Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24. JULÍ 1997 5 DV Fréttir Nýjasta afsprengi kvótakerfisins: stétt soðkarla - fullt starf aö vakta þorskstofninn fyrir almenningi Geysilegt magn er nú af þorski inni á vestfirskum fjöröum. Eins og DV skýrði frá hefur verið met- veiði hjá smábátum. Þá mokveið- ist nú þorskur á sjóstöng frá bryggjum og brúm í fjórðungnum. Þeir sem róið hafa á aflamarki eru flestir búnir með kvóta sína. Þannig eru það aðeins krókabátar á sóknardögum og ný stétt soðkarla sem enn geta veitt þorsk. Soðkarlar eru þeir sem ekki hafa veiðileyfi með formlegum hætti en veiða í skjóli laga um stjórn flskveiða þar sem segir að hver íslendingur megi veiða sér og fjölskyldu sinni til matar. Sam- kvæmt lögunum mega þeir aðeins vera með einn krók og færi sem er án allrar sjálfvirkni. Þannig er nú sprottin upp lágstétt þeirra sem flskveiðar stunda. Nokkuð margir slíkir eru nú I vestfirskum sjávar- plássum og þeir hafa veitt margir hverjir mjög vel vegna mikillar fiskgengdar. Þannig eru dæmi um að einstaklingar hafl Fiskað nokk- ur tonn af þorski yfir sumarið og þannig náð að metta heilu stórfjöl- skyldurnar. Veiðieftirlit Fiskistofu hefur óskað eftir því að fá til eftirlits hraðflskibáta sem Þróunarsjóður sjávarútvegsins hefur keypt og úr- elt. Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða, segist hafa orðið hinnar miklu fisk- gengdar var eins og aðrir Vest- flrðingar. Hann segir það væntan- lega verða fullt starf fyrir Fiski- stofu að passa upp á að almenn- ingur gangi ekki harkalega á þorskstofninn. „Það er að verða fullt starf fyrir veiðieftirlitið að passa upp á fólkið sem er að veiða þorsk af brúm í Gilsflrði, Dýraflrði og Skutulsfirði," segir Pétur. -rt Utanríkisráöuneytið: Samið viö Rússa um sjávarút- vegsmál í næsta mánuði er gert ráð fyrir að ljúki gerð samnings milli íslendinga og Rússa um sjávarútvegsmál. Hvenær undir- ritun fer fram liggur ekki fyrir. Jóhann Sigurjónsson sendi- herra sagði að hér væri um að ræða tvíhliða samning milli þjóðanna um samskipti á sjávar- útvegssviðinu. í honum verður Qallað um öll viðskipti og sam- skipti þjóðanna á því sviði. Jóhann sagði að til væri tak- markaður samningur milli þjóð- anna sem sneri að rannsóknum og vísindum. í nýja samningnum væri verið að ræða um alla hluti er snúa að samskiptum þjóðanna á sviði sjávarútvegsmála. „Við vonumst til þess að styrkja með þessu jákvæð sam- skipti þjóðanna," sagði Jóhann Sigurjónsson. Hann sagði ekki tímabært að fara út í nánari efnisatriði enda samningurinn ekki frá genginn. Þess má geta að samningurinn hefur enn ekki verið tekinn fyr- ir í utanríkismálanefnd og ekki heldur sjávarútvegsmálanefnd Alþingis. -S.dór Bragi Þorsteinsson, eigandi Aðalbjargar, fékk einn 2,5 tonn á 16 tímum. Hann er hér með tvo væna. DV-myndir Kristjana Tálknafjöröur: Fiskur alls staðar DVTálknafirði Mikill afli berst nú á land hér á Tálknafirði af smábátunum. Gæftir hafa verið góðar undanfarið og mik- ið veiðst af stórum og góðum þorski. Mestur afli er 3,7 tonn yfir daginn hjá einum manni. Hann var á skaki í níu tíma. Júníaflinn hjá smábátunum, sem hér lönduðu, var 687 tonn í 354 veiðiferðum á 38 bátum. Að sögn Ársæls Egilssonar hafnarvarðar var aflinn í síðustu viku, 13.-19. júlí, 136 tonn í 62 veiðiferðum á 29 bátum. Allt er þetta stór og áberandi góð- ur fiskur. Dæmi eru um að bátar hafl farið hér út á fjörð og fengið 700 kíló á nokkrum tímum. Það er greinilega fiskur um allan sjó og nánast sama hvar dýft er færi. Alls staðar flskur. Aflinn, sem berst að landi, er að mestu unninn hjá Þórs- bergi, Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar og Útnausti. -KA Ársæll hafnarvörður við vigtina. HAFNARFJÖRÐUR • LAUGALÆKUR • SELFOSS • VESTURLANDSVEGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.