Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 íþróttir i>v Landsmótið Staða efstu manna á landsmótinu í golfi: Meistaraflokkur karla (1. dagur); Kristinn G. Bjamason, GR........74 Helgi Birkir Þórisson, GS .......75 Björgvin Þorsteinsson, GA .......76 Björgvin Sigurbergsson, GK .... 76 ívar Hauksson, GKG...............77 Örn Ævar Hjartarson, GS.........77 Þorsteinn Hallgrimsson, GR .... 77 Sveinn Sigurbergsson, GK........77 Tryggvi Traustason, GK ..........77 Ragnar Ólafsson, GR..............77 Tryggvi Pétursson, GR ...........78 Birgir Haraldsson, GA............78 Friöbjöm Oddsson, GK ............78 Þórður E. Ólafsson, GL...........80 Sæmundur Pálsson, GR.............80 Þorkell S. Sigurðarson, GR ......80 Viggó H. Viggósson, GR...........80 Sigurpáll Sveinsson, GA .........80 Keppni í meistaraflokki karla hefst klukkan 13.30 í dag. Meistarflokkur kvenna (1. dagur): ÓlöfM. Jónsdóttir, GK ............72 Herborg Amarsdóttir, GR..........76 Þordís Geirsdóttir, GK............76 Ragnhildur Sigurðard, GR.........78 Konumar hefja leik í dag klukkan 15.40. 1. flokkur karla, fyrsti dagur: Auðunn Einarsson, GÍ.............75 Pétur Ó. Sigurðsson, GR..........75 Guðjón K. Þórisson, GB...........75 Ólafur H. Jóhannesson, GSE .... 75 Hörður Sigurðsson, GR............76 Guömundur Vigfússon, GR.........76 Ólafur A. Gylfason, GR...........76 Ólafur Þ. Ágústsson, GK..........76 2. flokkur, annar dagur: Stefán B. Gunnarsson, GR.......156 Ámundi Sigmundsson.GR ..........163 Stefán S. Guðjónsson, GV .......164 Garðar Vilhjálmsson, GS........164 Kjartan Kristjánsson, GKG .... 165 Ivar Harðarson, GR..............165 Ragnar K. Gunnarsson, GR .... 165 2. flokkur kvenna: Stefanía M. Jónsdóttir, GR ......88 Margrét Þ. Jónsdóttir, GK........89 Aðaheiður Jörgensen, GR .........91 Arna K. Hilmarsdóttir, GKJ .... 95 3. flokkur, annar dagur: Ingibergur Jóhannsson, GR .... 181 Adolf H. Berndsen, GSK..........183 Guðmundur R. Bragason, GR ... 184 Elliði Norðdahl, GR.............184 Bjami Magnússon, GL.............184 Pétur L. Sigurösson, GR.........186 Láras Gunnarsson, GK ...........186 Steinar Ágústsson, GR...........186 Stig til landsliös Karlar: Björgvin Sigurbergsson, GK .... 203 Þorsteinn HaUgrímsson, GR .... 196 örn Æ. Hjartarson, GS ..........194 Björgvin Þorsteinsson, GA......161 Sigurður Hafsteinsson, GR......160 Konur: Ólöf M. Jónsdóttir, GK..........188 Ragnhildur Siguröard, GR.......161 Þórdís Geirsdóttir, GK..........127 Herborg Amardóttir, GR...........92 Landsmótið í golfi: Kristinn og Olöf leiða eftir fyrsta hringinn - hörð keppni hjá körlunum en Ólöf með góða forystu hjá konunum Eftir fyrsta keppnisdaginn í meistaraflokkum karla- og kvenna á landsmót- inu í golfi á Grafar- holtsvelli hefur Kristinn Gústaf Bjarnason, GR, foryst- una hjá körlunum en Ólöf Mar- ía Jónsdóttir, GK, hjá konun- um. Kristinn hefur leikið á 74 högg- um eða þremur höggum yfir pari vallarins. Hann lék fyrstu níu hol- urnar á 39 ijjSS' höggum og síð- ari níu holurn Björgvin Sigur- bergsson, GK, lék á 76 höggum og er á meðal efstu manna. ar á 35 höggum. Helgi Birkir Þóris- son, GS, kemur fast á hæla Kristins en hann lauk keppni í gær á 75 höggum. Aðstæður voru ekki sem bestar i gær, hvasst var í veðri og rigningasuddi. Skorið hjá keppend- um eftir þennan fyrsta dag var því ekkert til að hrópa húrra fyrir. Viggó H. Viggósson, GR, var með forystuna eftir fyrstu 9 holumar. Hann lék þær á 35 höggum en á síð- ari níu gekk allt á afturfórunum hjá honum og hann kom inn á 46 högg- um. Hjá kvenfólkinu lék Ólöf Maria Jónsdóttir, GK, mjög vel og gott for- skot eftir fyrsta hringinn. Ólöf hef- ur leikið á 76 höggum og hefur fimm högga forskot á Herborgu Arnarsdóttur, GR, og Þórdísi Geirs- dóttur, GK. „Þetta er búið að ganga vel svona í byrjun. Það er mikil keyrsla á tveimur völlum og í morgun þegar okkur bestu kylfingar mættu til leiks þá fengum við eins og vana- lega íslensku rokröðina en nú er farið að lægja enda meistara- flokkurinn kominn í hús í dag. Það virðist vera einhver \ stefna hérna að þegar þeir bestu eru að spila þá , • þurfi að blása hressilega 0 til þess að kæla þá nið- w ur,“ sagði Sigurjón Am- arson, Landsmótsstjóri, eftir fyrsta keppnisdag meistaraflokkanna í golfi á Landsmótinu í Grafarholti. „Fer vel af stað“ „Mér líst bara vel á byrjun. Korp- úlfsstaðir fóru vel af stað á þriðju- daginn og menn eru svona smátt og smátt að átta sig á vellinum þar. í Grafarholti hefur gengið ágætlega og skorið á fyrsta degi bara svona eftir aðstæðum. Það er í sjálfu sér ekkert auðvelt að spila í svona sterkum vindi. Úrslitin í dag koma mér í sjálfu sér ekkert á óvart. Mér finnst þetta skor, 74-75, bara gott í dag (í gær). Hjá meistaraflokki karla er þetta búið að vera voðalega jafnt en með- alskorið, 81, ekkert sérstaklega gott. Mér sýnist það á öllu að þetta verði nokkuð jafnt og skemmtilegt hjá strákunum en á þó von á því að landsliðsmennirnir verði framar- lega. Hjá stelpunum hefur Ólöf Mar- ía Jónsdóttir nokkuð góða forystu, 5 högg, og spilaði mjög vel en þetta er aðeins fyrsti dagur af fjórum.“ Korpúlfsstaðir erfiðir „Mér skilst á keppendum í 2. og 3. flokki karla á Korpúlfsstöðum að þeim líki almennt vel við völlinn en hann er þeim erfiður og fljótur að refsa ef mistök eru gerð. Menn eiga bara eftir að öðlast meiri reynslu á þessum nýja velli og þurfa að vera tilbúnir til að hugsa hann rétt og ætla sér ekki of mikið. Þetta er allt óráðið í hærri forgjafarflokkunum og 2-3 högg fljót að fara út í veður og vind og úrslitin ráðast örugglega ekki þar fyrr en i blá lokin.,“ sagði Sigurjón við DV þegar farið var að líða á seinni hluta annars keppnis- dags á Landsmótinu í golfi. í 1. flokki karla er keppni geysi- hörð og eftir fyrsta hringinn eru fjórir kylfingar jafnir í efsta sæti með 75 högg. Í2. flokki karla er gamla handboltastjarnan úr Val og landsliðinu, Stefán Gunnarsson, kominn með gott forskot en hann hefur leikið á sjö höggum færra en Ámundi Sigmundsson, fyrrum knattspyrnukappi. -ÖB/GH Ólöf María Jónsdóttir, GK, er með fimm högga forskot eftir fyrsta keppnisdaginn í kvennaflokki á landsmótinu í golfi. Keppni heldur áfram í dag á Grafarholtsvelli. DV-myndir Pjetur Erfitt hjá Skagamönnum - töpuðu fyrir Kosice í Slóvakíu, 3-0, og róðurinn verður þungur í seinni leiknum íslands- og bikarmeistarar Skagamanna töpuðu fyrir FC Kos- ice, 3-0, í fyrri leik liðanna í und- ankeppni meistaraliða Evrópu í Slóvakíu i gær. Tíu þúsund áhorfendur sáu Ro- bert Smenik skora fyrsta markið á 30. mínútu, Dusan Toth það annað á 48. mínútu og Miroslav Sovic það þriðja á 64. mínútu. Fljótir og léttleikandi „Þetta var mjög erfitt enda mætt- um við sterku, fljótu og léttleikandi liði. Við lögðum upp í leikinn meö það í huga að spila stífan varnar- leik. Það gekk ágætlega framan af. Við spiluðum flata vörn til að fiska þá í rangstöðuna en þeir náðu að sleppa í gegn á 30. mínútu og skor- uðu fyrsta markið. Kjafshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir skoruðu annaö markið og eftir það var þetta erfítt. Tveggja marka tap hefði verið ásættanlegt og þá hefðum við átt meiri möguleika á að komast áfram,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, leik- maður ÍA, viö DV í gærkvöldi en Skagamenn voru þá nýkomnir til Búdapest í Ungverjalandi þar sem gistu í nótt. Gunnlaugur sagði að Skaga- menn hefðu ekki skapað sér nein dauðafæri heldur nokkur hálffæri en með smá heppni hefðu þeir get- að skoraö. Hann sagði að aðalstyrkur Kos- ice fælist í sterkri liðsheild. Liðið væri vel spilandi og mikið með skiptingar á milli kantana. Þar með er ljóst að róður meist- aranna verður mjög þungur en síð- ari leikur liðanna fer fram upp á Skipaskaga í næstu viku. Það var skarð fyrir skildi að í lið ÍA vant- aði nokkra leikmenn. Ólafur Ad- olfsson tók út leikbann, Alexander Linta gat ekki tekið þátt í leiknum þar sem vegabréf hans týndist á leiðinni til Slóvakíu og þeir Haraldur Ingólfsson og Sigur- steinn Gíslason voru báðir meidd- ir. Sigursteinn er meiddur í nára en stefnir að því að vera með í síðari leiknum á miðvikudaginn. Logi Ólafsson stýrði Skagalið- inu í fyrsta sinn á þessu tímabili og hann tefldi fram sama liðinu all- an leikinn sem var þannig skipað: Þórður Þórðarson - Sturlaugur Haraldsson, Gunnlaugur Jóns- son, Steinar Adolfsson, Pálmi Haraldsson - Unnar Valgeirs- son, Alexander Högnason, Ólaf- ur Þórðarson, Jóhannes Harðar- sonj - Haraldur Hinriksson. Tæplega 30 stiga hiti var í Kosice á meðan leiknum stóð og var mikil molla á vellinum enda alveg verður stillt. -GH Jackson áfram með Chicago Phil Jackson verður áfram við stjórnvölinn hjá NBA meistur- unum í Chicago BuOs. Samning- ur hans við félagið rann út eftir tímabilið í júní og loks í gær tók- ust samningar á milli hans og forráðamanna Chicago um að hann þjálfi liðið í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Jackson verður hæst launað- asti þjálfarinn i deildinni en fær 6 milíjónir dollara. Jackson hef- ur náð frábærum árangri með liöið og hefur gert það að meist- urum fimm sinnum á síðustu sjö árum. Þungu fargi er því létt af for- ráðamönnum Chiacgo en snill- ingurinn Michael Jordan sagðist ætla að hætta ef Jackson yrði ekki áffam með liðið. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.