Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 Ólafur Disney „Og hann skirrist ekki viö að gerast disneyskari en Disney og birta drög að kvikmyndahandriti um snáðann Snorra Þorfinnsson sem mun vera fyrsta bam úr gömlu Evrópu sem fæddist vest- ur þar.“ Jóhannes, í Degi-Tímanum, um hr. Ólaf Ragnar Grímsson og Bandaríkjaför hans. Kyn- skipting „Trúaðir leita burt. Þeir skipta um kyn á guði, en Kristur má halda sínu, stofna mæðrakirkju, þykjast hverfa til upprunans og verða kaþólskir, þ.e. sjóða í munnvaðal heimatilbúinn lút- ersk- kaþólskan hrærigraut ofan i ráðvillta á breytingaskeiðinu." Guðbergur Bergsson, í DV, um upplausn þjóðkirkjunnar. Ummæli Heilagur bíll „Er þessi kristnitökuhátíð ekki farin að stíga mönnum til höfuðs? Eða stendur til að taka nýjan sið: bílinn í guðatölu?" Stefán Jón Hafstein, í Degi- Timanum, um fyrirhugaðar vegaframkvæmdir vegna kristnitökuhátíðar á Þingvöll- um. Mergö óperugesta. Stærsta óperu- húsið Metropolitan-óperuhúsið í Lincoln Center í New York rúm- ar 3800 manns í sæti í sal sem er 137 metrar að lengd. Sviðið er 71 metri að breidd og 44,5 metrar að dýpt. Óperuhúsið var fullgert í september 1966 og kostaði bygg- ing þess 45.700.000 dali. Blessuð veröldin Eplaflysjun Hin sautján ára gamla Kathy Wafler frá Wolcott í New York fylki afhýddi 567 gramma þungt epli á 11,5 klukkstund árið 1978. Hýðið af eplinu myndaði þá sam- hangandi strimil sem var 52,51 metri að lengd sem er lengsti hýðisstrimill sem vitað er um. Elsti landher Elsti her í heimi er 80 manna varðlið í Vatikaninu. Það var formlega stofnað 21. janúar árið 1506. Upphaf þess má þó rekja aftur til þréttándu aldar. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðlestrarskólans: Stúdentspróf á tveimur árum „Hraðlestrarskólinn er búinn að vera starfandi í næstum tuttugu ár. Við höfum haldið námskeið bæði fyrir fólk i atvinnulífinu og skóla- fólk með mjög góðum árangri. Þar hefur fólk náð að fjórfalda lestrar- hraða sinn,“ segir Ólafur Johnson skólastjóri Hraðlestrarskólans. Ólaf- ur vill stofna einkaframhaldsskóla fyrir afburðanemendur þar sem hægt yrði að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. „Ég er að hugsa um skóla fyrir fámennan hóp sem í eru afburða duglegir námsmenn. Með þessu er ég ekkrendilega að segja að framhaldsskólastigið sé of létt en það eru margir sem gætu lokið framhaldsskólanum á styttri tíma. Ég hef líka reynslu sem framhalds- skólakennari og horfi oft upp á hæfileikaríkt fólk sem ekki fær verkefni við hæfi. Það er verið að halda þessu fólki niðri.“ Þegar Ólafur er spurður hvort hann hafi sjálfur verið afburða námsmaður segir hann: „Nei, ég var ekki einn af þessum afburða góðu námsmönnum. Ég átti mér nokkrar uppáhaldsnámsgreinar og mér fannst ýmislegt skemmtilegt en ég vil ekki taka neitt eitt út úr.“ Ólafur hefur mörg jám í eldinum því auk þess að vera kennari í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og stofnandi og skólastjóri Hrað- lestrarskólans hefur tími hans að undanförnu mikið snúist um undirbúning skólans fyrir af- burðanemend- urna. „Ég er bú- inn að vinna í því í töluverðan tíma að fá viðurkenn- ingu á þessum nýja skóla. Þetta er dálítið snúið mál því það þarf að fá viðurkenn- ingu mennta- málaráðuneytis- ins áður en farið er af stað til þess að fá nemendur. Það vill hins veg- ar enginn fara í skóla þar sem ekki liggur fyrir að námið verði viðurkennt. Ráðuneytið vill hins vegar að skól- inn sé farinn að starfa áður en við- urkenningin er veitt." Um áhugamál sín segir Ólafur: „Ég hef feikilega gaman af að ferð- ast um landið og fer í tjaldútilegur innanlands með fjölskyldunni. Aðspurður segist Ólafur vera ágæt- lega hraðlæs sjálfur en segir þó marga nem- endur sína í Hraðlestrarskól- anum miklu hraðlæsari. „Nemendur mín- ir hafa margir hverjir náð miklu meiri lestrarhraða en ég. Þetta er fyrst og fremst þjálfun og fólk getur haldið áfram að auka hraðann eftir að nám- skeiðinu lýkur. Ólafur er kvænt- ur Borghildi Pét- ursdóttur, starfs- manni Hraðlestr- arskólans. Þau eiga þrjú börn sam- an sem eru á aldrinum níu til fjórt- án ára. Ólafur á einnig eitt barn frá fyrra hjónabandi. glm Olafur Johnson. Maður dagsins Myndgátan Matsverð. Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsoröi. slendingar keppa viö Spánverja í kvöld. Evrópu- keppni landsliða í kvöld eru fjórir leikir í Evr- ópukeppni landsliða karla, átján ára og yngri. íslendingar mæta Spánverjum á Laugardalsvelli kl. 20, Portúgalar keppa við Ung- verja á Kópavogsvelli kl. 18, Svisslendingar keppa við ísraela á Akranesvelli kl. 18 og Frakkar keppa við íra á Kaplakrikavelli kl. 18. Iþróttir Þriðja deild í þriðju deild karla eru tveir leikir í kvöld. Þar eigast við Reynir, Hnífsdal, og Ernir, ísa- firði, á ísafjaröarvelli kl. 20 og Neisti, Djúpavogi, og Höttur á Djúpavogsvelli kl. 20. Bridge Hefur þú einhvem tímann lent í því að beita þvingun á andstæðing- inn og sjálfur að verða þvingaður af fríslagnum sem þú bjóst til með þvinguninni?. Daninn Villy Dam skrifaði nýlega grein um þessa óvenjulegu stöðu sem hér fer á eftir. Getur suður staðið 6 tígla eftir lauf- ásinn út frá vestri og síðan skipt yfir í lágt hjarta (sagnhafi setur ás- inn í blindum)? 4 43 44 D108764 ♦ G10 4 Á104 4 1085 <4 ÁK92 4 53 4 G762 4 K976 »» 5 ♦ 876 4 KD983 4 ÁDG2 44 G3 4 ÁKD942 4 5 Ef sagnhafi spilar upp á þvingun og rennir niður öllum trompunum kemur þessi staða upp: 4 108 44 K 4 - 4 G7 4 4 «4 D10 4 - 4 104 4 ÁDG2 44 G 4 - 4 - Þegar þú spilar hjartakóngnum verður austur að henda frá spaðan- um og sagnhafi á afganginn af slög- unum með því að svína tvisvar í litnum. En bíðum við, austur þarf ekkert að henda spaða. Hann hend- ir einfaldlega laufkóngnum! Sagn- hafl getur tekið slag á laufgosann en það spil virkar sem þvingunarspil á hendi sagnhafa í suður. Ef hann hendir spaðatvistinum er aðeins hægt að svína einu sinni i þeim lit og ef hann hendir spaðagosa stopp- ar austur litinn með því að leggja kónginn á tíuna. Það er að visu háð því að vestur haldi fast í bæði lauf sín. Hins vegar gat sagnhafi gert betur í úrspilinu eins og lesendur geta sannreynt. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.