Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 7 Garðaprestakall: Biskup og ráðherra skoða málið „Við vitrnn ekki hvað tekur við,“ sagði Lilja Hallgrímsdóttir, sóknar- nefhdarmaður í Garðasókn, þegar DV spurði hvað tæki við nú eftir að tveir sóknamefhdarmanna skrifuðu biskupi og dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er óskaö að kjörrnanna- kosning verði látin standa. í kjör- mannakosningunum, sem haldnar voru í apríl sl„ fékk séra Bjami Karlsson flest atkvæði en í prests- kosningum, sem Garðasókn náði að knýja fram, hafði Hans Markús Haf- steinsson sigur. Telja margir innan sóknamefndar að reynsluleysi gæti hamlað Hans Markúsi tæki hann við svo stórri sókn. Bjami Karlsson tók þá ákvörðun að taka ekki þátt í kosningunum en hefur ítrekað umsókn sína um emb- ættið. Lilja segir sóknamefiid ekki hafa knúið ffarn almennar kosningar, þar hafi sóknarböm i söfhuðunum verið að verki en sóknamefiid hafi verið hlutlaus. „Þetta var samkvæmt lög- um,“ segir Lilja. Liija aftók að spá fyrir um hvað tæki nú við, ekkert væri vitað fyrr en biskup og ráðherra hefðu skoðað málið. „í bréflnu kemur vilji okkar fram, það er ekkert meira um það aö segja." -ggá ----------------------------- ” Á ★ Tilboð borgarinnar í Áburðarverksmiðjuna: Undarlegt og vafa- samt uppátæki - segir Árni Sigfússon „Við teljum að þessi aðgerð, að Reykjavíkurborg sé að bjóða í 21% hlut í Áburðarverksmiðjunni, sé með undarlegri og vafasamari uppá- tækjum í seinni tíð. Það er einkenni- leg ákvörðun að á sama tíma og rik- ið er að losa sig úr verksmiðjunni skuli Reykjavíkurborg, annar opin- ber aðili, vera áfjáð í að kaupa, raun- ar svo áfjáð að það var verið að ýja að því að fá rikið ofan af því að selja hæstbjóðanda sem er einkafyrir- tæki,“ segir Árni Sigfússon borgar- fulltrúi. „Sá aðili lýsti sig reiðubúinn til að halda áfram rekstri, svo að engin þörf var á afskiptum borgarinnar af málinu fyrst þessi 100 störf voru aldrei í hættu. Það hefur einnig verið nefnt að þaö þurfi að tryggja hagsmuni borg- arinnar gagnvart verksmiðjunni með eignarhlut. Það er einnig óskilj- anlegt þar sem þetta er minnihluta- eign. Þannig höfum við engin meiri- hlutaáhrif innan fyrirtækisins." STAUPA STEINM VERNDARI HVALFJARÐARGANGA Álfurinn Staupa-Steinn. Verndar Hvalfjarð- argöngin Einbúinn Staupa-Steinn hefur verið tilnefndur vemdari Hvalfjarð- arganganna. Staupa-Steinn á ættir að rekja til Skeiðhóls undir Hvammsfjalli í Hvalfirði. Um fað- emi hans er margt á huldu en talið er að hann sé kominn undan karlin- um sem bjó í Skeiðhól forðum. Staupa-Steinn tjáði DV að hann mundi leggja sig allan fram við aö auka og efla hróður þess mikla sam- göngumannvirkis sem Hvalfjarðar- göngin eru. Enn hefur ekki verið haft upp á púka þeim sem hefur ver- ið að stríða mönnum við gerð gang- anna. Að sögn Staupa-Steins mun hann berjast með kjafti og klóm gegn öllum frekari truflunum á framkvæmdum. -kbb Ríkustu sveitarfélögin: Raufarhöfn rík- ari en Súðavík Sagt var frá því aö Súðavík myndi komast í miklar álnir með sölu Frosta hf. og yrði ríkasta sveitarfé- lag landsins. Síðan hafa blaðinu borist nokkrar athugasemdir frá les- endum sem hafa bent á Raufarhöfn sem best stæða sveitarfélagið. „Bæjarfélagið á 63% í útgerðarfé- laginu Jökli sem nú er komið á verð- bréfaþingið. Markaðsvirði þeirra bréfa er um hálfur milijarður. í nýút- komnu Viðskiptablaði er farið yfir virði fyrirtækja á þinginu og þar er Jökull hf. talinn eitt vanmetnasta fyrirtæki landsins og raunverulegt verðmæti þess, miðað við kvótaeign og aðra eignastöðu, um milljarður,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson sveit- arstjóri. Bæjarbúar eru tæp fjögur hundr- uð. Bæjarfélagið á 63% í einum millj- arði sem þýðir að eign bæjarfélags- ins er ein og hálf milljón á hvem íbúa. „Ef reiknað er eftir þessum nótum held ég að Raufarhöfn hljóti að vera ansi nálægt toppnum," sagði Gunnlaugur. -vix íg) TOYOTA LAMD CRUISER Tákn um frelsi 11-- n nnr nnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.