Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Page 32
Leit að Sverri hætt:
Gífurleg
'vonbrigði
- segir Kolbrún
„Það eru gifurleg vonbrigði að
pabbi skuli ekki finnast. Þetta eru
þó blendnar tilfinningar þar sem
gleðiefnið er að Hörður fannst,“
segir Kolbrún Sverrisdóttir, sam-
býliskona Harðar Bjamasonar og
dóttir Sverris Sigurðssonar, stýri-
manns af Æsu.
Bresku kafamir leituðu án ár-
angurs að líki Sverris i íbúðum
Æsu í gær. Formlegri leit er nú
hætt en kafaramir höfðu ekki get-
að farið í vélarrúm skipsins vegna
» áhættunnar sem því er samfara.
" Kolbrún segist vera ánægð með
framlag bresku kafaranna og Land-
helgisgæslunnar.
„Þessir menn gátu ekki gert bet-
ur miðað við aðstæður. Það er þó
alveg ljóst að botninn er dottinn úr
rannsóknarþættinum hafi þeir
ekki komist í vélarrúmið," segir
Kolbrún.
„Undirbúningurinn að þessari
aðgerð var alls ekki nógu góður.
Það má þó líta til þess að verkið
skilar okkur mikilli reynslu og
.jthekkingu á rannsóknum sjóslysa.
Þess ber að geta að það gat aldrei
orðið fullnægjandi árangur af
rannsókn nema skipið yrði tekið
upp,“ segir hún. -rt
Eskiíjörður:
Skotar
landa síld
DV, Eskifirði:
Loðnuverksmiðjan á Eskifirði
hefur nú tekið á móti rúmlega
»6000 tonnum af síld sem veidd hef-
ur verið úr norsk-íslenska síldar-
stofninum austur af landinu. Auk
íslenskra nótaveiðiskipa hefur
Norborg frá Færeyjum landað hér
1100 tonnum og í gær komu 2
skoskir bátar með 2.500 tonn.
Að sögn sjómanna er mikil síld
á svæðinu en stendur djúpt og
veiðarnar því erfiðar. Síldin hefur
mælst á 100 til 150 faðma dýpi.
Síldarnæturnar eru hins vegar
ekki dýpri en 100 faðmar. Enn
fremur er síldin afar stygg og er
hún í ætisleit. Tugir skipa hafa
verið á miðunum og þröng á þingi
þar sem mesta veiðivonin er.
Vel hefur gengið að bræða síld-
^ina, og er hún átulítil. Verð á
^’mjöli og lýsi hefur verið gott.
-Regína
ÞAÐ HAU^TAÐI
SNEMMA I VOR.
C3 C_J
FRETTASKOTID
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
B8550 5555
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 14. MAI 1997
26 ára Eyrbekkingur látinn eftir hrottalega árás:
Manndrap
á Vegas
26 ára karlmaður frá Eyrar-
bakka lést í gærkvöld af völdum
alvarlegra höfuðmeiðsla sem hann
hlaut er á hann var ráðist á
skemmtistaðnum Vegas í fyrr-
inótt. Maðurinn komst aldrei til
meðvitundar eftir árásina.
Árásin virðist með öllu tilefnis-
laus, að sögn sjónarvotta á Vegas.
Árásarmennimir eru þrír - á aldr-
inum um og yfir þrítugt. Þeir eru
allir i haldi lögreglu. Sjónarvottar
segja einn þeirra hafa mest haft
sig í frammi.
hræðilegt atvik. Piltarnir segjast
aldrei hafa séð árásarmennina
áður. Sonur minn og vinur hans
eru andlega búnir að vera eftir
þennan atburð. Þeir þurfa eflaust
á áfallahjálp að halda. Árásar-
mönnunum verður að refsa sem
skyldi fyrir svona voðaverk,“
sagði faðirinn.
Tilefnislaus árás
Veröur aö refsa
DV náði sambandi við tvo vini
hins látna en á þá var einnig ráð-
ist á Vegas. Þeir vildu ekki tjá sig
en faðir annars þeirra sagði eftir-
farandi:
„Piltamir fóru þrir saman til
Reykjavíkur til að horfa á nektar-
danssýningu. Þeir vinna saman á
sjónum og ætluðu bara að gera sér
glaðan dag. Svo gerist svona
„Árásin virðist algerlega tilefn-
islaus," sagði starfsmaður
skemmtistaðarins Vegas við DV.
„Þetta gerðist klukkan rúmlega
hálfeitt, rétt fyrir lokun. Starfs-
menn staðarins sáu fjóra merm
fara að borði þar sem fórnarlamb-
ið var og þeir réðust á manninn.
Þeir börðu og spörkuðu í höfuð
hans. Tveir félagar fómarlambs-
ins ætluðu að koma til hjálpar en
þeir vom barðir líka. Þetta gerðist
mjög snöggt. Dyraverðir komu
eins fljótt og þeir gátu og skökk-
uðu leikinn en það var um seinan.
Svona hræðilegt atvik hefur aldrei
gerst áöur hér á staðnum. Við
erum felmtri slegnir,“ sagði starfs-
maðurinn.
Þegar lögreglan kom á staðinn
vom árásarmennimir horfnir.
Starfsmenn Vegas gátu þó gefið
lýsingu á þeim. Fórnarlamb árás-
arinnar lá þá meðvitundarlaust i
sófa á staðnum. Maðurinn var
fluttur í skyndi á gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur. Áverkar
á höfði hans voru miklir og blætt
hafði inn á heila. Ekki tókst að
bjarga lífi mannsins. Tveir vinir
hins látna, sem báðir em frá Eyr-
arbakka, hlutu minni háttar
áverka í andliti.
Lögreglan handtók siðdegis í
gær einn árásarmannanna. í gær-
kvöld vom tveir til viðbótar hand-
teknir. Einn þeirra hefur oft kom-
ið við sögu lögreglu vegna ofbeld-
ismála og fikniefnamisferlis. Hinir
tveir era einnig „góðkunningjar"
lögreglunnar. -RR
Veðrið á morgun:
Hlýjast suð-
austanlands
Á morgun verður norðaustan-
gola eða kaldi í fyrstu með
smáéljum við norðurströndina
en björtu veðri annars staðar.
Síðdegis vex vindur af austri og
þykknar smám saman upp með
suðurströndinni. Hiti verður á
bilinu 2-15 stig, hlýjast suðaust-
anlands en kaldast norðan til.
Veðriö í dag er á bls. 36
ilSSSðsw
Götumynd frá Ólafsfiröi um miöjan maí. Svona var ástandiö í bænum í gær. Moka þurfti snjó til þess aö greiða fyrir
umferö. Voriö hefur veriö sérlega kalt. DV-mynd HJ
,Draugahúsið“:
Skipulagí
gildi um að
rífa húsið ®
á
„Það er skipulag í gildi um að rífa
eigi húsið enda er það illa farið. Af
ýmsum ástæðum hefur það tafist. Mál
hússins er búið að vera lengi í kerfinu
ef svo má að orði komast. Eins og stað-
an er núna þá er það í biðstöðu þar,“
segir Ágúst Jónsson, skrifstofústjóri
borgarverkfræðings, aðspurður um
„draugahúsið" á homi Bakkastígs og
Mýrargötu í Reykjavík.
Eins og fram kom í DV í gær em
íbúar í hverfinu mjög ósáttir við að
húsið skuli enn standa. íbúamir telja
húsið með eindæmum ljótt og illa far-
ið og að það spilli mjög fyrir hverfinu.
Þá er húsið stórhættuleg slysagildra
fyrir böm sem oft em þar að leik.
„Það var tekin ákvörðun í fyrra um
að rifa húsið. Undirbúningur var haf-
inn og búið að aftengja rafmagn og
fleira. Þá kom ábending frá húsfriðun-
amefrid ríkisins um að ef til vill væri
vert að skoða þetta nánar. Síðan barst
kauptilboð í húsið ffá óþekktum aðila.
Þá var borgarskipulagi fahð að fara
yfir þetta aftur en ég veit ekki til þess
að nokkuð hafi komið út úr þeirri at-
hugun ennþá," segir Ágúst. -RR
Handbolti:
Sigurmark
markvarðarins
ísland sigraði Portúgal í landsleik
í handknattleik í Japan í morgun.
20-19. Reynir Þór Reynisson, mark-
vörður, skoraði sigurmarkið á síð-
ustu sekúndu leiksins. Valdimar
Grímsson var markahæstur ís-
lensku leikmannanna með 4 mörk
-VS
DY Ólafsfirði:
Það var harla óvenjuleg sjón að sjá
bæjargröfuna moka snjó á götum
Ólafsfjarðar í gær, 13. maí. Um 20 sm
jafhfallinn snjór þakti norðlenska
jörð. Á sama tima vom Reykvíkingar
að beijast við sinuelda. Flestir bæjar-
búar em að búa sig undir sumarið og
verður ekki hægt að segja að Ólafs-
firðingar hafa glaðst yfir þessari
himnasendingu. Reyndar hefur vorið
verið með eindæmum kalt. Þeir sem
glöddust vora krakkamir og mátti
sjá snjókarla víða í görðum.
Snjómokstur kostaði Ólafsfirðinga
hátt á fiórðu milljón króna frá ára-
mótum, sem er talsverð hækkun frá
því i fyrra, þegar snjómokstur kost-
aði aðeins tæpa milljón, en sá vetur
telst reyndar óvenju snjóléttur. -HJ
4
4
4
4
4
Verð frá 1.199.000.
Bílheimar ehf.
«n@
Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000