Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 50
'58- ifyikmyndir John Travolta og Nicholas Cage munda byssurnar hvor á annan í Face/Off John Travolta og John Woo í sumar verður frumsýnd spennumyndin Face/0£f, sem leikstýrt er af Hong Kong spútniknum John Woo. Bro- ken Arrow, hans síðasta mynd, gekk svo vel að John Travolta var til í samstarf aftur. Leikur hann FBI-löggu sem er mikið í mun að ná til hryðjuverkamanns sem situr í fangelsi, en sá hafði drepið son hans. Til þess að svo geti orðið þarf hann að taka lögin í sínar hendur. Það er Nicholas Cage sem leikur hryðjuverkamanninn. Engu að tapa Frekar lítið hefi hefur farið fyrir Tim Robbins að undanfornu, enda má haim við því að taka það rólega eftir sigurfor kvik- myndar hans Dead Man Walking sem hann leikstýrði og góðrar frammistöðu sem leikara í The Shawshank Redemption. Robbins er þó í einni sumar- mynd Nothing to Loose gaman- mynd um forstjóra auglýsingafy- rirtækis (Tim Robbins), sem á í eijum við smákrimma (Martin Lawrence). Það lá við að það þyrfti að fresta tökum um tíma þegar. Martin Lawrence var handtekinn með óleyfllega byssu. Málin leystust og að sögn leikstjórans Steve Odekerk var Lawrenve eins og lamb í viðmóti eftir þetta atvik. Robert De Niro og Sylvester Stallone fimmtán kílóum þyngri í Cop Land. Stallone í lögguleik Nýjasta kvikmynd Sylvester Stallone er Cop Land og verður hún frumsýnd í ágúst. í þessari kvikmynd leikur hann löggu sem er fost í vef svika og spill- ingar. Mótleikarar hans eru Ro- bert De Niro, Harvey Keitel og Ray Liotta. Stallone sló mikið af launakröfum sínum til að fá þetta hlutverk og bætti á sig fimmtán kílóum til að hafa rétt útlit í hlutverkið. Nú er bara að sjá hvort hann hefúr getað bætt leik sinn frá fyrri myndum. Framleiðandinn Alicia Silverstone Alicia Silverstone má ekki fara á bar og fá sér drykk, hefur ekki aldur til þess. En hún er eftirsótt leikkona og til að næla í hana bauð Colum- bia henni að vera framleið- andi Excess Baggage ef hún léki einnig í henni. Silverstone sagði að sjálfsögðu já og svo er bara að sjá hvemig henni tekst upp í nýju hlutverki í lífinu. Excess Baggage er sakamála- mynd um stúlku sem setur á svið rán á sjálfri sér. Mótleik- arar hennar era Christoph- er Walken og Benicio Del Toro. Leikstjóri er Marco Brambilla (Demoliation Man). i i i 1 - LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 S3 ' icki. Óvænt reynsla i n JOTS Handritshöfundurinn mlliam Goldm- an er mistækur í list sinni. Þegar hon- um tekst vel upp þá liggja eftir hann handrit að myndum á borð við Butch and the Sundance Kid, Marathon Man og All the President’s Men frá fyrri árum og Misery er dæmi um gott handrit hans í nýlegri mynd. Goldman á sína slæmu daga eins og aðrir og handrit hans aö Ofurvaldi (Absolute Power) er klúður þegar á heildina er litið þótt grunnurinn sé góður. Á móti kemur að Clint Eastwood er mikill fagmaður og bjargar miklu með útsjónarsamri leikstjóm, sérstaklega nær hann í fyrri hluta mynd- arinnar að skapa sterka myndræna frásögn. Það er best að það komi fram strax að fyrri hluti myndarinnar er stór- góður og fjögurra stjömu virði. Hið langa og örlagaríka innbrotsatriði er feikilega vel gert og áhrifamikið, framhaldið lofar einnig góðu en um miðbik myndarinnar er orðið fyrirsjáanlegt að persónur myndarinnar standast ekki þær væntingar sem gerðar voru í byrjun og áhuginn á þeim minnkar, sérstaklega er þetta áberandi með lögregluforingjann, sem Ed Harris leikur. Hann er nokkurs konar tengiliður milli allra aðalpersóna myndarinnar og þar er vandræðagangurinn mestur. Clint Eastwood leikur sjálfur innbrotsþjófinn Luther Whitney sem verð- ur vitni að því þegar valdamesti maður heims sýnir sitt rétta andlit. Þótt hár aldur sé farinn að sjást á útliti og hreyfingum kappans þá stendur hann ávallt fyrir sínu og veldur ekki vonbrigðum. Það sama má segja um Gene Hackman í hlutverki forsetans, hann bregst ekki en hef- ur verið betri. Aðrir leikarar gera einnig sitt besta og það verður að segja Ed Harris til hróss að hann leikur vel og bjargar þvi sem bjargað verður. Ofurvald er langt í frá að vera gallalaus kvikmynd en hún veitir skemmtun og það er þess virði að sjá hana, þótt ekki sé nema fyrir frá- bæran fyrri hluta. Leikstjóri: Clint Eastwood. Handrit: William Goldman. Kvikmyndataka: Jack N. Green. Tónlist Lennie Niehaus. Aðalleikarar: Clint Eastwood, Gene Hackman, Ed Harris, Laura Linney, Judy Davis og Scott Glenn. Hilmar Karlsson Myndin í blíðu og striðu (In Love and War), sem Há- skólabíó hóf sýn- ingar á í gær, er byggð á bókinni Hem- ingway in Love and War eftir Henry S. Villard og James Nagel. í mynd- inni er sögð sönn saga um ástar- samband Emests Hemmingwa- ys og Agnes- ar von Kurow- sky, banda- rískrar hjúkr- unarkonu sem varð síðar fyrir- mynd söguhetjun- ar í einni frægustu skáldsögu Hem- ingways, Vopnin kvödd (Farewell to Arms). Leikstjóri er Richard Atten- borough. Hemmingway var að- eins átján ára gamall þegar hann gerist sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum i fyrri heimsstyrjöldinni. Var hann sendur til Ítalíu í stríðið sem kallað var striðið sem endar öll stríð. Þegar hann hafði drýgt hetjudáð og særst var hann Richard Attenborough Leikstjóri í blíðu og stríðu er Richard Attenborough sem löngu er búinn að vinna sér nafii sem einn mesti kvikmyndagerðarmaður Breta á þessari öld. Hann byrjaði feril sinn sem leikari og hefur leikið í meira en fimmtíu kvik- myndum. Attenborough útskrifaðist frá hinum virta skóla RADA og lék i fýrstu í ýmsum leikhús- um í London. Hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, In Which We Serve, árið 1942, en var síðan kallað- ur í flugher Breta og þjónaði fóðurlandinu til stríðsloka. Hóf hann nú farsælan leikferil sem stóð í mörg ár. Árið 1959 stofnaði hann og leik- stjórinn kunni Bryan Forbes fyrirtæki og hófú framleiðslu á kvikmynd- um sem margar hverjar vöktu heimsathygli, má þar nefiia The Angry Si- Richard Attenborough í hlutverki Kris Kringle í lence, All Night Long, Miracle on 34th Street. Whistle Down the Wind og Seance on a Wet Aftemoon. Auk þess að starfa hjá fyrirtæki sínu lék Attenborough í nokkrum bandarískum kvikmyndum, The Flight of the Phoenix, The Sand Pebbles, Dr. Doolittle, The Great Escape og The Bliss of Mrs. Blossom, svo einhveijar séu nefhdar. Árið 1969 leikstýrði hann fyrstu kvikmynd sinni, Oh What a Lovely War, sem hann fylgdi eftir með Young Winston, A Bridge Too Far og Magic. Attenborough hafði lengi dreymt um að gera kvikmynd um ævi Ghandis og sá draumur rættist 1982. Ghandi fór sigurfór um allan heim, fékk átta ósk- arsverðlaun, meðal annars fékk Attenborough óskarinn sem besti leikstjóri. Frá því hann leikstýrði Ghandi hefur hann gert A Chorus Line, Cry Freedom, Chaplin og Shadowlands. Á undanfórnum árum hefur Atten- borough ekki leikið mikið en þó má nefna Jurassic Park og kemur hann einnig fram í The Lost World. Háskólabíó/Bíóhöllin - Ofurvald barðist fyrir því að fóturinn væri ekki tekinn af Hemmingway og hafði sigur og þar sem ljóst var að Hemmingway þurfti mikla hjúkrun tók hún hann að sér, varð ástfangin af honum og endurgalt hann ást hennar. Það urðu þó endalokin að stríðið sem færði þau saman stíaði þeim einnig í sundur þrátt fyrir að þau hefðu lofað hvort öðru eilífri ást. 1 hlutverki Emests Hemingways er Chris O’Donnell og Agnes er leikin af Söndru Bullock. Chris O’Donnell er vaxandi leikari en margir spáðu í fyrstu að sakleysislegt útlit hans myndi duga honum skammt í Hollywood en annað hefur komiö á daginn. Chris O’Donnell var aðeins 21 árs gamall þegar hann lék á móti A1 Pacino í Scent of a Woman, Pacino fékk óskarsverðlaun, en það fór ekki fram hjá neinum að O’Donnell stóð honum fyllilega á sporði í samleik þeirra. Fyrir frammistöðu sína i Scent of a Wom- an var hann tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna og var kosinn efnilegasti leikarinn af kvikmynd- gagnrýnendum i Chicago. Áður hann leikið í Men Don’t Leave, þar sem hann lék son Jessicu Lange, og í Fried Green Tomatoes. Frá því hann lék í Scent of a Woman hef- ur hann leikið í Blue Sky, School Ties, Mad Love, Batman Forever og Mad Love. í sumar bregður hann sér svo aftur í hlutverk Robins í Batman og Robin. -HK fluttur á spítala nálægt víglín- unni. Þar fékk hann aðhlynn- ingu hjá ungri hjúkr- unarkonu, Agnesi, sem var átta árum eldri en hann sjálfúr. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.