Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 Viðskipti Farsímafélagiö: Áformar rekstur íslenska farsímafélagið ehf., ÍSFAR, áformar rekstur GSM- farsímakerfis á íslandi. Fyrir- tækið var eini aðilinn sem í síð- asta mánuði skilaði inn tilboði til samgönguráðuneytisins í upp- byggingu og rekstur GSM-far- símakerfls í samkeppni við Póst og síma hf. Búist er við úrskurði ráðuneytisins um starfsleyfi ÍS- FAR í júní nk. Gert er ráð fyrir að hefja farsímaþjónustu niu mánuðum eftir að starfsleyfíð er fengið. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir þjónustusvæði á suðvestur- horni landsins. Heildarfjárfest- ing til ársins 2006 er áætluð um l, 5 milljarðar króna. Avis á íslandi: Selt Norðmönn- um Liva Bil AS, norskt fyrirtæki sem starfrækt hefur Avis í Nor- egi og Svíþjóð, hefur keypt Stjömubíla ehf. Fyrirtækið hetúr starfaö sem umboðsaðili Avis bílaleigunnar á íslandi síðan 1989. Yfir háannatímann hefur bílaleigan verið með hartnær 200 bíla. Átta starfsmenn hafa unniö hjá fyrirtækinu. Tekjur félagsins árið 1996 námu um 100 milljón- um. Pálmar Sigurðsson, sem starfað hefur sem framkvæmda- stjóri hjá Stjömubílum síðan 1992, tekur viö stöðu fyrri eig- anda og forstjóra, Hafsteins J. Reykjalín. SÍF: 117 milljóna hagnaður Árið 1996 var heildarvelta samstæðu Sölusambands ís- lenskra fiskframleiöenda 10.305 m. kr., samanborið við 9.474 m. kr. 1995. Aukning í heildarveltu á milli ára var 9% en hagnaður eft- ir reiknaða skatta 117 milljónir króna, samanborið við 169 milfj- ónir 1995. Þrátt fyrir minni hagn- að nú jókst veltufé frá rekstri úr 230 milljónum árið 1995 í 263 m. kr. í fyrra. V erkefnastj ómunar- félagið: Fýrstu verkefn- isstjórarnir Verkefnastjórnunarféleg ís- lands vinmu- nú markvisst að undirbúningi fyrir vottun fyrstu alþjóðlegu verkefnisstjóranna hér á landi. Stefht er að því að formleg afhending skírteina til fyrstu verkefnisstjóranna verði tengd ráðstefnu um gæði í verk- efnastjómun sem haldin verður hér á landi í september í haust. Klaus Pannenbácker, núverandi forseti IPMA-ráðsins, er nú staddur hér á landi vegna þessa og mun hann leiða votttunarferl- ið við fyrstu umferð. V erðbréfamarkaðir: Engin kreppa „Það er engin kreppa í vænd- um á íslenskum hlutabréfamark- aði. Hins vegar kann að vera varasamt þegar tilfinning fólks er sú að kaup á hlutabréfamarkaði sé leikur einn og ekki síður þegar sala þeirra er það einnig," segir Þór Sigfússon hagfræðingur í skrifum um verðbréfaviðskipti í nýjast hefti Vísbendingar. Hann segist ekki ætla aö halda því fram að íslenskir verðbréfamiðlarar misnoti aðstöðu sína og leiki sama leik og dæmi eru um í van- þróaðri ríkjum. Hins vegar þurfi allir aðilar á þessum markaði að hafa vakandi auga meö því að óprúttnir einstaklingar misnoti ekki það andrúmsloft sem sé á okkar litla og tiltölulega veik- burða markaði. -sv DV Viöskiptahagsmunir í hættu vegna verkfalla á VestQöröum: „Staðan er orðin hrikaleg. Hér eru um 200 manns í verkfalli og við horfum upp á tugmillj- óna tjón vegna þessa. Viðskiptahagsmunir eru vissulega í hættu þar sem menn eru víða að falla á tíma með samn- inga við erlenda kaup- endur sem ekki hefur náðst að framleiða upp í. Við erum búnir að missa samning vegna verkfalls- ins og nú er t.d. verið að vinna rækju í öðrum byggðarlögum upp í samning sem við höfðum gert. Hvort um varanlegt tap viðskipta er að ræða verður að koma í ljós,“ segir Amar Kristinsson, framkvæmdastjóri Bása- fells á ísafirði, en ljóst er að fyrirtæki, einstakling- ar og byggðarlög eru að tapa tugum og hundruð- um milljóna vegna verk- hundruð milljóna hagnaði. Ég veit hins vegar ekki hvert fólkið hér ætl- ar að sækja þessa hækkun. Það er að fara fram á meira en fyrirtækin ráða við,“ sagði Arnar við DV í gær. Hljóðið var almennt þungt í stjórnendum þeirra fyrirtækja sem DV hafði samband við i gær og fæst- ir voru bjartsýnir á að verkfallið leystist á næstunni. Fyrir verkfallið an er vissulega mjög erfið víða en þegar ekkert er vit- að um hversu lengi verk- fallið mun vara getum við engu spáð. Menn hafa haft annað að gera en að velta sér upp úr tjóninu. Dæmið verður gert upp í heild þegar fyrir liggur hvemig og hvenær þetta endar,“ segir Ingimar Halldórsson, stjórnarformaður Freyju og framkvæmdastjóri Frosta hf. í Súðavík. Ingimar segir Frosta þegar vera orðinn of sein- an með að vinna upp í samning vegna rækjunnar. Enn sé ekki ljóst hvað muni gerast en allt eins megi búast við því að við- skiptavinurinn muni snúa sér eitthvað annað næst. Allir tapa „Þetta er mjög alvarlegt fyrir byggðarlagið í heild og ég reyni að vera bjartsýnn var því haldið fram að sum fyrir- tæki myndu ekki þola tekjumissinn í verkfalli og að hugsanlega yrði ekki hægt að opna aftur eftir verk- fall. Meðal fyrirtækja sem nefnd hafa verið í því sambandi er Fisk- iðjan Freyja á Suðureyri. Seinir með samning „Því er ómögulegt að svara. Stað- Vinna hefur nú legið niðri í frystihúsum á Vestfjörðum á fjórðu viku. Fiskvinnslan hefur átt erfitt uppdráttar og ekki minnkar vandi hennar meö þeim tekjumissi sem er þegar orðinn staðreynd. fallsins sem nú hefur staðið yfir á fjórðu viku. Margþættur vandi Arnar segir að öll skip fyrirtækis- ins séu á sjó en kvótinn sé færður í önnur byggðarlög til vinnslu. Vandi Vestfirðinga sé því margþættur. „Ég hefði skilið það ef þessar kröf- ur fólksins hefðu komið fyrir austan þar sem fyrirtækin eru að skila a að þetta leysist á næst- unni. I þessu verkfalli tapa allir," segir Ingimar. „Það er ljóst að við erum að tapa milljónum á þessu verkfalli. Skuld- sett fyrirtæki munu án efa fara illa út úr þessu og sum vart lifa þetta af,“ sagði Konráð Jakobsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins í Hnífsdal, við DV í gær. -sv Hundruð milljóna tjón - hugsanlegt að einhver fyrirtæki þoli ekki ástandið Forkólfar verkalýðsfélaganna fyrir vestan hvika hvergi frá kröfum sínum. Þeir voru einbeittir þegar DV festi þá á mynd á dögunum. Á myndinni eru Helgi Ólafsson, Verkalýðsfélagi Hólmavíkur, Pétur Sigurösson, Alþýðusam- bandi Vestfjaröa, Lilja Rafney Magnúsdottir, Verkalýðs- og sjómannafélag- inu Súganda á Suöureyri, og Eiríkur Ragnarsson, Verkalýðs- og sjómanna- félagi Alftfiröinga í Súöavík. DV-mynd Hilmar Þór Borgarbyggð: Tap KB 30 milljónir DV, Vesturlandi: Á aðalfundi Kaupfélags Borg- firðinga 6. maí kom fram að rekstrarafkoma KB 1996 var tals- vert verri en 1995 og mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tap af rekstri 1996 varð 29,2 millj. króna. Þar af var tap hlutdeildar- félaga 20 milljónir. Tap af reglulegri starfsemi varð 26 milljónir samanborið við 16 milljóna króna tap árið áður í sambærilegri starfsemi. -DVÓ Hlutabréfamarkaðurinn: Mest selt i Islandsbanka Sala hlutabréfa á Verðbréfaþingi og Opna til- boðsmarkaðnum var heldur minni í síðustu viku en vikunni þar áður. Nú nam hún rúmurn 579 milljónum króna. Mest var selt af bréfum í íslands- banka, fyrir 86 milljónir, Flugleiðum, Ilaraldi Böðvarssyni, 85 milljónir tæpar, Flugleiðum, rúm- ar 70 milljónir, og síðan kom SÍF næst. Þar seldust bréf fyrir 34,5 milljónir króna í síðustu viku. Lítil sala var í bréfum annarra stórra fyrirtækja. Bréf seldust t.a.m. í Eimskip fyrir rúmar 8 milljón- ir, Olíufélaginu fyrir 1,6 og Olíuversluninni fyrir 1,7 milljónir. í Samherja seldust bréf fyrir um 24 milljónir. Þingvísitala hlutabréfa hefur lækkað lít- illega síðustu daga. Gengi dollars og punds hefur lækkað örlitið síð- ustu daga, dollarinn um tæpa króna og pundið um tæpar tvær krónur. Álverð hefur hins vegar hækk- að verulega milli vikna, um tæpa 50 dollara tonn- ið. Skýringin á hækkuninni mun vera sú að birgðastaöan er í meira jafnvægi en hún hefur ver- ið. -sv ÞingvísiL htutabr. 117 114,470 116 . 113 Olíufélagið Flugleiðir Skeljungur SR-mjöl 43,5 43

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.