Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 Sviðsljós Madonna gerist dálkahöfundur hjá virtu tímariti Madonna kallar ekki allt ömmu sína, enda sjálf bara nýorðin móð- ir, eða tiltölulega. Henni er margt til lista lagt, syngur bæði og leikur. Og nú er hún farin að skrifa. Vett- vangurinn er hið virta tímarit Time. í nýjasta tölublaðinu skrifar Madonna litla ritgerð þar sem hún minnist ítalska tískukóngsins Gi- annis Versaces sem var myrtur á Flórída fyrir rúmri viku. Eins og svo margt annað frægt fólk, er Madonna ákaflega upptekin af sjálfri sér. Blaðamaður hjá öðru virtu blaði úti í heimi ákvað að telja hversu oft kynþokkadísin fyrrverandi segði „ég“ í grein sinni og reyndist það vera hvorki meira né minna en 30 sinnum. Ofurfyrirsætan Elle MacPherson gerir hreint fyrir símim dyrum: Þrætir fyrir sætan leikf Ofurfyrirsætan Elle MacPherson hefur loksins leyst frá skjóðunni um tvo karlmenn sem sakaðir eru um að hafa ætlað að kúga út úr henni fé með því að hóta að birta nektarmyndir af henni á Internet- inu. Elle þvertekur fyrir að hafa hitt menn þessa, hvað þá að annar þeirra hafi verið eins konar kynlífs- leikfang hennar. Fyrirsætan sagði blaðamönnum að hún vildi gera hreint fyrir sínum dyrum. Stúlkunni sagðist svo frá að hinn 12. júní síðastliðinn hefði verið brotist inn í hús hennar í Los Ang- eles þar sem stolið var skartgripum að andvirði sjö milljóna króna. Auk þess hurfu nokkrar ljósmyndir af fyrirsætunni leggjalöngu. „Þar á meðal voru nokkrar mynd- ir þar sem ég er nakin eða hálfnak- in og syrpa af svarthvítum myndum sem ég hafði upphaflega hugsað mér að setja í bók,“ sagði Elle við blaðamennina. Fyrirsætan sagðist vilja að það kæmi alveg skýrt fram að hún hefði sjálf tekið myndimar með aðstoð sjálfvirkrar tímastillingar á mynda- svarar rumum flónun milljónum króna. Fyrirsætan lét lögregluna að sjálfsögðu vita. Verðir laganna hand- tóku síðan tvímenning- ana þegar þeir komu til að hirða pening- ana í verslunar- húsi í Beverly Hills. Annar bófanna heitir Michael Mis- vélinni. Hún sagði að innbrotsþjóf- urinn hefði hringt í sig og sent sér bréf þar sem hann hótaði því að setja myndimar á Intemetið ef hún borg- aði hon- um ekki chler og er 29 ára gamall. Lögfræð- ingur hans segir að Michael hafl átt í ástarsambandi við fyrirsætuna og að hún hafi gefið honum ljósmynd- imar. Lögfræðingurinn segist ætla að lýsa skjólstæðing sinn geðveikan þegar málið verður tekið fyrir í næstu viku. Rökin em þau að hvaða maður sem væri yrði vitlaus ef ein af fegurstu konum heims hafhaði honum. Sennilega nokkuð til í því. Elle er ekki á sama máli og lög- fræðingurinn. „Það var meira að segja rætt um að hann hefði verið „leikfangadrengurinn“ minn, hvað svo sem það þýðir. Þetta er náttúr- lega tóm vitleysa. Ég hef aldrei hitt þennan mann og ef ég er heppinn mun ég aldrei beija hann augum,“ sagði ofúrfyrirsætan Elle, sem hef- ur leikið í nokkrum kvikmyndum, nú síðast stórmyndinni um þá fóst- bræður Bíbí og Blaka. Áður lék hún til dæmis berbrjósta í myndinni Sirens á móti Hugh hjartaknúsara Grant og Sam Neill. Þar þótti stúlk- an standa sig allvel. Elle MacPherson á góöum degi. Popparinn sem einu sinni kallaöi sig Prins en núna bara Listamanninn er aö leggja upp í tónleikaferöalag til aö kynna nýja plötu. Eins og sjá má myndinni kallar hann feröalagiö „sultu ársins". Eöa þannig. Keanu er bálreiður yfir ástarsenum kærustunnar : I Bandaríski kvikmynda- leikarinn Keanu Reeves var ekki alls kostar hrif- inn af eldheitum ástar- senum sem kærastan hans þurfti að leika i á móti ungum og efnilegum leikara. Hann beinlínis fríkaði út, að sögn kærustunnar, hinnar gullfallegu Amöndu de Cadenet. Það er kannski ekki undarlegt þar sem leikstjórinn vildi endilega tesí taka upp þijár bólferðir á eininn og sama deginum. „Mér fannst sjálfri þetta vera allt of mikið,“ segir Amanda og bætir við að hún hafi þurft að vera lengi undir sturt- unni á eftir. í myndinni sem um ræðir, Hausti, leikur hin sæta Amanda kynóða ofurfyrir- sætu. Þau Keanu hafa verið saman í tæp tvö ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.