Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Qupperneq 26
26 $jhglingar
*★ ★
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 30* V
Samstarfsverkefni íslenskra og þýskra nemenda með styrk frá ESB:
DV, SeHossi:____________________
Síðastliöið haust fóru 16 nemend-
ur frá Menntaskólanum að Laugar-
vatni til Bayem í Þýskalandi eftir
að hafa fengið jákvætt svar frá Evr-
ópusambandinu, ESB, við umsókn
um að taka þátt í verkefni sem sam-
bandiö stendur fyrir. Ferð þessi var
farin undir merkjum áætlunarerk-
efnis sem nefiiist Sókrates. Áætl-
unin byggist á samskiptum nem-
enda milli landa og felst í því að
hópamir heimsæki hver annan og
vinni ákveðin verkefni.
Þegar prófin vora að byrja nú í
vor kom þýski nemendahópurinn í
heimsókn til Laugvetninga. Þeir
nemendur, sem valdir voru í þetta
verkefni, lögðu þá niður hefðbund-
inn lærdóm og sinntu gestum sín-
um í tvær vikur.
Hver þurfti að borga 15
þúsund kall
Þröstur Freyr Gylfason er tals-
maður hópsins. DV hitti hann aö
máli nýlega. Hann sagði hópinn
Marian Friedl.
hin hliðin
*7*
Pröstur Freyr Gylfason
hafa sótt um verkefnið og fengið án
nokkurra vandkvæða. ESB styrkti
það að stærstum hluta en hver þátt-
takandi varð að greiða 15 þúsund
krónur til að geta verið með.
„Verkefnið í Þýskalandi fólst í því
að kynnast jámbræðslu og kolaver-
um og skrifa um þau. Ekki einhverj-
ar endanlegar niðurstöður heldur
samanburðarskýrslu og hvað við
sáum og heyrðum," sagði Þröstur.
Yfirskrift verkefnisins var Land,
umhverfi, menning. Hér á íslandi
hafa Laugvetningar m.a. heimsótt
gróðrarstöðvar, bóndabæi og fisk-
vinnslur. Einnig hefur söguslóð
Njálu verið könnuð.
„Þetta hefur verið frábær tími með
þýsku krökkunum og við höfum náð
vel saman. Samskiptin hafa farið
fram á ensku,“ sagði Þröstur Freyr.
Frábært, segir Marian
Einn nemendanna frá Bayern er
á Laugarvatni
Marian Friedl, Þjóðverji sem einnig
hefur búið í Skotlandi.
„Það er frábært að kynnast ís-
lendingum af eigin reynslu. Krakk-
arnir frá Menntaskólanum á Laug-
arvatni komu til okkar í fyrra og þá
tókust góð kynni sem hafa endur-
nýjast núna. Við höfum ferðast mik-
ið og komum t.d. á bóndabæi. Að-
búnaöur dýra hér á landi er betri en
í Þýskalandi. Dýrin era einhvem
veginn frjálsari," sagði Marian.
Þið hugsið meira um
tískuna
Um það hvað hafi komið krökk-
unum mest á óvart sagði Marian:
„Allir sem við sáum eru svo mik-
ið í tískunni, ganga í nýtískulegum
fótum. Það er ekki mikilvægur þátt-
ur í lífi þýskra unglinga. Gestrisnin
er mjög mikil á íslandi og allir svo
vingjarnlegir við okkur. Fólk kem-
ur að fyrra bragði til okkar og segir
„hæ“. Við erum lokaðri, Bæjarar,"
sagði Marian.
Hún sagði að nokkrir heimavist-
arskólar væra í Þýskalandi en því
miöur væru þeir settir í samband
við glæpi og fikniefhi. Heimavistar-
skólinn á Laugarvatni kom henni á
óvart. Hér væru nemendur frjálsir í
fasi, samskipti milli nemenda góð
og umhverfið öruggt.
Það sem liggur eftir krakkana um
þetta verkefni er að finna á Inter-
netinu á eftirfarandi slóð:
http://rvik.ismennt.is~mI/HCA_
ML/hca_ml.htm -KE
Nemendur frá Laugarvatni og Bayern í Þýskalandi ásamt kennurum sem tóku þátt í Evrópusambandsverkefninu
Sókratesi. DV-mynd Kristján Einarsson
Ingólfur Már Olsen, ungur hjólabrettaofurhugi:
Jólamaturinn hennar mömmu í uppáhaldi
Um síöustu helgi stóðu aðstand-
endur ísbúðarinnar Skalla við
Laugalæk fyrir sumarhátíð fyrir
utan búðina. Meðal þeirra sem
skemmtu vegfarendum var ungur
ofurhugi, Ingólfur Már Olsen, sem
sýndi listir sínar á línuskautum.
Ingólfur stökk yfir bíla, raðaði upp
nokkram stúlkum og stökk yfir
þær og gerði ýmsar aðrar kúnstir.
Pilturinn sýnir á sér hina hliðina í
blaðinu í dag. -sv
Fullt nafh: Ingólfur Már Olsen.
Fæðingardagur og ár: 28.5. 1980.
Kærasta: Lilja Kjaraldsdóttir.
Börn: Engin.
Bifreiö: Engin.
Starf: Vinn í Ryðvörn Þórðar
(nemi FG).
Laun: Meðallaun.
Hefur þú unniö í happdrætti
eða lottói? Ég hef unniö ein-
hveija hundraðkalla á skafmiða
og eitthvað í framhaldsskólahapp-
drætti.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Hanga með vinunum og
vera á hjóla- og snjóbrettum. Síð-
an nýt ég þess að vera með
kærastunni.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Stunda námið.
Uppáhaldsmatur: Jólamaturinn
hennar mömmu (reykt svínalæri).
Uppáhaldsdrykkur: Kók, engin
spurning.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Gummi línu-
skautari sem þarf að dúsa inni
eftir að hafa mölbrotið höndina.
Uppáhaldstimarit: Ýmis snjó-
brettatímarit.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan kærust-
ima? Cindy Crawford.
Ertu hlynntur eða andvígur
ríkisstjóminni? Skipti mér ekk-
ert af því.
Hvaða persónu langar þig mest
til að hitta? Peter Line snjó-
brettakappa.
Uppáhaldsleikari: Robin Willi-
ams.
Uppáhaldssöngvari: Method
Men.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Enginn sérstakur.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Hómer Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar
bíómyndir.
Uppáhaldsmatsölustað-
ur/veitingahús: Pizza Hut.
Hvaða bók langar þig mest
til að lesa? Enga sérstaka.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? X-ið.
Uppáhaldsút-
varpsmaður:
Robbií
Kranik.
Hverja
sjónvarps-
stöðina
horfir þú
mest á?
Stöð 2.
Uppáhalds-
sjónvarps-
maður: Maggi
Scheving i
Sjónvarps-
markaðn-
um.
Upp-
áhaldsskemmti-
staður/krá:
Tunglið.
Uppá-
haldsfélag í íþróttum:
Björninn.
Stelhir þú að ein-
hveiju sérstöku í
framtíðinni? Ná
langt og lifa lengi.
Hvað ætlar þú að
gera í sumarfrí-
inu? Fer í Kerling-
aríjöll og verð í bæn-
um að skauta með
vinum mín-
im
trst
Ingólfur Olsen, til vinstri, og Jason, bandariskur vinur hans, sýndu línuskautalistir á dögunum.
DV-mynd S
WliMia 111111111"! Tllliilll