Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 enmng u Lífið er líka dans á rósum Miðvikudaginn fyr- ir páska frumsýndu Hugleikarar nýtt leik- rit sem þeir kalla Embættismanna- hvörfin. Þar segir frá því þegar ungur emb- ættismaður, Friðþjóf- ur, er kallaður fyrir embættismannaráð Reykjavíkur og falið að leita að embættis- mönnum sem aldrei hafa komið aftur úr sendiferðum til Korp- úlfsstaða. Hann fer af stað og lendir í ýms- um hremmingum en finnur að lokum það sem hann var sendur eftir. Og ekki nóg með það, fundurinn varpar nýju ljósi á stöðu hans sjálfs i líf- inu, auk þess sem höfundum verksins (sem eru átta!) tekst að búa til vísi að sönnu sæluríki við borgarmörkin. Hugleikir hafa alltaf verið visvitaðar stælingar á öðrum hugverkum úr skáldskap eða þjóðarsögu - ís- lendingasögur náttúrlega frægasta dæmið í hinni frábæru sýningu á Stútungasögu. I Emb- ættismannahvörfunum er margt sem minnir á Kristnihald imdir jökli - Friðþjófur er eins og Umbi sérlegur útsendari yfirvalda og fmnur ýmislegt annað en hann átti að finna. Þó er ekki gengið eins langt í stælingu og skopfærslu og stundum áður. Einnig vantar upp á að hug- leikarar sleppi sér í gríninu á þennan sérstæða, gróteska hátt sem þeir hafa þróað svo unaðs- lega gegnum árin. Getur verið að Jón St. Krist- jánsson leikstjóri hafi agað þá of mikið? Að þessu sögðu er sjálfsagt að sleppa sér svo- lítið og viðurkenna að mörg atriði í sýningunni hugleiksk - að maður tali nú ekki um strútinn! Sævar Sigur- geirsson leikur aðalhlutverkið, misþroska töku- bamið sem sent er af stað til að leita hinna týndu, og er glæsilegur leikari hvemig sem á hann er litið. Kannski tekur hann leikinn of al- varlega fyrir Hug- leik, en víst er að ógleymanlegur verður hann í týpískri stellingu James sjálfs í Bond-atriðinu, og gaman var hvem- ig geysimikil hæð hans var notuð í fallegu ástaratriði með Júlíu bisk- upsdóttur sem Sig- ríður Lára Sig- urjónsdóttir lék svo prýðilega - en einnig ívið of stillt. Hugleikur á sérstakan sess I hjörtum hinna fjölmörgu Reykvíkinga sem þráðu eigin áhuga- leikhóp. En einmitt vegna aðstæðna sem eru öðruvísi í höfuðborginni en víðast hvar þurfa Hugleikarar að varðveita sérkenni sín, passa að verða ekki eins og hinir. Hugleikur sýnir í Tjarnarbíó: Embættismanna- hvörfin. Feluleik eftir Önnu K. Kristjánsdóttur, Ármann Guðmundsson, Fríðu B. Andersen, Sigrúnu Óskarsdóttur, Sævar Sigurgeirsson, Unni Guttormsdóttur, V. Kára Heiðdal og Þor- geir Tryggvason Höfundar tónlistar: Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson Korpa skýtur á Friðþjóf sem rænir friöi í sæluríkinu. Sævar Sigurjónsson og Jónína Björgvinsdóttir í hlut- verkum sínum. DV-mynd Hilmar Þór Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir voru drepfyndin á þennan dásamlega hug- leikska hátt. Hugleiknust vom prímadonnan Hulda B. Hákonardóttir sem ekki bregst í hlut- verki Ólafar Rögnu, Jónína Björgvinsdóttir sem hin upprunalega Korpa og Unnur Gutt- ormsdóttir sem Westm’-íslendingurinn Doris Day; tungutak hennar vandlega hannað af sér- fræðingum. Tónlistin var líka skemmtilega Jónas Ingimundarson meö Eldhug- ann. DV-mynd S Jónas Ingimund- arson heiðraður Rótarýklúbbur Kópavogs hefur veitt Jónasi Ingimundarsyni tónlist- armanni heiðursviðurkenningu sína í ár fyrir listræn störf hans og for- göngu um tónlistarflutning á land- inu. Tók hann á móti smíðisgripnum Eldhuganum eftir Sigurð G. Stein- þórsson í samsæti á þriðjudaginn var. Eins og alþjóð veit hefur Jónas ver- ið mikilvirkur einleikari, meðleikari og undirleikari á píanó síðan hann kom heim frá námi. Einnig hefur hann kennt á píanó, stjómað kórum og leikið inn á fjölmargar hljómplöt- ur. Mest er um vert að hann hefur á undanfómum árum tekið eigið fram- kvæði í tónlistartlutningi og kynn- ingu á tónlist í samræmi við þann sérstæða skapandi kraft sem í honum býr. Fínirí Það var alls konar fmirí í boði í sjónvarpi og útvarpi um páskana. Bænadagana var maður við sjón- varpið, meira og minna. Þetta eru svo miklir strangtrúar- dagar samkvæmt íslenskum lögum að það er varla að fólk kunni við að fara á klóið fyrr en á laugardegin- um fyrir páska, og þá ekki mjög lengi, því trúarofstækið hefst svo aftur þegar fer að líða á kvöldið og er rétt að losna um það annan dag páska þeg- ar þetta er skrifað. Þá hefst mik- ið skíðatal í fjölmiðl- unum og manni dettur í hug að þar sé lúterska kirkjan líka með puttana. Þegar búið er að tyfta andann þá skal taka til við holdið. Á fostudag sýndu sjónvarpsstöðv- amar hvor sína íslensku heimildar- myndina. Mynd Elinar Hirst um fangana á Mön var ljómandi áhuga- verð og hefði gjarnan mátt vera í Fjölmiðlar Sigríður Halldórsdóttir tveimur hlutum því það komst bók- staflega ekki allt að í einum þætti sem mann langaði að vita. Elín á sjálfsagt eftir að gera miklu meira fýrir sjónvarp af þessu tagi, hún er fin fjölmiðlakona. Myndin sem Stöð 2 sýndi um bóndann á Merkigili var falleg og undirtónn hennar auðvitað trega- blandinn. Umsjónarmaður hennar hafði ekki mikið efni milli handa, enda víst ekki staðið annað til upp- haflega en að sýna stutta kynningu á honum. Sérstæð útfór hans er ég viss um að er efni sem hægt er að bjóða útlendum sjónvarpsstöðvum. Hún var svo einstök, gæti hvergi í heiminum hafa átt sér stað nema á ís- landi, eins og sá sem í kistunni hvíldi. Hans líki finnst áreiðan- lega hvergi nema á af- skekktri gilbrún þar sem hann flýg- ur fram af, frjáls einsog fugl, kóng- ur í ríki sínu, íslenskri óbyggð. Ekki var emjað neitt mjög úr hlátri yfir nýjum skemmtiþætti á Stöð 2 sem heitir Fornbókabúðin. Að honum loknum var maður orð- inn hálfúrillur og ákvað að ganga hreint til verks, kveikja á RÚV 1 og hlusta á útvarpsleikrit. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti síðan Skeggi Ásbjarnarson var og hét að ég hlusta á útvarpsleikrit. Það hét Allt hefur sinn tíma og er eftir Andrés Indriðason. Og viti menn, þetta var besta skemmtun. Hlýlegt leikrit um gamlan húsvörð sem ekki vill láta kippa sér út úr hringiðu lífsins og setjast þægur og þegjandi út í hom. í apríl verða flutt að minnsta kosti þrjú islensk útvarpsleikrit og ég leyfi mér að mæla með hlustun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.