönum skips- ins í gang og hífa gámana frá boröi og undir morgun var innihald þeirra komið í Reiðhöllina í Víðidal þar sem það beiö nýrra eigenda. Dv-mynd Jón Benediktsson Hér má sjá öryggisvörö frá Securitas meö hluta af góssinu. DV-mynd S hann var að bera inn vörur. Til glöggvunar skal þess getið að heitt vatn hefúr fundist í borholu rétt vestan við þorpið i Þykkvabæ. Heimamenn voru yfirvegaðir og rólegir þegar DV ræddi við þá í gær- kvöld. Sú hugmynd kviknaði reynd- ar fljótt eftir strand Vikartinds að landeigendur i Þykkvahæ væru sannarlega réttir eigendur að öllu góssi í skipinu, eins og að öðru sem þar kann að reka á land. Karl Ólafs- son er einn þeirra sem héldu þeirri skoðun mjög fram. „Við erum nokkuð sáttir við þessa lendingu í málinu enda þótt það kæmi í okkar hlut að bjarga gámunum. Við fáum kostnaðinn greiddan og gott betur því uppboðið sér okkur fyrir yl um ókomna tíð,“ sagði Karl. Það vakti nokkra undrun að Ólaf- ur Þórarinsson, bóndi á Háfi, faðir Karls, girti af land sitt með raf- magnsgirðingu á páskadag, undir því yfirskini að hann vildi spoma gegn frekari landspjöllum. Nú er komið á daginn að um samantekin ráð bændanna var að ræða til þess að þeir fengju vinnufrið við að koma farmi skipsins frá borði. -hlh/-bjb Dagfari Friðarferlið Israelsmenn og Palestínumenn berast á banaspjótum. Átök, árásir, hryðjuverk, tilræði og karldrifjuð morð em þar daglegt brauð. Þessi samskipti era kölluð friðarferli, enda hafa Palestínumenn og ísrael- ar gert með sér margt samkomu- lagið um bætta sambúð og skrifað undir hvem samninginn á fætur öðrum þar sem friði og frelsi er lýst yfir í nafni þeirra trúarbragða sem þessar þjóðir lifa eftir. Friðarferlið hér heima er af öðr- um toga. Hér höggva menn ekki hver annan og sem betur fer eru ekki framin hryðjuverk eða íjöldamorð hér á landi, enda hafa islendingar ekki tileinkaö sér trú- arþrögðin í jafn ríkum mæli og þeír í Miðausturlöndum. íslending- ar segjast að visu vera trúaðir og játast upp til hópa hinni kristnu kirkju og láta skírast og fermast og giftast og andast í kristnum anda. En trúin er mátulega heit og hefur fyrst og fremst þann tilgang að há- tíðisdagar kirkjunnar eru notaðir sem tyllidagar og frídagar og til skemmtunar og þannig kemur það sér vel að vera kristinn í kristnu landi. Páskamir era kærkomin upp- lyfting og aðilar vinnumarkaðarins taka þá svo alvarlega að þeir ákváðu sér friðarferli í kjarasamn- ingum og aflýstu verkföllum dag- inn fyrir hátíðarnar. Mun það einkum stafa af þeirri hugsun að ófært sér að bjóða íslendingum og sjálfum sér upp á páskafrí án þess að geta notið þess. Menn geta ekki staðið í ófriði verkfalla og verk- fallsátaka á meðan venjulegt fólk heldur upp á páska og jafnvel venjulegt fólk verður fyrir ónæði af verkföllum yfir páskana ef menn eru ekki búnir að semja um frið á vinnumarkaðnum. Friðarferlið í samningunum hófst með því að stóra samninga- nefndin hjá Dagsbrún var send heim. Sú nefnd hafði spillt friðnum og þvi góða samkomulagi sem tek- ist hefur með verkalýðsforingjum og vinnuveitendum. Á löngum fundum í karphúsinu kynnast menn hver öðram og með þeim tekst vinskapur og menn sem eru orðnir vinir af sameiginlegri dvöl í karphúsi gera með sér sams konar samkomulag og þeir Clinton og Jeltsín um að vera sammála um að vera ósammála. Síðan settust þeir niður og settu pínulítið rifrildi á svið og tókust svo í hendur og sömdu. Stóra samninganefndin hjá Dagsbrún misskildi hins vegar karpið um kjörin og hélt að þar væru menn að takast á um kaupið. Og þess vegna varð að losna við nefndina. Undir lokin tókust menn á um hvort fresta bæri verkfallinu eða aflýsa því en það var líka liður í friðarferlinu, alveg eins og þeir myrða hver annan í Jerúsalem, en sem betur fer þarf engan að drepa í karphúsinu í því friðarferli sem þar er skipulagt. Nú eru menn búnir að gera frið- arsamninga sem halda að minnsta kosti vel fram yfir páska, enda var það alltaf ætlunin að halda páska að kristinna mann hætti og ljúka karpinu í friðarferlinu með því að gera friðarsamninga í lokin og takast í hendur. Þetta tók örlítið of langan tíma vegna þess að verkfallsverðir hjá Dagsbrún voru ekki settir inn í friðarferlið en það stendur allt til bóta, enda er búið að lofa þeim lægst launuðu sjötíu þúsund krón- um fyrir aldamótin. Þjóðin varpaði öndinni léttar því skítt veri með launin og skítt veri með kjörin. Fólk fékk sína páska og engar refjar. Þeir stóðu sina plikt í karphús- inu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.