Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 Eitt verka Siguröar Þóris í Nor- ræna húsinu. Tvær sýningar Fyrir páskana opnaði Sigurð- ur Þórir Sigurðsson tvær mái- verkasýningar í Reykjavík. í Norræna húsinu sýnir hann ol- íumálverk, en i Gallerí Ófeigi, Skóiavörðustíg 5, verða myndir unnar í vatnslit og gvassi. Sigurður Þórir er fæddur og uppalinn í Reykjavík og stund- aði framhaldsnám við Konung- legu Listaakademíuna í Kaup- mannahöfn 1974-1978. Hann hef- Sýningar ur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sigurð- ur bjó eitt ár i Englandi og starf- aði þar að list sinni og sýndi af- rakstur á sýningu 1992 í Nor- ræna húsinu. Myndefni Sigurðar er maður- inn og hans nánasta umhverfi. Einnig kemur fram í myndum hans sú óvissa og ógn sem mann- inum stafar af tilvist sinni og þeim andlegu og efnislegu hlut- um sem hann tileinkar sér. Sýn- ingarnar standa til 6. apríl. Ný verk Kristjáns í Listasafni ASÍ í Listascifni ASÍ við Freyju- götu (Ásmundarsal) sýnir Krist- ján Steingrímur ný verk sem unnin eru með blandaðri tækni. Kristján Steingrímur er fæddur í Öngulsstaðahreppi, nú Eyjafjarð- arsveit, 13. apríl 1957. Hann var í framhaldsnámi í myndlist í Hamborg og hefur verið búsettur í Reykjavík. Þar hefur hann fengist við listsköpun og sinnt ýmsum félagsstörfum myndlist- armanna og kennt. Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum Félagsmálaráðherra boöar til fundar í Valaskjálf á morgun kl. 20.30. Fundarefnið er fram- kvæmdaáætlun ríkisstjómarinn- ar í jafnréttismálum. Gerð verð- ur grein fyrir núgildandi áætlun og hvað miðar við gerð nýrrar áætlunar. Þau sem flytja erindi eru Páll Pétursson félagsmála- Samkomur ráðherra, Elín R. Líndal, formað- ur Jafnréttisráðs, Elsa S. Þor- kelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, og Ruth Magnús- dóttir kennari. EndurskoOun þjóð- menmngar í fyrirlestraröðinni Þjóðernis- vitund íslendinga verður fyrir- lestur í Háskólanum í kvöld. Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor við Háskóla íslands, flytur erindi sem hann nefnir Endurskoöun þjóðmenningar. Kvenfélag Seljasóknar Félagsfundur í kvöld kl. 20.30 í kirkjumiðstöð Seljakirkju. Gest- ur fundarins er Ásta Óla Hall- dórsdóttir og mun hún tala um indverska stjömuspeki. Víðast þurrt syðra Yfir Grænlandshafi er 975 mb lægð sem þokast austur en yfir Grænlandi er 1015 mb hæð. Veðrið í dag I dag má búast við norðangolu eða kalda. É1 verða norðanlands en víðast þurrt syðra. Á höfuðborgar- svæðinu verður vægt frost en víðast verður hiti nálægt frostmarki. Veð- ur fer hægt kólnandi. Sólarlag í Reykjavík: 20.19 Sólarupprás á morgun: 6.42 Síðdegisflóð á morgun: 13.56 Árdegisflóð á morgun: 1.15 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 1 Akurnes rigning 3 Bergstaöir alskýjaö -1 Bolungarvík skafrenningur -2 Egilsstaóir alskýjaö 3 Keflavíkurflugv. rigning 3 Kirkjubkl. rigning 2 Raufarhöfn snjókoma -2 Reykjavík slydda 2 Stórhöföi súld á síö. klst. 5 Helsinki léttskýjaö -2 Kaupmannah. léttskýjaö 3 Ósló léttskýjaö 2 Stokkhólmur snjóél -1 Þórshöfn alskýjaö 4 Amsterdam skúr á síö. klst. 7 Barcelona mistur 16 Chicago skýjaö 9 Frankfurt skúr. á síð. kls. 7 Glasgow skýjaö 7 Hamborg slydda á síó. klst. 4 London skýjaö 11 Lúxemborg skýjaó 7 Malaga mistur 19 Mallorca léttskýjaö 18 París skýjað 9 Róm léttskýjað 18 New York skýjaö 3 Orlando rigning 19 Nuuk alskýjaö 1 Vín léttskýjaö 1 Washington skýjaö 4 Winnipeg skýjaó -1 Borgarleikhúsið: Landlæga jass- og blúshátíðin Styrktar- og uppbyggingarsjóður SÁÁ stendur nú týrir jass- og blús- hátíð annað árið I röð í Borgarleik- húsinu undir heitínu Önnur land- læga jass- og blúshátíðin, annað kvöld kl. 21. Margir af íremstu tónlistarmönn- um landsins koma iram á þessum tónleikum. Þeir gefa allir vinnu sína og verður ágóðanum af tónleikunum varið til að greiða hluta af sjúkra- kostnaði sem heilbrigðisyfirvöld í Skemmtanir siðmenntuðum löndum eiga að borga. Hér er um að ræða lifrar- bólgu- og eyðnirannsóknir og bólu- setningar gegn lifrarbólgu á sjúkl- ingum sem koma á Vog. Þeir sem koma fram á tónleik- unum eru meðal annars Blúskompaníið, Ellen Kristjáns- dóttir, Gunnlaugur Briem, Berg- lind Björk, Bubbi Morthens, Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Péturs- son, Jóhann Asmundsson, KK, Bjarni Ara, Ragnar Bjarnason, Rut Reginalds, Súkkat, Pálmi Gunn- Súkkat er meðal fjölmargra landsþekktra tónlistarmanna sem koma fram arsson og Magnús Eiríksson. ® tónleikunum í Borgarleikhúsinu. Antonio Banderas leikur sögu- manninn Ché. Evita Evita, sem Laugarásbíó sýnir, er gerð eftir vinsælum söngleik þar sem nánast allur texti er sunginn eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Evita bygg- ir á ævi Evu Peron, sem var eig- inkona einvaldsins Juans Peron, og komst hún til mikilla valda í Argentínu áður en hún lést ung að áriun úr krabbameini. Áður en Eva giftist Peron hét hún Eva Duarte og átti að baki frekar vafasama fortíð, sem smástirni í kvikmyndum og lagskona vafa- samra manna, en hún var metn- aðargjöm og ætlaði sér alltaf að ná langt og lét ekkert stöðva sig. Það er poppgyðjan Madonna Kvikmyndir sem fer með hlutverk Evu Perón eða Evitu eins og hún var kölluð að alþýðunni sem dáði hana. Madonna hefur fengið hrós fyrir leik sinn í myndinni og það hafa einnig fengið Antonio Banderas í hlutverki sögumannsins og Jonathan Pryce í hlutverki Ju- ans Perons. Tónlistin skiptir miklu máli og þess má geta að aðalgítarleikarinn í myndinni er Friðrik Karlsson, Mezzoforte- maður með meiru. Nýjar myndir Háskólabíó: Saga hefðarkonu Laugarásbíó: Evita Kringlubíó: Metro Saga-bíó: Space Jam Bíóhöllin: Innrásin frá Mars Bíóborgin: Kostuleg kvikindi Regnboginn: Rómeó og Júlía Stjörnubió: Jerry Maguire Samkomur 7 T~ 3 7” y 1 IÖ ,s II m .,1 n> J JT1 lb j 1 !di> Lárétt: 1 helmingur, 6 guð, 8 dýpi, 9 dimm- viðri, 10 strophúfa, 11 þættir, 13 angur, 15 óða, 17 kroppa, 19 fiskilína, 20 batnaði. Lóðrétt: 1 hættunnar, 2 hnoða, 3 garma, 4 huggun, 5 peningur, 6 keröld, 7 nöldraði, 12 fuglinn, 14 áburður, 16 ákefð, 18 athygli. Lausn á siðustu krossgátu: Lárétt: 1 skjalls, 8 laut, 9 ein, 10 eflist, 11 na, 12 lotan, 14 æla, 15 roði, 17 dekkin, 19 tóra, 20 agg. Lóörétt: 1 slen, 2 kafald, 3 julla, 4 ati, 5 lest, 6 litaði, 7 snúning, 13 orka, 14 æft, 16 oka, 18 er. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 92 26.03.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,640 71,000 70,940 Pund 114,220 114,800 115,430 Kan. dollar 51,260 51,570 51,840 Dönsk kr. 10,9770 11,0350 10,9930 Norskkr 10,6010 10,6590 10,5210 Sænsk kr. 9,1940 9,2450 9,4570 R. mark 14,0350 14,1180 14,0820 Fra. franki 12,4090 12,4800 12,4330 Belg. franki 2,0272 2,0394 2,0338 Sviss. franki 48,2400 48,5100 48,0200 Holl. gyllini 37,2100 37,4300 37,3200 Þýskt mark 41,8600 42,0700 41,9500 ít. líra 0,04170 0,04196 0,04206 Aust. sch. 5,9440 5,9810 5,9620 Port. escudo 0,4159 0,4185 0,4177 Spá. peseti 0,4926 0,4956 0,4952 Jap. yen 0,56870 0,57210 0,58860 irskt pund 111,040 111,730 112,210 SDR 96,62000 97,20000 98,26000 ECU 81,2500 81,7300 81,4700 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.