Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 20 fréttir sundkona sem var fánaberi fslenska liösins. DV-mynd Hilmar Þór Hátt í átta hundruð íþróttamenn frá átta þjóðlöndum, sem eru í hópi minnstu rílga Evrópu, hafa á síð- ustu fjórum dögum att kappi saman en í kvöld verður þessum sjöundu Ieikum slitið með pompi og prakt á Laugardalsvelli. Smáþjóðaleikar voru fyrst haldnir 1985 en einn af aðalhvatamönnum að þeim var Juan Antonio Samaranch, forseti al- þjóða ólympíunefndarinnar. Megin- forsenda fyrir því að þessum leikum var komið á fót var að með því gætu smáríki Evrópu keppt á jafnréttis- grundvelli. Segja má að þeim til- gangi hafi verið náð og hafa leikam- ir notið æ meiri athygli en í upp- hafi. Leikunum hefur sem sagt vax- iö fískur um hrygg, þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt og umfang leikanna orðið meira. Fyrir smá- þjóðaleikana hér á landi var það hald manna að velta þeirra yröi ná- lægt 100 milljónum króna og fellur tæplega helmingur þeirrar upphæð- ar í hlut mótshaldara. Að fenginni reynslu eru menn á Fréttaljós á laugardegi Jón Kristján Sigurðsson einu máli um að leikar með þessu sniði séu bráðnauðsynlegir og í alla staði snjöll hugmynd. Á ólympíu- leikum vilja íþróttamenn frá smá- ríkjum falla í skuggann fyrir þeim sem stærri eru. Á smáþjóðaleikum er keppt á jafnréttisgrundvelli og flestir eiga jafna möguleika. í gegn- um tíðina hafa smáþjóðaleikamir reynst íslendingum mikil sigurhá- tíð. íslenskir íþróttamenn hafa sankað ‘ að sér verðlaunum og lengstum unnið til flestra verð- launa á öllum leikum sem þeir hafa verið þátttakendur í. Margir upprennandi íþrótta- menn, sem átt hafa framtíðina fyrir sér, hafa fengið sína eldskím á smá- Vegna forfalla er laust pláss fyrir 12 ■ 13 ára krakka í unglingaskipti til Svíþjóbar Urtglingaskiptí QSVenj a'nstök lisreynsla þar sem íslenskum unglingum gefst tækifæri á a& búa ásænskum heimilum í 2 vikur og fá til sín sænskan vin til íslands í jafn langan bma. Faraistjórarsjá um meginhluta dagskránnnar, leiki, skoðunarferðir, sund, útilegu, tónlist og margt fleira, en krakkarnir taka einnig þátt í daglegu heimilislífi. Aiþjóðlegar sumarbúðir bama - CIW á íslandi Nánari upplýsingar og umsóknin Cubmunda S: 5611130 Sigríbur S: 5671833 jónVibis 5:581 4810 fribarsamtök sem eru óháb stjómmálum, trúarbrögbum eba kynþætti. Byggt er á þeirri hugmynd ab böm frá mismunandi löndum kæmu saman og lærbu ab lifa í sátt á grundvelli umburbariyndis og jafnréttis, lærbu ab hugsa og draga ályktanir í anda alþjóbavitundar og vinna þannig að friði í heiminum. Heimasiöa: http://www.apple.is/cisv þjóðáleikuin. Þetta hefur reynst mörgum afar góð reynsla áður en tekist hefur verið á við stærri mót á alþjóðavettvangi. Það var reyndar í upphafí einn tilgangurinn með tilurð þessara leika. Sundmenn hafa verið hvað dug- legastir að vinna til verðlauna á smáþjóðaleikum. Frjálsíþróttamenn standa sundmönnum ekki langt að baki og raunar má hrósa öllum ís- lenskum íþróttamönnum fyrir þátt sinn í leikunum fyrr og síðar. Þegar litið er yfir farinn veg geta íslensku mótshaldaramir verið ánægðir með sitt hlutskipti. Flestir eru á þeirri skoðun að vel hafa gengið og íslendingar geti vel við unað sem og auðvitað íþrótta- mennimir sem stóðu oftast á efsta þrepi verðlaunapallsins. Erlendu g[estirnir látu vel af dvdlinni Erlendu þátttakendumir létu vel af dvölinni en fannst fullkalt eins og þeir reyndar bjuggust við. Þeir fengu að kynnast mörgum afbrigð- um íslensks veðurfars og meira að segja tóku veðurguðimir alveg völd- in þegar fresta varð einum úrslita- degi í frjálsum íþróttum. Inni á milli komu fallegir dagar og þá skartaði landið sínu fegursta. Er- lendu keppendumir minntust marg- ir á fegurð kvöldsólarinnar. Það var fyrir mörgum þeirra eitt fallegasta fyrirbæri sem þeir höfðu séð um ævina. Umgerð leikanna góð Umgjörð smáþjóðaleikanna var að mörgu leyti góð. Það er til hróss hvað búið er að taka hraustlega til hendinni á Laugardalsvelli. Fyrir það eiga þeir sem þar komu að máli miklar þakkir skildar. Það var kom- inn tími til að hressa upp á útlit vallarins, ekki síst öryggisins vegna. Völlurinn býður nú upp á toppaðstöðu, bæði fyrir keppendur og ekki síður áhorfendur. Fyrir smáþjóðaleikana urðu mikl- ar umræður um það aðstöðuleysi sem sundmenn hafa mátt búa við um langt árabil. í tengslum við smá- þjóðaleikana sáu allir tækifæri til að gera eitthvað róttækt i málunum því fram að þessu hefur það verið skilyrði að keppnislaugar á smá- þjóðaleikum séu yfirbyggðar. í þetta skiptið var slík laug ekki byggð og fékkst því undanþága fyrir útilaug- ina i Laugardal. Sundmenn hafa ekki látið deigan síga í baráttu sinni fyrir yfirbyggðri keppnislaug. Þrátt fyrir hágan aðbúnað hafa sund- menn náð ótrúlegum árangri. Nú verða ráðamenn að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að hér á landi risi yfirbyggð keppnislaug. Marg- sinnis hefur verið bent á að mann- virki sem þetta þurfi ekki að kosta mikla peninga og þar hafa sund- menn verið fremstir í flokki. I dag eru í boði ýmsar byggingaraðferðir til að gera þetta brýna verkefni við- ráðanlegt fýrir alla aðila. Búum sundmönnum góða aðstöðu Á smáþjóðaleikunum var treyst á veðurguði og þeir reyndust sund- mönnum hliðhollir. Ef þeir hefðu ekki verið til staðar er eins víst að sundkeppnin hefði fokið út í veður og vind. Það hefði ekki verið gott til afspumar ef sundið hefði fokið á haf út vegna þess að á íslandi 1997 er ekki til yfirbyggð keppnislaug. Hvar annars staðar en á kaldasta bletti Evrópu á yfirbyggð sundlaug að vera. Erlendir sundmenn, sem kepptu á leikunum, trúðu vart sín- um eigin augum þegar þeim var bent á þá staðreynd að hér væri hvergi að finna almennilega keppn- islaug. Þeir bentu hins vegar á að hún ætti hvergi annars staðar heima en á íslandi þar sem allra Ríkarð Ríkarðsson á efsta þrepi verðlaunapalls eftir sigurinn I 100 metra flugsundinu. Ríkharð gerði reyndar enn betur því tími hans í sundinu var glæsilegt íslandsmet. DV-mynd Hilmar Þór Eydls Konráödóttir hefur ávallt verið í sviðsljósinu á smáþjóðaleikum. Þar fer einn okkar fremsti sundmaður sem hefur sankað að sér verðlaunum. Hér er Eydís á fullri ferð í 100 metra baksundinu þar sem hún lenti í öðru sæti. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir kom á undan henni í markið. DV-mynd Hilmar Þór veðra væri von. Þegar upp er staðiö skiptir mestu að íslendingar komust vel frá þessu mótshaldi. Enn eina ferðina kom berlega í ljós að íþróttir þjappa mönnum saman. Á þessum leikum keppa jafningjar, þeir kynnast inn- byrðis og vinaböndin halda áfram og styrkjast um ókomna framtíð. Viö íslendingar fáum svona móta- hald margfalt til baka. Hingað komu á annaö þúsund manns, keppendur og aðstoðarfólk. Ferðaþjónustan naut góðs af þessu og ekki má held- ur gleyma kassa allra landsmanna. Gjaldeyristekjur hafa eflaust verið umtalsverðar frá þessum stóra hópi útlendinga. Ánægja ríkir hjá þeim sem komu aö undirbúningi smáþjóðaleikanna og eru þeir mjög sáttir með heildar- dæmið. Það er því viðeigandi að Ell- ert B. Schram, forseti ÍSÍ og formað- ur Ólympíunefndar íslands, fá loka- orðin i þessu innlendu fréttaljósi. „Andrúmsloftið þessu tengt er skemmtilegt" „Þessir leikar eru vettvangur fyr- ir smærri þjóðir sem ekki eru alltaf í verðlaunasætum á heimsmeistara- og ólympíumótinn. Með þessu er hægt að efna til jafnrar og drengi- legrar keppni þar sem allir hafa jafna möguleika til þess að vinna. Þetta þjálfar jafnframt einstakling- inn til að taka þátt í mótum og leita lengra á alþjóðavettvangi. Einnig skapast þama gott samband á milli þeirra þjóða sem keppa á smáþjóða- leikum. Umgjörðin líkist á margan hátt ólympískri umgjörð og töluvert er lagt í allar athafnir og farið eftir ströngustu reglum. Þetta er þvi al- vörukeppni og ekki er síst að ungu fólki gefst þama kjörið tækifæri til að keppa á erlendum vettvangi og finnur að það er tekið alvarlega í því sem það er að gera. Það leiðir til þess að það heldur áfram að æfa, fleiri koma að æfa, þetta er góð aug- lýsing fyrir íþróttimar og andrúms- loftið þessu tengt er skemmtilegt. Hér er keppt í íþróttum sem alla jafnan era ekki í sviðsljósinu og að því leytinu til vekur þetta athygli á þeim. Það er því heilmargt jákvætt i þessu,“ sagði Ellert B. Schram þeg- ar hann fylgdist spenntur með sund- keppninni á fimmtudaginn var. „Það var langur og strangur und- irbúningur að smáþjóðaleikunum. Menn höfðu vissar áhyggjur af fjár- hagsmálum, aðbúnaði, aðstöðu, veðri og öðra. í stóram dráttum gengu leikarnir stórkostlega vel. Það var ekki dónalegt að sitja hér við Laugardalslaugina í sannköll- uðu Spánarveðri og fylgjast með frá- bærri frammistöðu íslenska sund- fólksins. Ég hef aldrei verið með á smáþjóðaleikum áður en hef að sjálfsögðu fylgst grannt með þeim í fjölmiðlum. Ég kem að þessu núna og er ánægður með allt það and- rúmsloft sem hér hefur ríkt. Ég hef fundið fyrir geysilegum áhuga þess fólks sem kom hingað til lands og eins þess stóra hóps hér heima, sér- sambanda og sjálfboðaliða, sem vann að þvi að gera þetta sem glæsi- legast. Ég held að við getum öll ver- ið stolt,“ sagði Ellert B. Schram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.