Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifmg: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stóriðja er úrelt Stjómvöld hafa gert hlé á tilraunum sínum til að draga stóriðju inn í landið. Þetta hefur ekki fallið í kram heimamanna á ýmsum stöðum, sem taldir em líklegir til stóriðju, einkum á Reykjanesskaga. Þeir reyna að þrýsta stjómvöldum til að endurskoða hægaganginn. Þótt stóriðja beri yfirleitt björg í bú, eru á henni ýms- ir vankantar, sem hafa þarf í huga, sérstaklega þegar uppgangur er í atvinnulífmu. Engan veginn er ömggt, að stóriðja sé við ailar aðstæður sú búbót, sem áhuga- menn og baráttumenn stóriðju vilja vera láta. Skiljanlegur er áhugi heimamanna á skjótum fram- gangi ráðagerða um stóriðju í héraði. Fyrst veldur und- irbúningur stóriðjunnar miklum uppgripum heima- manna og síðan veitir rekstur hennar trausta vinnu og útsvör, sem skipta máli í fámennum sveitarfélögum. Á landsvísu em áhrifin ekki svona hagstæð. Byggingu stóriðjuvera fylgir bygging orkuvera. Samanlagt valda framkvæmdirnar sveiflu í atvinnulífinu. Skyndilega verður mikið framboð atvinnutækifæra, sem minnkar síðan jafn skyndilega aftur. Þetta hvetur verðbólguna. Þar á ofan sýnir reynslan, að stóriðja verður seint náttúrulegur þáttur atvinnulífsins. Hún tengist lítt öðr- um þáttum þess. Hún stendur að mestu utan víxlverk- ana atvinnulífsins og situr ein út af fyrir sig í fíla- beinsturni fjarlægra fjölþjóðafyrirtækja. Einn helzti galli stóriðjunnar er, að hún á sér ekki rætur í þjóðfélaginu eða markaðshagkerflnu. Hún verð- ur ekki til fyrir tilverknað markaðsafla í frjálsu hag- kerfi. Hún verður til fyrir staðfestingu Alþingis á samn- ingum ríkisstjómar við erlend fjölþjóðafyrirtæki. Stóriðjan kemur að ofan með vinnubrögðum frönsku kaupauðgisstefnunnar frá átjándu öld. Hún er þáttur í úreltu hagkerfi ríkisforsjár, sem hefur lifað lengur hér á landi en annars staðar vegna stjórnmálaflokka, sem all- ir eru kreppuflokkar í stíl Framsóknarflokksins. Stjómvöld á Vesturlöndum sækjast ekki lengur eftir stóriðju. Hún er eftirlátin þriðja heiminum, þar sem menn eru svo örvæntingarfullir, að þeir líta fram hjá hliðarvandamálum. Vesturlönd vilja fremur sinna at- vinnuvegum á borð við hátækni og tölvutækni. Þar að auki samrýmist stóriðjan oft illa ýmsum mark- miðum, sem vestræn ríki hafa sett sér í mengunarvöm- um. Þess vegna er verið að rífa stóriðjuver á Vesturlönd- um og setja þau að nýju saman í fátæku löndunum, þar sem mengun er ekki enn orðin að hugtaki. Þannig er rifið álver í háþróuðu ríki á borð við Þýzka- land og sett upp að nýju í þróunarríki á borð við ísland. Það er ekki fyrr en eftir slíka samninga, að íslenzkir ráð- herrar byrja að klóra sér í höfðinu vegna vanefnda sinna á mengunarmarkmiðum sínum frá Ríó-fundinum. Frámganga íslenzkra stjómvalda í stóriðjumálum minnir á ríki, sem ramba á jaðri norðurs og suðurs í þróuninni. Öðrum þræðinum keppast þau við að selja landið sem lóð undir stóriðju. Hinum þræðinum eru þau farin að átta sig á, að stóriðja er ekki ókeypis. Á uppgangstíma næstu ára mun stóriðja eiga undir högg að sækja. Fólk mun auka umhverfiskröfur og þrýsta stjórnmálamönnum til að gæta betur að umhverf- inu en áður. Og fólk mun öðlast meiri trú á lausnir frjálsa markaðarins en lausnir stóriðjusamninga. Af þessum ástæðum hefur nú verið gert hlé eftir umdeilda ákvörðun um flutning gamals álvers til Grundartanga. Þetta lofsverða hlé má standa lengi. Jónas Kristjánsson í ræðu sinni 17. júní sl. sagði forsætisráðherra að nauðsynlegt væri að góðærið skilaði sér til þeirra sem minnst mega sín. Það er nú ljóst að fleiri hafa orð- ið varir við góðærið og vilja að það skili sér til launamanna, a.m.k. sumra. Ekki voru það reyndar viðsemjendurnir í kjara- samningunum undanfarið né stjómvöld við ákvörðun ijárhæða bóta almannatrygginga. Nei, þeir sem komust að þessari niðurstöðu voru félagamir sem skipa Kjara- dóm. Úrskurður Kjaradóms Þetta gerist nú nokkru eftir að ákveðið hefur verið í kjarasamn- ingum hver launakjör þorra al- mennra launþega skuli vera fram að aldamótum og sömuleiðis kjör ellilífeyrisþega og öryrkja. Þá kemur þessi úrskurður Kjaradóms í kjölfarið um launakjör æðstu embættismanna í samfélaginu. Dómuram þykir rétt að veita meiri hækkun en öðrum, hækkun „Aðgeröir ríkisstjórnarinnar og annarra sem kalsa um laun hér á landi eru heldur betur í öðrum anda en ummæli Davíðs Oddssonar 17. júní,“ segir. greinarhöfundur. 17. júní ræðan og góðærið ir framfærslumörkum í vissum tilvikum. Þetta þýðir um 2200 króna hækkun ofan á 36.600 krónurnar fyrir ellilif- eyrisþega í sambúð á mánuði. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar af- tengdi greiðslur til þeirra almennri launa- þróun í landinu stuttu eftir að hún kom til valda og síöan hafa þeir mátt þiggja eins og beiningamenn það sem ríkisstjórnin skammt- ar þeim úr hnefa, og sú ölmusa hefur nú verið ákveðin til aldamóta. Lífeyrisþegar, aldraðir og öryrkjar, sem þurfa „Dómarar fá þarna mánaðarlega launahækkun, mun hærri en sem svarar heildargreiðslum bóta- þega almannatrygginga á mánuði og þá erfasta yfírvinnan ekki tal- in með. Á sama tíma fær ellilífeyr■ isþeginn rúmlega 2000 króna hækkun á 36.600 króna ellilífeyr- inn sinn.“ Kjallarinn Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaöur sem nemur um 20 prósentustigum en aðrir fá að meðaltali 8,55 prósent. Kjaradómur er ekki aðeins að ákvarða grunnlaun heldur einnig hækk- un á yfirvinnu hjá þeim sem fá greidda yfirvinnu á annað borð, en föst yfir- vinna er oftar en ekki stór hluti tekna þeirra. Dóm- arar fá þarna mán- aðarlega launa- hækkun, mun hærri en sem svarar heild- argreiðslum bóta- þega almannatrygg- inga á mánuði og þá er fasta yfirvinnan ekki talin með. Á sama tíma fær elli- lífeyrisþeginn rúm- lega 2000 króna hækkun á 36.600 króna ellilífeyrinn sinn. Með þessum ákvörðunum er Kjaradómur að auka verulega launabilið og um leið óréttlætið í þjóðfélaginu, launa- bil og óréttlæti sem var ærið fyrir. Ölmusan til lífeyrisþega Þetta gerist á sama tíma og hækkanir til almenns launafólks eru 4,7% af launum. Á sama tíma og lífeyrisþegarnir fengu náðar- samlegast 2% hækkun um síöustu áramót á bætumar frá Trygginga- stofnun og 4% nú, en þær eru und- að treysta á almannatryggingarn- ar einvörðungu hafa lítt orðið var- ir við þær smánarhækkanir sem þeim hafa verið réttar. Þær hafa horfið aftur í ríkiskassann með óhóflegum tekjutengingum og auknum gjöldum á þá. Ég heyri það á þeim lifeyrisþeg- um sem hafa reglulega samband við mig að þeir muna vart erfiðari tíma. Gömul kunningjakona mín, sem hefur verið öryrki hluta æv- innar og lifir á rúmlega 50 þúsund króna tryggingabótum á mánuði, sér nú fram á það að verða að hætta að ganga til sjúkraþjálfara síns i lok ársins, þegar nýju sparn- aðarreglumar, sem ganga í gildi í haust, koma til fullra fram- kvæmda. Þó hefur þessi meðferð hjá sjúkraþjálfaranum verið for- senda þess að hún geti verið á ferli. Búast má við að þessi kona verði samfélaginu mun dýrari í kjölfarið fái hún ekki sína þjálfun. Hún trúði því að skattalækkan- irnar í vor kæmu henni og hennar líkum til góða. Það var nú eitthvað annað. Margréti Thoroddsen í að- gerðahópi aldraðra reiknaðist það til að hagnaðurinn hjá dæmigerð- um ellilífeyrisþega af skattalækk- ununum væri 127 krónur á mán- uði. Hvílík kjarabót! Góöur vilji dugar skammt Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og annama sem kalsa um laun hér á landi em heldur betur í öðmm anda en ummæli Davíðs Odds- sonar 17. júní um góðærið til lít- ilmagnans. Það er ekki til að auka traust á ráðamönnum þjóð- arinnar þegar þeir flagga yfirlýs- ingum sem þessum á tyllidögum, en síðan eru athafnir þeirra eins og á undan greinir. Ég skora á ríkisstjórnina að taka á sig rögg og láta athafnir fylgja orðum og hækka bóta- greiðslur til lífeyrisþega og at- vinnuleysisbætur til samræmis við þær hækkanir sem Kjaradóm- irn telur nauðsynlegar þeim hóp- um sem hann ákvarðar laun fyrir. Ásta R. Jóhannesdóttir Skoðanir annarra Vegabætur vegna kristnihátíöar „Átta hundruð milljónir í vegabætur, þar af tæp- lega helmingur „nauðsynlegur". Til að koma 75 þús- und manns akandi á tveimur klukkustundum til Þingvalla. Fyrir eina messu. Nú á að halda dýrustu útihátíð fyrr og síðar og áætlaður ferðakostnaður fjölskyldubílsins rúmlega 40 þúsund krónur.“ Stefán Jón Hafstein í Degi- Tímanum 23. júlí. Gengisþróunin og feröamanna- iðnaðurinn „Á íslandi er áralöng hefð fyrir því að talsmenn hinna ýmsu atvinnugreina barmi sér yfir gengisþró- uninni og kalli eftir gengisfellingu. Að þessu sinni ber þó svo óvenjulega til að talsmenn sjávarútvegs- ins fara ekki fremstir í flokki heldur er það ferða- málastjóri fyrir hönd ferðaiðnaðarins serm hæst kvartar. Ekki verður dregið í efa að fyrirtæki í ís- lenskri ferðaþjónustu eru sum hver að tapa umtals- verðum fiármunum vegna gengisþróunarinnar síð- ustu mánuði. Fyrir suma er þó líklega um holla lex- íu að ræða. Gengisáhætta er og verður veigamikill þáttur í rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja og við hana þurfa stjórnendur að glíma á sama hátt og þeir takast á við önnur dagleg verkefni." Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 23. júlí. Fjárreiöur stjórnmálaflokkanna „Leynd í kringum fiármál stjórnmálaflokka er ein- ungis til þess fallin að auka á tortryggni almennings í garð stjórnmálaflokka. Sama á reyndar við um aðra starfsemi þeirra. Það er eitt með öðru afar heil- brigt í áðurnefndu lagafrumvarpi að gerð er tillaga um lagaramma fyrir stjórnmálaflokka, réttindi þeirra og skyldur. Og það er sérlega gott í frumvarp- inu að lagt er til að bundið verði í lög að stjómmála- flokkar þurfi að vera öllum opnir og gæta jafnræðis milli félagsmanna sinna, og að stjórnmálaflokkar þurfi að sýna fólki lágmarkstrúnað." Úr forystugrein Alþýðublaðsins 23. júli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.