Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 Spurningin Notaröu fríkortiö? Þorleifur Sigurbjörnsson sjó- maður: Nei, ég sé enga ástæðu til að nota það. Amar ísleifsson verkamaður: Já, ég hef nú notað það og finnst það hentugt. Ævar ísak Sigurgeirsson versl- unarmaður: Nei, ég læt safnkortið duga. Valdimar Jóhannsson verkamað- ur: Nei, hvað er það? Guðmundur Halldórsson þrifa- maður: Nei, ég hef ekki fengið það enn þá. Hanna María Alfreðsdóttir nemi: Nei, ætli ég sé ekki of ung til að nota það. Lesendur___________ Ördeyöan í Dýrafirði - þingmenn okkar sjá enga lausn Áskorun á Ríkisstjórn og Alþingi íslendinga. Við undirrituð, skorum á Ríkisstjórn og Alþingi íslendinga að endurskoða fiskveiðistefnuna nú þegar, með það í huga að banna alla sölu og leigu á aflakvóta, samanber 67. Frumvarp til laga, sem flutningsmenn eru að, Guðmundur Hallvarðsson og Guójón Guðmundsson. Einnig verði tekið á og endurskoðað það aflamark sem fáeinar útgerðir hafa sölsað undir sig á síðustu árum og hluti af þeim aukakvóta sem til félli samanber Frumvarp no. 67 yrði úthlutað til þeirra Landsbyggða sem verst eru sett atvinnulega og eru eingöngu háð fiskveiðum. Þessi fiskveiðistefna eins og hún er nú framkvæmd er alqjörleaa óbolandi og þjóðjnni til skaða, um hana er engin þjóðarsátt, því kvótinn erbjóðamign -----------------------KíL búseta. Þetta er listinn meö áskorun okkar sem bíöum enn eftir úrræöum, segir bréf- ritari m.a. Kristjana S. Vagnsdóttir skrifar: Hvers eigum viö að gjalda, al- menningur í Dýrafirði? Við verðum að búa við ördeyðu í atvinnu dag eftir dag, viku efitir viku og mánuð eftir mánuð. Við fáum ekkert að vita um framgang mála, og innum við eftir framgangi eða hvort úrbæt- ur séu í nánd verður öllum svara- fátt. Helst að þingmenn kjördæmis- ins svari, að þeir geti engar lausnir fundið á þessum vanda. Hugmynd- imar verði að koma frá heima- mönnum. Við erum búin að missa það sem atvinnuskapandi var hér í byggðar- laginu, þ. á m. báða togarana, en við þurftum ekki að kvarta um atvinnu- leysi á meðan þeir voru hér. Heima- menn lögðu fram allt sitt til að halda Sléttanesinu, og sumir tóku lán til að eignast hlut. En það fór samt! Okkur er sagt að sú 31 milljón sem heimamenn lögðu í fyrirtækið sé orðin að 126 milljónum í dag! Kannski hafa stjómendur þessa fyr- irtækis gloprað öllu úr höndunum. En eigum við þá að hrökkva upp af án þess að nokkra björg sé að fá? Fulltrúi okkar um atvinnumál hér fór hinn 22. jan. sl. til forsætis- ráðherra með bréf sem hafði að geyma beiðni um að ráðherra beitti sér fyrir að einhverjar úrbætur fengjust. Því bréfi er enn ósvarað (hinn 16. mars). - Áhuginn virðist ekki vera mikill. Ulu heilli sameinuðumst við ísa- fjarðarbæ, en erum eins og dauðir hlutir sem settir eru upp á hillu. Þó era þeir búnir að fá fá bæði skipin okkar. Er ekki komið að þeim mönnum sem sitja á þingi, og við kusum til þess að vinna fyrir okkur, að leita bjargráða ... með tilurö Byggöastofnunar og lífeyrissjóðs Vestfjarða? Við þurfum ekki lífeyri úr þeim sjóði ef við verðum komin undir græna torfu úr hungri fyrir aldur fram. Við létum glepjast af framréttum höndum „postulanna". Og á ég þá einkum við Haildór hjá ASÍ, Grétar Þorsteinsson, Hervar Gunnarsson og Guðjón A. Kristjánsson. En skýringin er þessi: Við þrjár, Ragnheiður Ólafsdóttir, Vagna Vagnsdóttir og ég, vorum að undir- búa undirskriftalista sem við ætl- uðum að senda vítt og breitt um landið, og gerðum reyndar, með óskum til Alþingis um afnám kvóta- brasksins. Við fengum ágæta aðstoð hjá aðila einum hér á staðnum. En við vildum gera meira; senda áskor- un til verkalýösfélaga um land allt um að standa saman í þessari bar- áttu. Við, atvinnuleysingjamir, átt- um hins vegar enga peninga til svona stórræða, svo við ákváðum að hafa tal af ofangreindum blekk- ingarpostulum, sem ég nefni svo. Þeir vora allir jákvæðir mjög, en með einu skilyrði: að breyta yfir- skrift listans um kvótabraskið. Samþykktum við þaö með semingi, en í staðinn áttu auglýsingar að taka að glymja í eyram lands- manna. Til þessa höfum við ekki heyrt eina einustu auglýsingu. Dæmi nú hver fyrir sig hvort þessir menn hafi staðið við sitt. Sendi ég listann hér með. Hættum að kaupa brauð Jens P.K. Jensen hagfr. skrifar: Árið 1976 hækkaði kaffi í Banda- ríkjunum um 10% í einu vetfangi, að sögn kaffiheildsala vegna nætur- frosta í Brasilíu. Næstu daga eftir hækkunina mátti sjá auglýsinga- borða strengda með fram vegum hér og þar í borgum á austurströnd- inni, þar sem stóð: „Stop Buying Coffee“ (Hættum að kaupa kaffi). - í framhaldinu dróst kaffineysla sam- an með þeim afleiðingum að kaffið lækkaði aftur. Verðhækkanir tveggja stærstu brauðframleiðendanna í Reykjavík, upp á 10%, gefa tilefni til viðbragða af hálfu neytenda á sama hátt og gerðist í Bandarikjunum 1976. Ef við, neytendur, sýnum samtakamátt okkar í verki og minnkum brauð- innkaup okkar verulega á næstu dögum era allar líkur á að verð- hækkunin á brauðinu gangi til baka að öllu eða mestu leyti. Þannig gefum við líka öðram fyr- irtækjum ótvíræð skilaboð, og get- um e.t.v. dregið úr ffekari verð- hækkunum. Hættum því að kaupa brauð og förum að baka. Áþján fermingarvertíðar Hafdís skrifar: Ég var að vona að verkfallið, a.m.k. mjólkurverkfallið, entist eitt- hvað fram eftir aprilmánuði. Það var fyrirséð að allar fermingarveisl- ur myndu niður falla ef ekki fengist nægileg mjólk og ijómi til að gleðja ættingjana og vinina sem bjóða þarf í fermingarveisluna. Ég þarf blessunarlega ekki að láta ferma strax, en ég á von á boði í jafnvel tvær fermingarveislur með tilheyrandi atgangi. Maöur fer ekki í þessar leiöindaveislur án ein- hverrar gjafar upp á, segjum 4-5000 krónur, það minnsta. Síðan veislan sjálf með kalda borðinu þar sem menn hrúga á diskana og fara tvær eða þijár ferðir. Það er eins og fólk- ið hafi ekki snert mat síðan í kalda stríðinu. En án alls gríns: fermingarveisl- ur eru áþján og hér er um hreina vertíð að ræða í viðskiptalífinu. Að mínu mati á að sleppa veislunum, bjóða bara nánustu skyldmennum (ekki vinum og vandamönnum) til máltiðar, og gefa baminu aðeins einn eigulegan hlut. Ekkert meira, og kannski heldur ekkert minna. Fiskneysla í Evrópu Kristófer hringdi: Ég tók eftir því í sjónvarpsfrétt nýlega að fiskneytendur í Evrópu þurfa ekki á okkur íslendingum að halda sem seljendum. Auðvit- að er saltfiskurinn ávallt jafn vin- sæll í Suðurlöndum, einkum á Spáni og í Portúgal, en þar er lika upp talið. Sá fiskur sem Evrópu- búar neyta alla jafnan er ekki þorskur, ýsa eða karfi (karfinn þó líklega einna helst). SOdin er ekki mjög vinsæl, enda feitur fiskur og geymist illa nema saltaður eða kryddaöur. Skatan er líklega eini fiskurinn héðan sem héldi velli í Mið-Evrópu, t.d. i Frakklandi, en hún er ekki flutt héðan í miklu magni. Við erum því á undan- haldi í fisksölu til Evrópu. Þjóðin aldrei söm eftir Friðrik Jónsson skrifar: Sú launa- og kjarabarátta sem hér hefur staðið yfir mun breyta mörgu hér á landi. Ég sé fyrir mér, að þjóðin verður aldrei söm eftir. Eitt er, að héðan af munum við ekki hafa not fyrir verkalýðs- forystu á neinu sviði. Það verður hægt að semja án hennar. Annað: ég sé fyrir mér ótrúlegt stjóm- leysi í verðlagsmálum, verðhækk- anir á hverju sem heiti hefur, vör- um og þjónustu, og mun ríkið ganga á undan með ófögra for- dæmi. Langlíklegast er að fólk fari nú fyrir alvöru að hugsa sér til brottflutnings af landinu. Hér stóðu ráðamenn illa að málum en áttu að vera í forystu verulegrar lagfæringar skattamála. Endurskoðun dagpeninga- greiðslna K.R.P. nringdi: Það hlýtur að vera krafa al- mennings í landinu að dagpen- ingagreiðslur til opinberra starfsmanna, ráðherra og þing- manna verði endurskoðaðar, svo að ferðalög til útlanda verði ekki jafn algeng hjá þessu fólki. Það er staðreynd, að núverandi dagpen- ingagreiðslur til þessara starfs- stétta hvetja verulega til aukinna ferðalaga til útlanda. Hér er um að ræða meinsemd í þjóðfélaginu, og hana þarf að uppræta. Hvað gera bankamenn? Svanur hringdi: Það verður ffóðlegt að heyra hvernig íslenskir bankamenn snúa sér í sínum launamálum. Eins og kunnugt er ætluðu þeir að kjósa fyrir páska um samning sinn við vinnuveitendur sína. Fari svo að þeir felli það sam- komulag er allt útlit fyrir að aðr- ar starfsstéttir geri það líka. Þá er líka úti um vinnufrið í landinu fyrr en ríkið hefur sýnt betri spil í pakka sínum. Ekki er að vænta frekari lausna frá VSÍ sem hefur sýnt ótrúlegan bamaskap og vol- æöi í afstöðu sinni til launþega, m.a. með því að bjóða þeim ekki sérstaka eingreiðslu fyrir að taka á sig þungar byrðar í tveimur þjóðarsáttum, sem vora alfarið gerðar fyrir VSÍ. Mladic hers- höfðingi í Saír? Gunni hringdi: Ég sá ekki betur í einni sjón- varpsfréttamynd (minnir að hún hafi verið á Stöð 2 nýlega) en að hershöfðinginn Mladic, fyrrum Serbíuhers, og sem er eftirlýstur sem stríðsglæpamaður, sé nú staddur þama sem málaliði í Saír. Einhveijir fleiri - og glöggir - hljóta að hafa tekið eftir andlit- inu sem var a.m.k. afar keimlíkt Mladic þessum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.