Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. JULI 1997 Fréttir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræöast viö í Hvíta húsinu í gær. Fundur forsetanna í Hvíta húsinu: Hugmyndin kom upp áður en við fórum - sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands „Það hafði komið upp hugmynd um það daginn áður en við hjónin héldum vestur að af fundi minum með Bill Clinton, forseta Bandarikj- anna, gæti orðið. Ég ræddi þann möguleika við bæði forsætisráð- herra og utanríkisráðherra þann dag. Það lá hins vegar ekki skýrt fyr- ir fyrr en í gær að af fundinum gæti oröið vegna þess að þetta er ekki op- inber heimsókn forseta íslands. Það skýrðist svo eftir að ég kom vestur að ég myndi bæði heimsækja A1 Gore á heimili hans og síðan eiga fund með Clinton," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, í samtali við DV í gær. Hann vildi ekki fara nánar út í það hvernig þessum mjög svo óvænta og óvenjulega fundi var kom- ið á. Hvort A1 Gore hefði átt ein- hvern þátt í fundi þeirra Clintons sagði Ólafur Ragnar ekkert ætla að segja um en þegar hann hitti Gore heföi það verið orðið nokkuð mótaö að hann myndi eiga þennan fund með Bill Clinton. Ánægjulegur fundur „Þetta var mjög ánægjulegur fund- ur með Clinton forseta í dag og margt sem bar á góma. Við ræddum ítarlega um landafundina og hann lýsti yfir ríkum vilja til þess að efna til samvinnu með okkur um hátíða- höld árið 2000. Ekki aðeins til að minnast þessa merka atburðar held- ur líka til að minnast landafunda víkinganna, til að efla skilning manna á landkönnunar- og frum- kvæðishugarfari á nýrri öld. Einnig mikilvægi þess að leita að hinu óþekkta og halda inn á ótroðnar slóð- ir. Líka til þess að skoða samhengi víkingaferðanna við hafið. Það væri eitt af því sem mannkynið þyrfti sér- staklega að átta sig á; hvaða hlut- verki haflð gegndi í heildarloftslag- skerfi jarðarinnar. Þar væri fsland sérstaklega vel í sveit sett því að hreyfiafl þessara miklu hafstrauma myndaðist í kringum ísland. Þannig væri hægt að nota þúsund ára af- mæli landafundanna til þess að lyfta huganum til framtíðarinnar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Hann sagði að auk þessa hefðu þeir Clinton meðal annars rætt um íslendingasögumar. Ákveðið var að Ólafur myndi senda honum þær ís- lendingasögiu- sem eru að koma út í enskri útgáfu. Hugmyndinni um Snorra vel tekið „Ég nefndi líka við hann hugmynd mína um kvikmynd um strákinn Snorra og það þótti honum skemmti- leg hugmynd. Ég er sannfærður um að það verður skoðað mjög rækilega á næstunni hvernig íslendingar, Bandaríkjamenn og aðrir geti tekið höndum saman til að minnast landa- fundanna," sagði Ólafur Ragnar. -S.dór DV Forseti íslands í Bandaríkjunum: Heldur sig við stefnu íslenskra stjórnvalda - samráö um fund með Clinton, segir Davíð Davíð Oddsson forsætisráðherra segir Ólaf Ragnar Grímsson, for- seta íslands, ekki hafa gengið of langt í yfirlýsingum í heimsókn sinni tO Bandaríkjanna. Það hefur vakið nokkur viðbrögð hversu opinskár forset- inn hefur verið í málum á borð við samskiptin við ESB og sjáv- arútvegsstefnu sambandsins. „Forsetinn sit- ur blaðamanna- fund þarna fyrir vestan og ef hann væri mjög strangur hvað þetta varðar þá gæti hann neit- að að svara flest- um spurningun- um þar sem um væri að ræða stjómmálalegar spurningar. Þá yrði lítið úr blaðamanna- fundinum. Hann fer því hina leið- ina og gerir grein fyrir því hver sé stefna ís- lenskra stjórnvalda. Ég sé ekki annað en að hann haldi sig alveg við þá stefnu. Orðalagið ákveður hann alveg sjálfur en ég sé hvergi að hann tali um eitthvað sem ekki er skoðun meirihluta Alþingis og ríkisstjómarinnar. I Evrópumál- um lýsir hann nákvæmlega þeirri stefnu sem er við lýði,“ segir Dav- ið. Titringur Það hefur valdið nokknun titr- ingi meðal embættismanna að for- setinn er sagður hitta Clinton Bandaríkjaforseta sem og A1 Gore varaforseta án þess að viðkomandi ráðuneyti komi þar nærri. Emb- ættismaður, sem DV ræddi við í gær, sagði að „menn héldu bara um höfuðið" vegna yfirlýsinga for- setans sem væri kominn langt út fyrir svið sitt. Davíð segist ósam- mála því og hann segir fullt samráð vera milli sín og for- setans um það sem snýr að heimsókninni. Samráð „Við höfum rætt saman ég og forsetinn og það lá ljóst fyr- ir þegar hann fór að hann myndi hitta Gore varafor- seta á heimili hans. Hann hafði sagt mér af því og fór yfir það hver væru líkleg- ustu umræðu- efnin. Síðan sagði hann mér að það væri í athugun á veg- um bandaríska sendiráðsins hér að Clinton myndi taka á móti honum á stuttan fund en það var þó ekki ákveðið. Þá varð sú niður- staða að ef af þeim fundi yrði myndum við tala saman,“ segir Davið. Hann segir að þegar fyrir lá að af fundinum með Clinton yrði þá hefðu hann og forsetinn talað sam- an í síma. „Við áttum langt símtal um væntanlegan fund þar sem við fór- um yfir málin. Það var enginn ágreiningur milli okkar hvemig ætti að leggja fundinn upp og hver umræðuefnin yrðu. Það er hins vegar ekki víst að öll þau mál hafi komist að,“ segir Davíð. -rt Davíö Oddsson forsætisráöherra segir fullt samráö vera milli sín og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, um fundina meö forseta og varaforseta Bandaríkjanna. DV-mynd Hilmar Þór Dagfari Fleiri þurfa áfallahjálp Dagfari komst að þeirri niður- stöðu um daginn að knattspyrnu- þjálfarar, sem nú em reknir um- búðalaust, ef þeir sigra ekki í hverjum leik, þyrftu á áfallahjálp að halda. Það fer hins vegar ekki á milli mála að blessaðir þjálfararnir em ekki þeir einu sem þurfa slíka hjálp. Verklalýðsforingjar þurfa líka áfallahjálp. Þeir eru alveg mið- ur sín, flestir hverjir, eftir úrskurð Kjaradóms um launahækkanir til nokkurra embættismanna. Þá sér í lagi vegna launaumbunar dómara. Hún fer alveg rosalega fyrir brjóst- ið á verkalýðsforingjum. Ögmund- ur Jónasson segir nú síðast að ákvörðun Kjaradóms „sé svívirða" og má vart mæla fyrir geðshrær- ingu. Fulltrúi Prestafélagsins segir að prestar „séu æfir“ og svo mætti áfram telja. Forseti ASÍ, formaður Verkamannasambandsins og fleiri og fleiri eru nánast lamaðir af von- brigðum, hryggð og hneykslan. Allt út af Kjaradómi. Dagfari hefur verulegar áhyggj- ur af heilsu og sálarheill þessara manna. Einkum er vert að taka það alvarlega þegar prestar segjast vera æfir, bókstaflega æfir af bræði og reiði vegna þessarar hækkunar á launum embættismanna og þá einkum dómara. Eftir því sem best verður skilið hafa aðrir fengið meira heldur en prestar og dómarar fengu mikið meira en aðrir. Prestar fengu að vísu einnig hækkun, en ekki eins mikið og hinir og þess vegna eru þeir æfir. Þeir geta ekki þolað að aðrir fái meira en þeir og þegar prestarnir eru orðnir argir og æfir má búast við að þeir geðsmunir fái útrás í stólræðum prestanna og það er líka hætta á aö prestar nái ekki tökum á geðshræringu sinni þegar þeir veita öörum sáluhjálp og áfallahjálp og þess vegna þurfa þeir sjálfir áfallahjálp til að komast yfir áfallið. Enginn getur neitað því að það er áfall fyrir hinn almenna laun- þega þegar kauphækkanir eru samþykktar. Það er verulegt bakslag fyrir verkalýðsforystuna þegar Kjaradómur úrskurðar að einhverjar stéttir í þjóðfélaginu eigi skilið að fá hækkuð laun. Laun mega að vísu hækka stundum en það verður að gerast með sam- ræmdum hætti og enginn hefur leyfi til að fá meiri hækkun en þá hækkun sem verkalýðsforingjamir hafa skrifað undir. Annars er hún ómark og svívirða. Prestar eru stéttvísir menn og þeir eru sér betur meðvitandi um þetta jafnrétti heldur en aðrir. All- ir eiga að vera jafnir fyrir guði. Og þegar svo kemur í ljós að Kjara- dómur vogar sér að láta suma hafa meira en aðra og dómara meira en presta þá misbýður það réttlætis- kennd prestanna sem geta auðvitað alls ekki skilið né fyrirgefið að einn skuli bera meira úr býtum en annar. Það hefði að sjálfsögðu verið í lagi ef prestarnir eða einhverjir aðrir með þeim hefðu fengið aðeins meira en aðrir, enda er Prestafélag- ið myndað utan um hagsmuni og kjaramál presta, en sú hagsmuna- barátta gengur ekki eingöngu út á að bæta hag presta heldur líka að koma í veg fyrir og mótmæla því að aðrar stéttir fái meira heldur en prestamir. Þetta er í samræmi við grátkór verkalýðsforingjanna sem eru allir af vUja gerðir tU að bæta hag lág- launaðra, svo framarlega sem upp á það er passað að aðrir fái ekki það sama. Þegar það bregst þurfa menn á áfaUahjálp að halda. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.