Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 32
Vinningstölur laugardaginn 13 19 20 33 í 37 K V. Fjöldi Vinningar vinninga Vinning&upphœð I' S“tS 3.839.179 2. 4 at 5-1* 89 4 100.910 3 4 at 5 58 12.000 4- 3 at 5 2.411 670 Heildarvlnning&upphœð 6.554.189 FRETTASKOTIÐ SÍMINIII SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 Samningar bankamanna: Viðræður fram á nótt „Við höldum áfram eitthvað inn í ■ ',:y nóttina en staðan er sú að báðir að- ilar eru að funda með sínum samn- inganefndum," sagði Þórir Einars- son ríkissáttasemjari við DV rétt undir miðnætti í gærkvöld. Þá höfðu bankamenn og viðsemjendur þeirra setið á lokuðum fundum hvorir í sínu lagi í nokkrar klukku- stundir. „Þetta hefur verið erfitt og enn eru óleyst ágreiningsmál en mér þykir alveg ljóst að menn hafi full- an vilja til að leysa þau, eins og staðan er núna. Það hefur á hvorug- an vænginn verið stigið og því get- ur þetta farið á hvorn veginn sem er,“ sagði Þórir. -jáhj L O K I Viðtalsþáttur á sjónvarpsstöð í Tyrklandi á föstudaginn langa: Heittrúaðir farnir að sækja að Halim Al - múslímum þykir Halim hafa brugðist trúarskyldum sínum Halim A1 átti talsvert undir högg að sækja í beinni útsendingu að kvöldi fóstudagsins langa þegar hann svaraði spumingum kynn- is á Kanal 7, þætti í umsjón heit- trúaðra múslíma, varðandi þá staðreynd að hann héldi dætrum sínum og Sophiu Hansen frá móðurinni. Þegar kynnirinn vék máli sínu að Kóraninum og spurði Halim á þá leið hvort það samræmdist honum að faðir hefði leyfi til að halda börnum frá móður sinni kvaðst Halim ekki geta beitt bömin sín þrýst- ingi í þeim efnum - vilji barn- anna réði. Sophia Hansen hefur nú veriö í hverjum viðtalsþættinum á fætur öðrum að undanfornu og er ekki annað hægt að segja en að mál hennar hafi verið kynnt rækilega fyrir almenningi í Tyrklandi. Ólafur Egilsson sendiherra, sem hefur verið í Tyrklandi sið- ustu vikur, sagði í samtali við DV í gærkvöld að hann teldi að álit heittrúarmanna á Halim A1 hefði breyst að undanförnu: „Múslímar sem ég hef rætt við og það sem fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu stað- festir að múslímum þykir ísak Halim hafa bragðist trúarskyld- um sínum með framferði sínu,“ sagði Ólafur. Á morgun, miðvikudag, verður sýndur þáttur á ATV-sjónvarps- stöðinni sem mikið er horft á í Tyrklandi. Þar mun Sophia koma fram ásamt barnasálfræðingi. Þátturinn var tekinn upp í síð- ustu viku þar sem viðstaddir voru á annað hundrað gestir. Spumingum var beint til Sophiu og lét fólk álit sitt í ljós. Sophia lýsti því þar m.a. hvemig Halim beitti hana og börn þeirra ofbeldi á íslandi. Stórblaðið Hurriet birti á föstu- dag hluta af símbréfum sem blað- inu höfðu borist vegna máls Sophiu Hansen. Umfjölluninni var gefið mikið rými og kom þar greinilega fram samúð í garð hinnar íslensku móður vegna framferðis Halims Als. -Ótt Sex voru fluttir alvarlega slasaðir á Sjúkrahús Fteykjavíkur eftir mjög harðan árekstur tveggja bifreiða á Reykjanes- braut í gærkvöld. Meðal þeirra slösuöu eru ungmenni og 5 ára gamalt barn. DV-mynd s Veðrið á morgun: Kaldi fyrir norðan Á morgun má gera ráö fyrir norðankalda og éljum um norðan- vert landið en léttskýjuðu og þurru veðri sunnanlands. Veðrið í dag er á bls. 36. Arnarborg komin að Svalbarða DV, Akureyri: „Við erum byrjaðir veiðar en afli hefur ekki verið mikill enn sem komið er, enda erum við að reyna fyrir okkur. Frost og sjávarkuldi gerir þetta stirt en vonandi finnst lausn á þvi,“ segir Sigurður Frið- riksson, skipstjóri á Amarborg EA frá Dalvík. Arnarborgin kom á rækjumiðin við Svalbarða um helgina eftir þriggja sólarhringa siglingu frá Tromsö í Noregi þar sem skipið var til viðgerðar. Siglingin á miðin gekk hægt vegna mikils rekíss og var ekki siglt nema á þriggja til fjögurra sjómílna hraða. Arnarborgin er eina íslenska skipið á þessum miðum en norsk stjórvöld hafa veitt samþykki fyrir leyfi til eins íslensks skips til veiða á þessum slóðum og er það leyfi til komið vegna Stakfells frá Þórshöfn sem reyndi fyrir sér á þessu svæði fyrir nokkrum árum. -gk Bílum ýtt um sandinn DV, Suðurlandi Bjöldi ferðamanna kom við í Háfs- göru um páskana til þess að skoða strandstað Vikartinds. Fólk var á mis- búnum farartækjum til aksturs í laus- um fjörusandinum og mátti sjá ýmsa tilburði við að komast áfram. Algengt var að kona og böm ýttu. -Jón Ben. Hafnarfjörður: Sex slösuð- ust mjög alvarlega Sex slösuðust alvarlega í mjög hörðum árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut, rétt fyrir norðan íþróttahúsið í Kaplakrika, um sjöleytið í gærkvöld. Fjölskylda úr Hafnarfirði, hjón og 5 ára gamalt barn þeirra, var í öðr- um bílnum og þrjú ungmenni úr Keflavík I hinum. Öll sex liggja al- varlega slösuð á Sjúkrahúsi Reykja- víkur að sögn lækna þar. Hjónin vora í aðgerð þar í gærkvöld og voru lögð inn á gjörgæsludeild ásamt barninu. Ökumaður annars bílsins missti stjóm á honum í hálku og fór yfir á gagnstæða akrein og lenti þar harkalega framan á hinum bílnum. Báðir bílarnir eru taldir ónýtir. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.