Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 1 IV 18 dagurilífi Heiðar Guðbrandsson við verkfallsvörslu: Skrílsleg framkoma á Hvammstanga Þriöjudaginn 27. maí fór ég á fætur kl. 7, haföi þá sofið frá kl. 23 í vatnsrúminu minu. Svefninn var kærkominn þar sem ég hafði ekki sofið í rúmi í átta nætur. Til greina hafði komið að „víkinga- sveit“ verkfallsvarða færi til Drangsness og aðstoðaði Hólmvik- inga við að koma í veg fyrir lönd- un þar. Hópur manna hafði farið um nóttina frá ísafirði til aðstoðar. Ég sótti rafpóstinn á Intemetið og þar lágu boð frá skólastjóra grunn- skólans. Ég sit í fræðslu- og æsku- lýðsnefnd Súðavíkurhrepps, er þar formaður, og voru boðin þess eðlis að ég þurfti að sinna þeim strax. Skólastjórinn fékk rafpóst um af- stöðu mína til mála og sveitar- stjóra gerði ég grein fyrir málum á netinu. Þá skrifaði ég stutt bréf fyrir verkalýðsfélagið. Vegatálmar verkfalls- brjota Unnar Reynisson frá Suðureyri fór með mér frá Súðavík inn í Djúp og suður Strandir. Klukkan var orðin 12.10 og við fréttum að hópurinn, sem hafði farið til Drangsness, hefði komið að vega- tálmum sem verkfalisbrjótar á Drangsnesi höfðu komið upp til að veijast verkfallsvörðum. Drangs- nesingar komust upp með að stela vinnunni af nágrönnum sínum i þetta sinn og slasa einn verk- fallsvörð og var þaö ekki annaö en búast mátti við þegar við harðsvíraða lögbrjóta er að eiga. Eftir átökin á Drangsnesi fóru verkfallsverðimir, sem vora frá ísa- firði og Hólmavík, til Hvamms- tanga. Þar hafði frést af verkfalls- broti. Togarinn Framnes var kom- inn inn til löndunar með ferska rækju og hugðust verkfallsverðir stöðva þá löndun. Ég fylgdist með lýsingum þeirra á stöðu mála i síma meðan ég ók inn Djúp og suður Strandir. Okkur var ætlað að bæt- ast í liðið á Hvammstanga en kom- um of seint. Verkfallsverðir gáfúst upp fyrir skrílslegri framkomu á Hvammstanga um nónbil og vorum við þá að komast í Staðarskála. Með sjónaukann á vakt Á þessum sama tíma hafði Páll Pálsson landað í Grundarfirði og enginn mannafli verið til að sinna því. Verkfallsverð- ir fengu sér að borða í Staðarskála og þar var farið yfir stöðuna. Talið var að nokkur skip myndu reyna að landa og að Andey væri komin með fullfermi af frystri rækju. Ef hún kæmi ekki til Súða- víkur um nóttina var talið víst að hún myndi leita eft- ir löndun annað hvort á Hvamms- tanga eða í Grandar- firði. Seinni staður- inn var þó talinn líklegri þar sem skemmra var þangað af miðim- Óljósar fréttir bárast frá Sauðár- króki um að þar ætti að landa um nóttina þrátt fyrir að Málmey lægi þar í höfn og væri að landa. Ótrú- legt þótti að Sauðkrækingar gengju í störf verkfallsmanna en mér var þó falið að skoða aðstæð- ur. Ég taldi meiri ástæðu til að vakta Hvammstanga og bað Sirrý að fara við annan mann út fyrir Hvammstanga og fylgjast með skipaferðum. Aðrir verkfallsverðir áttu að hvílast á Blönduósi. Sjálfur fór ég út undir Drangey. Þangað elti ljósmyndari DV mig og tók myndir af mér þar sem ég var á vakt með sjónaukann minn fram eftir nóttu. Ég sá skip stefna inn í Skagafjörðinn og mér varð fljótt ljóst að þar færi rækju- skipið Andey frá Súðavík. Nú var ljóst að hlutimir yrðu að gerast ásamt þeim sem höfðu komið sér fyrir á Blönduósi, voru ræstir út. Ætluðu að landa Við Unnar fóram niður á höfii og ræddi ég þar við verkamenn- ina sem biðu eftir skip- inu. Gerði ég þeim grein fyr- um Heiöar á vakt meö sjónaukann í Skagafiröinum. DV-mynd Pétur Ingi ir þvi að óheimilt væri að ganga í störf verkfallsvarða en allt kom fyrir ekki. Þeir ætluðu að landa. Þegar skipið lagðist að var fyrsti bíllinn að koma á höfnina og streymdu verkfallsverðir að með- an skipið var bundið. Formaður verkalýðsfélagsins mætti á bryggj- una og gerði verkamönnunum grein fyrir því að rangt væri að blanda sér í þessa viðkvæmu deilu. Nokkuð fast var gengið fram af báðum aðilum að tryggja sér stöðu á bryggjunni og tókst okkur að troða okkur í það pláss sem mestu skipti. Fljótlega varð pattstaða við skipið og engu landað. Fjölmiðla dreif að. Sjónvarpið hafði fylgst með verk- fallsvörðum um nóttina og kom fyrst á vettvang. Treystum heima- mönnum Engu var þokað á Króknum og fór skipið eftir hádegi. Þá var Ijóst að sáttasemjari rikisins myndi leggja fram miðlunartillögu dag- inn eftir og heima biðu verkefni þess vegna. Við Unnar fóram þá upp á skrifstofu verkalýðsfélagsins og kvöddum. Sundlaugin reyndist lokuð þeg- ar hér var komið sögu. Unnar sett- ist því undir stýri og ók .heim á leið. Ég hallaði sætinu aftur og sofnaði. í Hrútafirði hittust verk- fallsverðir og ákváðu að halda heim eftir að fréttist af þvi að And- ey stefndi á Raufarhöfn. Við treyst- um heimamönnum þar til að koma í veg fyrir verkfallsbrot. í Gervidal við ísafjarðardjúp er heit laug og þangað stefndum við Unnar. Baðið var mjög afslappandi og endur- nærandi og héldum við eftir það til okkar heima. Ég kom heim til Súðavikur aðfaranótt 29. maí. Finnur þú fimm breytingar? 414 Komdu inn fyrir. Mér skilst á dóttur minni aö þú sért karlmaður. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir fjögurhundruðustu og tólftu getraun reyndust vera: Sverrir Örn Hlöðversson, Svandís Bára Steingrímsdóttir, Hrauntjörn 2, Kveldúlfsgötu 25, 800 Selfoss. 310Borgarnes. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur aö verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 414 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.