Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 JLí"'V Stjórnarflokkurinn í Alsír sigraði: Yfirvöld sökuð um kosningasvindl stuttar fréttir írar að kjörboröi Stjórnarflokkunum var spáð falli í þingkosningunum sem fram fóru á írlandi í gær. Blair gefur Kohl ráð Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gaf Helmut Kohl Þýskalandskansl- ara kurteislega en ákveðið ráð í gær. Sagði hann nauðsynlegt fyrir Kohl að koma á umbótum í efna- hagsmálum tfl þess að skapa at- vinnutækifæri og tO þess að sameiginlegt myntbandalag yrði virkt. Aðstoðarmenn Blairs sögöu hugmyndir hans hafa not- ið stuðnings forsætisráðherra Svía og Dana á fundi leiðtoga evrópskra jafnaðarmanna í Evr- ópu sem haldinn er í Malmö. Stjórnarandstaðan í Alsír sakaði i gær yfirvöld um víðtækt kosninga- svindl eftir að tilkynnt var að stjórn- arflokkurinn hefði sigrað í þingkosn- ingunum sem fram fóru á fimmtu- daginn. Fékk stjórnarflokkurinn, Lýðræðisfylkingin, sem stofnaður var fyrir tveimur mánuðum, 155 sæti af 380 á þingi. Löglegur flokkur hóf- samra múslíma fékk 69 þingsæti. Afls voru 39 flokkar í framboði. Stjórnarandstaðan heldur því fram að kjörkassarnir hafi á mörg- um stöðum verið fyfltir af fölsuðum kjörseðlum. Auk þess hafi eftirlits- menn með kosningunum ekki haft frjálsan aögang að kjörstöðum. Flokkur hófsamra múslíma lagði fram 400 kærur um kosningasvindl. Flokki róttækra múslíma var bannað að taka þátt í kosningunum. í kosningunum í desember 1991 leit út fyrir að flokkur þeirra hefði sigr- að en yfirvöld ógfltu kosningaúrslit- in í janúar 1992. Síðan hafa 60 þús- und manns látið lífið í borgarastyrj- öld í Alsír. Stjórnarflokkurinn sagði í gær að kosningasigur sinn væri áfafl fyrir uppreisnarmenn múslíma. Kosning- aúrslitin væru svar alsírsku þjóðar- innar við öflum tilraunum tfl sam- særis, þar á meðal hryðjuverkum. Þau hefðu hins vegar ekki komið í veg fyrir að almenningur flykktist á kjörstaði. Yfirvöld í Frakklandi lýstu því yfir í gær að kosningabaráttan hefði sýnt að Alsírbúar vildu frið eftir fimm ára blóðbað. Þau neituðu hins vegar að tjá sig um úrslitin fyrr en erlendir eftirlitsmenn með kosning- unum hefðu gefið út yfirlýsingu. Al- sir fékk sjálfstæði frá Frakklandi 1962. Reuter Friður úti án NATO Carl BOdt, sáttasemjari Evr- ópusambandsins, sagði i gær að friðarferlið í Bosníu kynni að | hrynja færu friðarsveitir NATO burt eftir 1 ár. Geislavirkur humar FuOtrúi Græningja á Evrópu- þinginu segir að humar sem sé veiddur nálægt Seflafield sé ;; geislavirkur. Bretar vísa þessu s á bug. Sjö fellibyljir Bandarískur prófessor spáir | sjö feUibyljum á Atlantshafi í sumar og haust. Fáni Kína hæst Yfirvöld í Kína skipuðu í gær að fáni Kína yrði afltaf dreginn h hærra að hún eða hafður meira áberandi en fáni Hong Kong þeg- ar báðir fánarnir væru notaðir samtímis. Kúrdar skjóta á Tyrki Talsmaður tyrkneska hersins sagði i gær að uppreisnarmenn Kúrda hefðu skotið niður með flugskeytum tvær herþyrlur Tyrkja í írak. Chelsea útskrifast Forseti Bandaríkjanna, BOl Clinton, flutti tilfinninga- þrungna ræðu er Chelsea dóttir hans útskrifaðist úr framhalds- skóla í gær. „Við vonum að þú eignist sjálf böm og að þú mun- ir þá skOja hvemig okkur liður núna þegar þau útskrifast. Mundu að við elskum þig og þú getur aUtaf komið heim aftur hvað sem hver segir.“ Chelsea æflar í læknisfræðinám í Stan- fordháskólanum í haust. ísraelar styðja Barak Nýkjörinn leiðtogi Verka- mannaflokksins í ísrael, Ehqd Barak, fengi 43 prósent atkvæða ef kosið væri núna. Netanyahu forsætisráðherra hlyti 35 pró- sent. Reuter Risapönduhúnninn Jiang Xin slappar af í ruggustól í dýragaröinum í Peking. Risapandan er í útrýmingarhættu og erfiölega hefur gengið að fjölga henni í dýragörðum. Sfmamynd Reuter Jeltsín vill að Lenín verði fluttur úr grafhýsinu Borís Jeltsín Rússlandsforseti oUi uppnámi meðal kommúnista á þingi í gær er hann lagði fram þá tUlögu að bolsévíkaleiötoginn Vladimir Lenín hlyti kristUega greftrun. Stakk Jeltsín upp á því að þjóðarat- kvæðagreiðsla færi fram um það hvort flytja ætti smurt lík Leníns úr grafhýsinu fyrir utan Kremlarmúra á Rauöa torginu í Moskvu. „Kommúnistar verða auðvitað andvígir þessu en ég er vanur að tak- ast á við þá,“ sagði rússneski forset- inn er hann var staddur í St. Péturs- borg sem áöur var köUuð Leníngrad. TiUaga Jeltsíns vakti strax við- brögð meðal kommúnista. „Þetta get- Lenín í grafhýsinu á Rauða torginu. Sfmamynd Reuter ur valdið miklum ágreiningi í þjóðfé- laginu,“ sagði einn leiðtoga þeirra, Viktor Ilyukhin. Rússneska þingið, þar sem komm- únistar eru í meirihluta, samþykkti í þessari viku frumvarp þar sem breytingar á arkitektúr á Rauða torginu eru bannaðar. Líklegt er talið að Jeltsín, sem er kominn í hörkuform eftir hjartaaðgerðina, hunsi bannið. Hann er meðal annars sagður berjast harðar en nokkru sinni fyrir umbótum í Rússlandi. Aðalatriði deflunnar um lík Leníns er pólitískur arfur hans eftir byltinguna sem Jeltsín og frjálslynd- ir bandamenn hans hafna almennt. Kommúnistar og þjóðernissinnar telja hana enn fyrirmynd fyrir fram- tiðina. Reuter 7/////////////////////I kortaafsláttur oa stighœkkand Smáauglýsingar Ekki kallað á her eða lögreglu vegna Svía „Ég sætti mig við það sem stað- í reynd að Svíar ætla ekki að vera með í Evrópska myntbandalag- inu. Það er engin ástæða til að I kalla á lögregluna eða herinn tfl í þess að þvinga Svía í myntbanda- I lagið.“ Þetta sagði Wim Kok, for- | sætisráðherra Hollands, á frétta- mannafundi með Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Hol- land er nú í forsæti Evrópu- j bandalagsins. Kok vék sér kurteislega undan | því að lýsa yfír óánægju með þá I ákvörðun sænskra jafnaðar- manna að vera ekki með í mynt- bandalaginu frá upphafi. I„Ákvörðun Svía kom ekki á óvart,“ sagði hann og bætti við að sjálfur hefði hann fagnað hefði ákvörðunin verið þveröfug. Skreið úr fylgsni sínu við bjöllu- hljóm ísbíls | Lögregla, leitarhundar og björgunarsveitir leituðu árang- urslaust i vikunni sex ára drengs sem saknað hafði verið í sex klukkustundir í úthverfi Stokk- j hólms. Eftir að drengurinn hafði | rifist við félaga sinn þorði hann Iekki heim og faldi sig því í stiga- gangi. Þar sofnaði hann er leið á kvöldið. Eftir miðnætti fékk móð- ir drengsins þá snjöllu hugmynd að hringja í ísbflsfyrirtækið i hveifinu. Drengurinn hafði aldrei getað staðist lag ísbflsins. Klukkustundu seinna var ísbOl- inn kominn á vettvang og ók um hverfið með hefðbundnum hljómi. Er stundarfjóröungur var ’ liðinn vaknaði drengurinn við í tóna uppáhaldslags sins og skreið ^ úr fylgsni sínu. Húsleit hjá skíðakappan- um Tomba ítalska skattalögreglan geröi húsleit heima hjá Alberto Tomba, skíðakappanum fræga, vegna j gruns um að hann hefði ekki greitt skatta af ýmsum styrkjum j frá stuðningsmönnum. Ekki var j greint frá því hvort Tomba hefði j sjálfur verið viöstaddur þegar leitað var íbúð í húsi sem foreldr- ji ar hans eiga nálægt borginni j Bologna. j Gert var ráð fyrir að Tomba j færi tO Sarajevo, höfuðborgar > Bosniu, á mánudaginn tO að Í kanna möguleikana á að halda j keppni I svigi í þágu friðar síðar j á þessu ári. Tombá hefur átt við meiðsl að j stríða á þessu ári. Hann hefur j verið í sviðsljóshm vegna máls- j höfðunar Ijósmyndara sem j meiddist er skíðakappinn fleygði j í hann glerstyttu að lokinni keppni fyrir tveimur árrnn. Guðfaðir mafí- unnar handtek- inn á Sikiley Lögreglan í Palermo á SikOey , handtók í gær einn helsta guðfóð- j ur ítölsku maflunnar, Pietro Agli- j eri, ásamt tveimur öðrrnn mafíós- I um. Litið er á handtökuna sem mik- ið áfaU fyrir mafíuna. Aglieri hef- ur verið dæmdur í lífstíðarfang- Ielsi fyrir morð og tólf ára fangelsi fyrir fíkniefnasölu. Hann hefur verið á flótta síðan 1989 og er tal- inn vera hægri hönd mafíufor- j ingjans Bemardo Provenzano og bandamaður Salvatore Riina sem | var handtekinn 1993. Aglieri er sakaður um aðfld að sprengjutilræðunum gegn dómur- ; unum Paolo BorseUino og Giovanni Falcone 1992. Reuter msmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.