Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 Spurningin Ertu sátt(ur) viö aö Sam- vöröur ’97 sé haldinn hér á landi? Stígrún Ásmundsdóttir sölumað- ur: Já, ég tel þetta fyrirbyggjandi aðgerðir til að tryggja öryggi lands- manna. Finnur Sigurðsson bankastarfs- maður: Já, það er gott fyrir öryggi landsins. Hulda Pálsdóttir nemi: Já, mér finnst það gott mál. Vigfúsína Pálsdóttir húsmóðir: Já, því ekki það? Kristín Alexandersdóttir og Þor- björg: Já, þetta er gott fyrir alla þjóðina. Lesendur Bréfritari telur algengt aö mál á borö viö gleymdu göturnar komi upp og sé þar um aö kenna óskilvirku embættis mannakerfi. Gleymdar götur Hafsteinn skrifar: Á dögunum birtist frétt í DV þar sem sagt var frá götu í Kópavogi sem hefur orðið út undan í öllum fram- kvæmdum og er ástandið þar vægast sagt slæmt. Hún lítur út eins og al- gengt var í kringum 1960. Gamlir símastaurar eru notaðir sem ljósastaurar og rykið hellist yfir íbú- ana af ómalbikaðri götunni. Eftir þetta hafa birst fregnir af fleiri götum þar sem svipað ástand ríkir, m.a. á Akureyri þar sem íbúar segjast vaða drullu upp í hné til að komast heim sín. Þetta eru dæmigerð vinnubrögð fyrir þá sem vinna hjá ríki og bæj- um. Þeir segjast eiga rétt á hinu og þessu, hirða sín laun og hanga í kaffi þegar þeir eiga að vera að vinna. Þeim sem unnið hafa hjá hinu opin- bera erlendis eða í einkageiranum og ráða sig í vinnu á þessum stöðum blöskrar aðgerðaleysið og kvarta sár- an undan verkefnaleysi. Þegar einhver erfið eða óljós mál, eins og varðandi fyrmefndar götur, koma inn á borð er það vinnureglan að láta pappírana detta upp fyrir borðið eða senda þá fram og til baka á milli manna innanhúss út í hið óendanlega. Þegar nýir menn taka svo við eru þeir fljótir að tileinka sér ósiðina. Þetta sýnir það að menn hjá hinu opinbera eru of öruggir með sig í störfum sínum. Þeir eru orðnir áskrifendur að laununum sínum og telja sig ekki þurfa að vinna fyrir þeim. Nauðsynlegt er að taka upp virk- ari stjómun, brjóta kerfið upp og hafa það hangandi yflr mönnum, eins og á öllum venjulegum vinnu- stöðum, að standi þeir sig ekki í stykkinu séu þeir einfaldlega látnir fara. Ekki er síður mikilvægt að hvetja þessa starfsmenn áfram til dáða því að fyrirtæki, eða stofnun í þessu tilviki, verður aldrei annað en fólkið sem vinnur hjá því. Þegar núverandi borgarstjórn í Reykjavík tók við stjórnartaumunum vom höfð stór orð um að nú ætti að einfalda embættismannakerfíð og gera það skilvirkara. Ekki verður séð að neitt hafi gerst í þeim málum. Byssumaðurinn ógurlegi Magnús hringdi: Svo virðist sem íslendingar séu búnir að fá einum of stóran skammt af amerískum glæpabíómyndum. Ibúar í Breiðholti tilkynna um brjálaðan byssumann sem miði leysibyssu sinni inn um gluggann hjá þeim þegar þeir em - jú, að horfa á sjónvarpið. Það kémur svo upp úr krafsinu aö um er að ræða eitthvert krakka- grey sem er að leika sér með leik- fangabyssuna úti á svölum. Það eina sem þetta taugaveiklaða fólk hefur sér til málsbóta er að lýsa því yflr að „rosalega eru þessar leik- fangabyssur orðnar fullkomnar". Hvað kemur næst? Væri ekki ráð að menn fengju sér labbitúr eitt og eitt kvöld, þó ekki væri nema rétt til að koma veruleikaskyniriu í samt horf? Hvílík reginrök Þröstur J. Karlsson Á haustmánuðum árið 1974 voru þeir Vilmundur Gylfason og Eiður Guðnason að furða sig á því við ráð- herra í ríkissjónvarpinu hvernig gæti staðið á því að ráðherra eða bankastjóri gæti haft allt að tíföld laun verkamanns. Þeir áttu bara ekki til orð. „Þetta þarf að sjálfsögðu að laga,“ eitthvað í þá áttina var niðurstaðan. Sennilega hef ég misskilið lagfær- inguna. Hlutfalliö hefur lítið skánað síðan, hæst launuðu bankastjóram- ir hafa allt að flmmtán sinnum hærri laun en þeir lægst launuðu. Sem skattgreiðandi neita ég því að greiða bankastjóra 700 þúsund til milljón á mánuði. Upphæðin er ekki aðeins há heldur er hún tilvalin fyr- 5000 kl. 14 og 16 þjónusta allan sima „Nú hefur kjaradómur hækkaö laun æöstu manna um 8,55% og dómara al- veg sérstaklega..." segir Þröstur í bréfinu. ir aðra hálaunahópa að hengja sig í þegar kemur að „rökunum" fyrir hækkun þeirra launa eins og nú hefur komið á daginn. Þar sem stéttarfélögin eru litils megnug gagnvart ríkinu og öðmm er málið úr sögunni áður en júlí- mánuður er á enda. Það er gleymt. Nú hefur kjaradómur hækkað laun æðstu manna um 8,55% og dómara alveg sérstaklega „þar sem launakjör mega ekki vera til hindr- unar“ eins og segir í úrskurðinum. Þess má líka til gamans geta sem Steingrímur Hermannsson sagði einhvern tíma í sjónvarpinu: „bankastjórar erlendis hafa miklu meira en ég“. Án gríns. x>v Óþarfar heræfingar G.I. hringdi: Það skýtur skökku við að eitt- hvert hemaðarbrölt þurfl að vera hér á Islandi. Við höfum aldrei haft eigin her og sífellt minnkar sá herafli sem aðsetur hefur í bandarísku her- stöðinni. Samt flnnst mönnum nauðsynlegt að vera að halda æf- ingu fyrir dáta hérna. Þetta tilstand er flestum til ama. Ferðaþjónustan kvartar sár- an vegna takmarkana á umferð í lofti og á landi og hestamenn ótt- ast hið versta. Halda heræfmgar heima hjá sér! Ólög um útvarpið Lesandi hringdi: Varðandi grein Þorleifs Kr. Guðlaugssonar í DV 18. júlí lang- ar mig að taka undir með honum. Einnig vil ég koma því á fram- færi að það að vera neyddur til að borga af Ríkisútvarpi og Sjón- varpi eru ólög og stenst ekki kröf- ur samkeppnisráðs. Það eru margir sem gjaman vildu hafa Stöð 2 en hafa ekki efni á því þar sem þeir verða að borga af Stöð 1. Laun dómara F. E. hringdi: Ekki virðast allir landar mínir vita hvað þeir vilja. Umræður um hugsanlega hlutdrægni dómara og manna í sambærilegum stöð- um vegna fjárhagsvandræða tröllríða öllu en um leið og reynt er að gera eitthvað i málinu verð- ur ailt vitlaust. Hvernig væri að menn ákveddu sig. Hvort vilja þeir hafa sjálfstæða dómstóla með sjálf- stæðum dómurum sem þurfa ekki að þiggja fé af neinum eða dómstóla þar sem þeir sem fleygja brauðpeningum í áttina að dómara fá sínu fram. Þó að sumum líki það illa að til séu menn með hærri laun en þeir sjálfir verður það einu sinni að vera þannig að fjárhagsleg af- koma dómara sé trygg og jafnvel aðeins betri en gengur og gerist til þess að hægt sé að kalla Island því útjaskaða nafni réttarríki. Smábílar með fellihýsi G. E. hringdi: Svokölluð fellihýsi njóta tölu- verðra vinsælda. Ég var á leiðinni austur yflr Hellisheiði sl. laugardagsmorgun og lenti þar á eftir pínulitlum Peugeot með stærðar fellihýsi aft- an í bílnum. Hann komst náttúr- lega ekki hraðar en á 50 km hraða með þetta og þar sem þoka var á heiðinni komst enginn fram úr. Það getur ekki staðist að lög- legt sé að draga 7-800 kílóa vagn á bíl sem vegur álíka mikið og er minni ef eitthvað er. Flaggleysi Bjössi skrifar: Það er merkilegt að ef maður keyrir í gegnum miðbæ Reykja- víkur standa auðar fánastangir fyrir utan forsetaskrifstofuna og stjórnarráðið. Hið opinbera í heild flaggar sárasjaldan fyrir utan byggingar sinar. Á síðustu árum hefur það kom- ist í tísku að hafa stangir fyrir utan heimili en það er sama sag- an þar, aldrei er fáni dreginn að húni. Það var meira að segja svo 17. júní að ef gengið var um bæinn voru stangir yfirleitt flagglausar nema ef vera skyldi að þar blöktu fyrirtækjafánar, sem er reyndar lögbrot. Það væri ekki úr vegi, miðað við allan þann þjóðernisrembing sem bærist í bijóstum okkar, að gera íslenska fánanum hærra undir höfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.