Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Side 14
14 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjðri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Straumurinn heldur áfram Vitnað var til nýrrar könnunar á afstöðu fólks til bú- setuskilyrða í heimabyggð á ráðstefnu sem haldin var á Akureyri í síðustu viku. Fyrstu niðurstöður fela í sér þá þversögn að íbúar landsbyggðarinnar virðast yfirleitt ánægðir með flest það sem flokkað er undir búsetuskil- yrði - til dæmis heilsugæslu, félagslega þjónustu og menningarlíf - en flyta engu að síður jafnt og þétt í burtu. í því ljósi er skiljanlegt að forsætisráðherra teldi í ræðu sinni á ráðstefnunni hyggilegt að reyna að öðlast betri skilning á því hvað ráði óskum fólks um búsetu. Það virðist alls ekki vera á hreinu, ef marka má þessa könnun. Hins vegar er augljóst að straumurinn hefur um ára- bil legið utan af landi til höfuðborgarsvæðisins og gerir enn. Eina undantekningin var á árunum 1976-1979, og má væntanlega rekja það að verulegu leyti til togaravæð- ingar landsbyggðarinnar á þeim áratug. Fram kom á ráðstefnunni að frá árinu 1981 hafi um 17.500 manns flutt suður. Tæpur helmingur af samanlagðri flölgun á höfuð- borgarsvæðinu síðustu fimmtán árin er þannig fólk sem flust hefur búferlum utan af landi. Þetta er reyndar sama þróun og verið hefur í búsetu á landinu alla þessa öld, þrátt fyrir margháttaðar tilraunir stjómmálamanna til að halda landinu öllu í byggð, eins og það hét á mektardögum byggðastefnunnar. Engin ástæða er til að ætla að þetta breytist á komandi árum. Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi dró upp þá framtíð- armynd á ráðstefnunni að árið 2015 myndi höfuðborgar- svæðið teygja anga sína upp í Borgarfjörð, austur í Árnes- sýslu og suður á Reykjanes. Á þessu svæði myndu um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar eiga heima, eða um 230 þús- und manns af um 306 þúsund íslendingum. Það er rétt hjá forsætisráðherra að fram til þessa hef- ur tilhneigingin verið sú að skýra búsetuþróunina og breytingar á henni nánast eingöngu út frá hagrænum forsendum. Á liðnum áratugum hefur miklu fjármagni þess vegna verið varið til að styrkja og efla fyrirtæki á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarútveginum, auka fram- boð á húsnæði, bæta samgöngur og svo framvegis. Stundum hafa óheyrilegir flármunir verið settir í slíkt hjálparstarf. Niðurstaðan er hins vegar alltaf sú sama: Þrátt fyrir allan fjárausturinn heldur fólk af einhverjum ástæðum áfram að flytja suður. í þjóðfélagi framtíðarinnar mun þessi þróun halda áfram. Gegn meginþunga hennar verður ekki spornað með stjórnvaldsaðgerðum, þrátt fyrir góðan vilja. Auð- vitað er mikilvægt að gefa helstu þéttbýliskjömum utan höfuðborgarsvæðisins eðlileg tækifæri til að mæta kröf- um íbúanna um aðgang að nauðsynlegri þjónustu - með- al annars með því að stækka sveitarfélögin og færa ákvarðanatöku á mun fleiri mikilvægum sviðum til heimamanna. En það á alltaf að vera persónulegt val hvers og eins hvar hann vill eiga heima. Tími átthaga- fjötra er að líða undir lok. Þetta á auðvitað líka við um ísland sem „landsbyggð“ í Evrópu. Með hverju árinu sem líður verður auðveldara fyrir ungt, vel menntað fólk að hasla sér völl hvar sem er í veröldinni, einkum þó innan Evrópska efnahags- svæðisins. Á áðumefndri ráðstefnu kom fram að síðustu fjögur árin hafi höfuðborgin misst um tvö þúsund manns til útlanda. Meginland Evrópu er það „höfuðborg- arsvæði“ sem mun í vaxandi mæli draga til sín unga ís- lendinga - ekki aðeins til náms, eins og verið hefur um árabil, heldur líka til framtíðarstarfa. Elías Snæland Jónsson „Ef menn geta ekki stjórnað fjármálum eigin flokka, hvernig eiga þeir þá að stjórna fjármálum ríkisins?“,spyr greinarhöfundur. Fjárreiður stjórn- málaflokka Enn benti hann á að Bandaríkjamenn væru fundvísir á leið- ir til að fara kringum strangar reglur um opinbert eftirlit með fjárreiðum banda- rískra stjórnmála- flokka. Semsé: lög á ekki að setja ef hægt er að fara kringum þau! Og loks kom rús- ínan í pylsuenda for- mannsins: Ef menn geta ekki stjómað fjármálum eigin flokka, hvemig eiga þeir þá að stjórna fjármálum ríkisins! Kannski er eitt- hvað athugavert við „Eftir dúk og disk voru loks sett lög um upplýsingaskyldu stjórn- valda, sem er svo sjálfsagt mál í lýðræðissamfélagi, að um það þarf varla að fjölyrða.u Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Jóhanna Sigurðardóttir hefur í þriðja sinn lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um eftirlit með fjárreiðum stjómmálaflokka, og virðist það mál af einhverjum ástæðum eiga erfitt uppdráttar á löggjafarsamkundunni. Eftir dúk og disk vom loks sett lög um upp- lýsingaskyldu stjómvalda, sem er svo sjálfsagt mál í lýðræðissamfé- lagi að um það þarf varla að fjöl- yrða. Samt virðast jafnt ráðherrar sem opinberir embættismenn furðulega fundvísir á leiðir til að sniðganga sett lög. Ljósfælnir stjórnmálaflokk- ar Hvers vegna ætli sumir íslensk- ir stjórnmálaflokkar séu jafnljós- fælnir og raun ber vitni? Formað- ur stærsta flokksins kom fram í útvarpi 7. mars og viðraði rök- semdir sem sjáifsagt er að halda til haga fyrir endemis sakir. Hélt hann því fram að ríkið ætti ekki að vera með puttana í fjármálum flokkanna, með þvi þeir hefðu al- gera sérstöðu. Leyfist manni að spyrja, hver sú sérstaða sé. Sömu- leiðis taldi hann vaxandi ríkis- stuðning við stjórnmálaflokkana ískyggilegan. Nú er það á almannavitorði að þessi opinberi stuðningiu- hafði að markmiði að efla lýðræði í land- inu, jafna misréttið sem ríkti milli fjársterkra og févana flokka. Það taldi formaður Sjálfstæðisflokks- ins ískyggilegt, enda þótt athuga- semdalaust sé tekið við ríkis- styrknum til að kosta rekstur flokksins og áróður! Formaðurinn kvað auglýsingakostnað flokkanna gífurlegan en að sama skapi áhrifalítinn, og verður fróðlegt að sjá hvort flokkurinn dregur nauð- synlega lærdóma af þeirri ályktun. rökvísi mína, en ég á mjög bágt með að sjá heila brú í röksemda- færslu formannsins. „Fórnarsamkoma“ Dulin orsök ef ævinlega hald- betri sem sú sem augljós er, sagði forngríski sagnfræðingurinn Þúkýdídes og hafði nokkuð til síns máls. Það var hreint ekki um- hyggja fyrir lýðræði í landinu sem knúði formann Sjálfstæðisflokks- ins til að viðra ofannefndar rök- leysur, heldur einfaldlega sú stað- reynd að til viðbótar við 200 miflj- óna króna árlegan ríkisstyrk nýt- m- flokkurinn ríflegra fjárframlaga voldugra hagsmunaaðila í þjóð- félaginu, sem ifla þola dagsbirtu. Nú er mér að vísu ekki kunnugt um fjár- heimtur flokksins á nýliðnum árum, en man svo langt, að þeg- ar ég starfaði á Morg- Lmblaðinu fyrir rífum 30 árum var efnt til árlegrar „fómarsam- komu“ í Sjálfstæðis- húsinu, þar sem for- kólfar athafnalífsins komu saman og lögðu i púkkið. Af hreinni tilviljun fékk ég pata af þessu. Á byltingaraf- mælinu var for- sfjóri eins olíufé- lagsins staddur í sovéska sendi- ráðinu ásamt fjölmennum hópi athaöiamanna. í miðju sam- kvæmi kom hann og kvaddi mig með þeim orðum, að nú þyrfti hann ásamt koflegum að skimda útí Sjálfstæðishús og leggja fram sitt árlega framlag í flokkssjóðinn. Stór hópur athafhamanna fylgdi honum úr sendiráðinu. Þessi framlög komu vitanlega aldrei fyrir almenningssjónir, hvemig sem þau kunna að hafa verið fóðrað í ársreikningum fyr- irtækja, sem töldu sér hag í að styðja flokkinn fjárhagslega. Álít- ur formaður Sjálfstæðisflokksins þess háttar pukur stuðla að lýð- ræði i landinu? Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Fréttamenn Ríkisútvarps „Varla getur nokkur maður verið svo skyni skroppinn að sjá ekki að fréttaflutningur Sjónvarps- ins og Stöðvar 2 þessa daga hafði það að markmiði að skaða mig í rektorskosningum. Engin leið er að meta hvaða árangur það bar, enda skiptir það nú ekki máli. Hitt skiptir máli að vita hvort fréttamenn Ríkisútvarps eða yfirboðarar þeirra reyna að blanda sér í rektorskosningar í Háskóla íslands eða láta nota sig til að ófrægja einstaka frambjóðendur." Vésteinn Ólason prófessor, í Mbl. 24. apríl. Reykjavíkurflugvöllur og mótmælaraddir „Ég held að borgaryfirvöld verði að leita skýringa á af hverju flugvél sem kemur að sunnan, og er þvi ekkert lengra frá KeQavík en Reykjavík, er beint til lendingar á Reykjavíkurflugvelli ... í hvert skipti sem slys verður við Reykjavikurflugvöll verða mót- mælaraddimar háværar og ég býst við að það gerist líka núna. Borgarbúar skiptast alveg í tvennt, 50% vilja flugvöflinn burt en 50% vilja hafa hann áfram. Þetta er hins vegar ekki ákvörðun sem borgin ein getur tekið. Flugvöllurinn er lífæð við höfuðborgina og við getum ekki skorið hann niður öðruvísi en ein- hver sambærilegur kostur bjóðist." Guðrún Ágústsdóttii’, forseti skipulagsnefndar Reykjavíkur, í Degi-Tímanum 24. apríl. Utanríkisþjónustan „Það er ljóst að viðskiptaþjónusta utanríkisráðu- neytisins kemur til með að styðja við bakið á ís- lenskum fyrirtækjum sem hafa hug á að koma fram- leiðslu sinni á markað erlendis. Við uppbyggingu þjónustunnar er nauðsynlegt að taka tillit til óska fulltrúa atvinnulífsins um hvemig hún nýtist þeim best og hvar þörfin er mest... Með þessari þjónustu hjá utanríkisráðuneytinu er enn frekar ýtt undir út- rás íslenskra fyrirtækja og getur það skipt sköpum um framtíð íslenska atvinnulífsins." GH í Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 24. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.