Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 JLí"'V Stjórnarflokkurinn í Alsír sigraði: Yfirvöld sökuð um kosningasvindl stuttar fréttir írar að kjörboröi Stjórnarflokkunum var spáð falli í þingkosningunum sem fram fóru á írlandi í gær. Blair gefur Kohl ráð Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gaf Helmut Kohl Þýskalandskansl- ara kurteislega en ákveðið ráð í gær. Sagði hann nauðsynlegt fyrir Kohl að koma á umbótum í efna- hagsmálum tfl þess að skapa at- vinnutækifæri og tO þess að sameiginlegt myntbandalag yrði virkt. Aðstoðarmenn Blairs sögöu hugmyndir hans hafa not- ið stuðnings forsætisráðherra Svía og Dana á fundi leiðtoga evrópskra jafnaðarmanna í Evr- ópu sem haldinn er í Malmö. Stjórnarandstaðan í Alsír sakaði i gær yfirvöld um víðtækt kosninga- svindl eftir að tilkynnt var að stjórn- arflokkurinn hefði sigrað í þingkosn- ingunum sem fram fóru á fimmtu- daginn. Fékk stjórnarflokkurinn, Lýðræðisfylkingin, sem stofnaður var fyrir tveimur mánuðum, 155 sæti af 380 á þingi. Löglegur flokkur hóf- samra múslíma fékk 69 þingsæti. Afls voru 39 flokkar í framboði. Stjórnarandstaðan heldur því fram að kjörkassarnir hafi á mörg- um stöðum verið fyfltir af fölsuðum kjörseðlum. Auk þess hafi eftirlits- menn með kosningunum ekki haft frjálsan aögang að kjörstöðum. Flokkur hófsamra múslíma lagði fram 400 kærur um kosningasvindl. Flokki róttækra múslíma var bannað að taka þátt í kosningunum. í kosningunum í desember 1991 leit út fyrir að flokkur þeirra hefði sigr- að en yfirvöld ógfltu kosningaúrslit- in í janúar 1992. Síðan hafa 60 þús- und manns látið lífið í borgarastyrj- öld í Alsír. Stjórnarflokkurinn sagði í gær að kosningasigur sinn væri áfafl fyrir uppreisnarmenn múslíma. Kosning- aúrslitin væru svar alsírsku þjóðar- innar við öflum tilraunum tfl sam- særis, þar á meðal hryðjuverkum. Þau hefðu hins vegar ekki komið í veg fyrir að almenningur flykktist á kjörstaði. Yfirvöld í Frakklandi lýstu því yfir í gær að kosningabaráttan hefði sýnt að Alsírbúar vildu frið eftir fimm ára blóðbað. Þau neituðu hins vegar að tjá sig um úrslitin fyrr en erlendir eftirlitsmenn með kosning- unum hefðu gefið út yfirlýsingu. Al- sir fékk sjálfstæði frá Frakklandi 1962. Reuter Friður úti án NATO Carl BOdt, sáttasemjari Evr- ópusambandsins, sagði i gær að friðarferlið í Bosníu kynni að | hrynja færu friðarsveitir NATO burt eftir 1 ár. Geislavirkur humar FuOtrúi Græningja á Evrópu- þinginu segir að humar sem sé veiddur nálægt Seflafield sé ;; geislavirkur. Bretar vísa þessu s á bug. Sjö fellibyljir Bandarískur prófessor spáir | sjö feUibyljum á Atlantshafi í sumar og haust. Fáni Kína hæst Yfirvöld í Kína skipuðu í gær að fáni Kína yrði afltaf dreginn h hærra að hún eða hafður meira áberandi en fáni Hong Kong þeg- ar báðir fánarnir væru notaðir samtímis. Kúrdar skjóta á Tyrki Talsmaður tyrkneska hersins sagði i gær að uppreisnarmenn Kúrda hefðu skotið niður með flugskeytum tvær herþyrlur Tyrkja í írak. Chelsea útskrifast Forseti Bandaríkjanna, BOl Clinton, flutti tilfinninga- þrungna ræðu er Chelsea dóttir hans útskrifaðist úr framhalds- skóla í gær. „Við vonum að þú eignist sjálf böm og að þú mun- ir þá skOja hvemig okkur liður núna þegar þau útskrifast. Mundu að við elskum þig og þú getur aUtaf komið heim aftur hvað sem hver segir.“ Chelsea æflar í læknisfræðinám í Stan- fordháskólanum í haust. ísraelar styðja Barak Nýkjörinn leiðtogi Verka- mannaflokksins í ísrael, Ehqd Barak, fengi 43 prósent atkvæða ef kosið væri núna. Netanyahu forsætisráðherra hlyti 35 pró- sent. Reuter Risapönduhúnninn Jiang Xin slappar af í ruggustól í dýragaröinum í Peking. Risapandan er í útrýmingarhættu og erfiölega hefur gengið að fjölga henni í dýragörðum. Sfmamynd Reuter Jeltsín vill að Lenín verði fluttur úr grafhýsinu Borís Jeltsín Rússlandsforseti oUi uppnámi meðal kommúnista á þingi í gær er hann lagði fram þá tUlögu að bolsévíkaleiötoginn Vladimir Lenín hlyti kristUega greftrun. Stakk Jeltsín upp á því að þjóðarat- kvæðagreiðsla færi fram um það hvort flytja ætti smurt lík Leníns úr grafhýsinu fyrir utan Kremlarmúra á Rauöa torginu í Moskvu. „Kommúnistar verða auðvitað andvígir þessu en ég er vanur að tak- ast á við þá,“ sagði rússneski forset- inn er hann var staddur í St. Péturs- borg sem áöur var köUuð Leníngrad. TiUaga Jeltsíns vakti strax við- brögð meðal kommúnista. „Þetta get- Lenín í grafhýsinu á Rauða torginu. Sfmamynd Reuter ur valdið miklum ágreiningi í þjóðfé- laginu,“ sagði einn leiðtoga þeirra, Viktor Ilyukhin. Rússneska þingið, þar sem komm- únistar eru í meirihluta, samþykkti í þessari viku frumvarp þar sem breytingar á arkitektúr á Rauða torginu eru bannaðar. Líklegt er talið að Jeltsín, sem er kominn í hörkuform eftir hjartaaðgerðina, hunsi bannið. Hann er meðal annars sagður berjast harðar en nokkru sinni fyrir umbótum í Rússlandi. Aðalatriði deflunnar um lík Leníns er pólitískur arfur hans eftir byltinguna sem Jeltsín og frjálslynd- ir bandamenn hans hafna almennt. Kommúnistar og þjóðernissinnar telja hana enn fyrirmynd fyrir fram- tiðina. Reuter 7/////////////////////I kortaafsláttur oa stighœkkand Smáauglýsingar Ekki kallað á her eða lögreglu vegna Svía „Ég sætti mig við það sem stað- í reynd að Svíar ætla ekki að vera með í Evrópska myntbandalag- inu. Það er engin ástæða til að I kalla á lögregluna eða herinn tfl í þess að þvinga Svía í myntbanda- I lagið.“ Þetta sagði Wim Kok, for- | sætisráðherra Hollands, á frétta- mannafundi með Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Hol- land er nú í forsæti Evrópu- j bandalagsins. Kok vék sér kurteislega undan | því að lýsa yfír óánægju með þá I ákvörðun sænskra jafnaðar- manna að vera ekki með í mynt- bandalaginu frá upphafi. I„Ákvörðun Svía kom ekki á óvart,“ sagði hann og bætti við að sjálfur hefði hann fagnað hefði ákvörðunin verið þveröfug. Skreið úr fylgsni sínu við bjöllu- hljóm ísbíls | Lögregla, leitarhundar og björgunarsveitir leituðu árang- urslaust i vikunni sex ára drengs sem saknað hafði verið í sex klukkustundir í úthverfi Stokk- j hólms. Eftir að drengurinn hafði | rifist við félaga sinn þorði hann Iekki heim og faldi sig því í stiga- gangi. Þar sofnaði hann er leið á kvöldið. Eftir miðnætti fékk móð- ir drengsins þá snjöllu hugmynd að hringja í ísbflsfyrirtækið i hveifinu. Drengurinn hafði aldrei getað staðist lag ísbflsins. Klukkustundu seinna var ísbOl- inn kominn á vettvang og ók um hverfið með hefðbundnum hljómi. Er stundarfjóröungur var ’ liðinn vaknaði drengurinn við í tóna uppáhaldslags sins og skreið ^ úr fylgsni sínu. Húsleit hjá skíðakappan- um Tomba ítalska skattalögreglan geröi húsleit heima hjá Alberto Tomba, skíðakappanum fræga, vegna j gruns um að hann hefði ekki greitt skatta af ýmsum styrkjum j frá stuðningsmönnum. Ekki var j greint frá því hvort Tomba hefði j sjálfur verið viöstaddur þegar leitað var íbúð í húsi sem foreldr- ji ar hans eiga nálægt borginni j Bologna. j Gert var ráð fyrir að Tomba j færi tO Sarajevo, höfuðborgar > Bosniu, á mánudaginn tO að Í kanna möguleikana á að halda j keppni I svigi í þágu friðar síðar j á þessu ári. Tombá hefur átt við meiðsl að j stríða á þessu ári. Hann hefur j verið í sviðsljóshm vegna máls- j höfðunar Ijósmyndara sem j meiddist er skíðakappinn fleygði j í hann glerstyttu að lokinni keppni fyrir tveimur árrnn. Guðfaðir mafí- unnar handtek- inn á Sikiley Lögreglan í Palermo á SikOey , handtók í gær einn helsta guðfóð- j ur ítölsku maflunnar, Pietro Agli- j eri, ásamt tveimur öðrrnn mafíós- I um. Litið er á handtökuna sem mik- ið áfaU fyrir mafíuna. Aglieri hef- ur verið dæmdur í lífstíðarfang- Ielsi fyrir morð og tólf ára fangelsi fyrir fíkniefnasölu. Hann hefur verið á flótta síðan 1989 og er tal- inn vera hægri hönd mafíufor- j ingjans Bemardo Provenzano og bandamaður Salvatore Riina sem | var handtekinn 1993. Aglieri er sakaður um aðfld að sprengjutilræðunum gegn dómur- ; unum Paolo BorseUino og Giovanni Falcone 1992. Reuter msmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.