Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Side 16
+ r 16 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ 1997 25 íþróttir íþróttir Knattspyrna: Haraldurmeð Skagamönnum á mánudaginn? Líklegt er að Haraldur Ingólfs- son verði í liði Skagamanna þeg- ar þeir hefja meistaravömina á íslandsmótinu í knattspymu gegn ÍBV á mánudaginn. Haraldur fór til Aberdeen í Skotlandi í vetur og samdi við fé- lagið til vorsins. Nú liggur fyrir að hann leikur ekki áfram þar, enda fékk Haraldur fá tækifæri með liðinu. Hann stefnir þó að því aö leika áfram erlendis en spilar væntanlega með Skaga- mönnum framan af sumri að minnsta kosti. Þetta er gífurlegur styrkur fyrir meistarana sem hafa verið heldur brokkgengir í vorleikjun- um en Haraldur hefúr verið lyk- ilmaður í liði þeirra mörg und- anfarin ár. -vs Jóhannes missir af fyrstu leikjum meistaranna Jóhannes Harðarson, miðju- maðurinn efnilegi, leikur ekki með Skagamönnum í fyrstu um- ferðum íslandsmótsins í knatt- spymu. Jóhannes meiddist á hné í æf- ingaleik gegn Skallagrími og útlit er fyrir að hann missi af fimm fyrstu um- ferðunum sem leiknar eru mjög þétt í upphafi mótsins. -VS Sjónvarp- aö beint Knattspymuvertíðin hér á landi hefst fyrir alvöru á mánudag, annan í hvíta- sunnu, þegar flautað verður til leiks í úrvalsdeildinni. Mótið verður formlega sett í Borgamesi klukkan 16 þegar nýliðar Skallagríms taka á móti Leiftursmönnum. Á sama tima leika á Valsvelli Valur og Grindavík og um kvöldið klukkan 20 verða hinir þrir leikirnir í fyrstu umferðinni. Stórleikur í Eyjum í fyrstu umferðinni Þá leika KR og Stjarnan á KR-velli, Keflvíkingar taka á móti Fram og stórleikur um- ferðinnar verður án efa í Vestmannaeyjum þegar Eyjamenn fá íslandsmeist- ara Skagamanna í heim- sókn. Meira t gamni en alvöru Á blaðamannafundi sem KSÍ efndi til í gær vegna upphafs íslandsmótsins var kunngerð árleg spá forráða- manna liöanna og þar urðu fastir liðir eins og venjulega, KR-ingum var spáð íslands- meistaratitlinum enn eitt áriðeins og fram kemur hér að ofan. „Þessi spá breytir engu fyrir mótið og ég átti alveg von á þessari niðurstöðu. Ég held að menn séu famir að spá okkur þessu sæti meira í gamni en alvöru og vilji hafa þetta svona. Við erum ann- ars alveg tilbúnir í slaginn og að sjálfsögðu stefnum við að því að láta spána rætast. Ég sé fyrir mér jafnt mót þar sem KR, ÍA, Leiftur og ÍBV berjast um titilinn. Það er ómögulegt að spá fyrir um fallbaráttuna og þar verður án efa harður slag- ur,“ sagði Þormóðm- Egils- son, fyrirliði KR. „Ég held að við komum þokkalega undirbúnir til leiks. Við erum með ósköp svipað lið og í fyrra en erum kannski seinni í almennilegt spilform núna. Bæði veður og aðstæður hafa gert það að verkum. ÍBV og Leiftur blanda sér örugglega í toppbaráttuna ásamt okkur og KR og þá gæti Fram blandað sér í þá baráttu og orðið spútniklið deildarinnar. Ég held að það muni ráða miklu hvernig liðin fara stað í þessum fyrstu 5 umferðum sem spilaðar eru ansi þétt,“ sagði Ólafur Þórðarson, fyr- irliði Skagamanna. Skallagrímur er kominn í hóp bestu liða landsins en Borgnesingar komu geysi- lega á óvart í fyrra þegar þeir höfnuðu í öðru sæti í 2. deildinni. Sparkspekingar spá því að dvöl Skallarímsmanna verði stutt í úrvalsdeildinni og að liðið falli í haust. Getum ekki valdiö neinum vonbrigöum „Við gátum alveg reiknað með því að okkur yrði spáð fallsætinu. Ég man ekki bet- ur en liðin sem spáð var falli í fyrra næðu bæði að bjarga sér og vonandi verður það sama upp á teningnum í ár. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta verð- ur basl í sumar. Við erum með samtals 50 leiki í 1. deild á meðan flest liðin eru með um og yfir 1000 leiki. Það er fínt að fara í mótið með þessa spá og við getum ekki farið annað en upp á við og getum ekki valdið neinum vonbrigðum,“ sagði Þórhallur Jónsson, leikmaður Skallagríms, við DV. -GH frá Borg- arnesi Það fer vel á því að íslands- mótið í knatt- spymu verði formlega sett í Borgamesi á mánudaginn þeg- ar Skallagrímur leikur fyrsta leik sinn í deild hinna bestu. Leikurinn hefst klukkan 16 og veröur sýndur í beinni útsend- ingu á RÚV. -GH Fulltrúar Ijðanna tíu sem berjast munu um sigur í sumar í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Aftari röö, frá vinstri: Jón Grétar Jónsson, Val, Gunnar Már Másson, Leiftri, Valdimar Kristófersson, Stjörnunni, Hlynur Stefánsson, ÍBV, Milan Stefán Jankovic. Fremri röö frá vinstri: Þormóöur Egilsson, KR, Ólafur Þóröarson, ÍA, Jakob Jónharösson, Keflavík, Steinar Guögeirsson, Fram, og Þórhallur Jónsson, Skailagrími. DV-mynd Hilmar Þór 40. - Einar Þorvarðarson, fyrrverandi þjálfari Aftureldingar, ræðir í fyrsta skipti um viðskilnað sinn við félagið við DV. Hann segir einn styrktaraðila hafa ráðið ferðinni innan stjórnar Aftureldingar Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar í Mosfellsbæ á síðustu vertíð handknattleiks- manna, var ekki endurráðinn þjálfari liðsins eins og kunnugt er þrátt fyrir að hafa náð frá- bærum árangri með liðið. Það kom mörgum á óvart þegar það var gert kunnugt að Einar yrði ekki áfram með liðið og að forráðamenn þess hefðu sett sig í samband við annan þjálfara. Einar er mjög ósáttur við framkomu og vinnubrögð stjómar handknatt- leiksdeildar Aftureldingar í þessu máli. Hann telur að stjómin hafi farið á bak við sig, rætt við annan þjálfara án þess að hann hefði um það vitneskju á sama tíma og hann var í við- ræðum við Aftureldingu. Einar er án efa einn besti handknattleiks- þjálfari landsins. Hann er fyrrverandi aðstoð- arþjálfari landsliðsins. DV hafði í gærkvöld samband við Einar sem féllst á að segja frá málavöxtum i fyrsta sinn opinberlega. „Upp úr áramótunum gekk Aftureldingu frekar illa á tímabili og liðið tapaði þremur leikjum í röð. Þá fór ég á fund stjómar hand- luiattleiksdeildar og bauðst til að segja af mér. Ég vissi af óánægju einstakra manna innan stjórnarinnar og beindi orðum mínum sérstak- lega til þeirra. Þá fékk ég þann stuöning sem ég þurfti. Þremur dögum eftir síðasta úrslitaleikinn gegn KA var ég boðaður á fund. Skömmu áður hafði ég frétt af miklum átökum innan stjórn- arinnar. Stjómin spurði mig hvað ég ætlaði að gera. Ég sagðist ekki vera kominn á fund til að ræða það, heldur hvað félagið ætlaði að gera. Við ræddum málin fram og aftur og ákveðið var að þeir hefðu fljótlega samband. Ekki var minnst á það einu orði á fundinum að annar þjálfari en ég væri inni i myndinni. Daginn eft- ir sagði Kristján Arason mér að stjómin hefði sett sig í samband við sig og haldið með sér fund. Síðar frétti ég að stjómin hefði verið í sambandi við Kristján um það leyti sem hcmn var rekinn frá Massenheim. í dag veit ég að á þeim tíma var leikmönnum sem æfðu þá und- ir minni stjóm kunnugt um þessar þreifingar stjórnarinnar. Þessu hafa stjómarmenn hjá Aftureldingu neitað en Kristján hefur sjálfur staðfest við mig að þannig hafi þetta verið. Það er ljóst að sumir menn innan stjómarinnar vildu breyta til og fá Kristján. Aðrir stóðu með mér og vildu halda samstarfinu áfram. Að mínu mati var það einn styrktaraðili liðsins sem réð ferðinni. Vinnubrögðin vora því ekki lýðræðisleg heldur var þetta spuming um pen- inga. Eftir að ég frétti þetta með Kristján fór ég og lokaði mínum dyrum. Ég hélt að menn myndu koma hreint fram í þessu máli en svo var því miður ekki. Þessi framkoma er með ólíkindum. Þegar hér var komið sögu var búið að ráða þjálfara hjá öllum liðum 1. deildar nema KA.“ - Haföir þú aldrei alla stjórnina ú bak við þig þegar þú starfaðir hjá Aftureldingu? „Kannski helst eftir fundinn um áramótin þegar ég bauðst til að segja af mér. Aldrei ann- ars.“ - Ert þú svekktur yfir þvi hvernig þetta fór, ef þú litur yfir málið? „Að sjálfsögðu hef ég orðið fyrir vonbrigðum því að minu mati var ég sá þjálfari 1. deildar sem náði hvað bestum árangri á síð- ustu leiktíð. Við urðum deildarmeist- arar og komumst alla leið í úrslita- leikina um íslandsmeistaratitilinn. Þetta er besti árangur Aftureldingar frá upphafi. Að sjálfsögðu er ég ósáttur við að hafa ekki starf áfram. Það er ein- falt mál. Ég mun hins vegar gera öðru- vísi samninga í framtíðinni. Það verður að láta samninga renna út í febrúar eða mars. Þjálfarar liðanna sem komast langt í úrslitakeppninni geta að öðrum kosti átt það á hættu að sitja eftir og fá ekkert að gera komi eitthvað óvænt upp á.“ -SK Spáin breytir engu - segir Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, sem spáð er íslandsmeistaratitlinum enn eitt árið Aston Villa gekk í gær frá kaupum á framherjanum Stan Collymore frá Liverpool fyrir 7 milljónir punda. Samningur Collymores er til fjögurra ára. Collymore fór til Liverpool frá Nottingham Forest fyrir 8,5 milljónir punda fyrir tveimur árum. Hann náði sér ekki á strik hjá Liverpool og lenti oft upp á kant viö forráðamenn félagsins sem voru staðráðnir í að losa sig við hann eftir tímabili. Collymore: „Ég hélt með Aston Villa þegar ég var strák- ur svo þetta eru draumaskipti fyrir mig,“ en hann býr rétt hjá æfmgasvæði Aston Villa liðsins. Danny Wilson hefur verið út- nefndur framkvæmdastjóri árs- ins í ensku knattspymunni en undir hans stjóm vann Bamsley sér sæti í efstu deild ensku knattspyrnunnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Eyjamenn meistarar Tryggvi Guðmundsson tryggði Eyjamönnum sigur í deildabik- amum í knattspyrnu í gærkvöld er hann skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á Val í framlengdum úr- slitaleik á Valbjamarvelli. Staðan var 2-2 eftir venjuleg- an leiktíma. Bjamólfur Láras- son og Ingi Sigurðsson komu Eyjamönnum tvívegis yfir en Sa- lih Heimir Porca og Amar Hrafn Jóhannsson jöfhuðu fyrir Val. Tveir Valsmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. í undanúrslitum kvenna sigr- aði Breiðablik lið ÍA, 3-1. Katrín Jónsdóttir (2) og Sigrún Óttars- dóttir skoraðu mörk Blika en Silja Ágústsdóttir mark ÍA. Loks sigraði KR Val, 2-1. Sigurlín Jónsdóttir og Helena Ólafsdóttir skoruðu mörk KR en Ásgerður Ingibergsdóttir mark Vals. -SK Þrátt fyrir rysjótta tíð að undanfömu fara allir leikimir í 1. umferð úrvalsdeildarinnar í knattspymu fram á grasi á mánudaginn. í 2. umferðinni horfir ekki eins vel en óvíst er hvort Leiftur getur leikið gegn ÍA á grasi. Nokkrir leikmenn taka út leikbönn í 1. umferðinni. Þrír Skallagrímsmenn verða fjarri góöu gamni í opnunarleiknum gegn Leiftri en það era Þórhallur Jónsson, Hjörtur Hjartarson og Þorsteinn Sveinsson. Þrir KR-ingar taka út leik- bann gegn Stjömunni, Ólafur H. Kristjánsson, Einar Þór Daníels- son og Sigurður Örn Jónsson. Aðrir leikmenn sem taka út leik- bann eru Bjamólfur Lárasson, ÍBV, og Jón Þ. Sveinsson, Fram. Miðaverð á völlinn í sumar er óbreytt frá því í fyrra. Full- orðnir greiða 700 krónur og böm 300 krónur. -GH Menn fylgdust spenntir meö á blaöamannafundinum í gær. Til vinstri er Gylfi Þóröarson, formaöur knattspyrnufélagsins á Akranesi, Ólafur Þóröarson, fyrirliöi ÍA, er fyrir miöju og lengst til hægri er Eyjamaðurinn Ingi Sigurösson. DV-mynd Hilmar Þór Spáin: KR meistarí - Skallagrímur mun falla Þjálfarar, fyrirliðar og forráða- menn úrvalsdeildarhðanna í knatt- spymu kunngerðu I gær hina ár- legu spá sína um lokaniðurröðun fé- laganna í sumar. Samkvæmt henni hampa KR-ingar íslandsmeist- aratitlinum. KR hefúr undanfarin fjögui' ár verið spáð titlinun en í öll skiptin hafa Skagamenn sigrað. Spáin Utur þannig út 1. KR...................285 2. Akranes..............253 3. ÍBV .................238 4. Leiftur..............219 5. Fram ................182 6. Valur................135 7. Keflavík.............lll 8. -9. Grindavík ........83 8.-9. Stjaman............83 10. Skallagrímur ........61 -GH Einar Þorvaröarson segir framkomu stjórnar handknattleiks- deildar Aftureldingar viö sig meö olíkindum. Stjórnin hafi meöal annars haft samband viö Kristján Arason upp úr síöustu áramót- um er hann var rekinn frá Massenheim. Þessu neiti stjórnin en Kristján hafi sjálfur staöfest þetta í samtali viö sig. DV-mynd BG t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.