Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 32
JÍ.
*
%
Vinningstölur miðvikudaginn 23. 07.’97
6 35 41 42 43 45
v. x... x..,- ^
Fjöldi
VvMúnsax vinninsa Vinninssupphœð
1. 6 aþ 6 1 33.960.000
2.5 <116.*, i* 1 836.650
3.5 0(6 6 70.320
4.4 at 6 201 1.670
5.3 a» 6* 554 250
Heildarvinninssupphæð
35.692.740
Á íálandl
1.732.740
$
LOTT#
> t=D CZD FRÉTTASKOTIÐ
GC j SlMINN SEM ALDREI SEFUR
S 0 S LO ■=3: Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
C/O C=3 I— LO
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 24. JULI 1997
Bifhjóliö er mjög illa fariö eftir
áreksturinn. DV-mynd S
Alvarlegt slys
Alvarlegt umferðarslys varð á
Flugumferöarstj órar:
Okkur gert
ókleift að
starfa
„Það var samþykkt á fundi flug-
umferöarstjóra í gær mjög harðorða
ályktun sem flugmálastjóra verður
kynnt í dag. Þar kemur fram að við
teljum þetta vera eina alvarlegustu
aðfor að starfl flugumferðarstjóra
sem fram hefur komið frá upphafi.
Verði áminningin veitt er hreinlega
verið að gera flugumferðarstjórum
ókleift að starfa,“ segir talsmaður
flugumferðarstjóra.
Mikil reiði hefur verið í flugum-
ferðarstjórum vegna áminningar á
hendur einum starfsfélaga þeirra
vegna atviksins í flugstjórnarmið-
stöðinni í Reykjavík 12. júlí sl. -RR
íslendingur í Þýskalandi:
Dæmdur
í 3 ára
fangelsi
- fyrir fíkniefnasmygl
Ólafur Haukur Haraldsson, 23 ára ís-
lendingur, hefur verið dæmdur í 3 ára
fangelsi í Liibeck í Þýskalandi fyrir
fikniefnasmygl. Maðurinn var hand-
tekinn í lest í Lubeck 1. apríl sl. með 3
kíló af amfetamíni í fórum sínum.
Dómurinn, sem var kveðinn upp í
undirrétti í Liibeck, er óskilorðsbund-
inn en telst samt frekar vægur. íslend-
ingurinn er þegar byijaður að afþlána
fangelsisdóminn.
Maðurinn hefur komið við sögu lög-
reglu hér á landi vegna fíkniefhabrota
en aldrei verið ákærður fyrir slíkt.-RR
Allt klárt
og kvitt!
Alvarlegt umferðarslys varð á
Bildshöföa klukkan 10 í gærkvöld.
Strætisvagn ók í veg fyrir bifhjól
sem ekið var á töluverðri ferð. Öku-
maður bifhjólsins slasaðist allmikið
og var fluttur á sjúkrahús.
Hann fótbrotnaði og handleggs-
brotnaði og hugsanlegt var talið að
hann hefði hlotið innvortis meiðsl.
Hann var ekki í lífshættu. -RR
Pétur Kr. Hafstein fékk arf:
Greiddi fram
boðsskuldirnar
„Jú, það er rétt, ég hef greitt
upp allar skuldir sem til voru
komnar vegna forsetaframboðs
míns. Mér tæmdist nýlega arfur
og þá greiddi ég þær skuldir sem
eftir stóðu, um tíu milljónir
króna,“ sagði Pétur Kr. Hafstein
hæstaréttardómari í viðtali við
DV.
Þegar reikningar voru gerðir
upp síöastliðið haust vegna for-
setaframboðs Péturs kom í ljós að
skuldir vegna framboðsins námu
um fjórtán og hálfri milljón
króna. í framhaldi af því lýsti Pét-
ur því yfir að hann myndi taka á
sig þær skuldir sem eftir stæðu.
„Ég tók bankalán og í fyrra-
haust lá það fyrir að öllum, sem
framboðið skuldaði, hafði verið
greitt. Síðan hef ég verið að greiða
þetta lán niður.“
Sigurður G. Guðjónsson, talsm-
Pétur Hafstein: greiddi upp tíu
milljóna króna skuld.
aður forsetaframboðs Ólafs Ragn-
ars Grimssonar, sagði að skuldir
vegna framboðsins næmu nú
sautján til átján miiljónum króna.
„Þessi tala segir ekki allt því við
fórum út í þessa bókaútgáfu. Hún
kostaði sitt en það hefúr enn ekki
skilað sér allt sem hún hefur hal-
að inn, því það er á greiðslukort-
um og alls kyns greiðslum."
Guðrún Pétursdóttir sendi út
yfirlýsingu snemma á árinu þess
efnis að hún hefði þegar greitt
upp þær skuldir sem væru til-
komnar vegna framboðs hennar
til forseta embættisins.
Guðrún Agnarsdóttir sagðist
enn eiga ógreiddar um fjórar
milljónir króna vegna forseta-
framboðs síns. „Ég hef tekið lán
sem nemur þessari upphæð og
mun ljúka við að greiða það með
tíð og tíma.“ -JSS
Til hamingju! Að lokinni frumsýningu á Veðmálinu í Loftkastalanum í gærkvöld. Benedikt Erlingsson og Kjartan Guð-
jónsson, sem fagna hér ásamt góðum vini aö lokinni sýningu, voru í tveimur aöalhlutverkum verksins ásamt
Baltasar Kormáki og Margréti Vilhjálmsdóttur. Áhorfendur fögnuðu sýningunni bæöi vel og innilega. DV-mynd S
Veðrið á morgun
Rigning
og súld
Á morgun verður austlæg átt,
gola eða kaldi. Rigning eða súld
um landið sunnanvert, einkum
suðaustanlands. Norðanlands
verður skýjað en úrkomulítið.
Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig,
hlýjast norðanlands.
Veðrið í dag er á bls. 37
Stífla í Laxá:
Málinu ekki
enn
Ríkissaksóknari:
Lögfræði-
álits beðiö
Samkvæmt heimildum DV hefur
dómsmálaráðuneytinu ekki enn
borist lögfræðiálit það sem Hall-
varði Einvarðssyni var á sínum
tíma boðið að láta gera um kjör
hans.
Ágreiningur hefur verið milli
Hallvarðs og ríkislögmanns um
hvort kjör ríkissaksóknara skuli
vera nákvæmlega þau sömu og
hæstaréttardómara, nánar tiltekið
um það hvort ríkissaksóknari megi
hætta störfum 65 ára að aldri en
halda áfram fullum launum til ævi-
loka. Haflvarður hefur látið í ljós
áhuga á að láta af störfum verði
kjör hans þau sömu og hæstaréttar-
dómara að þessu leyti. -SÁ
Hæstiréttur
segir nei
Hæstiréttur felldi i gær úr gildi úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um
að sakborningum i stóra fíkniefna-
málinu svokallaða væri heimilt að
kynna sér framlögð gögn í málinu
áður en þeir yrðu yfirheyrðir fyrir
dómi.
Hæstiréttur vísar til þriggja ára
gamals dóms síns um að það fari ekki
í bága við sjónarmið um jafnræði og
réttláta dómsmeðferð, að sakboming-
ur verði yfirheyrður um sakarefhi
fyrir óháðum dómstóli áður en hann
kynnir sér skjöl málsins. -RR
Pantið í tíma !
dagar til þjóðhátíðar
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Bókattir í stma 570 3030
f
: Al)iinmlnn /
I ...í leiðinni heim um land allt,
« ávextir og grænmeti,
ávallt nýtt og ferskt
á stórmarkaðsverði.
i
4
4
„Bygging stíflunnar heyrði ekki
undir þennan fund. Samkvæmt lög-
um um Laxá og Mývatnssvæðið og
samningnum sem Landeigendafé-
lagið gerði á sínum tíma við ríkið,
þá er það verkefni Landeigendafé-
lagsins að afgreiða stífluna. Þess
vegna er afgreiðslan á fundinum í
gær, þar sem samningsdrögunum
við Landsvirkjun var hafnað, í raun
einskis virði. Það var ýmislegt ann-
að í samningnum sem fundurinn í
gær var haldinn um, svo sem bætur
fyrir land og annað. Það var verið
að greiða atkvæði um það en ekki
byggingu stíflunnar á fundinum í
gær,“ segir Stefán Skaftason, ráðu-
nautur í Straumnesi, í morgun um
fund í Veiðifélagi Laxár í gær.
„Samningnum við Landsvirkjun
var hafnað og það ekkert timabund-
ið. Þetta var góður fundur þar sem
skipst var á skoðunum um málið.
Atkvæðagreiðslan var jöfn. Samn-
ingurinn var fefldur með 19 atkvæð-
um gegn 17,“ sagði Jón Jónasson
formaður félags landeigenda. -S.dór
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4