Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Qupperneq 18
26 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 íþróttir 'i NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Boston-Charlotte .......102-108 Wesley 25, Walker 23, Day 20 - Rice 25, Pierce 23, Delk 18, Mason 15. New York-Atlanta .........9B-92 Ewing 24, Houston 18, Starks 11 - Smith 33, Mutombo 17, Blaylock 14. New Jersey-Philadelphia 105-113 Kittles 26 - Stackhouse 34, Iverson 27. Washington-Indiana......103-90 Strickland 34, Howard 25, Webber 20 - D.Davis 20, Rose 17, Miller 10. Cleveland-Orlando.........78-63 Mills 19, Hill 19, Sura 14, Brandon 10 - Grant 14, Anderson 11, Hardaway 10. Detroit-Milwaukee.........92-85 Ratliff 25, Thorpe 19, McKie 18 - Robinson 25, AUen 21, Douglas 19. Miami-Chicago............102-92 Mashbum 23, Hardaway 22, Mouming 21 - Pippen 28, Jordan 26, Caffey 10. Minnesota-Dallas..........77-92 K.Gamett 16, Marbury 14, Mitchell 11 - Finley 19, Bradley 18, Danilovic 17. Portland-Denver..........107-63 Trent 20, Anderson 16, Wingfield 13 - Hammonds 14, D.Ellis 13. Austurdeild: Chicago 69 12 85,2% Miami 60 20 75,0% New York 55 25 68,8% Atlanta 55 25 68,8% Charlotte 54 26 67,5% Detroit 53 27 66,3% Orlando 45 35 56,3% Washington 42 38 52,5% Cleveland 41 39 51,3% Indiana 39 41 48,8% Milwaukee 32 48 40,0% Toronto 28 52 35,0% New Jersey 24 56 30,0% Philadelphia 22 58 27,5% Boston 14 66 17,5% Vesturdeild: Utah 61 18 77,2% Seattle 55 25 68,8% Houston 55 25 68,8% LA Lakers 54 25 68,4% Portland 47 33 58,8% Minnesota 39 41 48,8% Phoenix 39 41 48,8% LA Clippers 36 44 45,0% Sacramento 33 46 41,8% Golden State 30 50 37,5% Dallas 24 56 30,0% Denver 20 60 25,0% San Antonio 20 60 25,0% Vancouver 13 67 16,3% NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Höfum náð frá- bærum árangri - sagði Pat Riley eftir stórsigur Miami á Chicago Lið Miami Heat sýndi að það er líklegt til afreka í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með því að vinna mjög öruggan sigur á meisturum Chicago í nótt, 102-92. Þetta var 60. sigur Miami á tímabilinu og Chicago tókst ekki að vinna sinn 70. leik. Staðan í háifleik var 50-37 fyr- ir Miami og Flórídaliðið hafði 17 stiga forystu í byrjun fjórða leik- hluta. „Við höfum náð frábærum ár- angri í vetur og leikmennimir mega vera stoltir. En eftir viku skiptir þetta ekki máli því þá hefst ný bar- átta. Gegn Chicago þurfa allir að leika vel. Jamal (Mashburn) átti stórkostlegan leik og sama er að segja um Zo (Mourning) og Tim (Hardaway),“ sagði Pat Riley, hinn snjalli þjálfari Miami. Mikilvægur sigur New York New York vann afar mikil- vægan sigur á Atlanta en þessi lið bítast um þriðja sætið í aust- urdeildinni. Þau eru nú hnif- jöfn þegar tveir leikir eru Scottie Pippen hjá Chic- ago hefur betur í óvenju- legri glímu viö Marcus Camby hjá Toronto. Pippen skoraði 28 stig gegn Miami í nótt en þaö dugöi skammt og meistar- arnir steinlágu. Símamynd Reuter eftir en New York hefur vinninginn í innbyrðis viðureignum þeirra. „Ég held að við höfum spilað mjög vel í kvöld. Við þurftum á því að halda og þessi sigur skiptir miklu máli. Nú er markmiðið að vinna tvo síðustu leikina og koma sterkir inn í úrslitakeppnina. Þar munum við sýna hvað í okkur býr,“ sagði Patrick Ewing, miðherji New York. Washington og Cleveland berjast um sextánda og síðasta sætið í úr- slitakeppninni og bæði unnu góöa sigra i nótt. Washington vann Indiana af ör- yggi og þar með er Indiana endan- lega úr leik. Þar skoraði Rod Strickland 34 stig fyrir Washington og átti 13 ví Cleveland stöðvaði sigurgöngu Orlando á sannfærandi hátt og þar voru Chris Mills, Tyrone Hill og Bob Sura í aðalhlutverkum. Rony Seikaly, miðherji Orlando, lék ekki með vegna ökklameiðsla. Grant Hill gat ekki leikiö með Detroit gegn Milwaukee vegna meiðsla á ökkla en lið hans vann þó sigur. Theo Ratliff og Aaron McKie tóku við og báru liðið uppi. Denver skoraði aðeins 8 stig í fyrsta leikhluta og 22 í fyrri hálf- leiknum í heild þegar liðið steinlá í Portland, 107-63. Allen Iverson skoraði „aðeins" 27 stig fyrir Phila- delphia en hann hafði sett nýliða- met í deildinni með því að ná 40 stigum fimm leiki í röð. -VS Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni. aW mll/í hirt)/t ’Os, &/c Smáauglýsingar 550 5000 Cottbus ur 3. deild komið í bikarúrslit Þau óvæntu tíðindi áttu sér stað í þýsku knattspymunni í fýrrakvöld að 3. deildarliðið Energie Cottbus vann 1. deildarlið Karlsruher, 3-0, og er komið í bikarúrslitin. Þar mætir það Stuttgart. Cottbus, sem af og til átti sæti í gömlu austur-þýsku 1. deildinni, er efst í sinum riðli í 3. deild. Liðið hefur verið ósigrandi í vetur og ekki tapað i 53 leikjum í röð. í bikarkeppninni hefm- það slátrað hverju liðinu á fæt- ur öðru og meðal fómarlambanna em 1. deildarliðin Duisburg og St. Pauli og 2. deildarliöin Wolfsburg og Stuttgarter Kickers. í fymakvöld var uppselt á leikvang félagsins i fyrsta skipti í sögunni en 20 þúsund áhorfendur mættu á leikinn við Karlsruher. Nú bíða heimamenn i ofvæni eftir bikarúrslitunum í Berlín 14. júní. -VS Soortkorn Sigurjón Skúranúna Lárus H. Jónsson fór á kostum sem kynnir á heimaleikjum Aftureldingar í handboltan- um í vetur. Eins og fram kom í síðasta helgarblaði DV hefur Lalli barist við MS sjúkdóminn undanfarin ár en tekst á við hann af mikilli lífsgleði. Lalli er afar orðheppinn með míkra- fóninn og þegar smá hlé var gert á síðasta heimaleik Aftur- eldingar á dögunum, gegn KA, til að skúra gólfið var viðkom- andi starfsmaður íþróttahúss- ins kynntur þannig: „Og þarna kemur Sigurjón Skúranúna." Að sjálfsögðu var fagnað gífur- lega í stúkimni. 3-2 í leik í deilda- bikarnum í fótbolta á dög- unum varð ungur leik- maður úr Stjömunni fyrir því að lenda illa og fá slæmt höf- uðhögg. Piltur var nýkominn inná og þurfti að fara af velli til að jaiha sig. Hann var nokkuð vankaður til að byrja með og Stjömumenn könnuðu ástand hans með þvi að spyrja hann út úr um stað og stund. Strákur vissi mest litið hvar hann væri og svar- aði öllum spumingum þar að lútandi út í hött. Þar til hann var spurður um eitthvað sem máli skipti - nefhilega hvemig leikur Derby og Manchester United hefði endað. Þá stóð ekki á réttu svari: 3-2. Ekki þurfti að hafa frekari áhyggjur af líðan piltsins. Lögleidd prentvilla Talandi um deildabikarinn. Hjá KSI er sú þráhyggja ríkj- andi að tala um „deildarbikar- inn,“ með „r“ í miðju orði en það er röng íslenska, eins og flestir sjá sem vilja. Þetta er nefnilega keppni þar sem lið úr fjórum deildum eiga hlut að máli. Ef aðeins lið úr einni deild væru gjaldgeng i keppn- ina væri „r-ið“ gott og gilt. Deildabikarkeppni er háð í ýmsum löndum og alls staðar með sama hætti. Hún er fyrir lið úr efstu deildunum. fslensk blöð hafa í gegnum árin ritað „deildabikar" eins og lög gera ráð fyrir. Prentvillupúkinn hef- ur þó stöku sinnum lætt „r- inu“ inn. Prentvillan sú arna hefur komist alla leið inn í kerfið hjá KSÍ. Þar urðu ein- hveijær deilur um málið og þeim lyktaði þannig að prent- villan var lögleidd, keppnin skyldi heita „Deildarbikar- keppni KSI.“ Akvörðunin hef- ur síðan verið varin með þeim rökum að fyrst sé keppt í deild og svo i bikar! Umsjón: Víðir Sigurðsson Ótrúleg uppákoma í norska kvennahandboltanum: Anja rekin til Spánar - fyrirliði Bækkelaget setti stjórn félagsins úrslitakosti Anja Andersen frá Danmörku, besta handboltakona heims, er farin frá Bækkelaget í Noregi til Valencia Urbane á Spáni eftir ótrúlega uppá- komu innan norska félagsins. Andersen var búin að komast að samkomulagi við spænska liðið þeg- ar stjórn Bækkelaget og þjálfari náðu að telja henni hughvarf og fengu hana til að skrifa undir nýjan samning við félagið. Sú ákvörðun var tilkynnt frammi fyrir 4.800 áhorfendum á síðasta heimaleik liðsins á sunnudaginn. í fyrradag gerðist það síðan að Susann Goksor, fyrirliði Bækk- elaget, tilkynnti stjóm félagsins að ef Anja yrði kyrr væri hún farin. Fjórar aðrar af bestu leikmönnum liðsins létu í kjölfarið vita að þær stæðu með fyrirliðanum í einu og öllu. Anja yrði að hafa sig á brott. Boðað var til blaðamannafundar í fyrrakvöld og líktu norskir fjölmiðl- ar honum við svæsnustu sápuóp- eru. Þar var grátið á víxl. Susann fyrirliði brast í grát þegar hún sagði frá ágreiningi sínum og Önju varð- andi leikstíl liðsins. Anja hljóp þá út með tárin í augunum en kom aft- ur inn á fundinn hálftíma síðar. „Þetta hefur ekkert með leikaðferð- ir að gera, við Susann erum ólikir persónuleikar og það er aðalmálið," sagði Anja þá. „Nú er ljóst að ég fer til Spánar og skrifa undir 3ja ára samning. Ég gæti ekki spilað áfram með Bækk- elaget án þess að hafa Susann í liö- inu. Ég hef skilað nýja samningnum og geri engar kröfur. Ég ber engan kala til Susann en það verður sér- lega gcunan að mæta norska lands- liðinu héðan í frá,“ sagði Anja And- ersen. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.