Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 U"V 10 fflenning W •ét 'é Svart-hvít sjálfsmynd í litum Þótt sýning Hannesar Lárussonar, „svart/hvítt“, í sýningarsalnum 20 fermetrar að Vesturgötu 10 hafi verið einföld í sniðum þá eru skilaboðin sem hún sendir frá sér flóknari. I þessu litla en hentuga sýningarrými sjáum við sjónvarpstæki uppi í einu horninu, í því gengur þögult myndband sem sýnir listamanninn þar sem hann situr á kolli og horfir alvörugefinn í myndavélina, kviknakinn, nema hvað hann er með ljósgullna hrokkna hárkollu. Myndbandið gengur látlaust í tvær til þrjár klukkustundir án þess að nokkuð gerist í myndinni annaö en minni háttar hreyfingar fyrirsætunnar, eins og til að bægja burt náladofa og þreytu af kyrrsetunni. Kassann sem fyrirsætan situr á sjáum við aftur mannlausan í frumgerð sinni á miðju salargólf- inu. Hann er svartur, smíðaður úr frekar gróf- hefluðum fjölum og með tveim handföngum. Set- an ofan á kassapum er hins vegar brún, úr ómál- aðri eik, vandlega unnin, og eru förin fyrir rasskinnamar mótuð mjúklega og finpússuð ofan í setuna. Setan vísar frá sjónvarpinu í áttina að inngangi salarins. Annað er ekki sjáanlegt í saln- um nema gestabók. Það er ekki nema von að það vefjist fyrir gest- um hvaða skilaboðum verið er að koma á fram- færi, enda er sýningin óvenjuleg þótt hún sverji sig lúmskt í ætt við hefðina. Eða eigum við ekki Caravaggio: Hinn sjúki Bakkus (sjálfsmynd), ca 1597. Hannes Lárusson: „svart/hvítt“ (sjálfsmynd) 1997. gervi Bakkusar eða mál- aði hrokkinhærða sveina í sama hlutverki, sem líkt og léku á mörk- um hins kvenlega og karlmannlega. Hannes gerir það sama (eins og hárkollan vitnar um), hann leikur á þessum mörkum í hlutverki nektarfyrirsætunnar. Það er reyndar leikið á fleiri mörkum í þessu verki. Um leið og við erum á mörkum hefð- bundinnar portrett- myndar og hinnar lif- andi myndar eru í verk- inu vísanir til þeirra marka sem við gerum á fræðin lætur undan mjúkum formum sitjandans þá eru litaheitin ekki heldur algild frekar en hug- takið portrettmynd eða hugtakið karlkyns/kven- kyns. Það er leikið á mörkum þessara hugtaka og við upplifum ákveðna upplausn fyrirframgefinna staðreynda og afmarkaðra hugtaka andspænis þessu verki. Sú tilfinning sem málverk Caravaggios af ung- um sveinum vöktu fyrir réttum 400 árum mun hafa verið að einhverju leyti hliðstæð. Það voru portrettmyndir, málaðar eftir uppstilltri spegil- mynd, sem voru hvort tveggja i senn óraunveru- legar og á einhvem hátt nær raunverulegri eftir- líkingu en þekkst hafði í málverki til þess tíma. Þessi sjálfsmynd Hannesar Lárassonar er til þess fallin að vekja okkur til vitundar um gildi sem standa utan við skilgreiningarvald hinna frum- spekilegu/algildu hugtaka, bæði hvað varðar lit- inn, formið, listhugtakið og inntak sjálfsmyndar- innar sem viðtekins listfræðilegs hugtaks. milli lita. Verkið heitir „svart/hvitt“, og hvað er nú svart og hvað er hvitt? Sjónvarpskassinn er svartur og sömuleiðis kassinn sem setið er á, nema hvað setan er brún. Veggirnir í salnum eru hvítir, sem og veggirnir í bakgrunni myndarinn- ar á skjánum. Maðurinn á myndinni er líka „hvítur“ að því leyti sem hann tilheyrir „hvíta kynstofninum“. Á raunverulega kassanum lýsir hann reyndar með fiarveru sinni. Svo virðist sem Hannes sé að gefa til kynna að það sem við köll- um í daglegu tali hvítt og svart tengist meira þeim hlutum sem bera litinn en þeim eiginleik- um sem aðskilja þessa liti sem ljósfræðilegar staðreyndir. Jafnvel svarti kassinn, sem er hreint form, fær ekki að vera heill kassi og er ekki all- ur svartur heldur virðist þar meðvitað vikið frá hinni geometrísku og algildu formfræði um leið og hann er fagurlega lagaður að sitjanda fyrirsæt- unnar (er það kannski tilvísun í træga afsteypu eftir Marchel Duchamp af farinu eftir afturenda á manni?). Við finnum óbeint að rétt eins og hörð form- mörg dæmi úr listasögunni um mannamyndir og portrettmyndagerð á borð við þá sem myndband- ið sýnir? Það þótti ekki tiltökumál að gera mynd- ir af nöktum körlum meðal Forn-Grikkja og Róm- veija og þekktist líka síðar, á endurreisnartíman- um, barokktímanum og á tímum nýklassíkur og rómantíkur á 18. og 19. öld. Að vísu voru slíkar myndir oftast hoggnar í marmara, stundum mál- Myndlist Úlafur Gíslason aðar á vegg eða léreft, en aldrei sýndar af lifandi myndbandi. Hreyfingin (þó takmörkuð sé) og tímatenging myndbandsins gerir þessa sjálfs- mynd Hannesar i vissum grundvallaratriðum frá- brugðna þeim myndum sem ítalski málarinn Caravaggio málaði af léttklæddum sveinum af ætt Díonýsosar skömmu fyrir aldamót- in 1600, svo nærtæk hliðstæða sé tekin, en þar sat hann ýmist sjálf- ur fyrir léttklæddur í Messías í Langholti Það tók Hándel ekki nema liðlega þrjár vikur, síðsumars áriö 1741, að semja Messías. Ef til væri aðferð til að meta verðmæti tónlistar yrðu þessar þrjár vikur vafalítiö með þeim dýrmætustu í tón- listarsögunni. Charles Jennens vann texta verks- ins og byggði á Biblíunni. Verkið er gjarnan sagt vera óratoría þótt það vanti ýmsa grundvallarþætti þess forms, til að mynda persónur og eiginlegan söguþráð. Það má skipta Messíasi i þrjá þætti; í fyrsta hlutanum er koma Krists boðuð, í öðrum hlutanum er sagt frá lífi hans og í þeim þriðja er mikilvægi sögunnar ígrundað. Kór og Kammersveit Langholtskirkju og einsöngvaramir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Valgerður G. Guðnadóttir, Sverrir Guðjónsson, Björn Jónsson og Loftur Erlingsson fluttu verkið í kirkjunni á skírdag undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Konsertmeistari var Júliana Elín Kjart- ansdóttir. Síðustu ár hafa túlkunaraðferðir eldri tónlistar verið í endurskoðun og kapp lagt á að færa túlk- un nær því sem tíðkaðist á þeim tíma er verkin voru samin. Þegar stórvirki barokkmeistaranna fóru að heyrast aftur um miðja nítjándu öld, eft- ir aldarlanga þögn, var rómantíkin við lýði og þessi verk voru þá flutt á þann máta sem tónlist- armönnum þótti bestur þá. Þannig komu þau til okkar inn í tuttugustu öldina, í rómantískri túlk- un, flutt af stórum kórum og einsöngvurum sem þekktu bæði Wagner og Verdi. Jón Stefánsson kaus að fara hina hefðbundnu leið að Messíasi, með þeirri undantekningu að láta kontratenór syngja hlutverk sem alt-söngkona syngi annars. Ég er ekki viss um að það hafi verið rétt. Þótt Sverrir Guðjónsson hafi skilað sínu með sóma tel ég heildarsvipinn hafa orðið sannari með alt- Tónlist Bergþóra Jónsdóttir söngkonu. Ólöf Kolbrún beitti allri þeirri róman- tísku hlýju sem rödd hennar býr yfir og söngur hennar var ákaflega fallegur, einkum í „He shall feed his flock“ og ariunni „I know that my redeemer liveth“. Valgerður Guðnadóttir söng lít- ið hlutverk sitt afar músíkalskt og vel. Sverrir Guðjónsson söng sína rullu prýðilega, einkum aríuna „He was despised". Ánægjulegt var að heyra í ungum tenórsöngvara, Birni Jónssyni. Röddin er glæsileg og söngurinn var jafnan góð- ur en túlkunin full dramatísk. Loftur Erlingsson var frábær í sínu hlutverki og músíkalskur söng- ur hans í ariunni „The trumpet shall sound“ verður eftirminnilegur. Þar lék Ásgeir Stein- grímsson sóló á trompet á móti söngröddinni og gerði mjög vel. Leikur hljómsveitarinnar var létt- ur og hreinn. Kór Langholtskirkju var að sjálfsögðu í aðal- hlutverki. í upphafi virtust innri raddimar, alt og tenór, ekki alveg nógu „heitar“ og voru mátt- litlar og loftmiklar í upphafskóraum. Er á leið efldist þrótturinn og margir kórar voru mjög vel sungnir, til dæmis „Great was the company of the preachers" og „All we like sheep“, sem var rytmískur og kröftugur, og hljóðlátt niðurlagið sérlega fallega mótað af hendi Jóns Stefánssonar. í heild var þetta fínn flutningur á Messíasi en herslumun vantaði á að hann yrði með þeim bestu sem hér hafa heyrst. í miðri altaríunni, „He was despised", gerðist það að inn í kirkjuna arkaði maður, merktur Stöð 2, með þrífót, tökuvél og hljóðnema og tók að skrúfa upp þrífótinn og stilla hljóðnemanum upp. Af þessu hlaust skark og truflun á allra viðkvæm- asta stað í verkinu. Slíkt tillitsleysi er óþolandi. „Köld, margslungin, þétt og brilljant" Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness fær verðskuldaða dóma vestanhafs þessar vikum- ar og er gaman að fylgjast með upplifunum bandarískra gagn- rýnenda á þessari bók bóka. „Fáar söguhetjur öðlast aðra eins dýpt og Bjartur, og fáar nú- tímaskáldsögur sýna önnur eins meistaratök,“ segir í Kirkus Reviews, og: „Þetta er ein af þeim stóru.“ ^ „Laxness tekur Bjart engum vettl- ingatökum, enda er hann þver- girðingurinn uppmálaður,“ segir í Publ- ishers Weekly: „Bjartur er per- sóna sem Sturluson hefði kannast við.‘ „En þrátt fyrir alla kostina verður að vara hinn djarfa les- anda við: bókin er erfið,“ segir Herbert Mitgang í grein í The News & Observer sem ber sama heiti og þessi frétt; honum finnst sagan segja frá fólki sem er æði ólíkt hinum bandaríska meðaljóni, og lái honum eng- inn! En einmitt það gerir bók- ina ögrandi, að hans mati. Hún vekur honum hungur eftir fleiri af þessu tagi: „Hvar eru norrænar nútimabókmenntir?" spyr hann. Snorri^--^/ Leikhús- og dansstyrkir Tvö verkefni fá hæsta styrk- inn frá Teater og dans i Nor- den- nefndinni þennan ársfiórð- | ung, 70.000 danskar krónur: Helsinin Kaupunginteater til að fara með sýninguna Rakkaita pettymyksiá rakkaudessa til Borgarleikhússins í Stokkhólmi í september og íslenska Þjóð- leikhúsið til að fara með Leitt hún skyldi vera skækja og sýna : í þjóðleikhúsi Svía núna í maí. Önnur íslensk verkefni sem styrk hlutu voru Amlóða saga sem Bandamenn ætla aö sýna á leikhúshátíð í Þrándheimi í september (20.000 d.kr.) og leik- stjóra Viðars Eggertssonar á Krabbasvölunum í Færeyjum (18.500 d.kr.). Aðeins einn aðili fékk styrk til að fara með sýningu hingað til lands. Það er Det lille Turnéteater frá Danmörku sem kemur með sýninguna Odys- seus til Norræna hússins I byrj- un október í haust (10.000 d.kr.). „En ég er hér" Á fimmtudaginn, 3. apríl, rabbar Helga Kress, prófessor i almennri bókmenntafræði og forstöðumaöur Rannsóknastofu í kvennafræðum, um ljóð kvenna í stofu 201 í Odda, og hefst erindið kl. 12. Það heitir: ,,„En ég er hér ef einhver til min spyrði." Ljóð eftir íslensk- ar konur 1876-1995.“ Heimsins besti pabbi Skjaldborg hefur sent frá sér lítið fallegt kver með völdum ummælum og heim- spekilegum vanga- veltum bama um pabba sinn undir nafninu Heims- ins besti pabbi. Helen Exley safnaði efn- inu saman en Guðbrandur Sig- 'laugsson þýddi. Útgáfan hefur þegar sent frá sér þrettán bækur í þessari röð og væntanlegar eru fáeinar í viðbót um heimsins bestu mömmu, ömmu og afa. Silja Aðalsteinsdóttir r:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.