Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 52
■ ■ ic "X /
60 dfrikmyndir
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 DV
I HX
DIGITAL
★ ★★ U.D. DV
★ ★★ A.l. Mbl.
ANACONDA umlykur þig,
hún kremur þig,
hún gleypir þig.
ÞÚ STENDUR Á ÖNDINNI.
P >** AS. MW.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9og11.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára.
Háspennutryllirinn ANACONDA
gerði allt sjóðandi vitlaust i
Bandaríkjunum í síðastliðnum
mánuði og var toppmyndin í
samfleytt þrjár vikur.
Hefur þú stáltaugar til að sjá
ANACONDA?
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára.
UNDIR FÖLSKU FLAGGI
Sýnd sunnudag kl. 7. B.i. 14 ára.
GULLBRÁ
OG BIRNIRNIR ÞRÍR
Sími 551 6500
ANACONDA
Laugavegi 94
FOOLS RUSH IN
Sýnd kl. 9.
Sýnd kl. 11. B.i. 14 ára.
AMY OG
VILLIGÆSIRNAR
Sími 551 9000
/
Ekki svara i símann! Ekki opna
útidyrnar! Reyndu ekki að feia þig!
Óbærileg spenna og húmor sem fær
hárin til að rísa.
Sýnd 4.40, 6.50, 9 og 11.15 ÍTHX.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5.
TILBOÐ 400 KR.
Sýnd kl. 6.45 og 11.20.
Bi. 12 ára..
B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 6 og 9.
\ ;i I ;i ;
i!
RjIíSjT u
Veislan mikla kkkk
Sælkeramynd í tveimur merkingum þess orðs, bæði fyrir unnendur italskrar
matargerðar og ekki síöur fyrir unnendur kvikmynda. Leikararnir Stanley Tucci
og Campbell Scott sýna með sinni fyrstu kvikmynd sem þeir leikstýra að mikið er
í þá spunnið. Leikarar allir góðir, sérstaklega skín af þeim leikgleöin i matarveisl-
unni. -HK
Scream ickick
Ein alflottasta og skemmtilegasta hryflingsmynd sem komið hefur fram ^engi og
sýnir vel þá möguleika sem búa i hroflvekjunni. Craven sýnir fullkomna þekkingu
og næmi á hrollvekjuna og tekst að skapa úr þessum kunnuglegu formúlum
hressandi og hreflandi hryllingsmynd. -ÚD
Crash irkick
Crash hlýtur að teljast með áhugaveröari myndum þessa árs. Cronenberg er sér-
fræðingur i að ná fram truflandi fegurð þar sem síst skyldi, svo sem í árekstrar-
senunum og í samviskulausri könnun á örum og áverkum. Músíkin er mögnuð og
á ríkan þátt í aö skapa það andrúmsloft sem gerir þessa mynd að einstaklega hug-
vekjandi upplifun. -ÚD
Kolya irkirk
Hlý, vel leikin og mannleg kvikmynd sem blandast stjómmálaástandinu í
Tékkóslóvakíu stuttu áður en landið slapp úr jámgreipum sovéska hrammsins.
Leikur drengsins Andrej Chalimon í titilhlutverkinu er einstakur og á hann taug-
ar áhorfenda frá þvi hann birtist fyrst í myndinni. -HK
Englendingurinn ★★"★★
Stórbrotin, epísk kvikmynd sem minnir um margt á best heppnuðu stórmyndir
fyrri tíma. Anthony Mingella á hrós skilið bæði fyrir innihaldsrikt handrit og leik-
stjórn þar sem skiptingar í tima eru mjög vel útfærðar. Útgeislun leikaranna er
mikil. -HK
Undriö ★★★★
Áströlsk kvikmynd sem lýsir á áhrifamikinn hátt falli og endurkomu pianósnill-
ings, sem brotnar undan álaginu og eyðir mörgum árum á geðsjúkrahúsi. Leikur
er mjög góður en enginn er betri en Geofrey Rush sem er einkar sannfærandi i
túlkun sinni á manni sem er algjört flak tilflnningalega. -HK
Anaconda kirk
Anaconda er ein af þessum gölluðu myndum sem ná að heilla með ákveðnum
einfaldleik eða jafnvel einfeldni. í heild vega kostirnir upp á móti göllunum og út-
koman er hressileg og skemmtileg mynd sem heldur áhorfandanum fóngnum í
þessar klassísku 90 mínútur. -úd
Háðung
Það sem byrjar sem ósköp venjuleg búningamynd með uppskrúfuðum frönskum
aðli snýst fljótt upp í stórskemmtilega skopádeilu þar sem engum er hlíft. Snilldar-
lega skrifað handrit ásamt sérlega skemmtilegum persónum gefur myndinni létt
yfirbragð. -HK
Lokauppgjörlö
Skörp og raunsæ lýsing á tveimur ólíkum bræðrum og uppgjöri þeirra á
Umhverfið skiptir miklu máli i myndinni sem bæði er spennandi og dramatisk.
Tim Roth sýnir snilldarleik. -HK
Ofurvald HHh jrkk
Mjög góður fyrrihluti gerir það að verkum að myndin er áhugaverð og fm
skemmtun þegar á heildina er litið þrátt fyrir brotalamir þegar líða tekur á. Clint
Eastwood er góður fagmaður, bjargar miklu með styrkri leikstjórn og stendur fýr-
ir sínu sem leikari .-HK
Umsátriö HHh ★★★
Mr. Reliable er ágætis afþreying sem kemur skemmtilega á óvart, sérstaklega
þegar á líður og handritshöfundum tekst að hefja sig upp fyrir banvænan Krókó-
díla Dundee húmorinn. Ég mæli með henni. -GE
. aunílft.
Nú stendur úrslitakeppnin í NBA-
deildinni bandarisku sem hæst, islenska
körfuboltalandsliðiö er að gera góða
hluti á Smáþjóðaleikunum og í Bióhöfl-
inni er nú hægt að sjá
farsakennda gaman-
mynd, Körfudrauginn,
þar sem umgjöröin er
körfubolti. Rjallar
myndin um háskóla-
stjömuna Antoine
Tyler sem er á leiðinni
í atvinnumennsku.
Áöur en svo getur orð-
ið deyr hann og skilur
eftir sig yngri bróður,
sem einnig er vel lið-
tækur í körfúboltan-
um.
Eftir bróðurmiss-
inn hverfur áhuginn á
körfubolta hjá Kenny
og lið hans byrjar að
tapa. Þetta líkar ekki
eldri bróðurnum sem
fylgist með að handan
og kemur því liöinu til
hjálpar. Enginn getur
séð hann nema litli
bróðir svo þetta er hið
besta mál fyrir körfu-
boltaliðið sem byrjar
að vinna aftur.
í aðalhlutverkmn
eru ungir svartir leik-
arar, Kadeem Hardi-
son og Marlon Wa-
yans, báðir vinsælir
leikarar í Bandaríkj-
Marlon Wayans og Kadeem Hardi-
son leika tvo körfuboltabræður,
annan lifandi en hinn dauðan.
unum, en hafa ekki haft erindi sem erfiði
á öðrum vígstöðvum. Marion Wayans er
einn nokkurra bræðra sem hafa verið aö
hreiðra um sig i Hoflywood og saman
hafa þeir gert kvik-
mynd, Don’t Be a
Menace to South
Central Drinking Your
Juice in the Hood og
hafa umsjón með sjón-
varpsseríu sem heitir
einfaldlega The Wa-
yans Brothers.
Kadeem Hardison er
búinn að leika lengi
þrátt fyrir ungan aldur.
Sem unglingur fékk
hann hlutverk í The
Cosby Show sem leiddi
til þess að hann lék i
sjö ár i hliðarþáttaröð
við The Cosby Show, A
Differend World.
Hardison hefur með
vinnu við sjónvarpið
leikið i nokkrum kvik-
myndmn má þar nefha
Panther, Renaissance
Man, White Men Can’t
Jump, School Daze og
Vampire in Brooklyn.
Hardison er körfubolta-
aðdáandi og mikill
stuðningsmaður Los
Angeles Clippers.