Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 26 unglingar Tíu norðlensk ungmenni hittu jafnaldra sína frá þremur löndum í Berlín: Tiu ungmenni á aldrinum 16-19 ára frá Dalvík, Ólafsfirði, Árskógs- strönd og Akureyri komu um siðustu helgi úr velheppnaðri för til Berlínar. Þar dvöldu þau í viku á fjögurra landa móti á vegum Evrópuráðsins. Verkefnið nefnist á frummálinu Youth for Europe, eða Ungt fólk í Evrópu, og er styrkt af Evrópusam- bandinu. Markmiðið er að evrópsk ungmenni fái tækifæri til að kynnast Hún Fiona frá írlandi fékk ástar- kveðjur frá dönskum félaga er hún lá varnarlaus í fasta svefni. Varalit- urinn er til margs nýtanlegur! hvert öðru og menningu ólíkra þjóða. Fararsfjórar voru Bjarni Gunnars- son, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á Dalvík, og íris Guðmundsdóttir, starfsmaður félagsmiðstöðvanna á Akureyri. Bjarni sagði í samtali við DV að ferðin hafi tekist mjög vel. Auk íslensku og þýsku krakkanna voru þarna ungmenni frá Danmörku og írlandi. Sameining var þema mótsins og unnu krakkarnir sameig- inlega að ýmsum verkefnum. Gáfu m.a. út blað sem þau unnu alfarið sjálf, allt frá skrifum til prentunar. Þau fóru í skoðunarferðir um Berlín- arborg, heimsóttu félagsmiðstöðvar, starfræktu götuleikhús, bjuggu til póstkort, skiptust á skoðunum um ýmis þjóðfélagsmál, tóku þátt í dans- keppni og kynntust nokkrum diskó- tekum borgarinnar lítillega. Einnig fóru þau inn á þýsk heimili. Mikil lífsreynsla „Þetta var mikil lífsreynsla fyrir krakkana. Þau fengu að kynnast öll- íslenski hópurinn tilbúinn til brottfarar. Frá vinstri í efri röð eru Tinna, Elías, Svana, Birna, Hildigunnur, Hólmfríður, Kári og Engilbert. í neðri röð, frá vinstri, eru Ragnar, íris, annar fararstjóranna, og Hrafnhildur. Hinn fararstjórinn, Bjarni Gunnarsson, tók myndina sem og flestar aðrar á síöunni. Sýning á verkum og vinnu svokallaös „Graffiti-hóps“. Við sjáum að andi friðar og hefur svifið yfir vötnum! Fararstjórar landanna fjögurra samankomnir, að írisi undanskilinni sem tók myndina. Frá vinstri eru það Anders frá Danmörku, Bjarni frá íslandi, Mich- ael frá Þýskalandi, Christian frá Danmörku og Brian frá írlandi. um hliðum mannlífsins og eru í skýj- unum. Götuleikhúsið vakti t.d. óskipta athygli i Berlín. Borgarbúar vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið þegar krakkamir birtust á brautar- stöðvum og fleiri opinberum stöðum með tilheyrandi látbragði og leik,“ sagði Bjami. Krakkarnir sem fóru héðan sóttu um eða voru valin í ferðina. Evrópu- sambandið styrkti verkefnið að öllu leyti nema að krakkamir söfnuðu fjármagni fyrir þátttökugjaldinu. Svipuð reisa var farin héðan til Þrándheims í Noregi í fyrra með álíka góðum árangri. Að sögn Bjarna stendur til að gera þetta mót að árlegum viðburði. Að sömu krakkar komi saman að ári og kynnist betur. Miklar líkur era á að næst verði hist á írlandi. -bjb in hliðin Jóhann B. Guðmundsson, knattspyrnukappi úr Keflavík: Stefnir á atvinnumennsku Jóhann B. Guðmundsson, markahrókur úr Keflavík. DV-mynd ÆMK „Það er alveg meiri háttar gaman aö spila með Keflavík og þá sérstaklega þegar vel geng- ur. Við höfum fengið mikið af marktækifærum og nóg að gera í sókninni, nokkuð sem mað- ur hefur ekki fengið aö kynnast hingað til. Þá eru félagamir frábærir, skemmtilegur hóp ur,“ segir Jóhann B. Guðmundsson, knattspymumaður með Keflavík sem hefur vakið mikla athygli það sem af er sumri. Jóhann er gríðarlega skemmtilegur leikmaður, fljótur og teknískur. Hann er í 21 árs landsliði íslands og spilaði áður 10 landsleiki með 18 ára lið- inu. Jóhann sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Jóhann B. Guðmundsson. Fæðingardagur og ár: 5. desember 1977. Maki: Á kærustu sem heitir Bryndís Jóna Magnúsdóttir. Böm: Engin. Bifreið: Toyota Corolla XL 1988. Starf: Nemi, en vinn í sumar á íþróttavellinum i Keflavík og er starfsmaður leikjanámskeiðs. Laun: Of lág. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Það eina sem ég hef unnið er 1.000 krónur í Lengjunni. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila knattspyrnu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að tapa fyr- ir Skaganum. Uppáhaldsmatur: Pitsa og grjónagrautur. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Knattspyrnumennirnir í Keflavík, Haukur Ingi Guðnason og Eysteinn Hauksson. Uppáhaldstímarit: World Soccer. Hver er fallegasta kona/karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Jakob Jónharðsson, leikmaður Keflvíkinga. Hann er rosalega sportlegur og tók einu sinni þátt í herra ísland. (Jóhann brosir breitt.) Ertu hlynntur eða andvigur ríkisstjóminni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til aö hitta? Eric Cantona. Uppáhaldsleikari: Robert De Niro. Uppáhaldsleikkona: Sandra Bullock. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Davíð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Homer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og þá knatt- spyrna. Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús: Olsen Olsen í Keflavik, toppstaður. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Sögu Pele, svarta perlan. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þór Bæring á X-inu. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: íþróttafréttamaður- inn Guðjón Guðmundsson á Stöð 2. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Pass. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Keflavík, Víðir í Garöi og Manchester Utd. Stefnir þú að einhverju sérstöku í fram- tíðinni? Atvinnumennsku í knattspyrnu. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Safna stigum fyrir Keflavík. -ÆMK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.