Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997
'É'
10 ★
Ih
„Þetta er hressileg hakkavél að
ganga í gegnum,“ segir Bergljót
Jónsdóttir og röddin hljómar eins
og það sé ekkert meira um það að
segja. Bara hressileg hakkavél að
stýra umfangsmikilli listahátíð með
á annað hundrað atriðum, þúsund
listamönnum og nær 40 þúsund
gestum; tíu dagar þar sem allt er á
öðrrnn endanum og fólk veit ekki
lengur hvað það heitir þegar líður
að leikslokum.
Þegar ég tala við Bergljótu er
Listahátíðinni í Björgvin lokið.
Þetta er stærsta listahátíðin í Nor-
egi ár hvert. Bergljót er í vinnunni
þótt hún hafi eiginlega verið ákveð-
in í að taka sér frí einn dag.
Umdeild í norsku
„Eg fékk fráhvarfseinkenni og
varð bara að halda áfram,“ segir
hún til að útskýra af hverju hún er
ekki heima og slappar af.
Bergljót hefur síðustu vikur verið
umtalsefni og umdeildasta persónan
í norsku listalífi. Menningarvitam-
ir keppast um að hlaða á hana lofi -
eða ausa yfir hana skömmum ef
miður fer. Sjálf lætur hún moldviðr-
ið sér í léttu rúmi liggja.
Sofnuð í sveitamennsku
Bergljót tók við sem stjómandi
listahátíðarinnar í Björgvin fyrir
tveimur árum. Þá var svo komið
að hátíðin var að leggja upp
laupana. Fjórir stjórnendur höfðu
á sex árum verið ráðnir til að rétta
skútuna af en án árangurs. Þá kom
Bergljót til sögunnar og þessi hálf-
gleymda héraðshátíð, sem var að
verða harmóníkuleik og þjóðdöns-
um að bráð, breyttist brátt á ný i
alvöru listahátíð. Allir fjölmiðlar
Noregs eru uppfullir af efni frá og
um listahátíðina - lofið hástemmt
og gagnrýnin líka hörð.
„Auðvitað er alltaf eitthvað gagn-
rýnt. Þannig á það að vera. Ég full-
yrði að hátíðin hefur vakið meiri at-
hygli nú en nokkru sinni áður og
hér hefur verið meira spennandi að
gerast en áður,“ segir Bergljót.
Bæði gagnrýnin á hátíðina og allt
lofið um hana snýst um stjórnun-
arstíl Bergljótar. Hún fylgir einörð
þeirri stefnu að listahátíðin skuli
kynna fyrir almenningi það mark-
verðasta sem er að
gerast í alþjóðlegu og
norsku listalífi. Hvort
einstakir listamenn
hafa öðlast frægð er
annað mál.
Pavarotti er
uamall ham-
oorgari!
Þeir frægu eiga sem
sé ekki allir upp á
pallborðið hjá Berg-
ljótu. Fyrir hátíðina
heyrðust raddir um að
gaman væri að fá stór-
stjömu á borð við
Pavarotti. En, nei,
takk. Bergljót hafði
ekki áhuga á honum
og lét þau orð falla að
stórsöngvarinn væri
eins og hamborgari.
Allir vissu hvemig
hann væri og hvemig
hann hefði verið fyrir
10 árum en nú væri
hann ekkert spenn-
andi.
„Það kom aldrei til
greina að fá Pavarotti.
Ég veit þess vegna
ekki af hverju allt
þetta tal um hann
byrjaði. Ég byrjaði
ekki á því. Pavarotti
var einu sinni góður
en þessi sýning sem
hann ferðast nú með
um heiminn er ekkert
spennandi," segir
Bergljót.
Súrrealismi frá
Póllandi
En Bergljót hefur
líka fengið gagnrýni
fyrir að flytja inn hálfs Bergljót Jónsdóttir hefur ekkert á móti hamborgurum.
annars tíma súrreal-
ískt leikrit frá Pól-
landi. Það skildu fáir. Miðarnir
seldust lítið sem ekkert og þama
þótti mönnum Bergljótu rétt lýst.
Hún tekur áhættu og sumt heppnast
ekki. En þegar boðið er upp á 111 at-
riði hlýtur áhuginn á einstökum at-
riðum að vera mismikill meðal al-
mennings. En án þess að taka
áhættu gerist fátt spennandi.
Gamlir hamborgarar eins og Pavarotti eru bara ekkert spennandi.
DV-mynd Scan-Foto
Þúsund listamenn
Bergljót segir að gagnrýnin, sem
hún hefur fengið, hafi alltaf verið
uppbyggileg. Hún geti því ekki
kvartað og allra síst undan allri at-
hyglinni sem listahátiðin hefur hlot-
ið. Bergljót er ráðin til fjögurra ára
og er þvi hálfnuð með tímabil sitt.
Hún flutti með fjölskyldu sína til
Noregs fyrir tveimur árum og hefur
búið þar síðan.
Starfinu verður hún að sinna allt
árið og nú í sumar eru heimsóknir
á þrjár alþjóðlegar listahátíðir fyrst
á dagskránni ásamt skottúr til ís-
lands. Um leið verður að gera ráð-
stafanir fyrir næstu listahátíð og
jafnvel þá þarnæstu. Fyrir eina
listahátið þarf að leita til um þús-
und listamanna. Fjármál-
in verða einnig að ganga
upp. Norska ríkið borgar
40% af kostnaðinum en af-
gangurinn verður að fást
með sölu aðgöngumiða og
stuðningi fyrirtækja og
sveitarfélaga.
Áður en Bergljót fór
utan var hún í forsvari
fyrir íslenska tónverka-
miðstöð og eftir það bar
hún ábyrgð á norrænni
listahátíð í Reykjavík. Þar
á eftir var henni boðið að
taka að sér listahátíðina í
Björgvin. Hún segir að
Norðmenn hafi tekið sér
vel þótt stundum gangi
þeim illa að skrifa nafnið
hennar. Kommumar eiga
það til að snúa öfugt eða
vanta alveg. En það er
aukaatriði. Björgvin er
yndislegur bær, segir
Bergljót og þar hefur
henni verið tekið opnum
örmum.
Gísli Kristjánsson
Luciano Pavarotti var ekki nógu góður í augum og eyrum Bergljótar og hóf því ekki upp raust sína í Björgvin.
Blaðaum-
sagnir um
Bergljótu
„Bergljót hefur á ný tekið upp
þá alþjóölegu stefnu sem átti allt-
af aö vera aöall hátíðarinnar en
viö höfum saknaö sárt síöustu
árin. Þess vegna heldur hún
sennilega ekki sæti sinu lengi;
þaö vantar meiri sveita-
mennsku!"
Arbeiderbladet, 27. maí 1997
„Listahátíóin siglir nú ígóöum
byr. Bergljót Jónsdóttir listahá-
tíóarstjóri hefur haldió það lengi
um stjórnvölinn aö hún getur
meö réttu haldió því fram aó
þetta sé hentiar hátíö frá upphafi
til enda. “
Aftenposten, 28. maí 1997
Er Bergljót Jónsdóttir alger-
lega úti aö aka eáa velur hún at-
riöi eftir pöntunarlistum? Þaö er
i það minnsta full ástœöa til aó
spyrja hverju listahátíöarstjórinn
hefur hugsaó sér aö miöla til
áhorfenda meö aö bjóóa upp á
einn og hálfan langdreginn
klukkutíma af pólskum súrreal-
isma?"
Dagbladet, 28. mal 1997
I
I
I
(
(
(
(
i
i
I
! &
í
í
i
€
-4