Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 Fréttir Þórshafnarhreppur: Kostnaður við íþróttahús 120-140 milljónir DV, Akureyri: „Það er verið að leggja loka- hönd á teiknivinnu við húsið og við reiknum með að smíði þess verði boðin út í næsta mánuði," segir Reinhard Reynisson, sveit- arstjóri á Þórshöfn, um byggingu íþróttahúss í bænum. Reiknað er með að verklegar framkvæmdir við húsið hefjist þegar í sumar. Að sögn Reinhards er um að ræða byggingu á þremur hæð- um og veröur heildarfermetra- flöldi hússins um 1700. í húsinu verður 32x34 metra íþróttasalur, 17 metra löng sundlaug sem verður reyndar til hliðar við húsið en yfirbyggð, þá verða minni íþrótta- og æfingasalir i húsinu. Þar verður einnig skóla- mötuneyti, aðstaða fyrir starfs- menn og félagsaðstaða á efstu hæð sem mun m.a. nýtast skól- anum á staðnum. Þá verða bún- ingsherbergi sem nýtast íþrótta- húsinu, sundlauginni og íþrótta- svæði utanhúss. Reinhard Reynisson segir að kostnaðaráætlun viö byggingu hússins liggi ekki fyrir endan- lega en reiknað sé með að kostn- aðurinn nemi á bilinu 120-140 milljónum króna. -gk Nótastöð stofnuð DV, Eskifiröi: Hraðfrystihús Eskiijarðar er enn að skjóta styrkari stoðum í rekstur fyrirtækisins og eflingu atvinnulÚsins á Eskifirði. Nú er unnið af fullum krafti að stand- setja 1.000 fermetra húsnæði og gera það að nótastöð. Nótastöð- in mun þjóna hinum þremur nótaskipum Eskfirðinga og öðr- um viðskiptavinum loðnuverk- smiðjunnar. Húsnæðiö, sem gengur undir nafninu Húsið á sléttunni, er steinsteypt skemma í nálægð loðnulöndunarbryggjunnar og er talin henta einkar vel sem nóta- stöð. Forstööumaður nótastöðv- arinnar hefur verið ráðinn Stef- án Ingvarsson netagerðarmaður. Hann er 36 ára og lærði hjá Seifi hf. í Reykjavík. Eiginkona hans er Jóhanna Benediktsdóttir á Reyðarfirði. Sturlaugur Stefáns- son verður verksfjóri og er reikn- að með að stöðin taki til starfa um miðjan næsta mánuð. Byijað veröur með 6-8 starfsmenn og vonandi fjölgað eftir umfangi hvetju sinni. Reglna Jeppabifreiö og fóöurflutningabíll skullu saman í höröum árekstri á gatna- mótum Holtavegar og Sæbrautar. Fóöurbíllinn hentist á Ijósastaur sem brotnaði og lenti ofan á þaki bílsins. Ökumaöur og farþegi úr jeppanum voru fluttir á slysadeild en meiösl þeirra voru minnháttar. Báöir bílarnir eru mjög mikiö skemmdir eftir áreksturinn. -RR/ DV-mynd S Brotamaður sem hefur afplánað dóm í Þýskalandi kominn heim til íslands: Rykið nú dustað af x ára afbrotamáli - gefið að sök að hafa svikið út vörur og þjónustu í 54 skipti á 4 dögum Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á sex- tugsaldri, margdæmdum afbrota- manni, fyrir mikið tékkamisferli á örfáum dögum árið 1991 - fyrir sex árum - þar sem hann skrifaði út 54 tékka fyrir ýmsum munum, talsverðu magni af skartgripum, fatnaði, áfengi, þjónustu og fleiru, samtals upp á tæpa eina milljón króna. Honum eru einnig gefin að sök íjársvik upp á á aðra milljón króna með því að falsa víxla og skuldabréf og nota þau í viðskipt- um. Samkvæmt upplýsingum DV hefur maðurinn verið dæmdur í hátt í 20 ára fangelsi á sinni lífs- leið. Ákæra á hendur honum í framangreindu sakamáli hefur ekki verið gefin út fyrr en nú vegna þess að maðurinn hefur ekki verið staddur hér á landi. Síð- ast var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Þýskalandi árið 1993. Tékkamisferlið árið 1991 telst vera skjalafals enda var ekki inni- stæða fyrir úttektunum á reikn- ingi mannsins. Á aðeins fjórum dögum skrifaði hann, samkvæmt ákæru, út á sjötta tug tékka þar sem hann keypti í tugi skipta áfengi og aðra þjónustu á veitinga- húsum en einnig keypti hann dem- antshálsmen og ýmsa aðra skart- gripi, myndavél, gleraugu, video- tökuvél, ýmsan fatnað, bæði á sig og kvenfólk, skó, lottómiða fyrir tugi þúsunda, leðurvörur, hjól- barða, áfengi og ýmislegt fleira. Nítján fyrirtæki, flest í Reykjavík, hafa lagt fram bótakröfu á hendur manninum í málinu. -Ótt 140 milljónir lagð- ar í skólabygging- ar til aldamóta DV, Akranesi: Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Akraness fyrir árin 1998-2000 var samþykkt nýlega í bæjarstjórn Akraness. Þar er meðal annars gert ráð fyrir því að útsvar verði 11,99% og gert ráð fyrir aukningu um 2% á ári, útsvartekjumar verði á árinu 1998 635 milljónir og árið 2000 661 milljón og skatttekjur alls á árinu 1998 753 milljónir. Þá er gert ráð fyrir miklum fram- kvæmdum við skólabyggingar, leik- skóla, gatnagerð og við viðhald á stofnunum bæjarins. Þannig er áætlað að leggja 142 milljónir í það að ljúka einsetningu grunnskólanna á Akranesi um eða eftir aldamótin. í 1. áfanga verður byggt 800 m2 við- bygging við Brekkubæjarskóla og er heildarkostnaður við það verk 96 milljónir króna og er áætlað að þeirri byggingu verði lokið á árinu 1998. Þá er áætlað að byrja á 2. áfanga við Grundaskóla árið 1999 og á þvi árinu eru lagöar til 50 milljón- ir til verksins. Gert ráð fyrir byggingu þriggja deilda leikskóla við Laugabraut sem á að vera lokið á árinu 1998, um er að ræða 510 m2 leikskóla og er bygg- ingarkostnaður áætlaður 140 þús- und á fermetra. Átak verður gert í viðhald á stofn- unum bæjarins. Þannig er gert ráð fyrir því að unnin verði fram- kvæmdaáætlun um hönnun, endur- skipulagningu og frágang 2. hæðar bókhlöðunnar og miðað við að fram- kvæmdatiminn verði næstu 3-4 ár og lagt til þess 3,5 milljónir 1998. Þá er gert ráð fyrir því að vatnsrenni- braut verði komin á Jaðarsbökkum á árinu 1998 og 2,5 milljónir lagðar í endurbætur árlega til viðhalds iþróttahússins við Vesturgötu. Þegar Landmælingar ríkisins koma til Akraness árið 1999 er gert ráð fyrir því að leigutekjur bæjar- sjóðs af húsnæðinu sem bærinn á verði 6,2 milljónir á ári og áætlað er að bæjarsjóður verði rekinn með 86 milljóna króna haOa á árinu 1998 og tekin ný langtímalán upp á 76,2 milljónir, síðan minnkar hallinn árið 1999 niður í 18 miUjónir og árið 2000 verður bæjarsjóður rekin með hagnaði upp á 23,6 milljónir. -DVÓ Rafmagnsstaurar fjarlægðir. DV-mynd Ægir Már V atnsley suströnd: Raflína fjarlægð DV, Suðurnesjum: „Þessi rafmagnslína þjónaði Vatnsleysu siðustu árin. Nú er búið að leggja streng meðfram ströndinni þannig að línan er óþörf og verið er að taka hana niður. Staurarnir verða seldir hinum og þessum aðil- um og verða sennilega mikið not- aðir undir sumarbústaði. Vírinn notum við aftur sem jarðvír með strengjum," sagði Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, i samtali við DV. Um er að ræða 90 rafmagnsstaura á 8 kílómetra kafla frá Vogum í átt að Kúagerði. Rafmagnslínan var lögð 1945-46 og náði alveg frá Bola- fæti í Njarðvík og inn í rafstöðina við Elliðaár í Reykjavík en það sem Hitaveitan er nú að fjarlægja er það síðasta sem eftir er af línunni. Að sögn Júlíusar verður unnið á fullu við að fjarlægja staurana meðan frost er í jörðu og vinnuvélar geta farið um svæðið án þess að valda skemmdum. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.