Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997
13
Fréttir
Nýtt framboð R-listans:
Eining um framboð
ekki um uppstillingu
- Alþýðuflokkur vill
Aðildarflokkar R-listans eru allir
sammála um að bjóða sameiginlega
fram í sveitarstjómarkosningunum
að ári en ekki sammála um hvemig
raðað verður á listann, um hvort al-
gert jafnræði skuli ríkja þannig að
hver flokkanna tilnefni tvo fulltrúa
á listann en einn Qokkanna einn,
eins og varð hlutskipti Alþýðu-
flokksins síðast, eða hvort, eins og
Alþýðuflokkurinn krefst nú, að
fram fari opið prófkjör og niðurstöð-
ur þess ráði uppröðun á listann.
Allir flokkarnir hafa hver um sig
skipað fimm manns I viðræðunefnd
sem marka á stefnuna í framboðs-
málum R-listans. Fulltrúamir em
valdir út hópi flokksfélaga og eru
engir þeirra núverandi borgarfull-
opið prófkjör - hinir vilja jafnræði við val á framboðslistann
Frá kosningafundi R-listans árið 1994. Mun jafnréttisreglan ráða við uppröö-
un á nýjan R-lista eins og síðast eða verður annað fyrirkomulag viöhaft? Al-
þýðuflokkurinn er á annarri skoöun en hinir flokkarnir, hann vill prófkjör,
hinir vilja jafnmarga frambjóðendur frá hverjum fiokki.
trúar. Samtals eru þetta 20 manns
en auk þess er ætlunin að fimm aðr-
ir fulltrúar úr svonefndum félags-
hyggjugeira stjómmálanna verði í
þessu kosningaráði sem gengur
undir nafninu Samráðið. Að sögn
Valdimars K. Jónssonar gætu þess-
ir fimm aukafulltrúar komið úr
Þjóðvaka, Birtingi, Grósku eða öðr-
um slíkum samtökum. Samráðið
hefur ekki komið saman enn þá en
búist er við að það haldi sinn fyrsta
fund síðar í þessum mánuði og hafi
síðan sumarið og haustið til að
móta stefnu í því hvernig valið
verður á nýjan R-lista en framboðs-
listi liti dagsins ljós upp úr næstu
áramótum.
-SÁ
Alþýðubandalagið:
Ekki rétt aö
tjá sig
- segir Guðrún
„Þetta er umræða sem fer fram
í okkar hópi og ég tel ekki rétt að
við sem stöndum að Reykjavikur-
listanum tjáum okkur um þetta
opinberlega að svo stöddu heldur
ræðum það í okkar hópi og tökum
sameiginlega ákvörðun,“ segir
Guðrún Ágústsdóttir, borgarfull-
trúi R-listans og forseti borgar-
stjómar, aðspurð hvers konar
fyrirkomulag verði viðhaft við
uppröðun á R-listann fyrir sveit-
arstjómarkosningarnar að ári.
Guðrún er fulltrúi Alþýðubanda-
lags á listanum.
Guðrún segir að um þessar
mundir séu þeir flokkar sem
standa að R-listanum að skipa
fulltrúa í vinnuhóp sem í munu
sitja 5 manns frá hverjum flokk-
anna en enginn þessara fulltrúa
verði skipaður úr hópi borgarfull-
trúa. Vinnuhópurinn á að hafa
það verkefni að vinna að framboð-
inu og að ákveða með hvaða hætti
raðað verður á listann. Þeir mögu-
leikar sem til greina koma séu eitt
opið prófkjör R;listans, eða þá að
flokkarnir sem að listanum
Agústsdóttir
Guðrún Ágústsdóttir, borgarfuil-
trúi Alþýöubandalags og forseti
borgarstjórnar.
standa skipi sjálfir fulltrúa sína á
listann og er hópnum ætlað að
komast að niðurstöðu. -SÁ
Kvennalistinn:
Landsfylgið kem-
ur málinu ekki við
- segir Steinunn
„Fylgi flokka á landsvísu kemur
sveitarstjómarstiginu í raun og
vem ekkert við,“ segir Steinunn V.
Óskarsdóttir borgarfulltrúi Kvenna-
listans, aðspurð hvemig Kvenna-
listinn vildi standa að uppstillingu á
nýjan R-lista fyrir næstu sveitar-
stjómarkosningar að ári.
Kvennalistinn mælist nú með
mjög lítið fylgi í skoðanakönnunum
og Steinunn var spurð um stöðu
listans í R-listasamstarfmu í ljósi
þess. Steinunn sagði að við síðustu
uppstillingu hefði ekkert verið horft
til fylgis flokkanna vegna þess að R-
listinn byggi einfaldlega á jafnræði
þeirra sem að honum standa. Um
leið og jafnræðisreglan sé sett til
hliðar sé samkomulaginu um list-
ann steftit í hættu.
Steinunn segir að samráðshópur-
inn sem nú er að taka til starfa muni
koma fram með tillögur um hvernig
á að setja R-listann saman, en innan
V. Óskarsdóttir
Stéinunn V. Óskarsdóttir, borgarfull-
trúi Kvennalistans.
Kvennalistans hafi málið ekki sér-
staklega verið rætt. Niðurstöðu
hópsins sé beðið en hann verði að fá
tíma til að ræða málið og finna
ásættanlega aðferð fyrir alla við að
setja saman framboðslista. -SÁ
Framsóknarflokkur:
Jafnræðisreglan
grundvallaratriði
- segir Valdimar K. Jónsson
„Ég held að þetta vinnist aldrei
nema jafnræðishugtakið liggi að
baki. Það dugar ekki að henda
þessu öllu saman i eitt prófkjör sem
einn flokkanna kynni að lenda illa
úti í,“ segir Valdimar K. Jónsson,
formaður fulltrúaráðs framsóknar-
félaganna í Reykjavik.
Framsóknarmenn sem DV hefur
rætt við telja að sökum bágrar út-
komu Kvennalistans í skoðana-
könnunum að undanfórnu, sam-
hliða mjög sterkri stöðu hans innan
R-listans á yfirstandandi kjörtíma-
bili, jafnvel óeðlilega sterkri, þurfi
að endurskoða stöðu listans í nýju
R-listasamstarfi. Valdimar var
spurður um þetta atriði og sagði
hann að listinn gæti vissulega farið
mjög illa út úr opnu prófkjöri, enda
þótt enginn efaðist um sterka stöðu
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra. Þetta væri hættan við
Valdimar K. Jónsson, formaður full-
trúaráðs framsóknarfélaganna í
Reykjavík.
opið prófkjör og nauðsynlegt að
finna ásættanlega leiö fyrir alla að-
ila. -SÁ
Rúnar Geirmundsson, formaður
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur.
Alþýöuflokkurinn:
Stefnum
að
opnu
^ gmm ■ ■
profkjori
- segir Rúnar
Geirmundsson
„Það er alveg klárt mál að við
munum ekki sætta okkur við þá
aöferð sem beitt var síðast þar
sem annar okkar manna varð
raunverulega níundi maður á
listanum,“ segir Rúnar Geir-
mundsson, formaður Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur, í sam-
tali við DV.
Rúnar segir það nauðsynlegt
að hefjast handa strax við fram-
boðsvinnuna áður en sumarfrí
hefjast þannig að hægt verði að
ganga frá nýjum framboðslista
strax að loknum sumarfrium.
Þeir flokkar sem standa að R-
listanum hafa hver um sig skip-
að fimm menn í ráð, svokallað
samráð, sem ætlað er að komast
að niðurstöðu um hvernig raðað
verði á nýjan R-lista. Rúnar seg-
ir aö fulltrúar Alþýðuflokksins í
samráðinu hafi fengið það vega-
nesti að stefna að opnu próf-
kjöri.
-SÁ
AÐALFUNDUR
verður haldinn föstudaginn 25. apríl 1997, kl. 15:30 á Grand Hótei Rcykjavík, Hvammi.
/ VAXTAR
' SJÓÐURINN
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. grein samþykkta félagsins.
2. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til
að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta.
3. Heimild til stjórnar félagsins um kaup á hlutabréfum félagsins á næstu átján
mánuðum, sbr. lög nr. 2/1995 um hlutafélög.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
/
Hluthafar eru hvattir til að mætal
REKSTRARAÐILI:
Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.