Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 Fréttir DV ^ Meint misneyting fyrrverandi lögmanns Húsnæðisstofnunar: Eg stend uppi öreigi - segir Geir Snorrason eftir viðskipti sín við fyrrverandi lögmann Húsnæðisstofnunar Veðflutningar lögmanns Húsnæðisstofnunar ■2..000 þúa x■ : ^ MeHtigerti 6, t ;§|| Akranesi V ' ‘—■z**—- (kaupverð 250 þús.) Hús lögmanns Húsnæðisstofnunar ' Engjasel 63, Reykjavík Grundarstígur 12, Bolungarvík (kaupverð 300 þús.) Veuslama lögmannsins kaupir Hringbraut 119, Reykjavík Strandgata 36, Neskaupstað (kaupverð 2.000 þús.) Vesturvegur 8, Seyðisfirði (kaupverð 300 þús.) íbúð fyrrverandi eiginkonu iögmannsins Miðvangur 41 Hafnarfirði % XS íbúð fynverandi eiginkonu, VMB, Strandasel 5, Reykjavík aSSI&i 800 þús. tn „Ég sem er 75% öryrki, stend uppi algjör öreigi eftir viöskiptin við fyrrverandi lögmann Húsnaeðis- stofnunar og bíð bara eftir því að verða kastað út úr íbúðinni minni í Gyðufellinu. Ég á ekkert og get ekki fengið mér lögfræðing í málið, bara setið uppi með skömmina og vandræðin,“ segir Geir Snorrason. Geir er einn þriggja sem kærðu lögmanninn fyrir misneytingu, veð- svik og skjalafalsanir. Þremenning- arnir bundu vonir við að ríkissak- sóknari myndi fylgja málinu eftir. Sú von varð að engu með bréfi emb- ættisins frá 14. júlí sl. í því segir að eigi sé krafist frekari aðgerða í mál- inu af hálfu ákæruvaldsins. Geir Snorrason og þeir þremenn- ingarnir sökuðu lögmanninn um að hafa notfært sér þau í eiginhags- munaskyni og m.a. keypt í þeirra nafni húseignir, m.a. af Húsnæðis- stofnun, og flutt síðan áhvílandi veðlán af verðmeiri húseignum sín- um og vandamanna sinna yfir á þessar nýkeyptu og mun verðminni eignir. Þessir veðflutningar eru sýndir á meðfylgjandi grafi. Blekktur til samvinnu Geir segir í samtali við DV að lög- fræðingurinn hafi smám saman blekkt sig til samvinnu eftir að hann leitaði til hans í greiðsluerfiðleikum í kjölfar skilnaðar. Bæði Geir og lög- maðurinn voru á þessum tíma giftir konum frá Filippseyjum og kveðst Geir hafa lánað fyrri konu lögmanns- ins hárhæð og hafi staðið á endur- greiðslu. Hann leitaði því fúlltingis eiginmannsins fyrrverandi með að fá upphæðina greidda og til að fá al- menna greiðsluerfiðleikaaðstoð á veg- um Húsnæðisstofhunar í kjölfar harð- vítugra skilnaðarmála. Hvort tveggja gekk fljótt og vel að sögn Geirs. Mikiö vill meira „Upp úr þessu fer lögmaðurinn að biðja mig að skrifa upp á fyrir sig sem mér fannst sjálfsagt að gera þar sem maöurinn hafði verið mér hjálplegur. Mér fannst varla geta verið varasamt að gera þetta fyrir þetta hátt settan mann hjá traustri stofmm,“ segir Geir. Hann segir að þessar uppáskrift- ir hafi fljótt undið upp á sig og orð- ið vegna stærri og stærri upphæða og skuldbreytinga. „Loks fer hann fram á að ég láni sér nafnið mitt til þess að kaupa íbúð af Húsnæðis- stofnun austur í Neskaupstað Geir Snorrason: Orðinn öreigi. DV mynd S vegna þess að hann megi það ekki sjálfur. Hann bað mig því að kaupa hana á pappírunum en sagðist strax myndu flytja íbúðina yfir á nafn konu sinnar og sjálfs sín,“ seg- ir Geir. Geir segist hafa fallist á þetta og hafa um leið skrifað upp á opið afsal. Geir segir að embættismaðurinn hafi síðan brugðist trausti sínu ger- samlega. Vegna þessara samskipta við lögmanninn hafi hann lent í þvílíkum hremmingum að íbúö hans í verkamannabústöðum í Gyðufelli hefur nú verið boðin upp og þaðan verði hann senn að fara. „Þegar upp er staðið var hann búinn að skrá framlengingar og skuldbreytingar sem ný lán og í a.m.k. einu tilfelli hefur hann bætt einni milljón framan við það sem ég skrifaði upp á og rúmlega 400 þúsund þannig orðin tæp ein og hálf milljón. Hann lofaði mér að kippa öllu í liðinn en sveik allt og nú er ég, öryrkinn, orðinn alger ör- eigi,“ segir Geir. Kerfiö tregt Geir segir að þegar hann fór af stað með að kæra lögmanninn hafi hann alls staðar rekist á veggi: „Ég var rekinn út frá rannsóknarlög- reglunni og sagt að fara bara til for- stjóra Húsnæðisstofnunar með þetta. Þá talaöi ég við þá í Ríkis- endurskoðun og þar var mér sagt að fara með málið til ríkissaksókn- ara sem ég gerði og lét dagstimpla öll gögnin inn en hélt eftir ljósrit- um af öllu saman. Síðar fékk ég viðtal við Hallvarð Einvarðsson ríkissaksóknara sem sagðist vera búinn aö lesa öll gögnin yfir og senda til rannsóknarlögreglunnar. Jafnframt sagði Hallvarður að ef höfðað yrði mál á hendur lögmann- inum yrði mér séð fyrir lögfræð- ingi. Ég var því hinn rólegasti." Geir segir að vonbrigðin hafi því verið algjör á dögunum þegar hon- um barst bréfið frá ríkissaksókn- araembættinu. „Þessi rannsókn hefur nú tekið tvö ár og það eina sem út úr þessu kemur er að ríkis- saksóknaraembættið telur að lög- maðurinn í Húsnæðisstofhun hafi ekki aðhafst neitt saknæmt. Ekki einu sinni það að hann opnaði bankabækur í mínu nafni og skráði sjálfan sig sem prókúruhafa," segir Geir. -SÁ Veðflutningamálið hjá Húsnæðisstofnun: Engar sakir finnast - segir Jón Erlendsson saksóknari Við teljum ekki ástæöu til að ákæra lögmanninn. Það er vegna þess að við teljum ekki að við kom- um neinni sök yfir hann,“ sagði Jón Erlendsson saksóknari í samtali við DV. Saksóknaraembættið hefur fallið frá ákærum á hendur fyrrverandi lögmanni sem starfaði hjá Húsnæð- isstofnun þar til fyrir nokkrum mánuðum síöan með bréfi dagsettu 14. júlí sl. undirrituðu af Jóni Er- lendssyni saksóknara. Forsaga málsins er kæra á hendur lögmann- inum frá þremur einstaklingum sem áttu í viöskiptum við hann og voru m.a. skráöir eigendur verðlít- illa fasteigna sem lögmaðurinn síð- „Ég verð að vísa því til fram- kvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar að svara þessu,“ sagði Grétar Guð- mundsson, aðstoöarframkvæmda- stjóri Húsnæðisstofnunar, í gær. DV spurði hann í fjarveru Sigurð- ar Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra stofnunarinnar, um við- brögð við úrskurði embærtis ríkis- an veðsetti. Kært var vegna ætlaöra auðgunarbrota lögmannsins. í stjórnsýsluúttekt sem KPMG Endurskoðun hf. gerði fyrir hönd Ríkisendurskoðunar í nóvember 1995 er m.a. fjallað um þessi við- skipti lögmannsins og kærenda og veðflutninga sem gerðir voru á milli fasteigna sem voru skráðar í eigu kærenda, lögmannsins sjálfs og ým- issa venslamanna hans. í skýrsl- unni kemur fram að eignimar voru veðsettar fyrir um 6,5 milljónum króna hærri upphæð en raunveru- legt virði þeirra var. Það er sú upp- hæð sem telja má tapaða Húsnæðis- stofnun. saksóknara um aö aðhafast ekki frekar gegn fyrrverandi lögmanni Húsnæðisstofnunar. Jón Erlendsson saksóknari segir að um hafi verið að ræða kærumál þriggja einstaklinga á hendur fyrr- verandi lögmanni Húsnæðisstofn- unar. Engar sakir hafi fundist hjá lögmanninum og Húsnæðisstofn- sendur þess að fallið væri frá ákæru á hendur lögmanninum í Ijósi þess- arar niðurstöður endurskoðend- anna. Hann sagði að hún væri ekki tilefhi til málssóknar og Húsnæöis- stofnun væri ekkert að kæra mann- inn. Lögmaður sem DV ræddi við sagði að ríkissaksóknaraembættið hefði það á valdi sínu hvort ástæða væri til málssóknar eða ekki og þyrfti ekki að rökstyðja ákvarðanir sínar. í þessu máli gætu forsendur embættisins verið þær að það liti ekki á málið sem svik gagnvart Húsnæðisstofnun, heldur einungis viðskipti milli stofnunarinnar og þeirra aðila sem áttu hlut að mál- un sé ekki málsaðili. Eins og fram kemur í öðrum fréttum blaðsins um málið var það mat KPMG Endurskoðunar hf. í árslok 1995 að vegna veðflutninga lögmannsins yfir á verðlitlar eign- ir víðs vegar um landið væru í árs- lok 1995 um 6,5 milljónir króna í uppnámi hjá Húsnæðisstofnun. inu. Hugsanlegt væri einnig að ekki hefði enn reynt á hvort einhver gæti borgað af himun margfluttu lánum yfir á verðlausar eignir. DV leitaði álits Jakobs R. Möllers hæstaréttarlögmanns á niðurstöðu ríkissaksóknara en Jakob var verj- andi Sigurðar Helga Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Húseigendafé- lagsins, í meiðyrðamáli Húsnæðis- stofnunar gegn Sigurði. Jakob sagöi að í ljósi skýrslu KPMG Endurskoð- unar hf. og þeirra skýrslna sem gefhar voru í fyrmefndu meiðyrða- máli þá vekti niðurstaða ákæru- valdsins nokkra undrun. Jakob vildi hins vegar ekki tjá sig frekar um niðurstöðu ákæruvaldsins. -SÁ Grétar var spurður hvort það teld- ist ekki næg ástæða fyrir við- brögðum af hálfu Húsnæðisstofn- unar. Hann vildi ekki tjá sig um það og vísaði sem fyrr á forstjóra stofnunarinnar, Sigurð Guð- mundsson, en Sigurður er nú í sumarfríi. -SÁ Stuttar fréttir Dræmt í smugunni Orri ÍS hefur reynt fyrir sér með rækjutroll í Smugunni í tvo sólarhringa, en árangur verið heldur lítill, skv. fréttum Rúv. Orri er fyrsta skipið sem fer í Smuguna á þessu sumri. Fá ekki að lesa Fimm menn, ákærðir fyrir fikniefnasmygl í Hollendings- málinu, fá ekki að lesa framburð hver annars samkvæmt úr- skuröi Hæstaréttar. Héraösdóm- ur hafði úrskurðað að þeim væri það heimilt. Misræmi er í fram- burði mannanna hjá lögreglu. Rúv sagði frá. Aðalskipulag staðfest Guðmundur Bjamason um- hverfisráöherra hefur staðfest aöalskipulag fyrir Grímseyjar- hrepp á fundi sínum með hreppsnefhd. Því er ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíð- arþróun byggðarlagsins næstu 20 árin. Halim Al finnst ekki Lögregla í Tyrklandi hefur leitað Halims A1 í nokkra daga án árangurs, að sögn Rúv. Hans er leitað vegna brota á umgengn- isrétti Sophiu Hansen við dætur þeirra, en samkvæmt hæstarétt- arúrskurði eiga þær að vera hjá henni í júlí og ágúst. Hlutverk hjá Jackson Ung, íslensk fyrirsæta, Anna Rakel Róbertsdóttir, leikur aðal- hlutverkið í nýjasta myndbandi stórstjömunnar Michaels Jackson, að sögn Stöðvar 2. -jss DV spurði saksóknarann um for- Viöbrögð Húsnæðisstofnunar: Forstjórinn verður að svara - segir aðstoðarforstjórinn um ákvörðun ríkissaksóknara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.