Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað t DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1997 Fingur á gikknum Talandi um skotvopnaeign Suöur- nesjamanna. Pað var einmitt Harpa Lind Haröardóttir fegurðardrottning íslands frá Njarövík ræsti hiö fjöl- menna Krabbameinshlaup í vik- m unni. Hún notaði þó aöeins start- byssu til verksins. Harpa Lind verö- ur aö teljast heldur óárenniieg meö fingurinn á gikknuni. DV-mynd Pjetur Suðurnesja- menn vel vopnaðir DV, Suðurnesjum: Byssueign Suöurnesjamanna f Vk eykst jafnt og þétt. 1791 skotvopn - byssur - eru skráð á Suðurnesj- um. Miðað við fjölda byssna og fólksfjölda má ætla að tæplega 9. hver Suðurnesjamaður eigi byssu. Leyfin eru 1160 talsins, 13. hver Suðurnesjamaður er því með byssuleyfi. Skotdeild íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur er með stórglæsilega aðstöðu fyrir skotmenn á svæði sínu á Heiði. Þar er keppt í skot- fimi á Smáþjóöaleikunum. Gárungarnir segja að byssu- eign Suðurnesjamanna sé að komast upp fyrir skoteign Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. c Góð samvinna hefur verið á milli bandaríska áhugamanna og íslendinga um skotvopn. -ÆMK L O K I Vinnudeilan á VestQöröum leyst: Verkfalli frestaö - miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Ný miðlunartillaga ríkissátta- semjara var samþykkt í kosningum félagsmanna ASV í gær með 69,2 prósentum atkvæða. Úrslit lágu fyrir á slaginu háifátta í gærkvöldi. Kjörsókn var um 70 prósent. Verk- falli því sem staðið hefur i sjö vik- ur hefur því veriö frestað. Rétt eins og þegar fyrri tillagan var felld koma þessi úrslit lítið á óvart. Auð- heyrt var á verkfallsmönnum fyrir vestan í gær og fyrradag að mikil þreyta væri komin í mannskapinn og menn orðnir langeygir eftir lausn á málinu. Styttri samningstími Helsti munurinn á þessari tillögu og svo þeirri sem var felld í siðustu viku er sá að samningstíminn stytt- ist. í stað þess að samningar gildi til ársloka árið 2000, gilda þeir til 15. febrúar sama ár. Upphafshækk- un launa breytist úr 5,2% í 5,35% og eingreiðslan hækkar úr 12 þús- und krómrni í 15 þúsund. Formenn úr þagnarbindindi Bæði Einar Jónatansson, formað- ur VSV, og Pétur Sigurðsson, for- maður ASV, virtu ósk Þóris Einars- sonar ríkissáttasemjara um að tjá sig ekki opinberlega um miðlunar- tillöguna fyrr en að kosningum loknum. „Ég er ekkert sáttur við útkomuna í sjálfu sér en ég er sáttur við mitt fólk og hvað það stóð vel saman alveg til loka. Ég er líka alveg sáttur við að það hafi tekið þennan kost. Mér flnnst hann kannski ekki hagkvæmur en hann er skynsamlegur í stöðunni. Fólk hefúr valið þann kostinn að láta staðar numið núna,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður ASV, þegar úrslit lágu fyrir. „Nú er það verkefhi okkar að afla sjónarmiðum okkar fylgis innan verkalýðshreyfingarinnar þannig að eftir tvö ár sameinist hreyfingin um að krafan um 100 þúsund króna lágmarkslaun verði sett á oddinn." „Það er auðvitað þungu fargi af okkur létt. Ég er mjög ánægður með að þetta skuli vera leyst. Tillagan er kannski eins og við mátti búast. Það þurfti að höggva á hnútinn og þessi samningur er heldur hærri heldur en gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði. En deilan er leyst og það er fyrir öllu,“ sagöi Einar Jónatansson, formaður VSV, um úrslit atkvæðagreiðslunnar. Gæti haft alvarlegar afleið- ingar Verkfallið á Vestfjörðum er eitt hið lengsta og harðasta sem ís- lendingar hafa séð í marga ára- tugi. Verkfallsverðir hafa gengið hart fram í að stöðva löndun vest- firskra skipa, ekki aðeins fyrir vestan, heldur um allt land. Þetta langa verkfall hefur tekið verulega á Vestfirðinga, bæði verkafólk og fyrirtæki. Þegar verkfallið stóð sem hæst voru miklar umræður um það að fyrir- tæki flyttu starfsemi sina frá Vestfjörðum. Einnig hefur verið eitthvað um að einstaklingar hafi ákveðið að bregða búi og flytja í aðra landshluta. -vix Jens Magnfreösson greiöir atkvæöi í kosningunum um miðlunartillöguna á ísafiröi síödegis í gær. DV-mynd Höröur Kosið um sameiningu Dy Dalvík: Gengið verður til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna fjög- urra við utanverðan Eyjafjörð, - Ár- skógsstrandar-,Dalvíkur-,Hríseyjar-, og Svardafaðardalshrepps í dag. Kjörfúndir hefjast á öllum stöðum kl. 10 og lýkur kl. 18 nema á Dalvík. Þar kl.22. Þá hefst strax talning at- kvæða og samkvæmt heimildum DV ættu úrslsit kosninganna að liggja fyrir um miðnætti. HIÁ Snjókoma Nokkur snjókoma hefur verið með norður- og austurströndinni síðan í gær. Á Siglufirði varð jörð hvít af snjó en hann tók fljótlega upp. Þó er hvítt í fjöllum. Svipaða sögu er að segja frá Eskifirði en þar eru fjöll einnig hvít. Að sögn Veöurstofunnar er búist við framhaldi á éljum við norður- og austurströndina. -sf Veðrið á morgun: Hiti 4-14 stig Á morgun verður nokkuð hvöss norðaustanátt með slyddu eða rigningu um landið austan- og norðaustanvert en úrkomulaust að mestu um land- ið vestanvert. Hiti verður á bilinu 4-14 stig, hlýjast suðvestanlands. Veðrið á mánudag: Hlýnandi veður Á mánudag lítur út fyrir austlæga átt með hlýnandi veðri og vætu um mikinn hluta landsins. Veðrið í dag er á bls. 57. j*"-**»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.