Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Side 10
Úr heimi vísindanna þessa dag-
ana hefur fátt vakið meiri athygli
en leiðangur ómannaða Pathfind-
er-geimfarsins á Mars á vegum
NASA, Geimvísindastofnunar
Bandaríkjanna. Jeppi ók út úr
geimfarinu eftir lend-
ingu og hefur ver-
ið fjarstýrt af
jörðu niðri
til að taka
myndir
°g ' V
varð Haraldur í eðlisfræði fyrir
nokkrum mánuðum.
Fylgist með segulmögn-
uúu rvki
,Eg hef að undanfornu
starfað sem aðjúnkt i
eðlisfræði við Kaup-
mannahafnarhá-
skóla, við und-
irbúning þess
að taka við
mælingum og
úrvinnslu
þeirra tækja
sem ég fjall-
aði um í
doktorsrit-
gerð minni.
Tækin sam-
anstanda af
föstum segl-
um sem safna
segulmögn-
uðu ryki úr
andrúmsloftinu
á Mars. Með þvi
að fylgjast með
hvernig segul-
magnað ryk sest á
tækin, getum við séð
eiginleika þessa segul-
magnaða ryks. Eigin-
leikar ryksins eru
háðir því hvern-
bað
Haraldur Páll Gunnlaugsson.
kanna yfirborð þessarar dulúðugu
reikistjörnu. Leiðangurinn hefur
heppnast mjög vel og eru vísinda-
menn NASA nær bókstaflega í sjö-
unda himni. Að sjálfsögðu eigum
við íslendingar fulltrúa í þeim
hópi. Það er doktor Haraldur Páll
Gunnlaugsson, sonur Gunnlaugs
Steindórssonar í Dynjandi.
Haraldur er eðlisfræðingur að
mennt, útskrifaðist með BS-gráðu
í eðlisfræði við Háskóla íslands
árið 1991, lauk MSc-gráðu 1993 við
sama skóla undir leiðsögn Arnar
Helgasonar prófessors og doktor
ist, og við getum séð hvaða að-
stæður hafa þá ríkt á Mars,“ sagði
Haraldur Páll í samtali við DV í
vikunni frá höfuðstöðvum NASA í
Pasadena í Kalíforníu.
Eitthvað gat farið úr-
skeiðis
Haraldur sagði það hafa verið
einkennilega tilfinningu að fylgjast
með þegar fyrstu myndirnar fóru
að berast frá Mars.
„Ég held að í huganum hafi mað-
Fögnuður braust út i hópi vísindamanna í höfuðstöðvum NASA í Pasadena í Kaliforníu þegar Ijóst varð að lending
Pathfinder á Mars hafði heppnast. Menn föðmuðust og kysstust vel og lengi. Símamynd Reuter
ur verið búinn að gera ráð fyrir
þeim möguleika að eitthvað gæti
farið úrskeiðis, svo mikið að mað-
ur var búinn að telja sér trú um að
eitthvað myndi fara úrskeiðis. Til-
búinn að sætta sig við að þetta
væri hvort eð er ekki hægt, enda
lenti geimfarið með ofsahraða á yf-
irborðinu. Þegar myndimar fóru
síðan að berast, horfðum við
nokkrir með undrunarsvip hver á
annan og sögðum: Ha, þetta var þá
hægt eftir allt saman!“
Blendnar tilfinningar
Haraldur sagði tilfinningarnar
sínar í fyrstu hafa verið eilítið
blendnar. Það hefði ekkert sýni-
legt ryk verið á seglunum fyrsta
daginn. Næsta dag hefðu þeir ver-
ið farnir að sjá ryk á þeim. Þeir
væru nú komnir með niðurstöður
sem ættu að geta sagt okkur eitt-
hvað um yfirborð Mars.
„Það eru liðnir nokkrir dagar
frá því að geimfarið lenti og menn
eru nokkurn veginn búnir að
Hér er Sojourner á reynsluferð fyrir leiðangurinn, á svipuðu yfirborði og
hann síðan kynntist á sjálfri reikistjörnunni Mars.
Símamynd Reuter
Litli „jeppinn", sem á frummálinu hefur verið kallaður Sojourner, fær hér lokameðhöndlun tæknimanna áður en hann
var settur um borö í Pathfinder-geimfarið.
Símamynd Reuter
jafna sig á því og gera núna sitt
besta til að vísindalegar niður-
stöður verði sem bestar. Það
er gert með því að
skoða niðurstöðurn-
ar jafnóðum,
finna út hvað
er merkilegt
og biðja síð-
an um
frekari
mæling-
ar. Þær
gætu t.d.
verið
með því
að taka
myndir
af ein-
hverjum
fyrirbærum
í morgunsól í
stað kvöldsólar,
fara fram á að
jeppinn framkvæmi
efnagreiningu af jarðvegi
sem lítur einkennilega út og
þannig mætti lengi telja. í mínu
tilfelli er það að finna út hvernig
er best að fylgjast með seglunum,
hvaða litsíu ætti að nota, hvaða
lýsingu, eftir því hvort það er
morgun, hádegi eða kvöld, hversu
oft o.s.frv."
Klapp og húrrahróp
Að sögn Haralds berast myndir
og mælingar frá geimfarinu
tvisvar á dag. Hann segir að þótt
samstarfsmenn sínir séu
farnir að venjast því
þá sé alltaf safn-
ast saman við
tölvuskjáina
og fylgst
með.
Klapp-
að þeg-
ar
eitt-
hvað
hefur
tekist
og
hróp-
að
húrra
yfir
hverju
nýju þrepi í
skilningi okkar
á Mars.
Það sem hefur ver-
ið hvað skemmtilegast að upplifa
er hversu heppnir menn hafa ver-
ið með staðsetningu geimfarsins.
Grjótið i nálægð geimfarsins hefur
geysilega breidd, og ljóst að mikið
verður lært af því að skoða það,“
sagði Haraldur Páll. Hann heldur
aftur til starfa sinna í Kaup-
mannahöfn í næsta mánuði,
reynslu ríkari svo ekki sé meira
sagt.
-bjb