Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Síða 20
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 JLlV
2» fréttaljós
k ik _
Áralangar fjárkröggur Hallvarðs Einvarðssonar
Innlent
fréttaljós
Stefán Ásgrímsson
herratíð Alberts. Spumingar blaða-
manns DV tengdust því spuming-
unni um hæfi, eða vanhæfi, ríkis-
saksóknara í hugsanlegri ákæm í
Hafskipsmálinu á hendur Alberti.
Það er sem sagt ekki i fyrsta sinn
nú sem erfið einkafjármál Hallvarðs
Einvarðssonar koma upp á yfirborð-
ið og vekja upp spumingar um
hugsanlegt vanhæfi hans, bæði ai-
mennt og í einstökum málum. Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra
hefur skiijanlega ekki verið sérlega
viljugur til aö ræða mál ríkissak-
sóknara en ljóst þykir að hin
langvarandi bága staða hans, lán-
tökur og vanskil hér og þar i gegn-
um árin séu verulegt vandræðamál
fyrir dómsmálaráðuneytið þar sem
það rýrir traust bæði almennings og
lögmanna til embættisins.
Hvað segja lögin?
DV ræddi við Eirík Tómasson
lagaprófessor um skilgreiningar og
fyrirmæli laga um hæfi og vanhæfi
dómara og ríkissaksóknara. Eiríkur
sagði að umræða um þau hafi áður
komið upp, ekki síst í tengslum við
áfengiskaupamál Magnúsar
Thoroddsen, þáverandi hæstaréttar-
dómara.
í því máli hafi reynt á hvort dóm-
arinn hefði glatað hinu almenna
hæfi til að gegna embættinu og
hvort hann uppfyllti lengur þær
kröfur sem gerðar eru til manna til
skipunar í dómaraembætti. „Missi
menn fótanna í einhverjum af þeim
kröfum sem gerðar eru til skipunar
dómara eða ríkissaksóknara sé í
fjárhagskröggum og þarf að leita t.d.
til lánastofnana. Þá hijóti að koma
upp spuming um vanhæfi til ein-
stakra mála, þar sem þær lánastofn-
anir sem hann er skuldbundinn eru
aðilar málsins. Svo rammt geti að
þessu kveðið að talið verði að mað-
ur geti ekki gegnt embætti ef slík
tilvik kæmu upp aftur og aftur.
Vanhæfi í lekamálinu?
Eiríkur vildi ekki leggja dóm á
hvort Hallvarður hafi verið vanhæf-
ur til að fjalla um lekamálið í
Landsbankanum, þegar innihald
trúnaðarskjala láku til Morgun-
blaðsins. Til þess hefði hann engin
gögn í höndum. „Það gæti hins veg-
ar komið til þess að maður sem er í
tilteknum fjárhagslegum tengslum
við banka yrði vanhæfúr til að fjalla
um mál sem snerta bankann," sagði
Eiríkur.
Eiríkur segir að íslensk stjóm-
sýslulög taki að nokkm mið af sam-
bærilegum lögum í grannlöndun-
um, en séu þó að mörgu leyti víð-
tækari. Hann sagði aðspurður um
aðstæður i því fámenni sem hér er
að vissulega sé vandasamt að fara í
einu og öllu eftir lagabókstaf stjóm-
sýslulaga. „Það er vissulega vandlif-
að fýrir þessa embættismenn og
þeir verða að vera í hálfgeröri ein-
angmn jafnframt því að fylgjast
bankaráði Útvegsbankans hluta
þess tímabils sem málið náði til.
Veijendur sakborninga í málinu
höfðu reyndar einnig krafist þess að
ríkissaksóknari viki vegna þess að
hann stjómaði rannsókn málsins
sem rannsóknarlögreglustjóri ríkis-
ins og hafði ennfremur notið lána-
fyrirgreiðslu Alberts Guðmundsson-
ar. Sakadómur taldi þetta tvennt
ekki ástæðu til vanhæfi Hallvarðs
og það staðfesti Hæstiréttur
skömmu síðar, heldur einungis
vensl hans við bróðurinn í
bankaráðinu.
Albert lánaði
Hæstiréttur staðfesti vanhæfis-
dóm Sakadóms og jafnframt að ekki
væri rétt, eins og veijendur sak-
bominga höfðu krafist, að kveðja þá
Hallvarð Einvarðsson og Albert
Guðmundsson til að gefa vitna-
skýrslu fyrir dómi og upplýsa þar
um samskipti sín og lánveitingar
Alberts til Hallvarðs úr Lífeyris-
sjóði starfsmanna ríkisins af
svokölluðum „ráðherrakvóta“ líf-
eyrissjóðsins.
Af þessum „ráðherrakvóta“ lán-
aði Albert Hallvarði tvisvar sinnum
á árunum 1984 og 1985 og var hvort
lán 300 þúsund krónur á verðlagi
þess tíma. En þessi lán virðast ekki
hafa fleytt Hallvarði yfir erfiðleika
hans, því að árið 1993 var gert fjár-
dómsmálaráðherra er spurður út í
hæfi eða vanhæfi Hallvarös Ein-
varðssonar í ljósi fjárhags hans. Eft-
ir að Hallvarður hafði veriö dæmd-
ur vanhæfur í Hafskipsmálinu
spurði DV Jón Helgason, þáverandi
dómsmálaráðherra, um hugsanlegt
vanhæfi Hallvarðs vegna peninga-
mála hans og lánamála:
„Ég sé ekki að þessar lánveiting-
ar séu þess eðlis að þær breyti
neinu um hæfi ríkissaksóknara í
málinu og ég mun ekki leita sérstak-
lega eftir upplýsingum um málið af
þessu tilefni," sagði Jón Helgason
dómsmálaráðherra aðspurður um
hvort lánveitingar Alberts Guð-
mundssonar til Hallvarðs Einvarðs-
sonar af „ráðherrákvótanum" svo-
kallaða breyttu mati ráðuneytisins
til hæfis ríkissaksóknara í Hafskips-
málinu. Og ráðherra bætti við: „Ég
hef ekki fengið að vita það að lánin
séu þess eðlis að þau breyti ein-
hverju um hæfi ríkissaksóknara.
Mér skilst að þetta séu lán sem
margir hafa fengið og þetta bréf er
til þess ætlað að vekja tortryggni,"
sagði Jón Helgason um erindi sem
lögmenn sakbominga sendu honum
vegna þessa máls.
Vammlaus hegðun
í stjómsýslulögum og lögum um
réttindi og skyldur ríkisstarfs-
manna em ýmis ákvæði sem taka
embættismaður í réttarkerfinu ger-
ist sekur um miklar eða litlar ávirð-
ingar hefur dómsmálaráðherra að
sögn lögfróðra manna óskoraðan
rétt til að höfða mál til að víkja hon-
um úr starfi. Embættismaður þurfi
i raun ekki að gera neitt ólöglegt til
þess að hægt sé að leysa hann frá
störfum, eins og brottvikning Magn-
úsar Thoroddsen staðfesti. í raun
nægi að embættismaður hafi rýrt
siðferðilegt álit á sér og skert þá
virðingu og traust sem mikilvægt er
að borið sé til embættis hans.
Þetta var í raun uppistaðan í rök-
stuðningi Hæstaréttar þegar Magn-
ús Thoroddsen var dæmdur frá
embætti hæstaréttardómara árið
1989 vegna áfengiskaupa hans á
kostnaðarverði. Ekki var um það að
ræða þá að Magnús hefði aðhafst
neitt ólöglegt.
Framtíð Hallvarðs Einvarðssonar
í embætti ríkissaksóknara er, þegar
þetta er skrifað, óljós. Fram hefur
komið hjá Þorsteini Pálssyni dóms-
málaráðherra að ráðuneytisstjóra
dómsmálaráðuneytisins hafi verið
falið að fara ítarlega yfir málefni
Hallvarðs með honum sjálfum. Hall-
varður dvelur nú erlendis í fríi og
mun þessi ítarlega yfirferð eiga að
fara fram á núverandi dvalarstaö
Hallvarðs.
Fjárhagsvandi Hallvarðs Ein-
varðssonar ríkissaksóknara sem DV
hefur greint frá í vikunni er orðinn
að viðkvæmu vandamáli Þorsteins
Pálssonar dómsmálaráðherra. Ráð-
herra hefur lagt á það áhersu í við-
tölum við DV og aðra fjölmiðla um
málefni ríkissaksóknara að hann sé
ekki gjaldþrota og ráði búi sínu þar
með. Hann sé því ekki vanhæfur í
embætti samkvæmt ákvæðum laga.
Á hinn bóginn segir ráðherra að
bág fjárhagsstaða ríkissaksóknara
kunni að vera honum og embættinu
fjötur um fót. Og eins og fram hefur
komið er fjárhagsstaða ríkissak-
sóknara slík að erfitt er að álykta að
hann sé með öllu óháður Lands-
bankanum og fleiri aðilum og stofn-
unum. Erfiður fjárhagur ríkissak-
sóknara er hins vegar ekki nýmæli.
Vanhæfur í Hafskips-
málinu
„Það er verið aö vinna að athug-
un málsins," sagði Hallvarður Ein-
varðsson ríkissaksóknari í samtali
við DV vorið 1987 þegar bomar
voru undir hann fregnir af því að
ákæra væri í undirbúningi á hend-
ur Alberti Guðmundssyni, fyrrver-
andi fjármálaráðherra og banka-
ráðsmanni Útvegsbankans. Það var
ekki að tilefnislausu að Hallvarður
var spurður út í málið á þessum
tíma, því að um það leyti var að
kvisast út um að hann hefði notið
sérstakrar lánafyrirgreiðslu hjá Al-
berti Guðmundssyni í fiármálaráð-
í embætti, hvort sem um er að ræða
dómara eða ríkissaksóknara, verða
þeir að víkja. Ein af þessum kröfum
er sú að menn séu fiár síns ráðandi.
Það þýðir að þeir hafi ekki verið úr-
skurðaðir gjaldþrota. Verði embætt-
ismaður gjaldþrota verður hann að
láta af embætti. Út frá þessu er eðli-
legt að gagnálykta sem svo að önn-
ur fiárhagsvandræði valdi því ekki
að menn þurfi að láta af embætti,"
segir Eiríkur.
Eiríkur segir að það geti verið
mjög óheppilegt ef maður í embætti
með og vera í tengslum við það sem
er að gerast i þjóðlífinu. Mér hefur
stundum fundist að kröfumar séu
þess eðlis að erfitt sé að fara eftir
þeim að öllu leyti. En til að gera
mönnum það auðveldara er eftir
megni reynt að búa þannig um
hnúta að þeir hafi sæmileg launa-
kjör og njóti sjálfstæðis í starfi."
í júlí 1987 dæmdi Sakadómur
Reykjavíkur Hallvarð Einvarðsson
ríkissaksóknara vanhæfan í Haf-
skipsmálinu vegna þess að bróðir
hans, Jóhann Einvarðsson, sat í
nám í íbúð hans að Miðleiti 10, ann-
ars vegar að kröfu Búnaðarbankans
til greiðslu 220 þúsund króna víxil-
skuldar ásamt dráttarvöxtum frá
1986, samtals rúmlega ein milljón
króna. Hins vegar var gert fiárnám
í íbúðinni að kröfu VÍS, samtals 565
þúsund krónur.
Ekki vanhæfur vegna
fjármálanna
Það er ekki í fyrsta sinn nú sem
til embættismanna. í þeim segir
m.a. að hegðun þeirra eigi að vera
vammlaus og embættismaður eigi
fyrst og fremst að gæta þess að ger-
ast ekki sekur um refsiverðan
verknað og forðast að hafast eitt-
hvað að í embætti sínu sem orðið
gæti því til álitshnekkis eða van-
virðu eða varpað gæti rýrð á það. Ef
embættismaður gerist brotlegur eru
viðurlög í bæöi stjómsýslulögum og
refsilögum, allt eftir því hversu al-
varleg afglöp manna kunna að vera.
En alveg burtséð frá því hvort
Fjárhagsvandi saksóknara -
vandi dómsmálaráiherra
- spurning um einstakt eða altækt vanhæfi Hallvarðs