Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Page 7
MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997
7
DV
Fréttir
Byggð stendur traustum fótum á Bakkafirði:
Félagslegu íbúðirnar björg-
uðu staðnum frá auðn
- segir Steinar Hilmarsson oddviti
DV, Bakkafirði:
„Það hefur mikið verið
bölsótast út í félagslegu
ibúðirnar sem sagðar eru
sliga mörg sveitarfélög.
Eins og þetta snýr að
staðnum hér þá hefur
þetta fyrirkomulag bjargað
honum og hefðu ekki kom-
ið til félagslegar íbúðir er-
hætt við að staðurinn
hefði lagst í eyði,“ segir
Steinar Hilmarsson, odd-
viti á Bakkafirði, í samtali
við DV. Steinar, sem
einnig gegnir starfi sem
sveitarstjóri, launalaust,
segir að sveitarfélagið
standi vel fjárhagslega.
Hann segir nokkrar fram-
kvæmdir fyrirhugaðar við
höfnina þar sem viðlegu-
kantur verður lengdur og
bundið slitlag lagt á hafn-
arsvæðið.
Steinar segir að fólks-
fjöldi á Bakkafirði standi
nokkuð í stað og á síðasta
manntali hafi búið á staðn-
Steinar Himarsson oddviti með Bakkafjörð í baksýn. DV-mynd GVA
um 142. Hann segir muna
um þá einstaklinga sem
búa þar á vegum Ratsjár-
stofnunar.
„Það eru átta hús á veg-
um Ratsjárstofnunar hér og
þeir starfsmenn sem hing-
að komu eru sveitarfélag-
inu verðmætir. Þetta eru
hálaunamenn sem gefa góð-
ar útsvarstekjur. Þá höfum
við verið heppnir með fólk
og það tekur fulian þátt i fé-
lagslífinu hér og hefur að-
lagast samfélaginu," segir
Steinar.
Hann segir vera bjart
fram undan hjá Bakkfirð-
ingum og þeir hafi séð mun
erfiðari tíma.
„Byggð hér stóð mjög
höllum fæti á síldarleysis-
árunum. Nú er allt annað
upp á teningnum og það
sem helst veldur áhyggjum
er hversu búskapur hefur
dregist saman og bæir þess
vegna farið í eyði,“ segir
Steinar.
-rt
*
Q
Tiempo 500
Tiempo Premier
Verð kr. 12.990.
Tiempo Team
Verð kr. 9.990.
Tiempo Pro
Verð kr. 7.990.
Fullorðinsstærðir.
Verð kr. 4.990.
Barnastærðir.
Verð kr. 2.990.
Þeir spila í Ronaldo Eric Cantona R. Fowler Patric Berger Guðni Bergsson David Ginola
NIKE skóm: Rui Costa Maldini David James lan Wright Patrick Kluivert o.fl.
(Stite íímar,,s.©föSSS&, og spyrðu um NIKE-söluaðila
Tiempo series
Samba-bolti með Ronaldo, Brasilíu og Gumma Ben!
Eins og flestir hafa séð eru mjög margir leikmenn í Englandi og víðar famir að sjást í NIKE skóm. NIKE er búið að gera langtímasamninga við landslið Brasilíu (HM-meistara), Ítalíu, Rússland, Portúgal, Hol-
land, Pólland, USA, Suður-Kóreu og Nigeríu (ÓL-meistarar). Gummi Ben er búinn að skrifa undir NIKE-samning. Hann mun spila í NIKE skóm með íslenska landsliðinu og klæðast NIKE fatnaði. Knatt-
spymumaður fslands 1996, Gunnar Oddsson ieikmaður og þjálfari Keflavíkur, skrifaði einnig undir NIKE-samning á dögunum.
★ M=fastir og D=skrúfaðir takkar.
★ Dynamic-Fit reimakerfi.
★ Team Ultrasoft full-grain leather.
★ Léttur polyurethan sóli. D-týpan með
álagsplötu undir tökkunum.
★ Premier Pittards-The finest leather on earth.
Ronaldo kosinn besti knattspyrnumaður
ársins 1996
Fréttir og upplýsingar-apríl 1997
Fótbolti:
★ Takkaskór
★ Gervigrasskór.
★ Synthetic leather og „foldover" tunga.
★ Gúmmísóli, gefur góða mýkt á hörðum
malarvöllum.