Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
Fréttir
Hart deilt um samningsveö á næturfundi á Alþingi:
Alþingi afsalar sameigninni
„Með veðsetningu kvótans er verið
að afsala þinginu völdum yfir stýr-
ingu fiskiskipaflotans í fiskstofnana.
Þar með er komið af stað ýmsum
keðjuverkunum; meðal annars þeim
að kvótinn kemst á sífellt færri
hendur,“ segir Kristján Pálsson. al-
þingismaður Sjálfstæðisflokks, um
frumvarp um samningsveð sem rætt
var á Alþingi í nótt. Kristján er eini
stjórnarþingmaðurinn sem er á móti
frumvarpinu en stjórnarandstaðan
er óskipt í andstöðu sinni. Því má
gera ráð fyrir að frumvarpið fari í
gegn á miklum meirihluta atkvæða.
Kristján hefur lagt fram breytingar-
tillögu við frumvarpið í þvi skyni að
banna veðsetningu aflaheimilda.
Þær raddir heyrðust á göngum að
það væri ætlan flutningsmanna að
læða frumvarpinu í gegn í skjóli
nætur þar sem umræða hófst ekki
um það fyrr en þegar klukkan var að
ganga tvö i nótt.
Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðis-
flokki, hafði framsögu um málið.
Hún sagði sérstaka áherslu vera á að
Guðný Guðbjömsdóttir:
Kvótaveð í
skjóli nætur
„Ég mótmæli þvi að svo stórt
mál skuli tekið á dagskrá í
skjóli nætur. Það er til hábor-
innar skammar að þetta skuli
rætt á meðan almenningur í
landinu sefur. Það er verið að
ræða hér undir rós mjög stórt
mál,“ sagði Guðný Guðbjörns-
dóttir, Kvennalista, í nótt þegar
verið var að ræða frumvarp um
samningsveð.
Hún kvartaði undan því að
fjölmiðlar væru fjarverandi en
sjávarútvegsráðherra minnti
hana á nærveru DV. Hún sagði
engan vafa leika á því að verið
væri að lauma inn ákvæði um
veðsetningu á sameign þjóðar-
innar.
„Það er verið að tryggja að út-
gerðarmenn geti um aldur og
ævi átt kvótann. Unga kynslóð-
in þarf að borga milljarða fyrir
kvótann í framtíðinni,“ sagði
Guðný. -rt
tryggja það
ákvæði laga um
stjórn fiskveiða
sem kveður á um
að fiskstofnar
séu sameign
þjóðarinnar.
Ekki var að
heyra á andmæl-
endum frum-
varpsins að þeir
tryðu því að ekki
væri ætlunin að
afsala sameign-
inni til útgerðar-
manna.
„Það er verið að
heimila veðsetn-
ingu kvóta. Að
segja annað er
orðhengilshátt-
ur,“ sagði Lúð-
vík Bergvinsson,
Alþýðuflokki.
Sofandi
kvótaand-
stæöingar?
Kristján Páls-
son hjó á báðar hendur i ræðu sinni.
Hann sagðist hafa skilning á því að
hvorki Einar Oddur Kristjánsson né
Einar K. Guðfinnsson, sjálfstæðis-
menn á Vestfjörðum, hefðu getað
vakað fram á nótt til að taka þátt í
umræðu um málið. Hann vísaði til
þess að báðir segðust andsnúnir
kvótakerfinu. Reyndar birtist Einar
K. Guðfinnsson skömmu síðar. Krist-
ján þráspurði Sólveigu Pétursdóttur
um persónulega afstöðu hennar til
þess hvort í raun væri verið að
heimila veðsetningu aflaheimilda.
Sólveig sagðist styðja frumvarpið
ásamt þeim álitum sem fylgja.
Kristján segir að lögin geti orðið
til þess að fyrirtækin verði stærri
og á færri stöðum. Veðhafar munu
ætlast til þess að öll veð verði á
skipunum sem allsherjarveð.
„Þannig verður kvótakerfmu ekki
breytt nema á mjög löngum tima.
Ekki má flytja aflahlutdeild nema
með leyfi veðhafa. Það þýðir að hag-
ræðingarþátturinn verður í upp-
námi nema hjá fyrirtækjum sem eru
það stór að þetta skiptir þau ekki
máli. Að mínu áliti mun þetta leiða
til miklu meiri byggðaröskunar en
við höfum áður séð,“ segir hann.
Miklar annir eru nú á lokaspretti þingsins. I gær og í nótt urðu 15 frumvörp
að lögum. Þingið stóð fram undir kl. fimm í morgun. Nokkuð hitnaði í kol-
unum í gær í deilu Halldórs Ásgrímssonar og Guömundar Árna Stefáns-
sonar um málefni Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. DV-mynd Hilmar Þór
Kvöö eöa veðsetning
„Með þessu er búið að tryggja
eignarrétt útgerðarinnar meira en
verið hefur. Þá er sú hætta fyrir
hendi að dómstólar muni út frá
þessum lögum túlka þetta ákvæði
sem eignarrétt gegn túlkun þing-
ins. Þeir muni þá túlka þetta
þannig að veðsetning sé lögleg og
það sé hin raunverulega niður-
staða. Þannig sé enginn munur á
kvöð og veðsetningu. Ég er ekki
viss um að allir þingmenn geri sér
grein fyrir þvi hvað þeir eru að
samþykkja," segir Kristján.
„Ég er alfarið á móti því að gert
sé ráð fyrir því í lögum að einstak-
lingar geti veðsett eign sem þjóðin
er sögð eiga. Þetta ákvæði er
þannig að fyrst er sagt að þetta sé
hægt og síðan að það sé ekki hægt.
Þetta skref er þannig að með því
verður erfiðara að breyta kvóta-
kerfínu síðar. Ég mun greiða at-
kvæði gegn þessu,“ segir Sighvat-
ur Björgvinsson, formaður Alþýðu-
flokksins.
Jóhanna Sigurðardóttir mælti
fyrir minnihlutaáliti. Hún sagði að
dómsmálaráðherra hefði um árabil
reynt að berja írumvarpið í gegn
og það stefndi í að
honum tækist það.
„Það er verið að
heimila veðsetn-
ingu á aflaheimild-
um. Það er alveg
ljóst að þeir aðilar
sem njóta þessara
kjara eru betur sett-
ir en aðrir þar sem
þeir geta veðsett
sameign þjóðarinn-
ar,“ sagði Jóhanna.
Árni R. Árnason,
alþingismaður Sjálf-
stæðisflokks á
Reykjanesi, og
Kristján Pálsson, fé-
lagi hans, deildu
hart um málið und-
ir morgun. Þeir tók-
ust á um lögfræðiá-
lit sem þeir túlkuðu
hvor með sínum
hætti. Umræðum
lauk um klukkan
hálfflmm í morgun.
-rt
Jón Kristjánsson:
Framsókn
einhuga
„Ég mótmæli því að ekki sé sam-
ræmi í afstöðu framsóknarmanna
til frumvarpsins. Framsóknarmenn
á Reykjanesi standa að þessu frum-
varpi ásamt okkur hinurn," sagði
Jón Kristjánsson, Framsóknar-
flokki, í nótt þegar frumvarp um
samningsveð var rætt. Hann var
þar að svara Jóhönnu Sigurðardótt-
ur sem sagði Framsóknarflokkinn
vera að svíkja kosningarloforð með
því að styðja ffumvarpið.
Hann sagði rangt að frumvarpið
veikti sameignarákvæðið í sfjóm
fiskveiða.
„Þetta eyðir áhættu í útlánum.
Þama er fyrst og ffemst um að
ræða viðskiptamál en ekki sjávarút-
vegsmál. Það er grundvallarmis-
skilningur að verið sé að tryggja
hagsmuni bankanna," sagði Jón
Kristjánsson. -rt
Einar K. Guðfinnsson:
Festir ekki í sessi
núverandi skipulag
„Mér hefur fúndist jaðra við að
menn litu þannig á verið væri leiða
í lög mjög mikla breytingu á grund-
vallarhugsun manna hvað varðar
fiskveiðistjómun. Þetta er gríðarleg-
ur misskilningur. Mér finnst eins og
menn hafi ekki áttað sig á þeim
veruleika sem merrn búa við í sjávar-
útveginum í dag,“ sagði Einar K.
Guðfinnsson, alþingismaður Sjálf-
stæðisflokks á Vestfjörðum, sem
sagði frumvarpið nauðsynlegt til að
útgerðir gætu stundað eðlileg banka-
viðskipti í samræmi við eign sína.
„Þetta frumvarp er ekki á
nokkum hátt líklegt til að festa í
sessi núverandi skipulag veiðanna.
Þessu er þvert á móti þveröfugt far-
ið og núverandi ástand liklegra til
að festa tangarhald bankastofhana,"
segir Einar.
„Þeir sem tala gegn þessu frum-
varpi virðast vera varðhundar fyrir
núverandi kerfí,“ segir Einar.
„Þetta er í fimmta sinn á jafn-
mörgum árum sem fram kemur
ffumvarp um samningsveð. Það eru
nokkur atriði mikilvægari nútima-
viðskiptaháttum í ffumvarpinu
heldur en það sem veldur mestri
deilu,“ sagði Ámi R. Ámason, Sjálf-
stæðisflokki, um frumvarpið um
samningsveð i nótt.
Hann sagði frumvarpið ekki baka
ríkissjóði bótaskyldu til handa þeim
sem fara með veiðiheimildir. Hann
segir þá sem halda því fram að
frumvarpið sé slæmt marga hvetja
hafa misskilið það hrapallega.
„Ég vil halda því fram að ekki sé
verið að leyfa veðsetningu veiði-
heimilda," segir Ámi. -rt
Dagfari
Titringur í ferðaklúbbnum
Það hafa margir landsmenn lifi-
brauð af því að flytja peninga á
milli manna. íslenska hagkerfið er
ekki stórt í sniðum en þó mætti
ætla það af fjölda útibúa bankanna
og starfsmannaijölda. Það er
banka- eða sparisjóðsútibú í hverju
krummaskuði og á flestum götu-
hornum í stærri bæjum. I Reykja-
vík eru bankar yfirleitt hlið við
hlið og almenningur er ekki vel að
sér í hvaða stofnun hann er stadd-
ur þá og þá stundina.
Ríkið er umsvifamest í banka-
rekstrinum enda mikilvægt fyrir
sfjómvöld að vera með puttann í
peningavafstrinu, úthluta til gælu-
verkefna og góðvina í kjördæmun-
um. Mikilvægast er þó að halda
opinberum rekstri bankanna
áfram vegna stjórnmálamannanna
sjálfra. Bankarnir eru eins konar
hvíldar- og elliheimili afdankaðra
stjórnmálamanna. Þar ná þeir að
eyða síðustu árum starfsævinnar á
dúndurlaunum og byggja sér um
leið upp öruggan lífeyri.
Lengi hefur staðið til að gera rík-
isbankana að hlutafélögum. Frum-
varp þar um hefur þvælst fyrir Al-
þingi og fór loks í gegn í gær. Fátt
breytist þó með því annað en
Landsbankinn og Búnaðarbankinn
fá hf. aftan við nöfnin. Bankamir
verða áfram i ríkiseigu. Á síðustu
stigum málsins í þinginu var hluta-
félagsformið þó algert aukaatriði.
Það sem tekist var á um nætur-
langt var hvort einn bankastjóri
dygði til þess að stjórna hvorum
banka eða hvort þrjá skipstjóra
þyrfti á skútumar.
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, tók
það upp hjá sér á síðustu stundu að
pirra vini sína á þingi með því að
leggja til að aðeins einn banka-
stjóri stýrði hvorum ríkisbanka.
Margrét er það ung að óvist er að
hún sé farin að huga að starfslok-
um. í þessum ungæðishætti leyfði
hún sér að leggja til þessa fækkun
bankastjóranna.
Aðrir reyndari þingmenn höfðu
þó vit fyrir hinum unga flokksfor-
manni. Þeir sáu til þess að banka-
stjórar í ríkisbönkunum yrðu
áfram þrír eins og verið hefur.
Þingheimi létti mjög þegar þessi
niðurstaða lá fyrir. Menn kunnu
Margréti litlar þakkir fyrir nætur-
sprellið.
Nú verður því allt sem fyrr.
Margar stöður bankastjóra fyrir
gsimla og þreytta stjórnmálamenn.
Sex stöður bankastjóra endurnýj-
ast það ört að margir þingmenn fá
þessi lífeyrisstörf. Ævikvöldið
verður því fagurt og vandlega
tryggt.
Ekki má heldur gleyma því sem
mestu máli skiptir. Bankastjóram-
ir, þ.e. gömlu þingmennimir, fá að
ferðast að vild um heiminn á
kostnað bankans sins. Þeir njóta
þess að fá dagpeninga ofan á allan
ferðakostnað. Kerfið góða er því
ferðahvetjandi. Það hvetur enn
frekar til ferðalaga að bankastjór-
amir geta tekið eiginkonurnar
með og þær fá líka dagpeninga.
Þungu fargi er því létt af nokkmm
bankastjórafrúm.
Hefði tillaga Margrétar náð fram
að ganga hefðu þær dottið út úr
ferðaklúbbnum. Þær hugsuðu kyn-
systur sinni því þegjandi þörfina.
Hið sama gildir og um maka nú-
verandi þingmanna, sérstaklega
þeirra sem aðeins em famir að
reskjast. Þeir voru famir að gera
sér svolitlar vonir um að bráðum
kæmi að upphefð sinna manna í
bönkunum. Það hefði verið fá-
mennt í ferðaklúbbnum ef banka-
stjóramir væru aðeins tveir.
En þetta fór allt vel að lokum,
sem betur fer. Kerfið sér um sína.
Dagfari