Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Page 3
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997
3
SC-CH74
hljómtækjasamstæða
með 100w RMS magnara,
útvarpi,
# Karaoke,
# tvöföldu segulbandi,
# vekjara,
m 3 way hátölurum
# og fjarstýringu.
.yrfMfr —■> ...
50W
[flöHll CrEVERsT) □□°°lbyb«r| 5c-C0(jl
DIGITAL AUDIO ^
MASH
multi-stago noise shaping
CDC/MJVG£ff
50W
Atvinnuleysi
t 4,6% á
' landinu
Atvinnulausum á landinu hefur í
heild að meðaltali fjölgað um 5,6% frá
því í febrúar en fækkað um 9,4% frá
því í mars í fyrra. Atvinnuleysisdagar
í mars síðastliðnum jafngilda því að
um 6.035 manns hafi að meðaltali ver-
ið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum.
I Þar af eru 2.601 karl og 3.434 konur.
| Tölumar jafiigilda því að um 4,6% af
áætluðum mannafla á vinnumarkaði
w hafi verið án vinnu í mars.
Atvinnuástandið versnar aðeins á
öllum atvinnusvæðum frá því í febrú-
ar. Það eykst hlutfailslega langmest á
Austurlandi en fjölgun atvinnulausra
er mest á höfuðborgarsvæðinu. Hlut-
fallslegt atvinnuleysi er nú mest á
Norðurlandi vestra og minnst á Vest-
fjörðum.
j> Atvinnuleysi kvenna eykst um
6,7% en karla um 4,2% á milli mán-
" aða. Reiknað er með að atvinnuleysi
| minnki aðeins í apríl og geti orðið á
bilinu 4,1 til 4,5%. -sv
Fréttir
Eiríkur var veikur í síðustu viku en söng og blés í lúður í laugardagsþætti:
Mér sló niður
- „allt horfir til betri vegar“ og ætla að mæta á mánudag
„Eg sat i fyrrakvöld og horfði á
gamlan þátt með sjálfum mér. Þá
fattaði ég loksins hvað þessir þættir
mínir eru góðir - þetta var viðtal við
Skúla Halldórsson tónskáld. Þama
var allur sannleikurinn sagður á 12
mínútum og fallegt lag spilað í lokin.
Þetta er kennslubókardæmi um
hvemig á að gera hlutina,“ sagði Ei-
ríkur Jónsson á Stöð 2 i samtali við
DV.
Eins og fram kom í DV var Eirík-
ur „fárveikur“ 1 síðustu viku. Hann
mætti hins vegar galvaskur í viku-
legan morgunútvarpsþátt sinn með
Sigurði Hall á laugardag þar sem
þeir meðal annars sungu dátt og
blésu af miklum eldmóði í lúður.
- En ertu veikur enn þá, Eiríkur?
„Já, mér sló niður. Ég er í viku-
leyfi núna í góðu samráði við deild-
arstjóra innlendrar dagskrárgerðar.
Ég hef átt við sjúkdóm að stríða en
það horfir allt til betri vegar. Ég ætla
að mæta á mánudaginn," sagði Ei-
ríkur.
Umdeilt val á presti:
„Eiríkur hefur verið forfallaður
þessa viku en hann kemur vonandi
filefldur í næstu viku. Ég reikna
fastlega með að hann komi,“ sagði
Lovísa Óladóttir, dagskrárstjóri inn-
lendrar dagskrárdeildar Stöðvar 2, í
samtali við DV.
„Hann kemur vonandi á laugar-
daginn,“ sagði Lovísa, aðspurð um
útvarpsþátt Eiríks og Sigurðar Hall.
„Við bindum miklar vonir við að
Eirikur komi ferskur og endur-
nærður eftir þennan slappleika
sinn.“
Lovísa sagði að það væri gömul
og ný saga að þættir væru endur-
sýndir eins og raunin hefur orðið í
sjónvarpinu í þessari og síðustu
viku. Enginn þáttur verður í kvöld
eða á morgun en eins og áður segir
er gert ráð fyrir að Eiríkur mæti á
mánudaginn. -Ótt
Þaö var söngur og hljóðfærasláttur hjá Eiríki og Sigga Hall á laugardag. Dagana
ð undan var Eiríkur „fárveikur” en eftir helgina sló Eirfki niöur. DV-mynd BG
Panasonic
Ósatt að við
höfum sam-
mælst
| - segir sóknarformaður
„Það er rangt að við höfum sam-
mælst um að styðja séra Bjama. Ég
talaði í fyrsta sinn við formann
Kálfatjamarsóknar daginn effir að
valið fór fram,“ segir Hallgrímur
Viktorsson, formaður sóknamefnd-
ar Bessastaðasóknar, um val þriggja
sóknarnefhda á séra Bjama Karl-
L syni sem næsta presti.
Verið er að safna undirskriftum í
Garðasókn, sem er langstærst sókn-
) anna þriggja, í því skyni að knýja
fram almennar kosningar meðal
sóknarbama.
Hallgrímur segir að þær kenning-
ar sem heyrst hafa frá Garðbæing-
um um að nágrannasóknamefndirn-
ar tvær hafi tekið sig saman um að
styðja séra Bjarna séu alrangar.
„Það var aldrei talað um það inn-
an sóknarnefndar fyrir kosninguna
og þar komum við okkur saman um
L að hver hefði einfaldlega frelsi til að
k velja þann einstakling sem honum
hugnaðist. Það er því ekkert meira
Qarri sannleikanum en að við höf-
um sammælst og við vísum þessum
órökstuddu ásökunum á bug,“ segir
Hallgrimur. -rt
SC-CH84
61 diska
JAPISS
^ hljómtækjasamstæða
með 100w RMS magnara,
# útvarpi,
S tvöföldu segulbandi,
# vekjara,
3 Way hátölurum
0 og fjarstýringu.
CrEVERSe) □□dolbv b wrJ MASH
mulb-stage nolso shap