Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 Utlönd Arababandalagið ályktar: Viðskiptabann ísrael á ný Eiginkonan kom- in til geimvera Tveir fyrrum félagar í trúfélag- inu Hlið himinsins eru sannfærð- ir um að félagar þeirra 39, sem sviptu sig lífl í Kalifomíu í síð- ustu viku, hafi haldið beint upp í geimskip eins og leiðtogi þeirra lofaði. Eiginkona Waynes Cookes, Suzanne Sylvia, var meöal þeirra sem frömdu sjálfsmorð. „Ég tel að hún sé líklega einhvers staðar þarna úti núna,“ sagði Cooke í sjónvarpsviðtali um helgina og lýsti því yfir að hann hefði gjarn- an viljað vera nógu sterkur til að fara með. Cooke telur að fjölda- sjálfsmorðin hafi verið skipulögð utan úr geimnum til að vekja at- hygli á trú hópsins. Ríkissaksóknari Sviss yfirheyrir bróður Salinas Ríkissaksóknari Sviss og yfir- maður fikniefnalögreglunnar þar í landi komu til Mexíkó á sunnu- daginn til að yfirheyra bróður Carlos Salinas, fyrrum forseta Mexíkó, vegna leynilegs banka- reiknings með rúmlega 80 millj- ónum dollara í Sviss. Bróðir Carlos Salinas, Raul Sal- inas, var handtekinn snemma árs 1995. Var hann sakaður um að hafa lagt á ráðin um morð á hátt- settum stjórnmálamanni og að hafa efnast á ólöglegan hátt. Raul Salinas neitar sakargiftum um að hann hafi auðgast á fíkniefnasölu og segir peninga sína fengna með löglegum viðskiptum. Skaut skóla- börn og kenn- ara til bana Byssumaður í Jemen var i gær dæmdur til dauða fyrir að hafa skotið til bana þrjú börn, skóla- stýru og kennara í árás á tvo skóla á sunnudaginn. Byssumaðurinn skaut í áttina að hundruðum skólabarna á aldr- inum 6 til 18 ára er þau söfnuðust saman á lóðum skóla sinna snemma morguns. Morðinginn hafði verið ökumaður skólabíls en verið rekinn af skólastýrunni. Við réttarhöldin í gær kvaðst hann hafa ætlað að myrða eiginmann skólastýrunnar. Sakaði hann þau um að hafa samþykkt rán og nauðgun á 8 ára gamalli dóttur sinni fyrir hálfu öðru ári. Reuter gegn Bandarísk yfirvöld gagnrýndu i gær þá ákvörðun utanríkisráðherra Arababandalagsins að hvetja til að samskiptum við ísrael yrði slitið. Sögðu yfirvöld í Bandaríkjunum að bætt samskipti hefðu stuðlaö betur að friði. Utanríkisráðherrar Arababanda- lagsins tilkynntu í gær, að loknum tveggja daga fundi í Kaíró í Egyptal- andi, að þau hygðust mæla með því að gamalt viðskiptabann gegn ísrael yrði endurvakið, skrifstofum ísrael- skra stjórnarerindreka yrði lokað og þátttöku í viðræðum um frið í Miðausturlöndum yrði hætt. Þessi ákvörðun utanríkisráðher- ranna er svar við þeirri ákvörðun Benjamins Netanyahus, forsætisráð- herra Israels, að halda fast við þá áætlun að byggja 6 þúsund íbúðir fyrir gyðinga i hverfi araba í austur- hluta Jerúsalem. Palestínumenn líta á þann hluta borgarinnar sem höf- uðborg framtíðarríkis síns. „Netanyahu leikur sér að eldi og hann verður sá fyrsti sem brennir sig á honum,“ sagði framkvæmda- stjóri Arababandalagsins, Esmat Abdel-Meguid, á fundi með frétta- mönnum í gær. „Þetta eru skilaboð til ísraels og til leiðtoga ísraels en aðalmarkmiðið er að bjarga friðar- ferlinu. Þeir (ísraelsmenn) hafa al- gjörlega misreiknað viðbrögð araba og þetta hefði aldrei átt að gerast," sagði framkvæmdastjórinn. David Levy, utanríkisráðherra ísraels, sagði ákvörðun Arababandalagsins lið í tilraun til að koma ríkisstjóm Netanyahus frá völdum. Óeirðir héldu áfram á Vestur- bakkanum í gær tólfta daginn í röð. ísraelskir hermenn skutu gúmmí- kúlum á palestínska mótmælendur og særðu tvo. Palestínumenn köst- uðu grjóti að hermönnunum. í Egyptalandi efndu þúsundir stúdenta við Azhar-háskólann í Kaíró til mótmæla gegn stefnu ísra- els og Bandaríkjanna. Nokkrir stúdentanna brenndu fána Israels og Bandaríkjanna en þeir yflrgáfu ekki skólalóðina sem óeirðalögregla hafði umkringt. Egypskir náms- menn hafa efnt reglulega til mót- mæla síðan ísraelsstjóm ákvað að reisa þúsundir íbúða fyrir gyðinga í arabíska hluta Jerúsalem. Reuter 17 létust í lestarslysi Sautján létu lífið og 50 slösuöust er lest fór út af sporinu skammt frá borginni Pamplona í norður- hluta Spánar í gær. Fær frest Forsætisráðherra Indlands, H.D. Deve Gowda, hefur fengið frest til 11. apríl til að reyna að afla meiri- hlutafylgis á þingi. Óliklegt þykir að það takist þar sem stjómin nýtur ekki lengur stuðnings Kon- gressflokksins. Reknir burt Alþjóðlegir hjálparstarfsmenn reyna nú að aðstoða um 20 þús- und hútúa frá Rúanda sem skipað hefur verið að yfirgefa flótta- mannabúðir nálægt Kisangani í Sair. Clark yfirmaöur r-ir---------1 Bill Clinton MpJPPlk' Bandaríkjaforseti Jl herafla NATO og liðsins í Evrópu. Clark er nú yfir- maður bandaríska herliðsins í Suður-Ameríku og hefur bæki- stöðvar í Panama. Hann talar rússnesku og var í sendinefhd Bandaríkjanna sem átti þátt í að koma á Daytonfriðarsamkomu- laginu um Bosníu. Óttast lokun skóla Foreldrar bama í íslömskum ung- lingaskólum óttast að skólunum fækki vegna deilu hersins í Tyrk- landi og stjómvalda. Herinn hef- ur fyrirskipað að skólunum verði fækkað þar sem þeir séu uppeldis- stöðvar næstu kynslóðar ís- lamskra bókstafstrúarmanna. Auka skammtinn Yfirvöld í írak segjast ætla að auka matarskammtinn handa írökum þar sem fyrsti farmurinn af matvælum, sem fékkst í skipt- um fyrir olíu, sé kominn. Grænt Ijós Borís Jeltsín Rússlandsforseti hef- ur gefið grænt ljós á drög að sam- komulagi um ríkjasamband við Hvíta-Rússland. Frjálslyndir Rúss- ar óttast að með því sé Rússlands- forseti að afsala sér völdum til harðlínumannsins Lukashenkos sem er forseti Hvíta-Rússlands. Pólitískir fangar Kínversk yfirvöld segjast ekki hafa neina pólitíska fanga þó yfir 2 þúsund séu í fangelsi vegna „gagnbyltingarglæpa". Reuter ísraelskir hermenn jöfnuöu í gær við jörðu heimili Palestínumannsins sem gerði sjálfsmorðsárás á kaffihús í Tel Aviv fyrir 10 dögum. Eiginkona Palestínumannsins og fjögur börn þeirra bjuggu í húsinu. sfmamynd Reuter c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.