Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 16
M- 16 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 FIMMTUDAGUR 24. JULI 1997 25 Iþróttir íþróttir ■91 ENGLAND Tim Flowers, markvöröur Black- burn, missir af fyrstu Ieikjum liösins á keppnistímabilinu þar sem hann gekkst undir aögerð á nára í gær. Stööu hans í markinu tekur John Fil- Attilio Lombardo er ekki búinn aö gera upp hug sinn og einhver aftur- kippur er kominn i hugsanleg félaga- skipti ítalans sköllótta frá Juventus yftr til Crystal Palace. Forráðamenn Palace höföu komist að samkomulagi viö Juventus um skiptin en sá sköll- ótti hefur ekki samþykkt skiptin og mætti ekki til London á þriðjudaginn eins og viö var búist. „Ég er orðinn svartsýnn á að skiptin veröi aö veru- leika,“ sagði Steve Coppell, stjóri Palace. Steve Coppell er sá stjóri í ensku úr- valsdeildinni sem veðbankar spá mestum líkum á að missi starfið á tímabilinu. Líkumar á að Coppell hrökklist úr starfinu eru 5:4. Næstur kemur Gerry Francis, stjóri Totten- ham, með 6:4. Samkvæmt veðbönkum ætti Arsene Wenger hjá Arsenal að vera öruggastur í starfinu en líkurn- ar á að hann verði rekinn er 16:1. Þar á eftir koma Alex Ferguson og Kenny Dalglish með 10:1. Jim Smith, stjóri Derby, gerir sér góðar vonir um að fá framherjann Francesco Baiano frá Fiorentina til liðs við Derby fyrir 1,5 miiljónir punda. Leiftur (0)1 Skallagrímur (0)0 1-0 Pétur Bjöm Jónsson (87.) skaut með viðstöðulausu skoti niðri í hægra hornið þegar fimm mínútur vom komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lið Leifturs: Hajrudin Cardaklija - Andri Marteinsson ®, Júlíus Tryggvason, Slobodan Milisic Daði Dervic @ - Davið Garðarsson, Ragnar Gíslason (Gunnar Már Más- son 71.), Hörður Már Magnússon (Sindri Bjamason 89.), Baldur Braga- son @, Pétur Björn Jónsson @ - Þor- valdur Makan Sigbjörnsson. Lið Skallagrims: Friörik Þor- steinsson @ - Pétur Grétarsson, Garðar Newman @, Gunnar M. Jóns- son (Þorsteinn Sveinsson 90.), Jakob Hallgeirsson - Þórhallur Jónsson, Sigurður Sigursteinsson, Stefán Ólafsson @, Hjörtur Hjartarson @, Hilmar Þór Hákonarson (Valdimar Sigurðsson 71.) - Sindri Grétarsson (Sveinbjöm Ásgrímsson 76.) Markskot: Leiftur 12, Skailagrím- ur 5. Horn: Leiftur 5, Skailagrímur 3. Gul spjöld: Pétur Björn (L), Daði (L), Hörður Már (L), Sigurður S. (S), Stefán (S). Rauð spjöld: Baldur B (L), Jakob (S). Dómari: Gísli Jóhannesson, hafði ekki nógu góð tök á leiknum. Áhorfendur: 250, lítið að gera í miðasölunni. Skilyrði: Gott knattspymuveður, sólarglenna í fyrri hálfleik og þurr völlur. Hafgola. Maður leiksins: Pétur Bjöm Jónsson, Leiftri. Fyrir góða bar- áttu og markið sem gaf þrjú stig. Þýskaland: Bayern og Stuttgart í úrslitaleik Bayern Munchen sigraði Evr- ópumeistarara Borussia Dort- mund, 2-0, í undanúrslitum þýsku deildabikarkeppninnar i knattspymu í gær. Brasilíumaðurinn Elber, sem keyptur var frá Stuttgart fyrir skömmu, skoraði í fyrri hálfleik og Markus Babbel bætti við öðru í síðari hálíleik. Bayem mætir Stuttgart í úr- slitaleik keppninnar á laugar- daginn en Stuttgart lagði Karls- ruhe í hinum undanúrslitaleikn- um, 3-0 í fyrradag. -GH Katrin með til- boð frá Noregi - skoraði sigurmarkið fyrir Kolbotn gegn Bröndby Katrín Jónsdóttir, landsliðskon- an unga úr Breiðabliki, hefur feng- ið tilboð frá norska úrvalsdeildar- liðinu Kolbotn. Katrín hefur verið hjá norska fé- laginu undanfama daga og er væntanleg heim í dag. Hún fór með því í æfingaferð til Danmerkur og skoraði þar sigurmarkið í 1-0 sigri Kolbotn á Bröndby, efsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar. „Forráðamenn Kolbotn hafa þeg- ar sett sig í samband við Breiða- biik með félagaskipti í huga. Þeir vildu fá hana strax 1. ágúst en Katrín Jónsdóttir. Katrín hefur sagt þeim að það komi ekki til greina. Hún er samn- ingsbundin Breiðabliki út þetta tímabil, sem hún vill klára, og að auki eru mörg verkefni framundan hjá A-landsliðinu og 20-ára lands- liðinu,“ sagði Jón Óttarr Karlsson, faðir Katrínar, við DV í gær. Ef af samningum verður fer Katrín væntanlega utan áður en undirbúningstímabilið í Noregi hefst í nóvember. Kolbotn er í fimmta sæti af tíu liðum í úrvalsdeildinni með 13 stig eftir átta leiki. -VS Mikill heppnissigur Leifturs gegn Skallagrími: „Hrikalegt að tapa svona leik“ - Pétur Björn skoraöi í lokin - Borgnesingar æfir af reiði DV Ólafsfirði: Það var allt á suðupunkti undir lok leiks Leifturs og Skallagríms í Ólafsfírði í gærkvöldi, leik úr 10. umferð úrvalsdeildarinnar sem hafði verið frestað. I raun gerðist ekki neitt markvert fyrr en á síð- ustu mínútunum. Það var Pétur Björn Jónsson sem reyndist hetja Leiftursmanna þegar hann skoraði mark sem tryggði Leiftri þrjú stig þegar fimm mínútur voru komar fram yfir venjulegan leiktíma. Fram að því sýndist manni stefna í steindautt og drepleiðinlegt jafntefli, en það var á síðustu mínút- unum sem spenna hljóp í leikinn og enn meiri harka en verið hafði framan af og þó komið nóg af sliku. Sjö gul spjöld og tvö rauð segja ým- islegt um lætin. „Það var alveg hrikalegt að tapa svona leik,“ sagði Ólafur Jóhannes- son, þjálfari Skallagríms, í leikslok en hann hafði í raun engan tíma til að ræða við blaðamann DV því hann hafði í nógu að snúast við að róa sína menn, sem voru sumir hverju alveg snælduvitlausir út í leikmenn Leifturs og dómarana. Eft- ir leikinn hljóp mönnum kapp í kinn og blaðamaður heyrði ásakan- ir um grófa framkomu og orðbragð- ið var ekki fagurt. Af leiknum er það að segja að fyrri hálfleikur var sá leiðinlegasti i manna minnum, ekkrt gerðist nema að Pétri Bimi tókst ekki að skora úr dauðafæri á 41. mínútu og Þorvald- ur Makan átti ágæt skot skömmu síðar sem Friðrik Þorsteinsson gerði vel að verja. Hættulegasta færi Skallagrímsmanna var þegar Cardaklija hitti ekki boltann í teig þegar hann ætlaði að hreinsa. Fjölmargir pústrar gengu manna á milli og var með ólíkindum hvað dómarinn lét fram hjá sér fara. Hann missti snemma tökin á leikn- Orn bætti sig í 100 m baksundi Hafnfirðingurinn Öm Amarson sigraði í 100 metra baksundi á ólymp- íuleikum æskunnar í Lissabon í Portúgal í gær. Örn kom í mark á mjög góðum tima, 58,46 sekúndum, bætti sig um hálfa sekúndu og var aðeins einni og hálfri sekúndu frá íslandsmeti Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar. Þessi tími kemur Erni í 18. sæti á styrkleikalista Alþjóða sundsambands- ins í unglingaflokki og ljóst má vera að hann er í mjög góðu formi þessa dagana. Öm keppir á Evrópumeistaramótinu í Sevilla í næsta mánuði og þar má búast við bætingum enda stefnir hann á að toppa á þessu móti. -GH um. Mistök hans fólust í því að hann leyfði gróf brot en flautaði hiklaust á lítilvæg brot. 1 síðari hálfleik breyttist ekkert nema að hafgolan jókst svolítið. Knattspyman sem boðið var upp á var ekki skemmtileg, misheppnaðar sendingar og spörk út um allan völl. Borgnesingar komust ekki fram fyr- ir miðju fyrr en á síðustu mínútum leiksins og átti varamaðurinn Valdimar Sigurðsson kjörið tæki- færi til að koma sínum mönnum yfir en misnotaði það. Sigur Leifturs var tæpur og mik- ill heppnisstimpill yfir honum. Upp- stillingin vakti líka athygli, með Þorvald Makan einan frammi gegn næstneðsta liðinu. Það sýndi sig líka að sókn Leifturs var ekki sann- færandi og baráttuglatt lið Borgnes- inga átti í fullu tré við Leiftur. Þeir vom niðurlútir í leikslok enda sárt að tapa leik með þessum hætti. -HJ ^Svíþjóð: Örebro styrkti stöðu sína DV, Svíþjóð: Helgi skoraði fyrir Sta- bæk gegn Lilleström Helgi Sigurðsson skoraði fyrir Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spymu í gær. Stabæk vann þá 0-2 útisigur á Lilleström, félaginu sem Rúnar Kristinsson er á leiðinni til. Helgi skoraði annað mark Stabæk á 46. mínútu og var svo skipt útaf þegar stundarfjórðungur var eftir. Stabæk komst með sigrinum í sjötta sætið en LUleström situr áfram í tíunda sæti. Helgi Kolviðsson sterkur gegn Austria Wien Helgi Kolviðsson og félagar hans í Lustenau gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn Austria Wien í austurrísku 1. deildinni í knattspyrnu. Helgi lék vel í vörn Lustenau en hann hefur þótt einn besti maður liðsins í fyrstu þremur umferðunum. Lustenau vann 2. deildina í fyrra og fer vel af stað í efstu deildinni. Sturm Graz er eitt í efsta sæti með 9 stig, Graz AK er með 5, Austria Wien, SV Ried, Rapid Wien em öll með 5 stig og Lustenau og Admira Wacker 4. -GH/VS Þrír leikir voru í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær. Ljungskile lagði Öster, 3-0, Norrköping tapaði á heimavelli fyrir Halmstad, 0-3 og Örebro sigraði AIK, 3-2. Arnór Guðjohnsen lék allan timann með Örebro og átti ágæt- an leik. Sigurður Jónsson gat ekki leikið með vegna meiðsla og Hlynur Birgisson var í leikbanni. Stefán Þórðarson tók einnig út leikbann og lék því ekki með Öst- er sem steinlá fyrir Ljungskile. Gautaborg er sem fyrr efst með 30 stig eftir 14 leiki, Halmstad 27, Elfsborg 26, Helsingborg 25 eftir 13 leiki, AIK 22, Malmö 22, Örebro, 22, Örgryte 22. -EH KR (1) 2 Dinamo Búkar. (0) 0 1- 0 Einar Þór Daníelsson (27.) úr vitaspymu eftir aö brotið var á Ríkharði Daðasyni i kjölfar hom- spymu. 2- 0 Ríkharður Daðason (52.) sneri skemmtilega á varnarmann og skoraði af markteig eftir aö hann og Einar Þór léku skemmtilega í gegn- um vörn Dinamo. Lið KR: Kristján Finnbogason - Sigurður Örn Jónsson, Þormóður Eg- ilsson, Bjami Þorsteinsson, Ólafur H. Kristjánsson - Hilmar Björnsson, Brynjar Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Þorsteinn Jónsson (Sig- þór Júlíusson 86.), Einar Þór Daníels- son (Guðmundur Benediktsson 84.) - Ríkharöur Daðason. Lið Dinamo: Prunea - Bátrinu, Cotora, Ionescu, Florea (Iviculae 81.) - Contra, Petre, Híldan, Tararache - Mihalcea, Rednic (Tálvan 54.) Markskot: KR 11, Dinamo 11. Hom: KR 5, Dinamo 7. Gul spjöld: Brynjar, Ólafur, Contra, Híldan. Dómari: Patrick Dempsey frá ír- landi, sæmilegur. Áhorfendur: 1.035 greiddu að- gang. Skilyrði: Vindur á annað markið, þurrt, völlurinn gætur. Maður leiksins: Bjami Þor- steinsson, KR. Firnasterkur i vöminni og steig vart feilspor all- an timann. Indriði Sigurðsson, 15 ára piltur, var i leikmannahópi KR, sem var að- eins með 15 leikmenn á skýrslu. Andri Sigþórsson, Heimir Guðjóns- son og Þórhailur Dan Jóhannsson vom allir Qarverandi vegna meiðsla. KR-ingar hafa nú urrnið heima- leiki sina í forkeppni Evrópumðtanna þrjú ár í röð. Fram að þvi höfðu þeir beðið í 31 ár eftir fyrsta Evrópusigr- inum. Einar Þór Daníelsson skoraði Evrópumark þriðja árið í röð. Hann skoraði gegn Everton haustið 1995 og sigurmarkið gegn Mozyr í fyrra. Rúmenarnir neit- uðu viðtölum Rúmenski þjálfarinn Cornel Tálnar og leikmenn Dinamo neituðu öllum viðtölum eftir leikinn í gærkvöld. Aðeins einn enskumælandi maður var í hópnum, búningavörðurinn. „Við getum ekki talað við ykkur, við erum að flýta okkur í flugvél- ina og eigum átta tíma ferð fyrir höndum," sagði sá ágæti maður. -VS m ÚRVALSDEILD Keflavík 10 7 1 2 15-10 22 ÍBV 10 6 3 1 24-8 21 ÍA 11 6 1 4 18-16 19 Fram 11 5 3 3 14-10 18 KR 11 4 4 3 16-9 16 Leiftur 9 4 3 2 13-7 15 Grindavík 11 4 3 4 11-15 15 Valur 11 3 2 6 12-22 11 Skallagr. 11 1 3 7 7-16 6 Stjaraan 11 0 3 8 6-23 3 Næsti leikur er IBV-Leiftur í Eyjum miðvikudaginn 30. júlí. Tólfta umferðin er síðan á dag- skrá 6.-7. ágúst. - Ríkharöur Daöason skorar síöara mark KR gegn Dinamo Búkarest og á litlu myndinni fagnar hann ásamt félögum sínum. DV-myndir Pjetur Vilji og bavétta fævðu KR glæsilegan sigur - Qórtánfaldir meistarar Rúmeníu lágu á Laugardalsvellinum, 2-0 Einhver glæsilegustu úrslit sem ís- lenskt lið hefur náð í Evrópúkeppni frá upphafi litu dagsins ljós á Laugar- dalsvellinum í gærkvöld. KR lagði fjórtánfalda Rúmeníumeistara, Dina- mo Búkarest, á sannfærandi hátt, 2-0, í fyrri leik liðanna í forkeppni UEFA- bikarsins. Úrslitin eru betra veganesti en nokkur þorði að vona fyrir síðari viðureign liðanna sem fram fer í höf- uðstað Rúmeníu næsta miðvikudag. Lið Dinamo Búkarest er kannski að- eins skugginn af stórveldi fyrri ára en það dregur á engan hátt úr afreki KR- inga sem ekki gátu teflt fram full- mönnuðum leikmannahópi í gær- kvöld. Rúmenska liðið er af þeim með- almennsku-Austur-Evrópu-styrkleika sem oftast hefur reynst íslenskum lið- um um megn. En ekki KR-ingum. Þeir mættu til leiks með viljann og baráttuna að vopni gegn leiknari og betur spilandi andstæðingum, og uppskáru eins og til var sáð. Fyrsta korterið lá talsvert á KR-ingum en síðan fóru þeir að sækja gegn vindinum með góðum ár- angri. Hilmar Bjömsson og Einar Þór Daníelsson létu Prunea, markvörð Dinamo, verja frá sér úr dauðafærum rétt áður en Einar Þór kom KR yfir úr vítaspyrnu. Og eftir laglegt mark Ríkharðs Daðasonar í byrjun síðari hálfleiks var KR með pálmann í höndunum. Dinamo sótti en komst litið áleiðis gegn firnasterkri vöm KR og var að- eins einu sinni nálægt því að minnka muninn. Kristján Finnbogason varði þá þrumuskot frá Florin Ionescu á glæsilegan hátt. Það var í eina skiptið í leiknum sem hann þurfti að taka á öOu sínu. KR-ingar léku geysisterkan varnar- leik með hinn unga Bjarna Þorsteins- son sem besta mann. Óskar Hrafn Þor- valdsson lék lykilhlutverk sem aftasti miðjumaður, með hina baráttuglöðu Brynjar Gunnarsson og Þorstein Jóns- son fyrir framan sig. Á þennan hátt myndaði KR hcuðskeyttan varnarmúr, og síðan sköpuðu Ríkharður, Einar Þór og HOmar Bjömsson hvað eftir annað usla í óöraggri vöm Rúmen- anna sem þoldi iOa að fá á sig pressu. Dinamo er með ungt lið, nokkra landsliðsmenn undir 21-árs, og tvo A- landsliðsmenn. Það verður eflaust mjög erfitt heim að sækja en KR-ingar geta þó farið til Búkarest fuOir sjálfs- trausts. Árangur þeirra og reynsla af útileikjum í Evrópukeppni undanfarin ár gefur líka góð fyrirheit um að þeim takist að fylgja sigrinum eftir og slá rúmenska liðið út úr keppninni. „Já, þetta gekk ágætlega þó það hafi ekki verið sérlega faOegur fótbolti sem við spiluðum. Þetta var dálítið erfitt í byrjun því við vissum nánast ekkert um þá og það tók tíma að laga sig að hraðanum i þeirra spili. Við unnum okkur út úr því og það var léttir að skora þetta snemma. Leikmenn Dina- mo vom ekkert ósvipaðir Hvít-Rúss- unum sem við lékum við í fyrra, nett- ir strákar sem spila vel. En eins og við lékum komust þeir ekkert áleiðis," sagði Þormóður Egilsson við DV. „Við urðum að vinna hér heima og það er ágætis veganesti að hafa skorað tvö mörk. En þetta er engan veginn búið og leikurinn í Rúmeníu verður mjög erfiður. Við héldum einbeitingu aOan leikinn og það gerði gæfumun- inn. Þetta fór eins og við vUdum hafa það,“ sagði Kristján Finnbogason, markvörður og fyrirliði KR. -VS Guðjón valdi fjóra nýliða - þrír þeirra úr ÍBV Guðjón Þórðarson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, valdi í gærkvöld fjóra nýliða í 16-manna hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Færeyjum sem fram fer á Homafirði á sunnudaginn. Það eru Eyjapeyjamir Tryggvi Guðmundsson, Sigurvin Ólafs- son og Guðni Rúnar Helgason og Keflvíkingurinn ungi Jóhann B. Guðmundsson. Arnar, Arnar og Ríkharöur aftur í hópinn Þrír leikmenn sem ekki voru valdir gegn Noregi á dögunum koma inn í hópinn á ný. Þaö em Arnar Grétarsson, Amar Gunn- laugsson og Ríkharður Daðason. Auk þessara sjö eru áfram í hópnum þeir Kristján Finnboga- son, Ólafur Gottskálksson, Rún- ar Kristinsson, Lárus Orri Sig- urðsson, Einar Þór Daníelsson, Hermann Hreiðarsson, Brynjar Gunnarsson, Sverrir Sverrisson og Sigurður Örn Jónsson, en þeir spiluðu allir gegn Noregi. -VS Evrópukeppnin Meistaradeild Evrópu: Anorthosis (Kýp)-Kareda (Lit) . . 3-0 Crusaders (NÍj-Din.Tblisi (Geo) . 1-3 D. Kiev (Úkr)-Barry T. (Wal) ... 2-0 Gí Götu (Fær)-Rangers (Skot) . . 0-5 Lantana (Eistý-Jazz Pori (Finn) . 0-2 Derry (írl)-Maribor (Slóven) ... 0-2 N.Baku (Azer)-W.Lodz (Pól) .... 0-2 Partizan (Júg)-Croatia Z. (Kró) . 1-0 Pyunik (Arm)-MTK (Ung)....0-2 Constructorul (Mol)-Mozyr (HR) 1-1 Valletta (Möl)-Skonto Riga (Lett) 1-0 Sileks (Mak)-Beitar (ísr) .1-0 Sion (Svi)-J.d’Esch (Lúx).1-0 Steaua (Rúm)-CSKA (Búl) ..3-3 Kosice (Slóvak.)-lA .......3-0 UEFA-bikarinn: Jablonec (Tékk)-Karabakh (Azer) 5-0 Petah-Tikva (ísr)-Flora (Eist) ... 1-0 Din.Minsk (HR)-Kolkheti (Geo) . 1-0 Dnipro (Úkr)-Jerevan (Arm) ... 6-1 Odra (Pólý-Pobeda (Mak)...3-0 Ujpest (Ung)-KÍ Klakksvík (Fær) 6-0 Gorcia (Slóven)-Otelul (Rúm)... 2-0 Inkaras (Lit)-Boby Brno (Tékk) . 3-1 Daugava (Lett)-Vorskla (Úkr) . . 1-3 Xamax (Sviý-Tiligul (Mold) .... 7-0 Brann (Nor)-Neftochimik (Búl) . 2-0 Grevenmach. (Lúx)-H.Split (Kró) 1-4 Inter Cardiff (Wal)-Celtic (Skot) . 0-3 MyPa (Finn)-Apollon (Kýp) .... 1-1 Principat (And)-Dundee U. (Skot) 0-8 Birkirkara (Mölj-Tmava (Slóvak) 0-1 Grasshopp. (Svi)-Coleraine (Nl) . 3-0 Vojvodina (Júg>-Viking (Nor) . . 0-2 Bohemians (Ír)-Ferencvar. (Ung) 0-1 KR-Dinamo Búkarest (Rúm) ... 2-0 Komist KR-mgar áfram mæta þeir sigurvegurunum úr einhverjum af þeim þremur leikjum sem taldir eru næst fyrir ofan þá. Allt bendir til aö það veröi Grasshoppers, Viking Stav- anger og Ferencvaros. Góður sigur Brann Norska liðið Brann, lið þeirra Ágústar Gylfasonar og Birkis Kristinssonar sigr- aöi Neftochimik Burgas, 2-0, í fyrri leik liðanna i UEFA-kepnninni í knattspyrnu í Bergen í gær. Heimamenn gerðu út um leikinn um miðjan fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Ivar Mjelde á 22. mínútu og sex mínútum síðari bætti Kjetil Lövik við öðru marki. Ágúst Gylfason lék allan tímann á miðj- unni hjá Brann en Birkir sat á vara- mannabekknum eins og hann hefur reyndar gert allt tímabilið. -GH LEIKNIENN FRAMTIÐARINNAR I LEIKJUM KVOLDSINS 1 X 2 LENUJúH i n Iþróttir eru einnig á bls. 26 og 27 UNDER-I8 Championship lceland 1997 Frakkland ■ írland Portúgal - Ungverjaland ísrael ■ Sviss ísland ■ Spánn ísland - Spánn (1-0) 1,80 1,55 1,95 5,70 2,25 2,80 3,00 2,70 3,65 5,05 3,00 3,70 2,75 1,25 1,65 Kaplakrikavöllur kl. 18,00 Kópavogsvöllur kl. 18,00 Akranesvöllur kl. 18,00 Laugardalsvöllur kl. 20,00 Laugardalsvöllur kl. 20,00 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.