Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 13 DV Fréttir Hluti nemenda grunnskólans á Hellissandi sem stoöu að útvarpsstöðinni Geimstöðin FM 94,2. DV-myndir Ægir Hellissandur: Framtíðarefni í fjölmiðlun DV, Hellissandi: Þar voru margvísleg verkefni unnin og ýmislegt gert sér til skemmtunar á opinni viku i grunn- skóla Hellissands. Það sem mesta athygli vakti voru útvarpssending- ar Geimstöðvarinnar FM 94,2 sem sendi út fjölbreytt efni sem nem- endur úr öllum bekkjardeildum sáu um. Þema þessa verkefnis var að laða að ferðamenn og þá sérstaklega til Hellissands og Rifs. Farið var í heimsókn í mörg fyrirtæki á staðn- um og tekin viðtöl við starfsfólk. Einnig voru krakkamir með tón- listarþætti, sögustundir og fleira. Gestir komu í heimsókn, þar á með- al bæjarstjórinn, Guðjón Petersen, sem kom í viðtal í beinni útsend- ingu. Að sögn Önnu Þóm Böðvarsdótt- ur skólastjóra hafa þessar útsend- ingar vakið mikla lukku á meðal bæjarbúa enda hafa þær tekist mjög vel. Aldrei að vita nema inn- an skólans leynist góðir fjölmiðla- menn framtíðar. -ÆÞ Hjálmar Kristjánsson, framkvæmdastjóri KG á Rifi, í viðtali. Valgeröur Krist- jánsdóttir kennari fylgist með og skemmtir sér vel. VERKFÆRATILBOÐ 20% afsláttur af öllum ^mmwnuO verkfærum í apríl 1997, vegna 70 ára afmælis okkar. Skúlagötu 63 - sími 561 8560 FOSSBERG 1927-1997 Þjónusta við íslenskan málmiðnað í 70 ár. Sæplast semur við hollenskt risafyrirtæki - samningurinn tryggir hráefni og dregur úr verðsveiílum DV, Akureyri: Samningar hafa tekist milli Sæplasts hf. á Dalvík og hollenska risafyrirtækisins DSM Polymers International um að hollenska fyrir- tækið tryggi Sæplasti allt það hrá- efni sem fyrirtækið þarf til hverfi- steypuframleiðslu út yfirstandandi ár. Hollenska fyrirtækið heldur sér- stakan öryggislager fyrir Sæplast bæði hér á landi og í Hollandi Sæ- plasti að kostnaðarlausu. I samn- ingnum eru einnig ákvæði sem miða að því að draga úr sveiflum á hráefnisverði á samningstímanum og um gagnkvæma ráðgjöf og þjón- ustu á sviði tæknimála. Síðast en ekki síst skuldbinda fyrirtækin tvö sig til að halda áfram samstarfi sinu á sviði þróunarmála. „Verðsveiflur á polyethylen plast- efnum á heimsmarkaði hafa verið mjög miklar en nú sjáum við fram á meiri stöðugleika sem kemur við- skiptavinum okkar til góða. Trygg- ur aðgangur að hráefni er okkur sömuleiðis nauðsynlegur og loks er mjög dýrmætt að halda áfram því góða samstarfi sem tekist hefur milli félaganna tveggja á sviði vöru- þróunar,“ segir Kristján Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri Sæplasts. -gk Það er hart í ári hjá smáfuglunum í Mýrdalnum sem annars staðar á landinu þessa snjóþungu daga. Þegar þeim er gef- iö korn eöa annað fóöur hópast þeir að úr öllum áttum. Samkeppnin um að ná í bestu bitana er mikil. Dv-mynd Njörsur vik • „Öko-System" sparar allt að 20% sápu • Taumagn: 5 kg • Vindingarhraði: 1000 og 700 snúninga • UKS kerfi: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu • Variomatik vinding: Sérstakt vindingarkerfi fyrir viðkvæman þvott og ull •Ullarkerfi: Ullarvagga; ullinni vaggað • „Bio kerfi" • Fuzzy-logig: Sjálfvirk vatnsskömtun eftir taumagni, notar aldrei meira vatn en þörf er á • Aukaskolun: Sér hnappur, skolar fjórum sinnum í stað þrisvar ...bjóðum við mest seldu AEGþvottavélina á íslandi a sérstöku afmælisverði Ew“pahK75.000r BRÆÐURNI^R Þýskt vörumerki þýskthugvR þýsk framlelösla Þriggja ára ÁBYRGÐ Á ÖLLUM ÞVOTTAVÉLUM Umboðsmenn: Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal. Vestfirðir: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvfk.Straumur.ísafiröi.Noröurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.