Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Qupperneq 13
UV LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 13 Myndgátuhöfundur DV selur skopmyndir til útlanda: Virðist alltaf fá hugmyndir - segir Eyþór Stefánsson „Það er nauðsynlegt að vera sí- fellt að skrifa hjá sér hugmyndir. Ég ferðast mikið innanlands á sumrin og þá er ég alltaf með blokkina til- búna til þess að rissa upp minnisp- unkta. Ef ég er of upptekinn við akstur og vil ekki glata hugmynd sem ég hef fengið bið ég konuna gjarna að rita hjá sér einhverjar lín- ur. Ég er stundum spurður að því hvort ég verði ekki uppiskroppa með hugmyndir en svo er ekki. Ég sest niður ákveðinn í því að setja eitthvaö á blað og hugmyndimar virðast bara koma,“ segir Eyþór Stefánsson, kennari, tónlistarmaður og myndlistarmaður, í samtali við DV. Hann er nú farinn að selja skopteikningar um víða veröld. kannski myndu vilja hina. PIB sér svo um að selja myndimar eitthvað og ég veit ekki enn hvort eitthvað er farið að birtast,“ segir Eyþór. Hann var í mörg ár að spila á gít- ar með Sumargleðinni og í þeim hópi segir hann að aldrei hafi skort hugmyndir að góðu efni. Nú er hann að spila með hljómsveitinni Vanir menn og siglir á skútu einu sinni í viku. Siglingar og gítar „Það er nauðsynlegt að líta upp úr teikningunum og spilamennskan og siglingamar eru góð afslöppun. Mér sýnist ég vel geta lifað af þessu en það er líka gefandi að vera í kennslunni og öllu hinu. Það verður gaman að sjá hvort eitthvert frekara framhald verð- ur á sölu á efhi út í heim og ætli ég bíði ekki bara rólegur eftir því hvern- ig það verður," segir Eyþór Stefáns- son, aðspurður hvort hann ætli sér eitthvað frekar að róa á hin erlendu mið. -sv 1853 myndgátur í DV Eyþór hefur í 1853 skipti teiknað myndgátur í DV, eða í ein sjö ár. Hann segist ekki muna til þess að fallið hafi úr dagur. „Upphafið að þessu var að ég lék mér að því að rissa upp svona gátur þegar ég var í námi í Ósló. Þá var alltaf bunki á borðinu hjá mér og ég notaði þetta gjama sem gestaþraut. Síðan eftir að ég byrjaði að kenna í FB stungu krakkamir upp á því að ég færi með þetta í blöðin. Það var þá eitthvert málræktarátak í gangi og ég hafði þá í nokkurn tíma byrj- að kennslustundimar á þvi að setja teikningu á töfluna. Ég bað krakk- ana að hugsa um hana í tímanum og stundum náðu þeir að ramba á rétta orðið." Tvíræða brandara Eyþór segist í nokkum tíma hafa safnað hugmyndum að mynda- Eyþór Stefánsson er farinn að selja skopmyndir til Danmerkur eftir að hafa teiknað myndgátu í DV i sjö ár. €yTHOR- JÓI ER ÚTI A0 HLAUPA MED HUNDINN.“ bröndurum og nú fyrir nokkru hafi hann látið verða af því að senda eitthvað á annað hundrað stykki út til Danmerkur til þess að kanna hug væntanlegra kaupenda. „Ég sendi bæði saklausa brand- ara og aðra sem em svona i tvíræð- ari kantinum. PIB í Danmörku tók hugmyndum mínum vel, valdi þær saklausari og benti mér á aðra sem 0 □ f ' ----exThor—* „ÍSeiRNIR SÝNA OFT MIKLA HUGKVÆMNI VID VEIDAR.“ „PAP VAR TIMI TIL KOMINN AD ALLT PETTA RÚGSRAUDSÁT PITT KÆMI AD NOTUM.“ „HUNDA- OG KATTAATHVARFID, GÓÐAN DAG!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.