Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 26
26 $jhglingar *★ ★ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 30* V Samstarfsverkefni íslenskra og þýskra nemenda með styrk frá ESB: DV, SeHossi:____________________ Síðastliöið haust fóru 16 nemend- ur frá Menntaskólanum að Laugar- vatni til Bayem í Þýskalandi eftir að hafa fengið jákvætt svar frá Evr- ópusambandinu, ESB, við umsókn um að taka þátt í verkefni sem sam- bandiö stendur fyrir. Ferð þessi var farin undir merkjum áætlunarerk- efnis sem nefiiist Sókrates. Áætl- unin byggist á samskiptum nem- enda milli landa og felst í því að hópamir heimsæki hver annan og vinni ákveðin verkefni. Þegar prófin vora að byrja nú í vor kom þýski nemendahópurinn í heimsókn til Laugvetninga. Þeir nemendur, sem valdir voru í þetta verkefni, lögðu þá niður hefðbund- inn lærdóm og sinntu gestum sín- um í tvær vikur. Hver þurfti að borga 15 þúsund kall Þröstur Freyr Gylfason er tals- maður hópsins. DV hitti hann aö máli nýlega. Hann sagði hópinn Marian Friedl. hin hliðin *7* Pröstur Freyr Gylfason hafa sótt um verkefnið og fengið án nokkurra vandkvæða. ESB styrkti það að stærstum hluta en hver þátt- takandi varð að greiða 15 þúsund krónur til að geta verið með. „Verkefnið í Þýskalandi fólst í því að kynnast jámbræðslu og kolaver- um og skrifa um þau. Ekki einhverj- ar endanlegar niðurstöður heldur samanburðarskýrslu og hvað við sáum og heyrðum," sagði Þröstur. Yfirskrift verkefnisins var Land, umhverfi, menning. Hér á íslandi hafa Laugvetningar m.a. heimsótt gróðrarstöðvar, bóndabæi og fisk- vinnslur. Einnig hefur söguslóð Njálu verið könnuð. „Þetta hefur verið frábær tími með þýsku krökkunum og við höfum náð vel saman. Samskiptin hafa farið fram á ensku,“ sagði Þröstur Freyr. Frábært, segir Marian Einn nemendanna frá Bayern er á Laugarvatni Marian Friedl, Þjóðverji sem einnig hefur búið í Skotlandi. „Það er frábært að kynnast ís- lendingum af eigin reynslu. Krakk- arnir frá Menntaskólanum á Laug- arvatni komu til okkar í fyrra og þá tókust góð kynni sem hafa endur- nýjast núna. Við höfum ferðast mik- ið og komum t.d. á bóndabæi. Að- búnaöur dýra hér á landi er betri en í Þýskalandi. Dýrin era einhvem veginn frjálsari," sagði Marian. Þið hugsið meira um tískuna Um það hvað hafi komið krökk- unum mest á óvart sagði Marian: „Allir sem við sáum eru svo mik- ið í tískunni, ganga í nýtískulegum fótum. Það er ekki mikilvægur þátt- ur í lífi þýskra unglinga. Gestrisnin er mjög mikil á íslandi og allir svo vingjarnlegir við okkur. Fólk kem- ur að fyrra bragði til okkar og segir „hæ“. Við erum lokaðri, Bæjarar," sagði Marian. Hún sagði að nokkrir heimavist- arskólar væra í Þýskalandi en því miöur væru þeir settir í samband við glæpi og fikniefhi. Heimavistar- skólinn á Laugarvatni kom henni á óvart. Hér væru nemendur frjálsir í fasi, samskipti milli nemenda góð og umhverfið öruggt. Það sem liggur eftir krakkana um þetta verkefni er að finna á Inter- netinu á eftirfarandi slóð: http://rvik.ismennt.is~mI/HCA_ ML/hca_ml.htm -KE Nemendur frá Laugarvatni og Bayern í Þýskalandi ásamt kennurum sem tóku þátt í Evrópusambandsverkefninu Sókratesi. DV-mynd Kristján Einarsson Ingólfur Már Olsen, ungur hjólabrettaofurhugi: Jólamaturinn hennar mömmu í uppáhaldi Um síöustu helgi stóðu aðstand- endur ísbúðarinnar Skalla við Laugalæk fyrir sumarhátíð fyrir utan búðina. Meðal þeirra sem skemmtu vegfarendum var ungur ofurhugi, Ingólfur Már Olsen, sem sýndi listir sínar á línuskautum. Ingólfur stökk yfir bíla, raðaði upp nokkram stúlkum og stökk yfir þær og gerði ýmsar aðrar kúnstir. Pilturinn sýnir á sér hina hliðina í blaðinu í dag. -sv Fullt nafh: Ingólfur Már Olsen. Fæðingardagur og ár: 28.5. 1980. Kærasta: Lilja Kjaraldsdóttir. Börn: Engin. Bifreiö: Engin. Starf: Vinn í Ryðvörn Þórðar (nemi FG). Laun: Meðallaun. Hefur þú unniö í happdrætti eða lottói? Ég hef unniö ein- hveija hundraðkalla á skafmiða og eitthvað í framhaldsskólahapp- drætti. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hanga með vinunum og vera á hjóla- og snjóbrettum. Síð- an nýt ég þess að vera með kærastunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Stunda námið. Uppáhaldsmatur: Jólamaturinn hennar mömmu (reykt svínalæri). Uppáhaldsdrykkur: Kók, engin spurning. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Gummi línu- skautari sem þarf að dúsa inni eftir að hafa mölbrotið höndina. Uppáhaldstimarit: Ýmis snjó- brettatímarit. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan kærust- ima? Cindy Crawford. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Skipti mér ekk- ert af því. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Peter Line snjó- brettakappa. Uppáhaldsleikari: Robin Willi- ams. Uppáhaldssöngvari: Method Men. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar bíómyndir. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Pizza Hut. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Enga sérstaka. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-ið. Uppáhaldsút- varpsmaður: Robbií Kranik. Hverja sjónvarps- stöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhalds- sjónvarps- maður: Maggi Scheving i Sjónvarps- markaðn- um. Upp- áhaldsskemmti- staður/krá: Tunglið. Uppá- haldsfélag í íþróttum: Björninn. Stelhir þú að ein- hveiju sérstöku í framtíðinni? Ná langt og lifa lengi. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Fer í Kerling- aríjöll og verð í bæn- um að skauta með vinum mín- im trst Ingólfur Olsen, til vinstri, og Jason, bandariskur vinur hans, sýndu línuskautalistir á dögunum. DV-mynd S WliMia 111111111"! Tllliilll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.