Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 7 Fréttir Fjárlagagerð í fuUum gangi: Áfram aðhald í velferðarmálunum - segir Jón Kristjánsson, formaður Qárlaganefndar „í sambandi við yfirstandandi fjárlagagerð ætla menn að skila rík- issjóði á árinu 1998 með hagnaði. Þar er verið að tala um 1,5 milljarða króna sem er svo sem ekki stór upp- hæð en afgangur samt. Ég tel að það eigi að vera hægt að skila ríkissjóði meö hagnaði á næsta ári eins og virðist ætla að verða í ár,“ sagði Jón Kristjánsson, formaður fjárlaga- nefndar, en um þessar mundir er unnið af fullum krafti við gerð fjár- laga næsta árs. Hann var inntur eftir því hvort áfrarn yrði skorið niður i heilbrigð- ismálum og skólamálum eins og gert hefur verið undanfarin ár? „Ég samþykki ekki þá kenningu að það hafi verið skorið niður í til að mynda heilbrigðismálunum. Það hafa verið settir meiri peningar bæði í heilbrigð- is- og trygginga- málin. Hins veg- ar hafa þarfimar í þessum mála- flokkum vaxið gífurlega síðustu árin. Því hefur ef til vill ekki verið mætt eins og menn vilja. Ég hef þá trú að það sé nauðsynlegt að hafa áfram að- hald í þessum málaflokkum. Útgjöld til þeirra munu þó vaxa vegna þess að öldruðum fjölgar og þeim fjölgar sem eru á örorku- bótum. Þá hefur lyfjakostnaður farið mjög mikið upp hjá ríkinu á undanförnum árum. Nú virðist aftur á móti sem þau markmið sem sett voru fyr- ir árið 1997 séu að nást. Lyfja- kostnaður hefur ekki vaxið í sama mæli og árin á Jón Kristjánsson: 1.5 milljarðar (af- undan,'1 sagði Jón gang næsta ár. Kristjánsson. Hann segir að vissulega auðveldi uppgangurinn í atvinnulífinu og þær auknu tekjur, sem ríkissjóður hefur vegna þess, allan þennan slag. Hann var spurður hvort hann ætti von á miklum átökum við af- greiðslu fjárlaga í haust eða hvort betri afkoma ríkissjóðs og þjóðar- búsins róaði alþingismenn i þeim efnum. „Ríkisfjármálin koma alltaf inn á mjög viðkvæma þætti í þjóðfélaginu eins og tryggingakerfið, heilbrigðis- kerfið og menntamálin. Allt eru þetta þættir sem eru mjög nálægt fólki og eru viðkvæmir. Það verða alltaf hörð skoðanaskipti um þau málefni sem næst almenningi standa,“ sagði Jón Kristjánsson. -S.dór Netto ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Danskar baðinnréttingar í miklu úrvali. Falleg og vönduð vara á vægu verði. iFonix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 5606000 Rottueitur á víö og dreif í Qörunni við Ægisíöu: Héldum aö þetta væru nammipokar - segir Erna Kristín Sigurðardóttir „Eg var á gangi þarna í fjörunni með litlum frænda mínum þegar við sáum marga poka liggja þarna á víð og dreif. Við héldum fyrst að þetta væru nammipokar en þegar nær var komið sá ég að þetta var rottueitur," segir Erna Kristin Sig- urðardóttir sem rakst á rottueitrið í fjörunni nálægt hreinsistöðinni við Ægisíðu um helg- ina. „Þetta er auðvitað mjög hættulegt. Það er töluvert af börnum þama á ferðinni og þau gætu hæglega ruglast á þessu og sælgæti. Litli frændi minn vildi t.d. ekki samþykkja annað en þetta væri nammi þótt ég reyndi að út- „Það er eitrað þama í grjótin fyrir rottunum og sér- staklega í kringum þessar stöðvar. Við reynum að ganga sem best frá eitrinu þannig að það sjáist ekki. Hvað þarna hefúr gerst veit ég ekki en ég mun kanna málið. Það er möguleiki að ein- hver dýr, t.d. kettir, hafi bitið í pokana og dregið þá til. Ég mun fara á staðinn og kanna þetta því þetta á ekki að vera þama á víð og dreif,“ segir Guðmundur Bjömsson, mein- dýraeyðir hjá Reykj avíkurborg. -RR Pokar með rottueitri. Krakkarnir sem fundu þá í fjörunni við Æg- isíðuna í Reykjavík héldu fyrst að þetta væru „nammipokar". DV mynd JAK skýra fyrir honum að þetta væri hættulegt," segir Ema Kristín. Frosinn kjúklingur Karat kaffi 400 gr kr. 195 Tiiboðsverð kr. 488 kg. Hafnarfiröi s. 555 0292 ísafiröi s. 456 5460 Njarðvík s. 421 5404 Sérpantanir' Aukahlutir Varahlutir Jeppabreytingar Cherokee Grand LTD ‘94, græns., ekinn 40 þús. km, leður, ssk., rafm. í öllu, álf. Verð 3.350.000. Tilboð 2.950.000. Daihatsu Rocky ES dísil tur- bo ‘95, grás., 2,81,31“, álf., brettak., ekinn 36 þús. Verð 2.310.000. Tilboö 1.980.000. Subaru Outback 2,5 1,4x4 ‘97, rauð/grár, ek 2 þús. km, „Nýr“, ABS, 15“ álf., airbag, aircond. Verð 2.630.000. Tiiboð 2.390.000. Nissan Primera 2,0 SLX ‘95, blásans, ssk., ekinn 89 þús. km. Verð 1.510.000. Tilboð 1.290.000. Volvo 850 GLE ‘94, gulls., ek. aðeins 29 þús. km, leður, ABS, ssk., toppl., álf., spoiler, cruise, Verð 2.310.000. Tilboð 2.090.000. BILALAN- MMC Space Wagon 4x4 ‘91, græns., 7 manna, ekinn 109 þús. km, 5g., álf. Verð 930.000. Tiiboö 795.000. Ford Mondeo Chia ‘93, vínr., ekinn 54 þús. km, rafdr. í öllu, toppl., álf., 5 g. Verð 1.510.000. Tilboð 1.290.000. Citroen BX19 Trans 4x4 ‘91, grás., ekinn 92 þús. km, rafdr. í rúðum, centr. Verð 770.000. Tilboð 590.000. MMC Lancer GLX ‘89, laxableikur, 5 g., rafm. í rúðum, centr., ekinn 129 þús. km. V erð 570.000. Tilboð 450.000. Opel Corsa GLS ‘94, 5 d., vínr., 5 g., centr., vél 1400i. Verð 850.000. Tilboö 720.000. Vagnhöföa 23 Sími 587-0-587

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.