Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Síða 27
jLlV LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 fpéttaljós 21 Arum saman hefur Camilla Park- er Bowles verið hötuð í Bretlandi. Bretar hafa sakað hana um að hafa breytt hjónabandi Díönu prinsessu og Karls Breta- prins, sem hófst með ævin- týralegu brúðkaupi, í martröð skilnaðar. Camilla, sem verður fimmtug í næsta mánuði, hefur verið svívirt í fjölmiðl- um. Ástarsamband Camillu og Karls skelft þjóðina hrifið hefur bresku en þó hana um leið. Og nú kann að vera að þjóð- in fari að vingast við Camillu. í tveim- ur þáttum í breska Þáttaskil sjonvarpmu um síðustu helgi var mögu- leikinn á hjóna- bandi Karls og Camillu ræddur af alvöru. „Það er ekki það ákjósanleg- asta að Karl og Camilla gangi í hjónaband en það væri betra en samband utan hjóna- bands,“ sagði erkidjákninn af Jórvík, Georg Austen, í umræðuþætti breska sjón- varpsins BBC um framtíð sambands Karls og Camillu. „Ég held að það sé grundvöllur fyr- ir því að menn sætti sig við að Karl kvænist á ný, jafnvel þó að það sé ekki til fyrirmyndar þegar konungur á í hlut,‘ hætti Austen við. Jákvæður tónn í breskum fjölmiðlum í garð ástkonu Karls Bretaprins: Oskipulöpð og blátt áfram - möguleikinn á hjonabandi Camillu og Karls ræddur af alvöru I umræðuþætti BBC tóku þátt stjórnmálamenn, stjórnarskrársér- fræðingar og kirkjunnar menn. Um- ræðuþættinum var sjónvarpað sama kvöld og klukkustundarlang- ur heimildarþáttur um Camillu var sýndur og var litið á hann sem þáttaskil. Þó svo að engar afhjúpanir hafi verið gerðar og að engin samvinna hafi verið við Camillu eða nána vini hennar brá þátturinn upp mynd af Hittust fyrst 1971 Camilla og Karl hittust fyrst 1971 en eftir tveggja ára ástarsamband þeirra giftist hún liðsforingjanum Andrew Parker Bowles. í örlagariku sjónvarpsviðtali árið 1994 játaði Karl að þau hefðu endurnýjað ástar- samband sitt. Hann sagði það hins vegar ekki hafa verið fyrr en hjóna- band hans og Díönu hefði verið far- Ástarsamband sem skók heimsveldið Ekki hafa heyrst neinar getgátur um að Karl muni afsala sér krún- unni til að geta gengið að eiga ást- konu sína eins og föðurbróðir hans gerði fyrir rúmum sex áratugum. Ástarsamband Játvarðs VIII. og Wallis Warfield Simpson skók þá breska heimsveld- ið. Hún var banda- rísk og hafði verið tvigift. Játvarður varð konungur í janúar 1936 eftir lát föður síns, Georgs V. Hann sat þó ekki lengi í hásæt- inu. í desember sama ár afsalaði Játvarður sér krúnunni vegna andstöðu stjórn- málamanna og almennings við fyr- irhugað hjónahand hans og Simp- son. í júní árið eftir gengu Játvarð- ur og Simpson, sem fengu titlana hertoginn og hertogaynjan af Windsor, í hjónaband og fluttu til Parísar. Bretar voru rækilega minntir á þetta fræga ástarsamband í vikunni er uppboðsfyrirtækið Sotheby’s til- kynnti að innanstokksmunir heim- ilis þeirra i París og meira að segja fatnaður og ástarbréf færu á uppboð í New York í september. Eigandi safnsins er Egyptinn Mohamad A1 Fayed, eigandi Harrodsverslunar- innar i London og Ritzhótelsins í París. Hafa gengið í gegnum helvíti Það virðist sem tímarnir hafi ekki mikið breyst frá því að Ját- varður og Wallis Simpson stóðu í haráttu sinni. Charles Benson, eini „vinur“ Camillu, sem þátt tók í um- ræðuþætti BBC um síðustu helgi, hvatti Breta til að láta af hræsni sinni og gera ekki aðrar kröfur til Karls og Camillu en þeir gera til sjálfra sin. „Mér finnst að þau eigi rétt á því að eigast. Þau hafa gengið í gegnum helvíti. Hvers vegna mega þau ekki njóta hamingju?" spurði Benson. Karl og Camilla halda áfram að hittast. Þau halda kvöldverðarhoð saman fyrir vini sína og fjölmiðlar hafa greint frá því að Karl ætli í fyrsta sinn í frí með Camillu síðar á árinu. Byggt á Reuter Játvarður VIII. afsalaði sér krúnunni til að ganga að eiga ástkonu sína, Wall- is Warfield Simpson. konu sem almenningur, sem enn er miklu fúsari til að umfaðma hina glæsilegu Díönu, er sagður hafa gert rangt til. Á mánudaginn kvað svo við nýj- an tón í bresku dagblöðunum í garð Camillu sem aldrei hefur tjáð sig op- inberlega um ást sína á Karli eða kvartað undan umfjöllun fjölmiðla. Hagar sér af háttprýði Einn greinahöfunda, Ingrid Seward, sem ritstýrir tímaritinu Majesty magazine, skrifaði í Daily Mail að vissulega væri kominn tími til að skoða málið í nýju ljósi. Menn ættu að gera sér grein fyrir því að Camilla væri eina manneskjan í ást- arþríhyrningnum sem hefði hagað sér af háttprýði. Seward vísaði því á bug að sjón- varpsþættirnir væru liður í tilraun Karls og vina hans til að koma Cam- illu í mjúkinn hjá almenningi. „Það er líklegra að það hafi verið orðið tímahært að fjalla um þessa skemmtilegu, sterku konu sem er miðpunktur ástar Karls,“ skrifaði Seward jafnframt. ið út um þúfur. Þó svo að Díana hefði sjálf ári seinna játað á sig hjúskaparbrot með liðsforingjanum James Hewitt dugði það ekki til að milda reiði bresks almennings í garð Karls og Camillu. Karl og Diana skildu fyrir ári og Camilla er einnig skilin. Hingað til hefur Díana átt alla sam- úð þjóðarinnar. Penny Junor, sem ritað hefur ævisögu Karls, segir fáar konur hafa verið jafn alvarlega og ódrengi- lega dæmdar og Camilla. „Hin raunverulega Camilla lætur skoðanir sínar í ljós og hlær hátt og lengi þegar henni þykir eitthvað skemmtilegt. Hún er ekki með neina sýndarmennsku eða klæki. Hún er svolítið. óskipulögð, skemmtilega blátt áfram í öllu sínu æði og hefur engan áhuga á tísku.“ Karl hefur gefið til kynna að hann hafi alls ekki i hyggju að gefa Camillu upp á hátinn þrátt fyrir að niðurstöður skoðanakannana hafi hingað til sýnt að almenningur sé andvígur því að hún verði drottn- ing. Nýtt úrval mfedifjö I dann allan af fróölegu ógf^^ rskempitilegu efni m.a.: *aÁ^7fá bónjjann í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.