Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1997 15 Kvenfrelsi með kuldaskóm Undanfarnar vikur hefur veður- farið skipað stóran sess í daglegri umræðu þjóðfélagsins og skyldi engan undra. Hver lægðin á fætur annarri hefur heimsótt landið, heimamönnum til lítillar ánægju. Samt sem áður hafa þessar heim- sóknir haft ákveðinn kost í för með sér sem tímabært er að benda á. Fylgikvillar Þeir sem velt hafa fyrir sér skótaui landans undanfama mán- uði hafa eflaust tekið eftir nýrri stefnu sem yngri kynslóðir hafa tekið í þeirri deild. Klossaðir kuldaskór (eða gönguskór) eru það allra heitasta í dag og er hægt að velja um margvíslegar tegundir. Upprunalega fyrirmyndin er, í flestum tilfellum, bara gömlu íjall- gönguskómir nema núna era þeir komnir fram i breyttri mynd og líklega í öðrum tilgangi. Gaman væri að vita hvort þetta væri eitthvert séríslenskt fyrir- bæri eða hvort þessir skór séu svona vinsælir erlendis lika því erfitt er að ímynda sér að þess háttar skófatnaður sé vinsæll í heitari löndum. Það sem vekur ekki hvað síst eftirtekt er að stelp- ur ganga alveg jafnmikið i þessum skóm og strákar en eins og sagan sýnir hefur það ekki alltaf verið svo. Alveg síðan sauðsskinnsskór og gúmmítúttur hættu að vera að- alskófatnaðurinn hafa karlmenn alltaf gengið á þægilegri skóm en kvenmenn. Ára- tugum saman hef- ur það ekki sam- rýmst hinni stöðl- uðu kvenímynd að ganga í klossuðum kuldaskóm heldur fíngerðum hælaháum skóm sem eru afar óhentugir mestan part ársins. En þrátt fyrir það hafa margar konur látið sig hafa það því að Stefna konur hraöbyri í kuldaskóm í átt til frekara frelsis og þæginda? samfélagið krefst þess að þær séu kynþokkafullar og mörgum finnst erfitt að reyna að framfylgja þeirri skyldu á kuldaskóm. Þetta hefur haft margvíslega fylgikvilla, eins og tíðar tognanir og jafnvel svokölluð hálkubrot, að ógleymd- „Aratugum saman hefurþað ekki samrýmst hinni stöðluðu kvení- mynd að ganga í klossuðum kuldaskóm heldur fíngerðum hælaháum skóm sem eru afar óhentugir mestan part ársins. “ um öllum blöðrubólgusýkingun- um sem fáar konur hafa farið var- hluta af. Háöari karlmönnum Því má svo ekki gleyma að við ákveðnar aðstæður er kona á háhæluðum skóm hjálparvana og varnarlaus. Gott dæmi um þessar að- stæður gæti verið í ís- lenskri hálkutíð þar sem hversdagslegir hlutir, eins og að komast yfir bílastæði eða að ganga út á pósthús, dæma kon- una á hælaháu skón- um úr leik. Þarna kemur til kasta karl- mannsins því ef hon- um þóknast svo þá býður hann fram sterkan arminn og með krafta sína að vopni hjálpar hann ______________ konunni yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Af þessu mætti þá álykta að við vissar aðstæður geri háhæl- aðir skór konuna háðari karl- Kjallarinn Elísabet Sverrisdóttir nemandi í bókmennta- fræöi viö HÍ mannmum. Það hlýtur því að telj- ast gleðiefni að yngra fólkið hafí tekið skyn- semina fram yfir hefðina og sé þetta skoðað í samhengi or- saka og afleiðinga væri kannski ekki úr vegi að álykta að kon- ur af yngri kynslóð- inni væm smátt og smátt að taka af ska- rið og brjótast út úr þeirri ímynd sem samfélagið hefur skapað þeim. Skila- boð þeirra til samfé- lagsins myndu þá t.d. vera, að kuldaskór og kynþokki geti vel far- ið saman og reynist þetta rétt hljóta þær að stefna hraðbyri (í kuldaskóm) í átt til frekara frelsis og þæginda. Elísabet Sverrisdóttir Ný lög um atvinnuleysistryggingar Mánudaginn 3. mars vora sam- þykkt á Alþingi ný lög um at- vinnuleysistryggingar. Lög þessi eru veigamikið skref til að vinna gegn afleiðingum atvinnuleysis. Ein meginstefnan í þeim er sú að virkja beri þá sem missa vinnuna til þarfra verka. Þannig er unnið gegn því að yfir fólk færist sá hrikalegi doði og uppgjöf sem er einn af helstu fylgifískum lang- tímaatvinnuleysis. í greinargerð er þessum aðgerðum gefíð nafnið „skylduvirkni". Hluti þessara laga hefur verið umdeildur. ASÍ krafðist þess ný- verið við litla hrifningu sumra þingmanna að gerðar yrðu hreyt- ingar á lagafrumvarpinu eins og það lá fyrir. Nú hefur verið gengið til móts við þessar kröfur og búið að afgreiða það sem lög sem von- andi er að sátt verði um. Skylduvirkni Meginatriði málsins er það sem fyrr gat að tekin era afgerandi skref í þá átt að halda þeim sem missa vinnuna virkum. Þannig má draga úr þeim mótsagnakennda vanda áð á sama tíma og fjöldi starfa er í boði og ekki tekst að ráða í þau gengur fjöldi fólks at- vinnulaus. Að því gefnu að unnt sé að bjóða fólki eitthvað annað en sultarkjör eða óviðunandi búsetu eða vinnuaðstæður ætti það að vera sjálfsagður og eðlilegur hlut- ur að fólk taki þá vinnu sem býðst. Á þetta hefur skort. Hin nýju lög um atvinnuleysis- tryggingar eru mjög í anda þeirra aðgerða sem Franklin D. Roosevelt greip til á sínum tima í kjölfar heimskreppunnar sem hófst árið 1929. í stað þess að sitja með hend- ur i skauti eins og fyrirrennari hans hafði gert réðst hann í að virkja þá atvinnulausu í stórum stíl til verðmætasköpimar. Fyrir þetta var hann kallaður „svikari við eigin stétt“ af ríkum kollegum sínum. Roosevelt lét ráða milljónir atvinnu- lauss fólks til hvers kyns þarfra verka, svo sem vegagerðar og upp- hyggingar á orku- mannvirkjum. Þannig gaf hann hrjáðum og buguðum atvinnuleys- ingjum nýja von og þeir tóku kappsamlega til höndum við marg- háttað uppbyggingarstarf. Banda- ríkjamenn búa að þeim vérðmæt- um sem sköpuð voru á þessum tíma enn þann dag í dag. Um þetta var fjallað nýverið í afburðagóðum sjónvarpsþætti um kreppuárin hjá Ríkissjónvarpinu sem er sá fyrsti í röð þáttanna „Öldin okkar“. Hendur í skauti Á sama tíma og Bandaríkjafor- seti vann ötullega að því að draga úr áhrifum kreppunnar sátu ráða- menn í Bretlandi með hendur í skauti og Bretaprins flutti hrjáð- um þegnum sínum í Wales samúð- arkveðjur. Gallinn er bara sá að svangt fólk étur ekki sam- úðaróskir. Það þarf viðurværi. Umfram allt þarf það bæði viðurværi og vinnu til að geta haldið reisn sinni um leið og því tekst að lifa af. í Chile varð fjöldi fólks hungurmorða um þetta leyti vegna kreppunnar. „Uppbygging til tortimingar" Það var ekki fyrr en Bretar tóku að ótt- ast vígbúnað Hitlers að þeir fóra loks að sinna því að virkja atvinnulausa þegna sína. Þá fór öll „maskínan“ loks i gang og i ljós kom að til voru fleiri úrræði en máttlítil meðaumkun. í Chile fékk fjöldi fólks fljótlega eins mikla vinnu og það vildi því að nú þurfti allt í einu firnin öll af saltpétri til að framleiða púður til að knýja drápstól stórveldanna. „Uppbygg- ing til tortímingar" varð allt í einu það forgangsverkefni sem eyddi nánast öllu atvinnuleysi. Erfitt er að hugsa sér öllu ógæfulegri fram- rás sögunnar en þessa. Heildarniðurstaðan varð sem sagt sú að atvinnuleysi kreppunn- ar var „leyst“ með því að stórveld- in fóru að framleiða vígvélar, spilla verðmætum og eyða lífi í stórum stíl. Þannig endaði langvarandi aðgerða- og úrræða- leysið í þvi að ráðamenn neyddust til að fara „tortímingarleiðina" í stað þess að fara „upp- byggingarleiðina" í tæka tíð. Úrræði stríðspostulana náðu yfirhöndinni og fylltu í tómarúm hugmynda- og aðgerðaleysisins án þess að nokkur fengi rönd við reist. Víti til varnaðar Þetta sögulega for- dæmi ætti aö vera öll- um öflugt víti til vam- aðar. Taki menn ekki tímanlega á þeim vanda sem felst í lang- tímaatvinnuleysi þá er slíkt örugg upp- skrift að því að önnur „úrræði" koma og fylla í skarðið. Sé beð- ið nógu lengi með að leysa vandann verðm: hann annaðhvort að viðvarandi þjóðfélagsböli og óréttlæti ellegar að stórfelldum kollsteypum eins og fyrr greinir. Tómarúm aðgerðaleysisins mun ávallt fyllast af einhvers konar „lausnum". Velji menn ekki sjálfir í tæka tíð og það af fullu viti þá mun framrás sögunnar taka af þeim völdin og leiða af sér marg- háttaða ógæfu. Því er það fagnað- arefni að hér á landi er verið að beina þróuninni í jákvæðari far- veg meðan tími gefst til. Jón Erlendsson „Tómarúm aðgerðaleysisins mun ávallt fyllast af einhvers konar „lausnum Velji menn ekki sjálfír í tæka tíð og það af fullu viti þá mun framrás sögunnar taka af þeim völdin og leiða af sér marg- háttaða ógæfu.u Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upp- lýsingaþjónustu Háskól- ans Með og á móti Á að hækka hlut yfirvél- stjóra? Breyttar for- sendur „Viðurkennt er að launaröð i landi ræðst af námskröf- um til viðkom- andi starfs og ábyrgðinni sem því fylgir. Gildi sömu lögmál í fiski- skipum er rök- rétt launaröð, það er á fiskiskipum með stærri aðalvél en 1500 kW, skipstjóri, yf- irvélstjóri og svo framvegis. Helstu rök þessa liggja eins og áður sagði í námslengd og ábyrgð í starfi, en námskröfur til þess að gegna starfi yfirvélstjöra eru 6,5 til 7 ár, að viðbættum sigl- ingai’thna til viðkomandi at- vinnuréttinda. Hér er um veru- lega lengri námstíma að ræða en krafist er til annarra lögbund- inna starfa um borð. Hvað ábyrgðina varðar eru það fyrst og fremst tveir aöilar sem hana bera, skipstjóri og yfirvélstjóri hvers skips, en ábyrgð yfirvél- stjórans er tíunduð í 53. grein sjómannalaga. Til viðbótar er rétt að geta þess að þegar hluta- skiptin voru ákveðin á sínum tíma voru bátarnir smáir með tiltölulega fábreyttan vélbúnað og námskröfur til þess að sinna honum litlar, tveir til þrír mán- uðir. Nú er öldin önnur eins og hér hefur verið lýst og því fyllsta ástæða til breytinga, það er ef sömu rök eiga að gilda á sjó og í landi.“ Hentistefna „Við leggj- umst ekki i þá lágkúru að segja að einn hópur fiski- manna eigi meira skilið en annar í hækkuðum at- vinnutekjum og etja þannig starfsstéttum sjómanna um borð í fiskiskipum hverri á móti annarri. Yfirvél- stjórar á fiskiskipum eiga sann- arlega skilið að fá launahækkan- ir og það eiga einnig aðrir skip- verjar skilið. Enda sjálfsagt að starfsstéttirnar styðji hver aðra þannig að allir njóti kjaraauka í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hins vegar eru hæpnar forsend- ur fyrir hendi að rótgróið hluta- skiptakerfi sjómanna um borð í fiskiskipum taki miklurn inn- byrðis breytingum, það er að ein stétt fái sínn hlut sérstaklega hækkaðan. Það mætti til dæmis spyrja hvers vegna sé verið að sækja sérstaklega hækkaðan aflahlut einungis fyrir yfirvél- sfjórann á stærri fiskiskipum, en aðrir vélstjórar í fiskiskipaflot- anum eigi að búa við óbreytt hlutaskiptakjör. Hvers vegna er ekki einnig krafist hærra afla- hlutar fyrir yfirvélstjóra á smærri fiskiskipum og alla aðra vélstjóra? Þetta sýnir að mínu mati vissa hentistefnu hjá þeim sem mótað hafa þessa kröfu.“ -ÍS Bcnedikt Valsson, framkvæmdastjóri FFSÍ. Helgi Laxdal, form- aöur Vélstjórafé- lags íslands Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst(g;centmm.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.